Vikan


Vikan - 21.08.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 21.08.1958, Blaðsíða 4
% H '> SkUGGAR FORTÍÐARIIMNAR EFTIR RENEE SHANN NAN SMITH er einkáritari Sir Reginalds Wadebridge á Highland Hall og hún er ástfangin af syninum SlMONI. Nan á sér leynd- armál. Hún var trúlofuð ungum manni, John Cornell, sem yfirgaf hana vegna POLLlAR, sem var vinkona Nan. En Pollí sveik John og hann framdi sjálfsmorð. Hann skildi eftir sig bréf, sem hófst á „Elskan mín ..." og allir héldu að hann ætti við Nan. Hún hlaut fyrirlitningu fólks og var álitin samvizkulaus og grimm, en hún var svo örvingluð og ráðvana að hú'n sagði ekki frá hinu sanna — — að bréfið hafði verið til Pollíar, — þó að hún hataði hana. Símon trúlofar sig og kemur með unnustu sina heim til foreldr- anna. Það er mikið reiðarslag fyrir Nan, þegar hún kemst að því, að stúlkan sem í annað sinn hefur rænt hana hamingjunni er-----POLLl. Glampinn í augum hans slokknaði og hann varð aftur alvarlegur. — Það er einmitt það sem er svo skelfilegt. Ég vildi óska ég gæti það. En maður getur ekkert gert við því, þótt maður verði ástfanginn, sama, hver stúlkan er. Hann leit á hana og sagði: — Þú gætir sjálfsagt svikið karlmann líka, ef þú ætlaðir þér það, Nan? Hún dró andann djúpt. —' Hvers vegna segirðu þetta? — Eg veit það ekki. Gleymdu því. Sannleikurinn er vlst sá að ég er ieiður á kvenfólki í kvöld. Hann sneri sér frá henni og skipti um samtalsefni. — Ég var hérna með dálítið sem ég ætlaði að sýna þér. Ég var að taka til í skúffum um daginn og þá rakst ég á þessa mynd. Hvernig lízt- þér á mig — þegar ég var við nám í Oxford? Hann rétti henni myndina. Hún var af knattspyrnuliði háskólans. Fyrst kom hún ekki auga á hann, en svo sá hún hann i öftustu röðinni. Hendur hennar titruðu þegar hún sá hver það var sem stóð við hlið hans. — Þetta er John Cornell, heyrði hún hann segja. Hann var góður vinur minn þá. Hann var kringlukastarinn frægi, sem framdi sjálfsmorð, þegar unnusta hans sveik hann. Símon leit á hana. — Kjánalegt að gera slíkt, finnst þér ekki? Hann horfði á hana meðan hann talaði. Og allt í einu fann hann til sektartilfinningar. Hann hefði ekki átt að sýna henni myndina, því að örvæntingarfullur svipur hennar sannfærði hann um að hún var hin sama Annette Smith og hann hafði lesið um í blaðinu. Hann hafði verið viss um að þaCS hefði ekki verið hún. Hann hafði hvað eftir annað sagt við sjálfan sig að það gæti ekki verið hún. Það var einhver önnur sem líktist henni. Sú Nan, sem hann þekkti gat ekki svikið mann svo grimmd- arlega að hann fremdi sjálfsmorð. — Ég þekkti hann mjóg vel, sagði hann til'að gefa henni tíma til að jafna sig. Hann var prýðispiltur og vel greindur. Ég missti sjónar af honum þegar ég fór frá Oxford. — Gerðir þú það? Nan lagði myndina á skrifborðið. Hún vonaði af öllu hjarta að Símon hefði ekki tekið eftir því hvað henni brá. Augnablik var hún að hugsa um að segja honum að hún hefði líka þekkt John Cornell. En hún fann að hún gat það ekki. Hún gat ekki talað um John. Ekki einu sinni við Símon. Hún hafði reynt af öllum mætti að gleyma John. Henni hafði næstum tekizt það og fannst hún hafa öðlazt hamingjuna aftur. Hún hafði haldið að fortíðin væri grafin og gleymd. Og svo birtist Pollí. Og Pollí tók Símon frá henni. Og svo Drew. Með komu hans hafði allt rifjazt upp aftur. Og nú Símon. Símon hafði þekkt John . . . Hún strauk hárið frá enninu. Hendur hennar titruðu enn. — Ég verð að fara. Ég á mikið eftir að gera, því að ég hef verið burtu i allan dag. Hún snerist á hæli og gekk til dyra. Þegar hún kom fram að dyrun- um kom Pollí inn í herbergið. Hún leit undrandi á Nan. — Mig langaði að tala við þig, elskan. Ég vissi ekki að þú værir upp- tekin. — Ég er að fara. Ég var bara að hengja upp föt, sem ég sótti fyrir hann. Nan lokaCi dyrunum. Þegar hún gekk framhjá herbergi Lady Wade- bridge heyrði hún raddir. Rödd Stellu skalf er hún sagði: mér þykir það leitt mamma en ég er alveg ákveðin. Nan flýtti sér inní herbergi sitt og lokaði dyrunum. Hún hugleiddi hvað hefði verið deiluefni Símonar og Pollíar. Inn í herbergi Símonar sagði Pollí. — Ég lét eins og bjáni, ástin mín. Fyrirgefðu mér. Simon hélt henni þétt að sér og fyrirgaf henni á stundinni, Hann sagði meira að segja að þetta hefði allt verið sér að kenna. Hún leit brosandi á hann. — Elskar þú mig? — Hvað heldurðu? — Ég held þú gerir það. — Og þú veizt að ég mun alltaf gera það. Hún néri höfðinu við jakkann hans. — Þegar við trúlofuðum okkur, sagði ég þér að ,ég væri enginn engill. Hann hló glaðlega. Rifrildið var gleymt. — Þú varst andstyggileg við mig. — Ég meinti ekki orð af því sem ég sagði. — Þér finnst ég þá ekki vera montinn og leiðinlegur? Hann fékk sting í hjartað, er hann minntist orða hennar. — Gamaldags og þröngsýnn? — 0, Símon, auðvitað ekki. Hann horfði beint framan í hann. Þegar hann kyssti hana, gleymdi hann að hann hafi efazt um ást hennar, og fyrir fáeinum minútum hafði hann sagt við sjálfan sig að það væri brjálæði að kvænast henni. Hann fann bara að hún var falleg og aðlaðandi. Hann kæi'ði sig kollótt- ann um þótt sjötta skilningarvitið segði honum að hann væri aðeins heillað- ur af kyntófrum hennar af henni og ekkert yrði eftir, ef það vald, sem hún hafði nú yfir honum hyrfi. Hún sneri sér við og tók myndina upp, sem Nan hafði lagt á skrif- borðið. — Ert þú á þessari ? — Já, hún var tekin þegar ég var í Oxford. Hún leit rannsakandi á andlitin. Skyndilega sá hann að svipur hennar gerbreyttist, og hann hefði getað svarið að hendur hennar skulfu. En svo var hún söm aftur. Kannski hafði hann bara ímyndað sér að henni hefði brugðið. — Þetta ert þú, er það ekki? spurði hún kæruleysislega. — Já, og þetta er John Cornell, sem stendur við hliðina á mér. Hún leit betur á myndina. — John Cornell? Æ, já, það var maðurinn, sem framdi sjálfsmorð vegna Nan? — Eg hef ekki trú á því. — Ég er viss um að það er satt. Þú sást nú blaðið. — Það getur hafa verið önnur. — Ekki hugsa ég það. Manstu, hvað dómarinn sagði um hana? — Ég er ekki viss um að Nan hafi átt skilið það sem sagt var um hana. Hún sneri sér snöggt að honum. Augu hennar skutu gneistum. Allt látbragð hennar lýsti heift og afbrýðisemi. — Þú gerir mig vitlausa. Hversvegna ertu svona viss um að Nan sé fullkomin? Hann leit undrandi á hana. — Elskan, hvers vegna læturðu eins og flón? — Það ert þú, sem lætur eins og flón, að minnsta kosti þegar hún á í hlut. Símon reiddist. — Ég skil ekki, hvers vegna þú stekkur upp á nef þér í hvert skipti sem er minnzt á hana. — Ég er bara orðin svo leið á að heyra þig segja, hvað hún sé full- VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.