Vikan


Vikan - 21.08.1958, Page 5

Vikan - 21.08.1958, Page 5
komin. Sérstaklega núna, þegar við vitum bœði, hvað það er fjarri sann- leikanum. — Ég er ekki sammála þér í því. Ég skal segja þér að ég held það sé eitthvað meira á bak við þetta sem við vitum ekki um. E>ú gleymir að ég hef þekkt Nan lengur en þú. Ég veit hvernig hún er. Ég er að hugsa um að segja henni að ég viti þetta og heyra hvað hún segir. Augu Pollíar voru enn illileg, en hún reyndi að hafa röddina blíð- lega þegar hún sagði: - Ég held ekki þú ættir að gera það. Það verður sjálfsagt bara til að hún æsist upp. Hún er sýnilega að reyna að gleyma þessu. Mér finnst þú ættir að leyfa henni að hafa einkamál sín í friði — ef hún vill það. Hún verður bara taugaóstyrk og hrædd ef hún veit að við höfum komir.t að þessu. Símon kveikti sér í sígarettu. Það var sjálfsagt nokkuð til í þvi sem Pollí sagði. — Mér myndi að minnsta kosti finnast það, væri ég í hennar sporum. Hún gekk til hans og lagði hendurnar um háls hans. — Elskan, fyrir- gefðu, hvernig ég læt. Pollí brosti hunangsblítt. — Sannleikurinn er sá að ég er afbrýðisöm. Símon þí'ýsti enn að sér. Það var sama þótt hún reytti hann til reiði hvað eftir annað — hún þurfti ekki annað en lyfta litla fingri til að fá hann til að taka sig í sátt aftur. — Nú ertu lítill kjáni. — Ég veit það ekki. Hún er svo indæl. — Þetta meinarðu ekki. — Á yfirborðinu þá. Símon taldi upp að tíu áður en hann svaraði. Hann langaði ekki til þau byrjuðu að rífast aftur. En Pollí skjátlaðist hrapallega. Það var hann sannfærður um. Nan var heiðarleg og trygg. En kannski var það rétt að láta hana í friði og vera ekki að sletta sér fram í einkamál hennar. Honum var samt meinilla við að þekkja leyndarmál hennar og láta eins og ekkert væri. Hann tók myndina upp og setti hana aftur niður í skúffu. Furðulegt að Pollí skyldi hafa brugðið þegar hún sá myndina. Hann rétti henni höndina og stakk upp á að þau fengju séi' göngu. Hann sagði við sjálfan sig að honum hefði kannski skjátlazt um Pollí. En ekki um Nan. 7. KAFLI. Símon hélt Pollí þétt að sér. — Við förum heim eftir hádegið á morgun. — Allt I lagi, elskan. Sæktu mig hingað. — Já. Við komum þá mátulega í teið. Þú vilt sem sagt ekki borða hádegisverð með mér? — Ég held að ég geti það ekki. Ég þarf að ljúka svo mörgu áður. Hann kyssti hana góða nótt aftur. Þau voru komin aftur til London og Símon byrjaður að vinna á ný. Þar sem hann ætlaði að fá frí í mánuð og fara í brúðkaupsferð varð hann að Ijúka ýmsu áður. Pollí bjó í ibúð- inni, sem hún hafði með vinkonu sinni. Símon bjó i íbúð foreldra sinna I Grosvenor Square. Hún veifaði til hans þegar hann fór og gekk aftur inn í dagstofuna. Klukkan var að verða tólf. Vivia, vinstúlka hennar, var úti og hafði ekki búizt við að koma fyrr en undir morgun. Pollí geispaði. Hún hlakkaði til að komast I rúmið. Og hún var fegin að Símon var farinn. Hún gekk inn í svefnherbergið og byrjaði að afklæða sig. Skyndilega hringdi dyrabjallan. Hún hrukkaði ennið. Hver gat þetta verið? Hafði Símon gleymt einhverju? Eða var þetta einhver vina hennar, sem hún var að reyna að losa sig við? Aftur hringdi bjallan. Þrjár langar hringingar. Hjarta hennar tók kipp. Það var orðið langt síðan hún hafði heyrt þessa hringingu. Hún hugleiddi hvort hún ætti að opna eða ekki. En hún vissi að hún varð að gera það. Ljósið í forstofunni sýndi að einhver var í íbúðinni. Maðurinn, sem hún vissi að var þarna, hafði aldrei látið bjóða sér neitun. Hún fór í slopp. Enn var hringt. Hún gekk fram og opnaði. — Þú hefur ekki lært þolinmæði síðan ég sá þig síðast! Gesturinn var hár og grannur með dökkt og mikið hár og óviðfelldið yfirbragð. Pollí hafði ekki hitt Bob Rivers í meira en ár. Síðast þegar þau sáust höfðu þau komið sér saman um að heillavænlegast væri, að þau hittust ekki framar. Þau höfðu þekkzt í þrjú ár og höfðu á þeim tima oft gert slíkt samkomulag með sér, þótt það hefði aldrei enzt lengi. — Halló, Ginger, sagði hann og horfði fast á hana. — Eins falleg og áður, sýnist mér. Hún hallaði sér aftur þegar hann reyndi að leggja hendurnar um hana. — Nei, Bob. Hann kipraði augun. Hvað í andskotanum er að ? — Ég sagði þér þegar við hittumst seinast, að öllu væi'i lokið milli okkar. Mig minnir, að þú hafir verið á sama máli. Hún gekk inn í dagstofuna. Þau gátu ekki staðið í forstofunni og talað saman. — Viltu viskí ? — Þakka þér fyrir. Hún fékk sér lika. Henni fannst hún þurfa þess. Bob var síðasta mannveran, sem hún kæi-ði sig um að tala við í kvöld. Franihald á bls. 14. Pósthólf 1379 — Reykjavik — Kópavogi — Sími 22j60 ef menn gæta þess aó bera NIVEA-smyrs! á andlitió kvöldió áður. í NIVEA er eucerit, lem heldur húðinni mjúkri. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.