Vikan


Vikan - 21.08.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 21.08.1958, Blaðsíða 6
LITIÐ INN tfJÁ HEMIIMGWAY Blaðamaðurinn Lloyd Lockhart kom óboðinn til Hemingways og bað um viðtal. Skáldið og ævin- týramaðurinn var í miðjum klíðum að semja skáld- sögu og vildi ekki láta trufla sig. Þó varð blaða- manninum að ósk sinni, líklega vegna þess að hann var frá sania blaði og Hemingway hafði sjálfur starfað við í æsku, STAK WEEKLY í Toronto. Auðjöfur, hermaður, striðsfrétta- ritari, njósnari, rithöfundur, villi- dýraveiðari, fiskimaður, glæsimenni, — það er varla hægt að bera á móti því að Hemingway hafi lifað fjöl- breytilegu lifi. Hann hefur aðsetur sitt á Kúbu. Hann á heima skammt frá Havana. Sá orðrómur var á kreiki að gamli maðurinn væri önnum kafinn við nýja bók. Þar með var loku fyrir það skotið að hann tæki á móti gest- um. Vitaskuld hefur verið erfitt að ná tali af Hemingway síðastliðin fimm ár, allt frá því hann skreidd- ist út úr frumskógum Afríku með bananaknippi í annarri hendinni og ginflösku í hinni eftir tvö árangurs- rík flugslys. Það er gengið meðfram röð af hrörlegum húsum unz komið er að búgarði Hemingways og þar er stórt skilti við hliðið: „Aðgangur bannaður öðrum en þeim sem boðnir eru". Ég átti ekkert stefnumót við skáldið en hélt rakleiðis að húsinu samtsem áður. Ég hafði reynt að hringja til Hemingways frá Toronto. Ég hafði skrifað bréf. Vinir mínir höfðu reynt að hjálpa mér. Þetta var síðasta hálmstráið — að ganga beint að honum. Jörð Hemingways er 13 ekrur að stærð. Steyptur vegur liggur að húsi hans sem byggt er í spönskum stíl. Klukkan var 2 e. h. og ég hafði bréf í hendinni þar eð ég bjóst við að Gamli maðurinn og pardusdyrið. Hemingway lagði dýrið að velli er hann var á hinni frægu f erð sinni um Af ríku fyrir 4 árum. þjónn mundi koma' til dyra ellegar kona skáldsins sem gætir hans fyrir gestum. DÆGIRLOG 'JAPANSKUR TEXTI OG UMFERÐARTEPPA Hvert land hefur sinn eigin sí- breytilega lista yfir þau dægur- lög, sem mestra vinsælda njóta hverju sinni. Vinsældalistinn er iðulega birtur í blöðunum og þykir plötuframleiðendum og listamönn- um að vonum mikill fengur að fá sín lög ofarlega á listann. Hér hefur þessi háttur ekki tíðkazt, en fá má nokkra hugmynd um vinsæJustu lögin með því að at- huga, hvaða lQg er mest beðið um i óskalagatímum útvarpsins. Þessa dagana er I Love You Baby sungið af Paul Anka númer eitt í óskalagaþáttunum og má því teljast „topplagið" á Islandi. Erlent blað birti fyrir fáeinum dögum vinsældalista frá nokkrum löndum og ræddi ;listana lítið eitt. Meðal annars var þar fjallað um japanska listann, en lagið Rocka- billy hefur veríð efst á þeim lista í margar vikur. Á því sést, að Japanir eru nokkrum mánuðum á eftir okkur með amerísku lögin — hér náði þetta lag hámarki vinsælda í fyrrásumar. Á eftir Rockabilly koma nokkur amerísk lög, sem öll hafa sömuleiðis vin- sæld hér, en þó heldur farin að dala, svo sem Diana og You Are My Destiny, sungið af Paul Anka, einnig Don't og Jailhouse Rock, % ti 4¦¦* <f i"~ X ¦ 3 - # VA'"'.» V PRESLEY — hátt skrifaður i Japan. sem hinn þekkti Elvis Presley syngur. Þá semja Japanir að sjálfsögðu sín eigin dægurlög, og eru að mörgu leyti frumlegir í texta- smíðinni. Leiðandi dægurlaga- söngvari þarlendur heitir Michiya Mihashi, en nýjasta afreksverk hans á dægurlagasviðinu nefnist „Vertu sæl, Tókíó" í íslenzkri þýðingu. Það er söngur um mikla sorg, en efni textans er svona: Ó, hjarta mitt er brostið af sorg, biturri sem dauða. • Éc/ vil gráta % einrúmi á einhverjum stað, þar sem allar minningar fyrnast. Þangað geng ég grátandi, vertu sœl, Tókió. Mikið uppáhaldsefni í japönsk- um dægurlagatextum virðist vera þar sem sagt er frá elskendum, er hittast á einhverjum sérstök- um og tilteknum stað i höfuð- borginni. Eitt gleggsta dæmi slíkrar framleiðslu á undanförn- um mánuðum ber nafnið „Við skulum hittast á Yurakucho", en það er umferðarmiðstöð í miðri Tókíó. Þannig hljóðar efni þess dægurlagatexta: Ég bíð þín í rigningu, (það rignir líka i hjarta mér) meðan hinkra ég á testofu í horni stórrar byggingar. Mér finnst sem regnið syngi angurvœran söng. En skilnaðarorðin okkar voru: „við skulum hittast á Yurakucho" Þessi texti hefur ekki haft nein smáræðis áhrif á unga fólkið í Tókíó, því að nú liggur við algerri umferðarteppu á Yurakucho, vegna þess að hundruð ungmenna mæla sér þar mót á hverjum degi og bíða tímunum saman. g- Ég barði að dyrum hálf hikandi og gægðist innum vírnetið sem var í hurðinni. Ég sá stórvaxinn mann sitja við borð og lafði eitthvað út úr munninum. Ég sá ekki nema út- línurnar en þóttist vita að þar væri Hemingway að snæðingi. Hannkom til dyra undrandi og gramur. ,,Þér hafið heimsótt mig án leyfis", sagði hann lágum rómi. „Það er illa gert". Ég kvaðst vera sendur frá blaðinu sem hann hafði eitt sinn unnið við og sagði honum líka að ég hefði reynt að hringja. „Þetta er illa gert", endurtók hann, „ég er að vinna að nýrri bók, og tek ekki á móti blaðamönnum. En komdu inn fyrir". Við gengum inn í dagstofuna. „Ég veit þér hafið orðið fyrir von- brigðum, en finnst yður ég vera ó- kurteis?" spurði hann, ,,ef ég veitti yður viðtal, mundu aðrir heimta skýr- ingu á því að ég geri undantekn- ingu. Það er ekki ókurteisi, er það? Má bjóða yður kaffi? Eða staup?" Við komum okkur saman um að fá kaffi og nú sá ég Hemingway í fyrsta sinn augliti til auglitis. Undra- verður maður. Ótrúlegur. Hann hafði skegg svipað því sem sjávarguðinn Neptúnus er sýndur með, silfurgrátt hár vanið aftur, skrokkurinn mikill og kraftalegur. Er hann ekki nema 59 ára að aldri? Það virðist vafa- samt. Hann gæti verið 20 árum eldri. Þó er æskublik í brúnum augunum og þegar hann brosir í kampinn verð- ur hann næstum krakkalegur. „Mér líður vel", sagði Hemingway, „ég missti nokkurs i flugslysunum en hef fengið það allt aftur. Ég brákaði á mér hauskúpuna og braut í mér nokkur rifbein. Þau eru gró- in. Þau gróa alltaf". Framiiald á bls. 14 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.