Vikan


Vikan - 21.08.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 21.08.1958, Blaðsíða 10
ÞA£> VAR góðviðrisdag einn í septembermánuði árið 1875 að rauðhærður maður taerhöfðaður hljóp eins og fætur toguðu yfir Lundúna- brú og hrópaði hástöfum: „Morð. Stöðvið manninn. Morð". Tveir eða þrír lógregluþjónar voru á labbi þar í grennd en hlógu að manninum þegar hann reyndi að vekja athygli þeirra á f jórhjólavagni sem ók rétt á undan honum, þeir héldu að maðurinn væri geðbílaður. En maðurinn hélt áfram á sprettin- um. Að lokum nam vagninn staðar við krá eina sem kölluð var „Haensna- prikið". 1 vagninum voru tvær manneskj- ur, herðibreiður náungi með háan hatt og digran vindil og söngkona ein, Alice Day að nafni, grannvaxin, Ijómandi lagleg og búin öllu fínasta skarti sem þekktist í þann tíð. Það var annar farþegi í framsætinu en hvorugt þeirra hafði hugmynd um það og því síður vissi ekillinn af því. Ekillinn sat í sæti sínu framaná vagninum með teppi utan um sig og svipu í hendi og hafði ekki orðið var við köllin og hrópin í manninum sem hafði elt þau alla leið. Þegar vagninn nam staðar kom hann auga á tvo lögregluþjóna, hljóp þá uppi og gerði úrslitatilraun: „1 guðanna bænum", sagði hann og mátti vart mæla fyrir mæði, ,,elt- ið manninn með háa hattinn. Það er ekki allt með felldu". Lögregluþjónarnir sáu manninn með háa hattinn stíga niður úr vagn- inum og ganga inn í húsið með stór- .•an böggul undir hendinni. Hann opn- aðí dyrnar með lykli. Þeir hlupu yf- ir götuna og annar þeirra elti mann- inn inn. Hinn varð eftir hjá ungfrú Day, sem steig út á gangstéttina og missti alla stjórn á sér. Maðurinn sem hafði borið böggul- inn inn í húsið köm nú út aftur með lögreglvjþjómnn á hælunum. Hann var að bisa við annan böggul þegar lögregluþjónarnir fóru að spyrja hann útúr. „Eigið þér heima hér?" „Nei". „Eigið þér hingað erindi?" „Já, það er meira en sagt verður um ykkur. Hvað eruð þið að skipta ykkur af mér? Ég er bara að heim- sækja gamlan vin". Lögreglumennirnir stjökuðu honum inn í húsið, hann hrökklaðist undan þeim með böggulinn í fanginu. Á leið- inni sneri hann sér að þeim og sagði: „Sjáið nú til. Látið þetta kyrrt liggja og hér eru 50 pund fyrir hvorn ykkar". Þeir króuðu hann af í lokaðri verzlunarbúð inni í húsinu og fundu þar fyrri böggulinn. Þeir lögðu hann á búðarborðið sem var þakið ryki. Þeir skipuðu manninum að leysa umbúðir af bögglinum og sýna þeim innihaldið. „Opnið hann ekki", sagði hann og var mikið niðri fyrir, ,,i guðanna bænum, hreyfið ekki við honum, hvað sem þið gerið. Snertið ekki á honum". En lögregluþjónarnir voru í óða önn að opna böggulinn. „Ég skal gefa ykkur 100 pund, ég skal gefa ykkur 200 pund og finna peningana handa ykkur á 20 minút- um ef þið sleppið mér". Hann hljóp á eftir vagn- iiumi yfir Lundúnabrú og kallaði hástófum: „Morð! Morð." En þá voru lögreglumennirnir þeg- ar búnir að opna böggulinn. TVEIMUR mínútum seinna koma lögreglumennirnir báðir út úr húsinu og leiddu bandingjann á milli sín, hann hélt ennþá á öðrum böggl- inum. Hann reyndi að kasta honum frá sér en honum var þröngvað inn i vagninn áður en honum auðnaðist að framkvæma það. Annar lögreglu- mannanna fór aftur inn í húsið og náði í hinn bóggulinn, síðan ók allur hópurinn á næstu lögreglustöð. ganga að því vísu að þær hittu hr. Wainwright eftir sýningar og þá skeikaði það ekki að hann bauð þeim upp á öl og vin á næstu veitinga- krá eða heima hjá sér. ÞAÐ VAR ekki eingöngu dálæti á kvenlegri fegurð sem réði gerð- um Wainwrights. Hann hafði sann- an áhuga á leiklist og studdi áhuga- menn í þeirri grein af ráðum og dáð. Hann hafði einnig haft lítilsháttar afskipti af stjórnmálum. Wainwright var aldrei kátari en kænn að fela ekki líkið þar sem enginn gæti fundið það". Siðan tóku menn upp léttara hjal. Það var þægileg mótsögn við örviln- un morðingjans Arams sem ságt var frá í kvæðinu að sitja í þægilegri stofu hr. Wain'wrights og njóta krása og dýrindis drykkjar. Allir karl- mennirnir voru sammála um að hann væri prýðismaður, heiðursmað- ur. Og laglegur lika, bættu stúlk- urnar við. Wainwright var einkar laglegur og bauð af sér góðan þokka og ef til vill veittist honum of auðvelt að ná tangarhaldi á konum. Og húsið sem hann bjó í og hélt allar veizlurnar fyrir leikarana var ekki eina aðset- ur hans. ÞREMUR eða fjórum árum áður eri hann fór í þessa einkennilegu ökuferð yfir Lundúnabrú með Alice Day — og þriðja farþeganum — hafði hann komist í kynni við fallega ljóshærða stúlku á útiskemmtistað. Nafn hennar var Harriet Lane. Wainwright og ungfrú Lane urðu góðir vinir og vinátta þeirra þróað- Hún fór með náttkjóS á fund elskhuga síns og hvarf „Jæja, þú hefur komið mér í lag- lega klípu, herra Wainwright", sagði ungfrú Alice Day. En Wainwright lét sér nægja að púa vindilinn og mælti ekki orð af vörum. Stúlkan þreif í handlegginn á hon- um, andlitið afmyndað af skelfingu: „1 allra heilagra nafni, segðu þeim að ég sé ekkert við þetta riðin". Og Wainwright hlýddir „Hún er ekki vitund flækt I málið". þegar hann gat haldið leikurum frá Pavilion-leikhúsinu góða veizlu. Hann var i essinu sínu þegar leikarar flykktust inn á heimili hans þar sem hann bjó ásamt konu sinni, fjórum börnum og þjónustuliði. Leikararnir skemmtu sér konung- lega við hlaðið veizluborð og kunnu vel að meta dýrindis vín sem fram var boðið. Það getur jafnvel átt sér stað að þeir hafi haft gaman af upp- lestri herra Wainwrights en hann Fáir vissu aö leikhúsunnandinn átti tvö heimili í borginni Lögreglan var hinsvegar á ann- arri skoðun. Við rannsókn kom í ljós að enginn þekkti herra Wainwright i því hverfi sem hann hafði verið tekinn fastur í. Hinsvegar var hann frægur í hverfinu sem hann bjó í. Allir þekktu þennan gildvaxna, glað- lynda mann og álitu hann góðan og heiðvirðan borgara. Hann átti bursta- gerð ásamt bróður sínum og vann við hana. Burstagerð er hinsvegar heldur rýr atvinnugrein en Wainwright virtist ætið hafa haft gnægð fjár til að halda ríkulegar veizlur og bauð einkanlega til sín frægum leikurum sem hann dáðist mjög að. Það kom iðulega fyrir að hann mætti leik- urum á götunni og bauð þeim heim upp á glas af víni. Ballettstúlkurnar við Pavilion- leikhúsið sem var næsta hús við burstakerðina þurftu aldrei að kvelj- ast af þorsta. Það mátti næstum var jafnan vanur að lesa upp eftir matinn. Sennilega hefur hann látið slökkva eitthvað af ljósunum þegar hann las hið hrollvekjandi ljóð Thomasar Hoods, „Draumur Arams". Og áreið- anlega fór hrollur um leikkonurnar yndisblíðu meðan þær hlustuðu á hann kyrja ljóðið drungalegri röddu. Þegar ljóðinu var lokið voru ljós- in kveikt á ný og leikkonunum þótti gott að hressa sig á léttu vínu en karlmennirnir fengu sér duglega neðan i því og kusu heldur viskí og sóda. Við getum ímyndað okkur að einhver leikkonan hafi kveðið upp úr: ,,Ó, herra Wainwright, mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds meðan á upplestrinum stóð. Álítið þér að morðingjar finni svo sárt til iðrunar sem í kvæðinu stendur? Það hlýtur að vera — hugsum okkur Macbeth. En hvað Aram var fá- ist í ást. Að vísu var ekki um það að ræða að þau gætu gengið í heilagt hjónaband en frekar en ekki setti hún frétt í blöðin þess efnis að Har- riet Lane, níunda dóttir John Lane hefði verið gift Percy King, St. Mary. Harriet Lane kallaði sig síðan frú King. Hún var fjörug og klók ung stúlka sem hafði afar gaman af fal- legum fötum. Hún hafði verið kjóla- saumakona þegar hún hitti hr. Wainwright. ,Næstu tvö þrjú árin bjuggu „hr. og frú King" i Péturs- stræti og ýmsum óðrum stöðum. Þau eignuðust tvö börn. Aðeins örfáum mönnum var kunnugt um að hr. King og hr. Wainwright væru einn og sami maðurinn. Þá fór að ganga verr með bursta- gerðina. Harriet og börnin hennar, sem hingað til höfðu notið rausnar- legs styrks, sáu fram á skort og fá- tækt. Tekjur hennar urðu æ rýrari og hún varð að. leita á náðir veð- lánarans æ oftar. Hún fór einnig að venja komur sinar á krárnar til þess að drekkja sorgum sínum. Vinkona hennar, ungfrú Willmore, var ein þeirra, sem vissi hver Percy King var í raun og veru og henni var hægt að treysta til að sjá um börnin og hjálpa upp á sakirnar þegar í nauð- ir rak. Að lokum var svo komið, að Harriet lenti i heiftarlegum deilum bæði við elskhuga sinn og húseig- andann. Hún gerði sér tíðförult í bursta- gerðina og sagði hverjum sem heyra vildi að hún myndi verða trú elsk- huga sínum hvernig svo sem hann léki hana. Þetta var síður en svo skemmtilegt. DAG EINN í september árið 1874 keypti hr. WainWright kassa af klóríði sem hann lét senda I vöru- geymslu sem var á hans vegum við 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.