Vikan


Vikan - 21.08.1958, Side 11

Vikan - 21.08.1958, Side 11
BÓKMEMMTIR v . ■. ' ■ ■ . __ .■. . . s • HJÁ MÍSJÖFNU FÓLKi Whitechapel-veg og var hluti af burstagerðinni. Daginn eftir, seni var föstudagur, fór Harriet heiman frá sér, kvaddi ungfrú Willmore og kvaðst eiga stefnumót við Henry Wainwright. Hún tók með sér náttkjól. Seinna sama dag heyrðu nokkrir verkamenn þrjá skothvelli sem virt- ust koma úr húsakynnum burstagerð- arinnar. Tveimur dögum seinna kom ung- frú Willmore full kvíða og spurðist fyrir um Harriet hjá hr. Wainwright. Hann sagði henni að hann hefði sent Harriet á baðstað í Brighton, ef- laust til þess að hún gæti notið hvíld- ar og hressingar. Fáum dögum seinna kom hann til ungfrú Willmore með slæmar frétt- ir. Harriet hafði ekki reynst honum trú. Dýrðin og samkvæmislífið í Brighton hlaut að hafa ruglað hana í riminu, því hún hefði hlaupist á brott með ungum manni, Teddy Frieake að nafni. Þau höfðu kom- ist undan til meginlandsins. Ef til vill voru þau jafnvel búin að gifta sig. Ungfrú Willmore þekkti í raun og veru ungan mann með þessu nafni, sem eitt sinn hafði heimsótt Harriet. Þegar farið var að grennslast fyrir um hagi hans kom í ljós að í stað þess að vera í brúðkaupsferðalagi um meginlandið, hafði hann sinnt stöðu sinni í Lundúnum allan tím- ann, og hafði ekki einu sinni brugð- ið sér frá. Það var því í mesta lagi kynlegt að ungfrú Willmore fékk bréf undir- skrifað ,,E. Frieake" þar sem skýrt var frá flótta þeirra og endaði með þessum orðum: ,,Við erum rétt að fara frá Dover“. Teddy Frieake kom að máli við Wainwright og kvaðst ekki kæra sig um fyndni af þessu tagi. Hann kvaðst vera nýtrúlofaður ungri stúlku og það gæti komið sér baga- lega ef hún heyrði þessa lygi, það gæti orðið til þess að hamingja þeirra yrði lögð í rúst. Wainwright reyndi að gera gott úr öllu og sagði honum að þetta h!yti að vera nafni hans. En Teddy benti á að ekki væru svo margir með þessu nafni, það væri sára sjaldgæft. „Það gegndi öðru máli ef ég héti Brown, Jones eða Robinson". I^N AÐ lokum komst allt í samt J lag aftur. Unnusta Frieakes var sannfærð um heiðarleik hans, Teddy sjálfur var hættur að láta þetta á sig fá, ungfrú Willmore virtist gera sér þessa skýringu að góðu og héit áfram að sjá um börn Harriets en WainWright borgaði með þeim. Gamli herra Lane lét málið eitt- hvað til sín taka en hætti því fljót- lega, hann átti 9 dætur og það var síður en svo auðvelt verk að fylgj- ast með þeim öllum. Það var eng- inn vafi á því að einhver sæi um Harriet einhvers staðar. Ár leið án þess að Harriet léti á sér kræla. Fyrirtæki Wainwrights urðu enn fyrir skakkaföllum. Ein af byggingum hans brann til ösku og tryggingarfélagið neitaði að borga .skaðann. Wainwright dvaldi lengst- um á drykkjukrám og lá í fylleríi án þess að hafa nokkra ánægju af því. Og hann hætti að lesa upp kvæð- ið um morðingjann Eugene Aram. Thomas bróðir hans setti á lagg- irnar járnvörufyrirtæki í húsi því sem nefnt var Hænsnaprikið og stóð á suðurbakka Thames. 1 húsinu voru djúpir og dimmir kjallarar, ranghal- ar og leynileg herbergi. Um það bil sem telja mátti ár frá hvarfi Harriet Lanes varð Wain- wright fyrir tveimur óhöppum. Hann varð gjaldþrota og aðili sá, sem hann hafði veðsett vörugeymsluna, ákvað að slá eign sinni á hana. Það hafði verið ýmislegt kynlegt við það hús. Hundur einn, sem flæktist þar um snuðrandi meir en títt er um hunda, hvarf af sjónar- sviðinu. Þann 11. september, nákvæmlega ári eftir að Harriet hvarf, bað Wain- wright úngan mann, Stokes að nafni, fyrrverandi starfsmann sinn, að hjálpa sér með nokkra böggla. Stok- es féllst á það og þeir fóru saman í vörugeymsluna. Wainwright dró fram tvo böggla, heljarþunga, vafða í klæðadúk. Wainwright og Stokes paufuðust með bögglana út á götuna og skim- uðu um eftir leiguvagni. Nú gerði Wainwright það glappaskot að fara sjálfur eftir vagninum en setti Stok- es til að gæta að bögglunum. Stokes varð forvitinn, gægðist í annan bögg- ulinn og í ljós kom hönd af mann- eskju. 1 hryllingi flýtti hann sér að vefja umbúðunum að aftur og beið eftir vinnuveitanda sínum. Hann hjálpaði Wainwright að lyfta bögglunum upp í vagninn og horfði á • hann aka á braut. Þá herti hann upp hugann og hóf eltingarleikinn, gerði hlé á hlaupunum þegar vagn- inn nam staðar og faldi sig í húsa- sundum. Hann sá þegar Wainwright hitti Alice Day — þau hittust af ein- skærri tilviljun og bauð henni í ökuferð yfir Lundúnabrú. Hún tók boðinu og grunaði ekkert illt. Loks varð Stokes ljóst að hann varð að láta til skarar skríða. Hann fór að hrópa á hjálp og reyndi að vekja athygli lögreglunnar á þvi sem um var að vera. Alice Day þótti ekki mikið til skemmtiferðarinnar koma. Wain- wright fékk henni blað að lesa og harðbannaði henni að yrða á sig. ,,Ég er að hugsa", sagði hann og skipti sér ekki meira af henni. Hún furðaði sig á því hversvegna henni var boðið með. AÐ EINA sem verjendur Wain- wrights gátu gert honum til varnar, var að láta í ljósi efa um að líkið væri af Harriet Lane og héldu því einnig fram að þó svo væri, gæti hún fullt eins vel hafa framið sjálfs- morð, og Wainwright hefði gripið til örþrifaráða fullur ótta. En það tókst að sanna með óyg-gjandi rökum að líkið var af Harriet. Wainwright var sekur fundinn, dæmdur til dauða og líflátinn. Sjö árum seinna játaði Thomas bróðir hans að hafa skrifað bréfið, sem átti að vera frá Teddy Frieake. Stokes fékk 30 pund að launum fyrir árvekni sína og nægði það til þess að hann gat sett upp fyrirtæki á eigin spýtur. Og Alice Day hélt áfram starfi sínu í leikhúsinu og tók aldrei boði um ökuferð án þess að líta vandlega eftir því hvort nokkur farþegi væri i framsætinu. Harry Martinson mun tvisvar hafa komið til Reykjavíkur. I fyrra skiptið kom hann hingað sem háseti á kaupskipi, ungur að árum og óþekktur. I seinna sinnið sem víðfrægur rithöfundur, and- ans stórmenni og einn af 18 í sænsku Akademíunni. Mörg stór- HARRY MARTINSON menni hafa að visu orðið að láta sér nægja iítinn hlut í æsku og brotist áfram til dáða af litlum efnum. Sögur af slíkum afreks- ferðum eru jafnan skemmtilegar og lærdómsríkar ef vel eiu í letur færðar. Það er upphafið að slik- um æviferli sem Harry Martin- son segir frá í þeirri bók sem Is- lendingar hafa nú fengið í ágætri þýðingu*) Harry Martinson er al- *) Harry Martinson: Netlurnar blómgast. Karl Isfeld þýddi. Al- menna bókafélagið 1958. íslendingar hafa ekki mikil tök á því að kynna sér bókmenntir Indverja þótt nokkuð hafi verið þýtt af fornum helgiritum þeirra á íslenzku. Indverskar nútíma- bókmenntir hafa setið á hakan- um og eru gersamlega ókunnar öllum þorra manna hér um slóðir. Það er því þarft verk og þakkar- vert að nýiega hefur birzt met- sölubók eftir unga indverska skáldkonu í ágætri íslenzkri þýð- ingu, skáldsaga sem farið hefur sigurför um heiminn.*) Höfundur sögunnar, Kamala Markandaya er af auðugu fólki komin, gagnmenntuð blaðakona sem hefur kynnt sér rækilega kjör *) Kamala Markandaya: Á Ódáinsakri. Einar Bragi Sigurðs- son islenzkaði. Heimskringla 1958. 227 bls. inn upp á sveit. Faðir hans var ævintýramaður sem lítt var til þess fallinn að draga björg í bú, hann dó frá börnunum ungum og skömmu seinna flýr móðirin til Ameríku án þess að hirða um börnin. Framundan er hreppurinn. Flækingur bæja milli sem niður- setningur hjá misjöfnu fólki sem aldrei getur komið í foreldrastað Eins og að líkum lætur á litli drengurinn erfiða daga og þungar nætur. En höfundur virð- ist þó laus við beizkju er hann skráir þessa dapurlegu sögu. Kímni hans og veraldarvizka veg- ur þyngra á metunum. Honum skilst að þetta gleðisnauða tíma- bil æskunnar hafi þrátt fyrir allt lagt honum vopn i hönd er dugði til að brjóta sér braut, það vopn var þekking á sálarlífi mannanna. Sá sem settur er hjá, fær þó næg- an tíma til að skoða. Og Harry Martinson hefur haft augun opin og lært af því sem fyrir augun bar. Still þessarar sögu er einn snarasti þáttur hennar, stíllinn ber hana uppi að mestu leyti og má af því marka hvílíkt vanda- 'verk þýðingin hefur verið. Óhjá- kvæmilega hlýtur sagan að glata hluta af stíltöfrum sínum, þegar hún er þýdd á önnur tungmál, jafnvel þótt þýðingin sé í hönd- um hugkvæmustu snillinga. Karl Isfeld hefur þýtt söguna og er ekki annað hægt að segja en að honum hafi tekist vel. Þýðingin virðist nokkuð þung í vöfum i upphafi bókarinnar en fer síðan batnandi og leynir sér ekki að Karl hefur hlustað vandlega eftir þeim lágu og viðkvæmu tónum, sem framar öðrum hljóma frá hörpu hins sænska skálds. indverskra öreiga og skráð sögu þeirra á meistaralegan hátt. Á Ödáinsakri fjallar imi ævi indverskrai’ konu, sem gift er úr föðurhúsum 12 ára gömul. Hún er gefin leiguliða og heimanmundur er af skornum skammti, en eigin- maðurinn er duglegur og kapp- samur og ann konu sinni hug- ástum. 1 fyrstu er líf þeirra gleði- ííkt og indælt, þau eiga djai'far vonir í brjósti og gagnkvæm ást og trúnaður leiðir ungu hjónin yfir allar torfærur, þau bera ást til moldarinnar sem fæðir þau og dreymir um að eignast sjálf þann jarðarskika sem þau sitja. En brátt fer hljómur þungra örlaga að heyrast og er skemmst frá að segja að þau hjónin hafa í sögulok reynt flestar þær hörm- ungar og ógæfu sen. m urinn getur þolað. Siitunarverksmiðjan Framh. á hls. llt. , INDVERZK EINYRKJASAGA VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.