Vikan


Vikan - 21.08.1958, Síða 12

Vikan - 21.08.1958, Síða 12
JEinn n wnóti nlluwn FORSAGA: Max Thursday, fyrrum leynllögreglumaður, er skfl- inn og lagstur i drykkjuskap. Hann hefur ráðið slg sem löggœaiu- mann á hrörlegu hóteli fyrir mat og gistingu. Georgia, kona hans sem var, sem nú er gift lækninum Homer Mace, kemur þangað tU hans. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer nú tii samstarfsmaons Homers, en fær þar heldur kuldalegar móttökur. Sama kvöid er læknirinn, Elder, myrtur. Grunur fellur fljótiega á italska bræður, að nafni Spagnoletti, sem eru alræmdir bófar. Hins vegar grunar lögreglan Max um morðið á Elder, en Georgia kemur með rangan vltnisburð, til þess að koma Max undan fangelsun. Max kemst nú að þvi, að stúlka að nafni Angel, er eitthvað tengd Spagnoletti- bræðrunum. Stúlka þessi býr á sama hóteli og hann. Hann reynir nú að lokka Angel til sin með perlu, sem hann hafðl fundáð í skrifborði Elders læknis.--------- ,,Það sortnaði yfir andliti feita mannsins. ,,Og hver bað þig um að halda þetta samkvæmi? Þú getur skemmt þér nóg, þegar við —“ hann leit á Judith Wilmington — „erum búin að semja. Mundu það." Thursday hnerraði. Skyndilega mundu allir eftir honum. Rocco leit vingjarnlega á svarthærðu stúlkuna. „Við erum víst ekki beint kurteis, ungfrú Wilmington. Mér þykir fyrir því að hafa komið hingað eins og óboðinn gestur. Ó — afsakið. Ég heiti Rocco Spagnoletti. Þetta er herra Frees, sem vinnur á skrifstofunni hjá okkur. Og unga stúlkan er ungfrú Spencer. Nú þekkjumst við víst öll —" Judith leit á Thursday. „En hvað kom fyrir —" „Þjófur. Þjófur, sem við vorum svo heppin að handsama úti. Við ætlum að láta lögregluna vita af þessu þegar i stað". Thursday hló. Rocco sagði: „Klefi D, Bert. Ég skal láta yfirvöldin vita, þegar ég fer i land.“ Bert ýtti granna leynilögreglumanninum að dyrunum. Angel opnaði og smeygði sér á undan þeim. Thursday setti báðar hendur á dyrastafina, þannig að skammbyssan þrýstist inn í bak hans. Hann sneri sér við og brosti framhjá manninum i leðurjakkanum. „Sælar“, sagði hann við Judith Wilmington. Hún bvaraði á báðum áttum. „Sælir". Bert sparkaði í Thursday og knúði hann áfram. Þegar í stað heyrðist rödd Roccos: „Þessi borg er að fara í hundana. Maður getur ekki skilið við eigur sínar í nokkrar mínútur, án þess að einhver ræfill stelist um borð —" Dyrnar lokuðust. Angel gekk aftur í skut „Panda". Þilfarið var ískalt og hált undir fót- um Thursdays og það var saltbragð af þokunni. Ljósin frá flugvélamóð- urskipunum og sjóliðastöðinni á Norðureyju bárust yfir í'egnbarða höfnina. Ljósgeisli frá vita, leið um loftið. Thursday sagði: „Fjandi lélegt útsýni svona í síðasta sinn". Angel gekk niður í kolsvarta holu. Bert urraði: „Engar kúnstir í stiganum. Þegar ég skýt, er mér sama hvern í hitti". „Hverju skiptir þetta mig? Ég er hvort eð er að ganga ofan í gröfina". „Haltu bara áfram, væni minn". Þau gengu ofan í myrkrið. Maðurinn með byssuna kveikti á sigarettu- kveikjara. „Kveiktu. Rétt við hurðina". „Ég veit það“. Angel var önug. Neglur hennar skröpuðu járnvegginn og síðan kviknaði á peru. Hún gekk inn um dyrnar á klefa D. Mennimir tveir komu á eftir og Bert skellti sporöskjulaga hurðinnl með olnbogan- um og læsti án þess að líta af fanga sínum. „Upp að veggnum. Og upp með hendumar". Thursday hlýddi. A tveim- ur þverbjálkum, sem voru til styrktar skutnum, höfðu verið lóðaðir tveir jámhringir. Bert rétti Angel byssuna og um leið. fann Thursday byssuna þrýstast af miklum krafti gegn hrygg sínum. Hann stóð grafkýrr. Bert náði í vaxborinn spotta á gólfinu og batt hendur leynilögreglumannsins við jámhringina. „Þetta ætti að nægja", muldraði hann og herti á. Thursday var kalt og hann var ósegjanlega þreyttur, Hann fór að hugsa um það, hve langt þess yrði að bíða, þangað til vélin færi af stað undir fótum hans. Hve lengi yrðu þau að komast út á rúmsjó. Hann fór Eftir WADE MILLER að hugsa um það hve óhugnanlegt væri að sjá ljósin frá San Diego í fjarska, og það yrði ómögulegt að synda alla þessa leið. Hve lengi hann gæti haldið sér á floti í ísköldu Kyrrahafinu. Hversu langt átti hann eftir ólifað? „Færðu hann úr jakkanum", sagði ljóshærða stúlkan. „Hversvegna ? " „Hversvegna? Vegna þess, að þessi náungi á von á dálitlum glaðningi. Færðu hann úr jakkanum". „Því í fjandanum gaztu ekki sagt það áður en ég batt hann upp? Bert þreif 1 kragann á bláa jakkanum og hnykkti hálsinum á Thursday aftur. „Of blautur til þess að rifna. Hérna". Thursday sneri að stálveggnum, og sá ekki hvað gerðist bak við hann. Hann heyrði glamur í smápeningum, síðan fann hann beitt hnífsblað renna niður eftir bakinu á sér. Bert skar eftir sauminum á jakkanum og reif skyrtuna í sundur með höndunum. „Svona". Angel sagði lágri röddu: „Láttu mig fá hnífinn", og Thursday fann, að gæsahúðin á baki hans kom ekki af kuldanum. „Nei, góða", sagði Bert ákveðinn. „Hann verður ekki settur I vatníð þessi með hnífstungur í sér. Hann verður látinn hverfa hægt og rólega eins og Clifford". Ljóshærða stúlkan bölvaði. „Vertu ekki með neina frekju", sagði Bert. „Ég veit hvað herra Spagnoletti vill. Ef þig langar til þess að leika þér, skaltu nota þetta". Thursday sneri höfðinu og Bert glotti til hans. „Ég er feginn að ég er ekki í þínum sporum, vinur". Hann var að binda hnút á þykkan kaðalspotta. Hann var brúnn og þakinn olíu, nálægt þuml- ungi í þvermál. Vírtætlur sáust stingast út úr kaðalendanum. Maðurinn í leðurjakkanum sveiflaði kaðalspottanum tvisvar og hló. Andlit hans var grimmdarlegt. „Jæja, Angel — gerðu svo vel. Ég ætla að fara upp og fá mér sígarettu. Ef hann er með einhver læti og ég heyri það, skal ég koma niður og þagga niður í honum". Það heyrðist í sporöskjulaga hurðinni og Bert gekk hægt upp stigann. Angel smeygði sér úr regnkápunni og sveiflaði kaðalspottanum léttilega í annarri hendinni. Hún dró andann djúpt. „Ur því að hann er nú farinn, getum við reynt að semja", sagði Thursday hratt. Hnúturinn lenti af miklum krafti á hnakka hans. Síðan fann hann, að sáraumbúðimar lágu lausar á hálsi hans. Angel hló illgimislega. „Sló einhver þig í hausinn, Max?" Kaðallinn brenndi stórt sár á berum öxlum hans. „Ég veit hvar perlurnar eru". „Það veit ég líka — núna. Það vita það allir, sem hafa lesið kvöld- blaðið." Kaðallinn lenti aftur á baki hans. „Max, það er lítið, sem þú getur boðið mér. Þú ert ekki með perlurnar. Þú átt ekkert". Kaðalspottinn hvein hraðar og hraðar um loftið. Thursday gleymdi því, að honum hafði einu sinni verið kalt. Bak hans logaði allt. Hann sneri höfðinu til þess að segja eitthvað, sem gæti stöðvað höggin. „Angel", bað hann, „hversvegna náum við tvö ekki í perlurnar? Við tvö ein ?" Hann fann vírspottana rífa á sér kinnina. „Hvað heldurðu að þú getir oft notað þetta við-tvö-ein bragð?" sagði Angel móð. „Ég er hætt að skipta mér af karlmönnum. Maður getur engum treyst". „Treystirðu Spagnolettunum þá? Leo hefur þegar svikið þig“. Hún saug loft milli framtannanna og sveiflaði grófri svipunni að öxl- um hans. Einu sinni. Aftur. Thursday var hættur að telja. Höfuð hans fór að þyngjast. Hann sá rauða þoku stíga milli augna sinna og veggjanna. Þegar Angel hætti um stund, sneri hann höfði sínu með erfiðismunum. 12 VTKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.