Vikan


Vikan - 21.08.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 21.08.1958, Blaðsíða 13
Andlit Angels var löðrandi i svita. Hún beit í rauða neðrivör sína. „Neil\ sagði hún loks, lafmóð. „Ég ætla að halda mér hjá Leo meðan ég hef eitthvað upp úr því." „Hver drap dr. Mace?" Hún hristi ljóst hárið. „Hvað hefur þú upp úr því að vita það?" „Hver stal krakkanum hans?" Grimmdarsvipurínn hvarf ekki af andliti hennar. En axlir hennar hrist- ust. Hún hló. „Mér er f jandans sama. Þú hélzt að ég vissi ekki um Mace krakkann, er það ekki? Bara af því að það stóð ekki í blóðunum. Nei, ég vissi það". „Auðvitað. Rocco sagði þér, að ég væri að leita að honum. Ég er að því enn". „Nei, það ertu ekki. Þú gerir ekki mikið úr þessu, Max". „Hver stal krakkanum?" Það hlakkaði í Angel. „Og þú hélzt að þú værir svo slunginn. Menn eru allir eins. Þú heldur, að ef þú kyssir stúlku og segir henni að hún sé falleg, komi hún krjúpandi til þín. Nei, ég kann ráð við ýmsu, Max. Þú ert ekki eini maðurinn í heiminum, sem getur hugsað.". Kaðallinn hófst á loft á ný. Hann fann ekki til hans lengur. „Þú laukst ekki við allt, Max. En hvað gerir það til? Þú hræddir Clifford út úr BridgeVvay, svo að Spagnolettarnir næðu í hann". „Hver stal krakknum?" hvíslaði Thursday. Hann heyrði, að hún hló æðislega og kaðallinn hvein yfir honum. Hann lét höfuðið síga þreytulega og reyndi að falla ekki íómegin. Síðan fór hann að hugsa um það, hvers vegna hann væri að því. Hversvegna ekki að sofna? Hvers vegna leyfa stúlkunni ekki að skemmta sér? Thursday lét höfuðið síga enn neðar. Hann leit ekki lengur á járnboltana á veggjunum. Hann lokaði augunum. Myrkur. Max Thursday fann ekki til skjálfta lengur. Hann verkjaði í úlnlíðina og hann minntist vaxborna kaðalspottans. Hann spyrnti berum fótunum í gólfið og ýtti sér upp, til þess að taka þungann af handleggj- unum. „Hvað er ég búinn að vera hérna lengi?" sagði hann stundarhátt. En hann heyrði ekki í sjálfum sér. Thursday saug að sér loft og reyndí að hrópa. „Hvað er ég búinn að vera hérna lengi?" Hann heyrði rödd sjálfs sín, grófa, eins og hann hefði ekki smakkað vatn í heila viku, en hann heyrði þó rödd sína. Hann var með meðvitund. Hann sneri höfði sínu eins mikið og hann gat. Það var hvergi ljós að sjá. Enginn. Myrkur. Kyndlar, þúsundir kyndla loguðu á holdi hans. Hann heyrði fótatak. Thursday hlustaði með athygli og reyndi að sofna ekki aftur. Fótatakið hélt áfram. Þá var. hurðin opnuð. Hann leit þangað, sem hann hélt að hurðin væri. Veik skíma skein inn. Hún breikkaði, þegar hurðin var opnuð. Laugardaginn 11. febrúar, kl. 9.30 e. h. Kona stóð í sporöskjulaga dyragættinni. Thursday stundi. „Ætlarðu nú að halda áfram, Angel?" En það var ekki Angel, sem talaði. Það var skjálfandi rödd, ung rödd, sem sagði: „Hver er þar?" Þá sá Thursday skuggann af Judith Wil- mington. „Það er Max Thursday. Farðu ekki, í guðanna bænum. Það er kveikt innan við dyrnar — til hægri — kveiktu." Hann lét höfuðið síga, ör- magna eftir að hafa sagt svo mörg orð. Það kviknaði á perunni i loftinu. Bak við sig heyrði leynilögreglumað- urinn lágt andvarp. „Hvað hefur komið fyrir þig?" Hann leit aftur á hana. Fjólublá augu stúlkunnar voru galopin og varir hennar titruðu. Thursday hló hranalega. „Vinir þínir. Þeim er ekkert veL við mig". „En bakið á þér — það er alblóðugt". Hún rétti ósjálfrátt út hendurnar. „Komdu ekki við það. Reyndu að leysa mig". Heili skólatelpunnar var enn að berjast við raunveruleikann. „Þau eru ekki vinir mínir. Ég þekki bara Leo". „.Tæja. Þá vinir kærasta þín. Það er sama. En flýttu þér". Judith steig tveimur skrefum nær honum. „Hversvegna fóru þeir svöna með þig?" „Góða ungfrú Wilmington. Við megum ekki vera að þessu. Reyndu nú að leysa þessa hnúta". „Nei". Judith stóð kyrr og setti hendurnar fyrir aftan bak. „Nei. Eg- veit ekki hver þú ert. Þú gætir verið — ég veit ekki". Hún ljómaði skyndi- lega. „Ég ætla að spyrja Leo". „Bíddu!" Stúlkan sneri sér við og setti hendurnar aftur fyrir aftan bak. Andlit hennar var ungt og alvarlegt. Thursday fann rakann á enni sér. Hann langaði helzt til þess að hlæja að því, hve einkennilega hann hlyti að koma stúlkunni fyrir sjónir. Teygður milli tveggja bita, fötin rennblaut af sjó, sokkalaus, jakkinn og skyrtan sundurrifin. Holdið á bákinu lemstrað af svipuhöggum. Judith spurði: „Nú?" Hann langaði til þess að hlæja. 1 stað þess reyndi hann að fara vel að henni. Hvernig gat hann samið við þessa ungu stúlku? Líf hans var í höndum hennar. „Judith, hlustaðu á mig. Eg veit heldur ekki hver þú ert, Eða hvað þú ert að gera á þessum báti í kvóld. En skyndilega getur þú ein bjargað lífi mínu. Svo að í guðanna bænum hlustaðu &." „Jæja". „Eg heiti Max Thursday. Ég er einkaspæjari. Litlum dreng hefur verið rænt. Hann heitir Tommy Mace — hann er sonur minn samt. Konan min giftist aftur. Honum hefur verið rænt og ég er að leita að honum". „Það hefur ekki staðið í blöðunum", sagði Judith og gretti sig vantrúuð. „Nei, — vegna þess að lögreglan vill halda því leyndu. Þessvegna kom ég hingað í kvöld — ég hélt að sonur minn væri ef til vill á þessum báti." Hún hristi höfuðið. „Það er ekki satt", sagði hún hægt. „Það er satt. Þessvegna kom ég. Þessvegna er ég hérna. Þegar Rocco Spagnoletti er búinn að safna saman áhöfninni, fer hann út á rúmsjó og hendir mér þar í sjóinn". „Ég meinti það ekki. Ég meinti að það væri enginn drengur hérna". Hann verkjaði i hálsinn, en hann leit enn á hana. „Hvernig veiztu það?" „Því að þegar ég kom um borð, sýndi Leo mér allt skipið. Hann er ógurlega stoltur af því. Ég sá allt — jafnvel vélarúmið og skápana — og hér er enginn drengur. Nei, þetta er ekki satt". Skyndilega ylgdi hún sig. „Varstu að segja, að þeir ætluðu að drepa þig? Að Leo og vinir hans ætli að drepa þig?" „Já. Eg get ekki sannað það, en það er dagsatt". „Nei, nei. Ég get ekki truað þessu. Það getur ekki átt sér stað". Thursday lét líkama sinn síga. Honum var aftur orðið kalt. „Hlust- aðu nú á. Ég get alls ekki sannað hver ég er. Saga mín er ótrúleg. En líttu á bakið á mér. Það er aðeins sýnishorn. Geturðu nú ekki hjálpað mér ? Við skulum tala um það seinna. Ég skal fara beint héðan á lög- reglustöðina með þér. Við megum engan tíma missa. Rocco og sú Ijós- hærða og náunginn með byssuna geta komið á hverri stundu". Hún þrætti enn fyrir. „Þau eru löngu farin. Þau sögðust ekki ætla að koma aftur". „Hvað er klukkan?" Judith hélt úrinu upp að perunni í loftinu. Hún reyndi að útskýra allt fyrir Thursday. „Eg þekki Leo og ég þekki ekki þig. Hann segir að þú sért braskari í öðru fyrirtæki. Þú hafir ætlað að eyðileggja bátinn. Það hljómar miklu betur en skýring þín". „Jæja, það hljómar betur. Ég gæt'i sagt þér margt annað. Sanna hluti, sem hljóma ákaflega einkennilega. Kannski hefurðu lesið um þá í blöð- unum. Læknir að nafni Elder var myrtur — skotinn næstum í sundur með haglabyssu. Dr. Mace — maðurinn, sem konan mín giftist — hann var skotinn á Long Beach. Lastu um þetta?" „Eitthvað". Judith neri saman höndunum ringluð. „Ö — ég veit ekki hvað ég á að gera. Mér þykir þetta leitt með bakið á þér — alveg satt. En það er ekki Leo að kenna. Ég er viss um það. Hann er svo góður". Hún hafði ákveðið sig. En hún staðnæmdist í dyragættinni og bætti við: „Við komum strax og hjálpum þér. Leo er að tala við einhvern við- skiptavm, en honum bregður, þegar ég segi honum frá þér. Bíddu bara". Judith Wilmington brosti hikandi og gekk út. Thursday hlustaði á fótatak Judith Wilmington. Hún gekk upp málm- stigann og síðan eftir þilfarinu. Leo myndi auðvitað vilja heyra um hann. Hann starði á stálvegginn og reyndi að hlæja. En hlátvirinn varð að ekka- sogi í háisi hans. Þetta var hróplegt ranglæti. Hjálpin hafði verið svo nærri. Thursday lokaði augunum og reyndi að hugsa sem minnst. Einni minútu siðar heyrði hann hávaða. Það var sprenging — ekki drunuv cins og í handsprengju og ekki helduv byssuhvellur, heldur eitt- ' hvað mitt á milli. Síðan var þögn. Fótatak heyrðist á þilfarinu. Það var eins og stúlka væri á hlaupum. Það small i skóm hennar í stiganum. Hún féll næstum um þröskuldinn. „Hvað var þetta?" sagði hún lafhrædd. Andlit hennar var uppmálað af einskærri hræðslu. Hún var lafmóð. „Hvað var þetta? Ég Var næstum komin að káetunni, þegar kvað við sprenging. Eg þori ekki aö fara þangað. Eg þori ekki það ekki!" Max Thursday sagði hægt: „Manstu eftir lækninum í Mission Hills? Hvernig hann var drepinn? Einhver á þessum bát er með sömu hagla- þyssuna." Latigardaginn, 11. febrúar, kl. 9:ltS e. h. Þegar hún hætti að skjálfa, reyndi hún að leysa böndin af úlnliði hans. Thursday hafði hrætt hana. Stúlkan vildi ekki vera ein á „Pánda", þar sem launmorðingi lék lavisum hala. Hann sá, að ímyndun hennar hafði algerlega vald á henni, meðan hún stakk löngum nöglum sínum milli hnútanna. Rauðar neglur. Ilmvatn hennar fór alls ekki við óhugnanlegan járnklefann, klefa D. Það minnti hann á ilmvatnið, sem Georgia hafði notað í samkvæmum. Judith var lengi að leysa hnútana. Vaxborin böndin skárust djúpt í hold Thvirsday. Sviti og átak hafði næstum brætt böndin saman, þannig að þau virtust vera hluti af þverbitunum. Hann hélt áfram að spyrja stúlkuna í sífellu, svo að hún missti ekki stjórn á sér. Þögnin um borð í „Panda" virtist þrýstast inn i klefann. „Hvaðan ertu?" „Del Mar skólanum fyrir stúlkur. Hann er nálægt tuttugu mílum frá ströndinni." „Ég veit það. Ég hef séð hann frá þjóðveginum. Virðist verá prýðis- staður." „Hann er ágætur.' Jvidith stóð á tánvim, til þess að geta náð hnút- unum. Hún iðaði talsvert. svo að gróft, fjólublátt efnið i kjól hennar straukst við lemstrað bak hans. Hann kipptist við. „Ó, fyrirgefðu." „Allt i lagi." „Heldurðu að sá sem hleypti af — heldvirðu að hann komi hingað?" Fingur hans byrjuðu að skjálfa á ný. Framhald í næsta blaði. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.