Vikan


Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 2
VEINIJULEG SPARISJOÐSSTÖRF ANIMAST HVIIMHEIMTUR SPARISJÓÐUR SIGLUFJARÐAR STOFNAÐUR 1873. Vélsmiðjan Neisti hi. EYRARGÖTU 12 SÍMI 203 SIGLUFIRÐI Framkvæmir: Vélaviðgerðir — Logsuðu Rafsuðu — Bílaviðgerðir Alltaf fyrirliggjandi efni til við- gerðar og smíða. KAUPH) DRÍFU STENGUR Köku- og Sælgætisgerð Siglufjarðar SÍMI 287. Betra væri . . . Allir, sem teflt hafa skák þar sem margt er um manninn, þekkja hversu hvumleið áhorfendaviskan getur orðið og engar reið- ur hendandi á henni því hún þarf aldrei að standa við neitt. Sú saga er sögð af Prið- rik Ólafssyni, að hann var að fara á eitthvert stór- mótið og hafði sér að ráð- gjafa þann mann íslenzkan, sem næst honum gekk að kunnáttu og skákgetu. Þeir tóku saman skák á leiðinni og horfðu margir á. Fáir lögðu neitt til mál- anna, því þetta eru frægir menn og þekkjast hvar sem þeir fara. Þó var i hópnum kona ein, sem auðsýnilega bar ekki kennsl á meistarana, og lét þá óspart heyra — einkum Priðrik — að þeir færu jafnaðarlega ekki beztu leiðina. Kom upp jöfn staða og varð úr langt endatafl, lengra en svo að konuvesl- ingurinn hefði þolinmæði til að fylgjast með þessum klaufaskap til enda. Seinna hitti hún mann- inn, sem þá hafði tapað skákinni fyrir Priðriki og spurði hann hvernig farið hefði: „Hann vann," svaraði maðurinn. „Jahá, en lengi var hann að því," sagði konan. „Kann hann lítið?" Hernaðarleyndar- mál. Það getur margt komið fyrir í fiskimölsverksmiðju- rekstri. M. a. hendir það stundum, ef of mikið lýsi er eftir í mjölefninu, að það — " ~»B BLOÐUNUMIFLETT: Guðfræði. Trúum á sjálf okkur og þann guð, sem við trúum á — og verum örugg. Borgarbl. 18. ágúst. Dýrmætt eintak. Það hefur í marga ára- tugi tíðkast að líta á mig sem íslenzk-enska orðabók, er væri almenningseign. Sn. J. í Vísi 26. ág. Ærið verkefni. Langlífur varð hann ekki, fremur en margir aðrir læknar. Virðast læknafélög- in hafa enn nokkuð verk- efni óleyst á því sviði. Ezra Pétursson. (TlMINN 7. ág. '58). Margt ósennilegra. Áreiðanlega hefur mönn- um þeim, sem mældu út lóðina fyrir Reykjavíkur- kaupstað, sem þá var fá- ein hús, um miðjan vetur, árið 1787, ekki látið sér detta sú „fjarstæða" í hug að þar mundi rísa upp stórborg seinna meir. Bnda er það ekki von. Ef þessir fyrstu mælingamenn Reykjavíkur væru enn á lífi í dag, væru þeir senni- lega meira en tvöhundruð ára gamlir. Borgarbl. 18. ágúst. Húseigendur. Ung hjón vantar leigu- íbúð. — Við erum barnlaus og drekkum í hófi. Erum fædd fátæk og ættsmá og greiðum því lítið fyrirfram. Við gætum heldur ekki barna húsráðenda og gerum ekki fyrir þá húsverkin. Sendið nöfn og heimilisföng til Mbl., merkt: „6849". Augl. Mbl. 27. ágúst. Jaggadda jagg? Gerum okkur grein fyrir því, að við búum við þau þroskaskilyrði, sem ungt fólk víðast hvar annars staðar í heiminum nýtur ekki .Meðal annars veldur því loftslag og hnattstaða lands okkar og aðstaða Lýðveldisins Islands meðal þjóðanna. Borgarbl. 18. ágúst. Orð í Tíma töluð. Guð hjálpi islenzku þjóð- inni. Reykjavík, 31. júlí 1958. Stefán Rafn. (TlMINN, 6. ágúst). Listgagnrýni. Höfuðatiðið er að heildin njóti sín — húsin séu ekki tætt í sundur með litum, sem koma þannig saman, að þeir reka upp öskur. (Mbl., 12. ágúst). kviknar í þurrkurunum. Þá tapar margur geðró sinni. Þetta henti fyrir nokkru í verksmiðju einni. Verk- smiðjustjórinn varð æfur og sagði bæði eitt og annað við þurrkkyndarann. Meðal annars varð honum að orði: „Hvernig gastu farið að þessu N.N. minn?" En hinn lét sér hvergi bregða pg svaraði: „Það segi ég ekki nokkr- um manni." Launfyndni (Þingeysk) Gunnar „TJrsus" Saló- monsson var á kraftasýn- ingarferð fyrir nokkrum árum og átti þá meðal ann- ars leið um Þingeyjarsýslu. Þar vildi honum til sú ó- heppni að aka bíl sínum útaf veginum og f esta hann. Gunnar fór heim á nær- liggjandi bæ, heilsaði bónda og kynnti sig. Bað hann 'svo aðstoðar við að ná bílnum upp. Bóndi tók því vel, lét sækja hesta, lagði á þá aktygi, spennti fyrir eyki og þeim tókst að ná bilnum upp. Gunnar þakkaði vel fyrir sig og bjóst til að kveðja. Þá segir bóndi: „Vel að merkja — Gunn- ar Salómonsson — Er það ekki maðurinn, sem ferðast um og lyftir bílunum?" Martröð. Maður nokkur sagði kunningja sínum frá því að hann hefði upplifað ægi- lega martröð um nóttina. „Ég var staddur á eyði- skeri f jarri öllum siglingar- leiðum og með mér á sker- irfu voru Marilyn Monroe, Birgitte Bardot og Jayne Mansfield." Kunningjar hans urðu hissa og spurðu hversvegna þetta ihefði vcrið martröð. „Jú, sjáið til," sagði mað- urinn, „ég var Ava Gard- ner." Vogahraðferðin. Maður nokkur kom á harðahlaupum, móður og másandi, niður á Lækjar- torg og stökk upp í Voga- hraðferðina, sem var að síga af stað. ,,,Er þetta hraðferðin?" spurði maðurinn og bisaði við að draga upp veskið sitt. „Nei, þetta er Mercedes- Benz," svaraði drenghnokki sem stóð framarlega í vagn- inum. Maðurinn flýtti sér út hið bráðasta. Útgefandi VIKAN H.F.. Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarma iur: Jökull Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.