Vikan


Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 3
Pósthúsið fær aukið húsrými og betri aðstöðu Pósthúsið í Reykjavík var byggt árið 1915, þegar íbúar bæjarins voru aðeins 14000 eða um fimmti hluti af því, sem nú er. Þegar fyrir tveim áratugum var farið að bera á mikl- um þrengslum, sem síðan hafa farið vaxandi og valdið miklum örðugleik- um á greiðri afgreiðslu og nauðsyn- legu öryggi. Vegna þrengslanna var mjög erfitt um allt viðhald, þar sem hvergi var hægt að rýma um stund- arsakir, án þess að stórtruflun yrði á póstrekstrinum. Pyrir allmörgum árum var farið að leita að lóð undir nýtt pósthús á hentugum stað, en miklar tálmanir hafa orðið í þvi máli, ekki sízt vegna þess að ekki hefur verið gengið end- anlega frá skipulagi miðbæjarins. Þegar sýnilegt þótti, að lóðamálið mundi dragast á langinn, og að eins og nú væri ástatt mundi verða erfitt að fá hið mikla fé, sem þyrfti til byggingar nýs pósthúss, var ákveð- ið að reyna að leysa úr hinum óþol- andi þrengslum til bráðabirgða á annan hátt og jafnframt að fram- kvæma nauðsynlegar endurbætur á pósthúsinu. Framkvæmdir hófust með þvi að Fyrsta íslenzka Calypsolagið Hér birtum við textann við fyrsta íslenzka Calypso-lagið. Það heitir „Nú liggur vel á mér“ og er eftir Óðinn G. Þórarinsson og hlaut fyrstu verðlaun i keppni félags íslenzkra dægurlagahöfunda i apríl s.l. Textinn er af léttara taginu og er eftir Núma Þorbergsson. Pálkinn h.f., hljóm- plötudeild gefur lagið út á plötu. Ingibjörg Smith, sem þegar er orðin þjálfuð dægurlagasöngkona, syngur. Undirleik annast hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar. Á næstunni eru væntanleg 7 íslenzk dægurlög á hljómplöt- um frá Fálkanum. Haukur Mortens, Ingibjörg Smith og Erla Þorsteina syngja þessi lög og eru þau lika væntanleg á ,,Extended-play“-plötum. Stína var lítil stúlka í sveit stækkaði óðum, var rjóð og heit hún fór að vinna varð margt að gera lærði að spinna, látum það vera svo var hún úti sumar og haust svona var lífið, strit endalaust. Samt gat hún Stína söngvana sína sungið með hárri raust. Nú liggur vel á mér, nú liggur vel á mér gott er að vera léttur lund lofa skal hverja ánægjustunud. :,: Gaman fannst Stínu glettast við pilt gaf hún þeim auga, var oftast stillt svo sá hún Stjána, það vakti þrána hann kom á Grána út yfir ána sæl var hún Stína, saklaus og hraust svo fór hann burtu koldimmt um haust. Samt gat hún Stína söngvana sína sungið með hárri raust. Nú liggur vel á mér, o. s. frv. Nú er hún Stína gömul og grá getur þó skemmt sér dansleikjum á situr hún róleg, horfir á hina, hreyfast í takt við dansmúsikina alltaf er Stína ánægð og hraust aldrei finnst henni neitt tilgangslaust. Enn getur Stina söngvana sína sungið með hárri raust. Nú liggur vel á mér o. s. frv. Númi Þorbergsson. Nýi salurinn í pósthúsinu. bögglapóststofan var flutt úr kjall- ara pósthússins í rýmra húsnæði, sem var tekið á leigu í neðstu hæð Hafnarhvols. Síðan var kjallarinn gerður vatnsþéttur með þvi að steypa nýtt járnbent gólf í hann. Bréfber- ar voru fluttir til bráðabirgða af 2. hæð niður í kjallara, frímerkjasala og endurskoðun var svo flutt af ris- hæð á 2. hæð. Síðan var rishæðin innréttuð fyrir bréfberana og þeir fluttir þangað úr kjallaranum. Þá var almenningsafgreiðslan ásamt bréfadeild og blaðadeild flutt af 1. hæð niður í kjallara, á meðan gagn- gerðar breytingar fór fram á 1. hæð. Þar hefur almenningsafgreiðslan ver- ið stærstækkuð, margir veggir tekn- ir burtu, en járnsúlur og bitar settir í staðinn, og komið þar fyrir nýjum afgreiðsluborðum. Verður nú hægt að hafa allt að 14 menn við afgreiðslu í stað 5 áður. Afgreiðsluborðin eru af alveg nýrri gerð, sem er nú óðum að ryðja sér til rúms á Norðurlöndum, sérstak- lega i Svíþjóð. Inni í borðinu er færiband, sem flytur öll bréf, er á það falla gegn- um bréfarifu í borðinu, yfir á annað aðalfæriband, sem liggur niður í kjallara til bréfdeildarinnar þar. Til sama staðar fara öll bréf, hvort held- ur þau eru látin i bréfarifur innan- húss eða í útikassann Pósthússtrætis- megin. 1 bréfadeildinni eru bréfin svo vélstimpluð og þar fer fram fyrsti sundurlestur. 1 lofti afgreiðslusalarins eru hljóð- einangrunarplötur, og lýsingin hef- ui verið bætt, og almennings síma- klefi er i salnum. Auk hinnar venjulegu afgreiðslu allskonar bréfa, ávísana, póstkrafa o þl., verður þar einnig afgreiðsla fyrir orlofsmerki og sparimerki, sem áður hefur verið á 2. hæð. Hinsvegar verður blaðaafgreiðslan í kjallaran- um. Ýmsar fleiri nýjar innréttingar eru nú í pósthúsinu. Við nefndar framkvæmdir hafa margir komið við sögu, aulc starfs- manna póstsins. Fyrir milligöngu húsameistara ríkisins var leitað til húsameistarans Gunnlaugs Pálsson- ar og byggingameistarans Björns Rögnvaldssonar. Gunnlaugur Pálsson sá aðallega um teikningar og lagði á ráð um ýmiskonar tilhögun, en Björn Rögnvaldsson sá um sjálfar framkvæmdirnar. Afgreiðsluborðin og básarnir eru að miklu leyti smíð- uð af Gottfred Nilsson í Málmey eft- ir fyrirmynd frá sænskum pósthús- um, en aðalhlutirnir hafa verið sett- ir saman hét. Sigurður Thoroddsen verkfræðingur hefur annast járna- teikningar. Jón Skúlason yfirsmíða- verkfræðingur hefu rteiknað raf- lagnir og ráðið lýsingu, Gunnar Theo- dórs innanhúsaarkitekt hefur teikn- að innréttingar aðrar en í afgreiðsl- ur.a, Ólafur Pálsson múrarameistari sá um múrverk, h.f. Hamar sá um uppsetningu járna í bita og súlur, gerði tillögur um endurbætur hita- lagna, Johan Rönning h.f. sá um raf- lögn og lyftu, Trésmiðjan h.f. smíðaði ýmsar innréttingar, Ólafur Guð- mundsson sá um dúklagnir, Osvald Knudsen og Valdimar Bæringsson um málningu og Páll og Benedikt um miðstöðvalögn. Með hinu bætta húsrými skapast ýmsir möguleikar til endurbóta á skipulagningu við sundurlestur bréfa og útburð þeirra, og má vænta um- bóta þar á, þegar henni er lokið. Því miður er notkun frimerka- sjálfsala nú miklum vandkvæðum bundin, þar sem stærsta myntin, sem við höfum, tveggja lcróna pen- ingar er ekki einu sinni nægileg fyrir frímerkjum á einfalt bréf innan- lands eða til útlanda. Strax og stærri mynt verður á boðstólum, mun nýtt viðhorf skapast í því efni og unnt að koma við meiri sjálfsafgreiðslu. Það er eitt, sem gerir póstskil mjög erfið hér, og sem almenningur ætti að hjálpa til við að leysa. Það er, að bréfrifur eða bréfakassa vantar á nálægt 60% af heimilum i Reykja- vík, því að oft er seint eða ekki svarað, þegar bréfberinn hringir eða ber að dyrum. Við þessar tafir tap- ast árlega tími, sem svarar til vinnu margra bréfbera, og afhending margra bréfa tefst af þessum sökum. 3 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.