Vikan


Vikan - 04.09.1958, Page 4

Vikan - 04.09.1958, Page 4
SKUGGAR FORTÍÐARIIMNAR EFTÍR RENÉE SHANN NAN SMITH er einkaritari Sir Reginalds Wadebridge á Highland Hall og hún er á-stfangin af syninum SlMONI. Nan á sér leynd- armál. Hún var trúlofuð ungum manni, John Comell, sem yfirgaf hana vegna POLLlAR, sem var vinkona Nan. En Polli sveik John og hann framdi sjálfsmorð. Hann skildi eftir sig bréf, sem hófst á „Elskan min ...” og allir héldu að hann ætti við Nan. Hún hlaut fyrirlitningu fólks og var álitin samvizkulaus og grimm, en hún var svo örvingluð og ráðvana að hún sagði ekki frá hinu sanna — — að bréfið hafði verið til Pollíár, — þó að hún hataði hana. Símon trúlofar sig og kemur með unnustu sína heim til foreldr- anna. Það er mikið reiðarslag fyrir Nan, þegar hún kemst að því, að stúlkan sem í annað sinn hefur rænt hana hamingjunni er .... POIXl. Þau hlógu öll. Jafnvel Nan gleymdi andartak aö hata hana. — Láttu þér ekki detta í hug, að ég fari í þessa bansetta bíla aftur, sagoi Pollý reiðilega við Símon. — Mér fannst gaman, Poilý, sagði hún kát. — Pollý leit fyrirlitlega á hana. — Þú hefur furðulegar hugmyndir og brjálæðislegan smekk. — Það hef ég líka, sagði Símon. Hann leit í kringum sig. — Hvað eigum við að fara i næst? — Ekkert, sagði Pollý ákveðin. Pamela og Róbin komu nú til þeira. Pamela var skellihlæjandi og rjóð i andliti. — Reynið flugvélarnar. Við fórum i þær áðan. — Hvar eru þær, spurði Drew. — Það er þarna til hægri. Stórkostlegt. — Mig langar ekki, sagði Pollý. En þau ýttu henni áfram og olnboguðu sig gegnum þyrpinguna þar til þau komu á staðinn. Óp og óhljóð heyrðust frá farþegum. — Ég held, mig langi ekki heldur, sagði Drew, eftir að þau höfðu virt flugvélarnar fyrir sér nokkra stund. Símon tók undir handlegg Nans. — Eigum við að fara, Nan. Þessir hugleysingjar geta þá verið hér kyrr. Símon lijálpaði Nan upp í litlu flugvélina, sem var svo lítil, að hún rúmaði varla meira en einn. Þau urðu því að sitja fast hvort upp að öðni Nan hafði ekkert á móti því. Næstu tvær mínúturnar átti hún að fá að vera ein með Símoni. Hún leit niður og sá Pollý og Drew standa á flötinni. Hún veifaði til þeirra og Drew veifaði aftur. Merki var gefið og vélarnar tóku að hreyfast. Hraðinn jókst smám- saman og þau svifu sífellt hærra og hærra. Nan leit á Símon. Kynlegur glampi var í augum hennar. — Veslings Pollý, að missa af þessu. — Veslings Drev/. Hún færði sig enn fjær honum. — Loksins erum við ein, sagði hún. Hún kærði sig kollótta um, þótt honum fyndist hún ef til vill ágeng. Henni leið svo vel og var i himnaskapi og hún sá, að í öllum flugvélunum, þrýsti fólk sér hvort að öðru. — Ánægð, Nan? — Afskaplega. — Mér sýnist það líka. Þú ert svo glöð á svipinn. Það er gaman að þú skulir skemmta þér. -— Leiðinlegt, að Pollý vildi ekki koma. Hraðinn jókst stöðugt og enn flugu þau hærra og hærra. Nan leit niður og fann andartak til ótta, en hún sagði ekkert. Hún þrýsti sér að Símoni og óskaði að flugferðin tæki aldrei enda. Hvað var eiginlegt að henni? Hvar var hin virðulega og hægláta Nan? Nan, sem vgr einkaritari Sir Reginalds. Hún sneri sér að Simoni, svo að andlit þeirra snertust. — Finnst þér ekki gaman, Símon ? Áður en honum gafst ráðrúm til að anza, stöðvuðust flugvélarnar með rykk. Þær sveifluðust til. Hún heyrði öskur frá fólkinu í hinum vélunum. Hún leit niður og varð skyndilega gripinn óstjórnlegum ótta. Símon herti takið utan um hana. — Þetta er allt í lagi. Kemur stundum fyrir. — Mér líður ágætlega. Rödd í hátalaranum tilkynnti: — Dömur minar og herrar. Það er engin ástæða til ótta. Svolítið hefur farið aflaga, og það mun taka góða stund að gera við það. Við biðjum alla að sitja kyrra og viö reynum að koma þessu í lag eins fljótt og hægt er. Símon leit á Nan. Jæja, hvernig lízt þér á? Hún hikaði, en hann brosti síðan. — Mér er alveg sama, hvað við verðum að sitja hér lengi. Mér finnst það gaman. Mér finnst vera heil eilífð síðan við höfuð getað talað saman. Hérna uppi er enginn' til að ónáða okkur. Símon brosti. — Nokkuð til í því sem þú segir. Þau hölluðu sér út og horfðu niður. Drew og Pollý stóður þar enn. — Hvérnig líður? hrópaði Drew. — Prýðilega, kallaði Nan kát. — Ég er fegin að ég fór ekki, sagði Pollý. Skömmu síðar kom önnur tilkynning: Dömur mínar og herrar. Okkur hefur tekizt að finna bilunina. Það er alls engin hætta á ferðum. En það tek'ur ekki minna en hálftíma að gera við hana. — Sagði ég ekki að ykkur myndi þyka gaman, hrópaði Pamelsa stríðnislega. Pollý var farin að skjálfa af kulda og Símon þóttist sjá, að liðan hennar væri ekki sem bezt. - Láttu Drew fylgja þér heim, Pollý, hrópaði hann. — - Viltu fara heim, spurði Drew. — Svo sannarlega, það er ekki mikið spennandi að hanga hér. — Við getum farið og skoðað okkur um, ef þú vilt. —Nei, þakka þér fyrir. Við skulum koma heim. Nú hef ég þig hjá mér, sagði Nan brosandi við SSmon. I-Iann brosti lika og skildi að hún var í góðu skapi. Drew kallaði til þeirra: Við förum heim. Pollý er orðin þreytt. — AHt í lagi, hrópaði Símon. Hann óskaði, að hann gæti séð framan i Pollý, en gat ckki greint svipbrigðin. — Mér þykir lieðinlegt, að þetta skyldi koma fyrir, en það var ekki okk- ur að kenna. — Allt í lagi. kallaði Drew. Við fyrirgefum ykkur. Þau hurfu í fjöldann. Nan varð þess skyndilega vör, a3 Simon hélt enn utan um hana. Hún leit niður aftur og sá að fólksfjöldinn var farinn að þynnast í kringum flugvélarnar. Látum okkur bara liða vel, sagði Símon. Þetta getur tekið meira en hálftíma. Hún hallaði höfðinu að öxl hans. Simoni leið vel í návist hennar. Hann var hrifinn af Pollý, en hann hefði ekki getað hugsað sér að lenda með henni i slíku. Hún hefði misst alla stjórn á sér. — Þú hefðir átt að vera hér með Pollý, ekki mér, sagði Nan. — Og þú, Nan. Þú hefðir átt að sitja hér með Drew. — Nei, nei. — Mér virðist hann vera mjög hrifinn af þér. Símon hallaði sér að henni og sagði: Er það of nærgöngult að spyrja hvoi t þú sért hrifin af honum líka? — Alls ekki. Ég er ekki hrifin af honum, en mér þykir vænt um hann. Símon skildi ekki, hvers vegna orð hennar glöddu hann svo mjög. Hann hlaut að vera afar eigingjarn. Hann var ástfanginn af Pollý. Hvers vegna mátti Nan þá ekki vera hrifin af Drew ? Hann hafði ekkert leyfi til að hugsa svona. Hann dró hana alveg að sér. Hann fann, að nú var rétta augnablikið til að reyna að fá hana til að tala um sjálfa sig. — Segðu mér um sjálfa þig, Nan? Þú hefur verið ástfangin, er það ekki? 4 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.