Vikan


Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 5
— Jú. Fyrir þremur árum. John Cornell, hugsaði hann. Hann mínntíst blaðagreínarínnar, sem hann hafði lesið og enn einu sinni sagði hann við sjálfan sig, að hann tryði ekki, því sem þar hafði staðið. — Viltu segja mér frá því? — Hann . . Hún hikaði. — Hann dó, sagði hún loks. — Æ, Nan, það var leiðinlegt. — Ég skil ekki hvers vegna ég er að segja þér þetta. — Þú hefur nú ekki mikið sagt. — Ég vil helzt ekki tala um það meira. Ég var hræðilega óhamingju- . söm. Ég . . . ég verð að gleyma því. Hann strauk hönd hennar blíðlega. Honum var svo undarlega innan- brjósts, honum fannst þau vera tvö ein i heiminum. — Og enginn annar síðan? Hún svaraði ekki. — Ljótt að spyrja? —- Kannski. Hún sneri sér að honum. — Símon, hvers vegna erum við allt i einu orðin svona alvarleg. — Viltu að við gerum að gamni okkar. — Já. — Gott og vel. Hvað viltu tala nm ? — Hvað myndir þú tala um ef þú værir hér uppi með Pollý? — Tja, ætli ég myndi ekki kyssa hana. Það myndi enginn sjá til okkar hvort sem er. Hún brosti til hans. — Imyndaðu þér, að ég sé Pollí. Hann kyssti hana laust á munninn. Ég held ég sé eitthvað biluð', sagði hún. Þér finnst ég sjálfsagt haga mér eins og kjáni. — Nei, mér finnst þú yndisleg. En hún var ekki sú Nan sem hann þekkti. — Kannski erum við öll hálfrugluð í kvöld, sagði hún. — Ertu búin að týna þér ? spurði hann. — Já og nei. En ég veit ég þori ekki að horfa framan í þig á morgun. — Ég skil ekki hvers vegna þú ættir ekki að þora það, sagði hann. Hann kyssti hana aftur og fastar en í fyrra skiptið. Það var ekki bara hún, sem var utan við sig í kvöld. Hann var sjálfur öðru visi en hann átti að sér. Hann var trúlofaður Pollý og eftir nokkrar vikur ætlaði hann að kvænast henni. En hann vissi að hann myndi aldrei gleyma þessu kvöldi. — Elsku Nan. Þú ert svo yndisleg. -— Simon, ástin min, muldraði hún. — Ég vildi óska, byrjaði hann. Hann hristi höfuðið. ■— Nei, ég geri það ekki. Ég get það ekki. — Hvað geturðu ekki? Hann gat ekki talað um það við hana. Það var heldur ekki satt. Eitt andartak hafði hann óskað að hann hefði aldrei komið til Cap Ferrat og hitt Pollý. Ef þau Pollý hefðu ekki kynnzt, vissi hann vel, hvað hefði gerzt. Hann hefði orðið hrifinn af Nan og beðið hana að giftast sér. Hann skildi nú, að hann hafði í rauninni verið ástfanginn af henni, þegar hann fór í leyfið. Hann hugleiddi hvort hún hefði orðið þess vör. Hann klappaði henni á kinnina. — Það er leyndarmál, ástin. Allt í einu tóku flugvélarnar að hreyfast á ný og flautan hljómaði. — Þá er það jörðin aftur, sagði Símon, þegar hann hjálpaði Nan niður úr vélinni. Eigandinn kom til þeirra og bar fram innilegar afsakanir. Svona nokkuð hafði aldrei komið fyrir áður. Símon tók undir hönd Nan. — Eigum við ekki að koma heim? Klukkan sló tólf, þegar þau komu upp að húsinu heima. — Við erum þokkalegir nátthrafnar, sagði Nan. — Hin eru áreiðan- lega komin fyrir löngu. — Ég hugsa að mamma hafi skilið eitthvað matarkyns eftir handa okkur, sagði Símon. Viltu fá þér bita? Þau fengu sér súpu og smurt brauð, sem móðir Símonar hafði tekið til handa þeim. Síðast settust þau inn í dagstofuna og röbbuðu saman. Allt var orðið eins og það átti að vera aftur. Hún var aðeins ritari föður hans og hann var trúlofaður Pollý. Þangað til þau buðu hvort öðru góða nótt. Þau stóðu í stiganum, hún fékk hjartslátt, er hún sá hvernig hann horfði á hana. Þetta er brjálæði, hugsaði hann. Ég elska Pollý. En áður en þau vissu af hafði hann vafið örmunum utan um hana og varir þeirra mættust í löngum og heitum kossi. — Nan, ó, Nan. — Símon, ástin mín. -— Hvers vegna skildi ég þetta ekki fyrr . . . ? — Já, Símon, hvers vegna. Hún losaði sig úr faðmi hans. Hún vissi það, sem hún vildi vita. Þetta nægði í kvöld. Á morgun myndi honum kannski finnast þetta hafa verið augnabliks hrifning og hann elskaði Pollý jafn mikið og fyrr. En Pollý næði samt aldrei sömu tökum á honum og áður, og fvrr eða síðar kæmist hann að því, að það var Nan, sem hann elskaði. Hún vonaði, að hann kæmist að því fljótlega. Og þegar hann fyndi það myndi honum ekki detta í hug að kvænast Pollý. Framhald í nœsta blaði. Tilkynning um útsvör 1958 Gjalddagi útsvara í Reykjavík árið 1958 % er 1. september. Þá í'ellur í gjalddaga x/± hluti álagðs út- svars, að frádreginni lögboðinni fyrirfram- greiðrdu (helmingi útsvarsins 1957), sem skylt var að greiða að fullu eigi síðar en 1. júní síðastliðimi. SÉRREGLBR gilda um FASTA STARFS- MENN, en ÞVl AÐEINS, að þeir greiði reglu- lega af kaupi. Vanskil greiðslna samkvæmt framanrituðu valda því, að ALLT ÚTSVARBÐ 1958 FELL- UR I EINDAGA 15. SEPTEMBER NÆST- KOMANDI, og verður þá lögtakskræft, ásamt dráttarvöxtum. » Reykjavík, 22. ágúst 1958. Borgarritarin n ef menn gæta þess að bera NIVEA-smyrsl á andlitið kvöldið dður. í NIVEA er eucerit, sem heldur húðinni mjúkri. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.