Vikan


Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 6
leikarar SILD Tilbreyting frá daglegu starfi Viðtal við Róbert Arnfinnsson. HVERS vegna lagðir þú leið þína á síldina? Það er tilbreyting frá dag- legu starfi, ég vildi gera eitt- hvað óskylt. Og hvað er óskyld- ara? Það er ágætt stundum að Róbert — í saltinu. gleyma allri leiklist og leikhúsi um tíma. Undanfarið hafa leik- árin náð saman hjá mér, ýmist hef ég verið í sumarleikhúsinu, leikhúsi Heimdallar eða með einhverjum leikflokknum. Úti- vera og líkamleg vinna eru holl fyrir mann, sem er lokaður inni tíu mánuði ársins. En því þá frekar síldin? Aðdragandinn að þessu var sá, að í sumar var ég með Þjóð- leikhúsinu að leika „Horft af brúnni" á Siglufirði um það leyti sem fyrsta síldin kom. Það var gaman að sjá allt þetta fólk við vinnu og líf og fjör í öllu. Ég orðaði það við konu mína, að gaman væri að skella sér í sild. Þegar heim kom hitti ég svo tvo kunningja, sem voru á leið til Raufarhafnar í síld og áhuginn vaknaði aftur og við létum verða af þessu. Kon- an og elzta dóttirin voru líka með. Þær hafa haft af þessu ánægju, gagn og dálitla pen- inga. Þú hefur semsagt fundið þarna á Siglufirði þetta marg- annálaða andrúmsloft síldarinn- ar og alla þess rómantík? Getur vel verið. Ég var í síld fyrir 19 árum, tvö sumur í Hrís- ey og hef oft komið til Siglu- fjarðar, en þarna sá ég í fyrsta sinn líf í þessu. Það kveikti í manni og maður fékk löngun til að skella sér í þetta aftur. Mikil vinna? Stundum. Þegar hroturnar komu. Annars voru karlmenn- irnir í dagvinnu allán daginn frá sjö og oftást var einhver eftirvinna, en þegar hroturnar komu var að sjálfsögðu unnið dag og nótt. Var þétta ekki erfitt? Náttúrlega er maður óvanur vinnunni og hún er að nokkru leyti ný fyrir manni og tekur því að sjálfsögðu tíma að venj- ast henni. Fyrstu dagana þreytt- ist maður talsvert. Þú varst að tala um það áð- án, að það væri gott að koma í annað umhverfi og gleyma leikhúsinu um stund, en er þá ekki líka beint gagn ao þessu fyrir leikstarfsemi þína? Jú, þetta er tækifæri til að kynnast ýmsum karakterum, og þeim skýtur kai' ski síðar upp og geta orðið manni að liði við leikhúsvinnuna. Frú Stella, kemur inn og það er rabbað fram og aftur um síldina. Frúin kann betur við að vinna í síld en tilbreytingar- laus heimilisstörfin. Það er til- breyting að vinna með svona mörgu fólki. En er þetta ekki erfitt? Ekki eins og ég hélt. Ég hafði heyrt um þessar löngu tarnir og bjóst hálfpartinn við að þurfa að fara heim með fyrstu flugvél, en þetta gekk allt vel. Eftirá gleymist allt þetta kalda, blauta og hráslaga- lega og maður gæti þess vegna hugsað sér að fara aftur að sumri. Og talið berst að skemmtana- lífinu. Líklega er Raufarhöfn, segir Róbert, ekki heppilegasti stað- urinn til að halda kúltíveraðar skemmtanir, að minnsta kosti ekki yfir síldartímann. í land- legum er tilgangslaust að halda annað en böll. Ugglaust er inn- anum margt fólk sem bjóðandi væri uppá annað, en þess gætir ekki. Það má vel skemmta fyrir staðarbúa, ég lék þarna fyrir nokkrum árum en um síldar- tímann er tilgangslaust að troða upp með skemmtiatriði. Að ein- hverju leyti er þetta húsnæð- inu að kenna. Það er eins og því sé tjaldað til einnar næt- ur og ekkert fyrir það gert. Enda koma hvorki Þjóðleikhús- ið né aðrir leikflokkar til Rauf- arhafnar og það er fyrst og fremst vegna þess hvað þröngt er um vik í samkomuhúsinu. Úr því komið er inn á leik- list spyr ég hvað sé framund- an. ,, Æfingar eru hafnar á leik- riti Kristjáns Albertssonar, „Haust'-. Þar hef ég smáhlut- veiK. Það er nú það fyrsta, sem ég veit um og svo verð ég vænt- anlega i næsta leikriti, sem hef- vr hlotið nafnið „Sá hlær bezt" Þessi tvö leikrit veit ég um enn- þá. Svo bt,T,s'; talið aftur að síld- inni og þac ru rifjuð upp ýmis skemmlileg atvik. Líklega er það rétt, sem frú Stella segir, að eí'tirá ^aymist hráslaginn — og þó, þvi Róbert segir: Kannski var það verst að fara heim og úr blautum gallanum og svo í hann jafnblautan aft- ur eftir tvo til þrjá tíma, enda er maður ekki eins harður og þeir voru á togurunm:; í íimla daga þegar menn stóðr. saui- fleytt í 68 tíma án þess a3 loka auga. M ...» ^*** *J BHag 'JJMSiMr',. Wmsí «"»^ XJr síldarverksmiðju á Siglufirði. 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.