Vikan


Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 7

Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 7
Það mundi bara flauta, Viðtal við Br. Schram. Bryndís — fer til náms í Frakklandi Eru þetta nú ekki nokkuð miklar kröfur? Það getur verið. En þetta gctur ekki gengið svona. Og Bryndís bætir við bros- andi: Ég var orðin svo mikill verkalýðssinni, þegar ég kom úr síldinni, að það voru bara allir hræddir við mig. Og skemmtanalífið ? Ég fór tvisvar á bíó og svo svindlaði ég mig einu sinni inn á ball, en það var lítið gaman. Það var ekki þetta ekta — það er ekkert gaman nema í land- legum. Annars eru böll alls staðar eins. Eitt fannst mér leiðinlegt. Hvað sumar stúlkurnar drekka mikið. En það er náttúrlega ekki gaman að bíða svona að- gerðarlaus. Það var hræðilegt að sjá þær slangra um útúr- drukknar með flöskuna í buxna- strengnum eins og sumar þeirra gerðu. Og hvað er nú framundan hjá þér? Það er nú allt óráðið. Ég fer til Frakklands og verð þar við einhvern háskóla, líklega Framh. á bls. llf Mér fannst peningalyktin góö segir V. Demetz. Demetz er varla búinn að bjóða mér sæti, þegar hann er farinn að tala af á- huga um síldina. Hann hefur komið sér upp skeggi á síldinni og gæti ver-, ið íslenzkur sjómað- ur fremur en ítalsk- ur óperusöngvari. En þegar hann fer að tala má finna öra ítalska skapgerðina á bakvið rólegt yfir- bragð. Hann talar ís- lensku og þegar hann vantar orð, leikur hann 'og það segir langtum meira en hefði fundið rétta orðið. Það var nóg síld í sjónum í þó hann V. Demetz — tunnuaría Hvernig datt þér í hug að fara á síld? Ég var alltaf að hugsa um sumar— það var bara veðrið það frá því fyrst ég kom til — alltaf bræla. Bölvuð bræla. Framhald á bls. is. ÞEGAR Vikan bankar upp hjá Bryndísi Schram er hún að fara á laxveiðar með föður sínum og hefur nauman tíma. Samt tekur hún málaleitun okkar um stutt viðtal. Þú mátt bara ekki tala um fegurðardrottningu eða neitt svoleiðis. Orðin leið á því? Já fyrir löngu. Það er ekk- ert út í það varið. Jæja, þá segjum við síldar- stúlka, eða varstu ekki í síld í sumar? Jú, en það var bara svo stutt. Mig hafði lengi langað til að fara á síld. Ég vil prufa allt. Ég hafði aldrei séð þetta áður. Ég fór beint úr bílnum að vinna þegar ég kom norður. Það varð að snúa öllu við fyrir mig því ég er örvhent. Sú síld var í tvo daga og svo kom langt hlé. Það var hræðilega leiðin- legt. Vont veður og aldrei sól- skin. Við bara sátum inni og prjónuðum. Ekkert að gera annað en að bíða, dagarnir runnu saman í eitt. Okkur var bara einu sinni boðið í kaffi um borð í bát. En hvernig líkaði þér vinn- an? Það var alveg dásamlegt. Mikil stemning að vinna þarna við þetta — og músíkin frá bátunum. En var þetta ekki þreytandi ? Jú, ég var dálítið þreytt eft- ir heilan dag. Þú færir þó kannski í síld aftur? Það getur vel komið til mála, ef maður fengi að salta stans- laust. Annars ekki. Það er raunar varla gerandi að salta fyrir stúlku, sem saltar minna en þrjár tunnur á tímann og það verður að vera stöðug vinna. Það er svo hræðilegt f yrir stúlkurnar að hanga svona og bíða. DÆGIRLÖG Rokkið er æðra fon ROKKIÐ ER EKKI lengur nýj- asta hávaðaaðferðin í dægurlaga- ' heiminum. I ensku blaði var ný- lega getið annarrar aðferðar, Kwela er hún kölluð, og blaðinu, sem annars er músíkblað og kall- ar ekki allt ömmu sína í dægur- lögunum.farast m. a. svo orð um Kwela: — Þér, sem fordæmduð rokkið, eigið eftir að iðrast þess, því að í samanburði við Kwela er rokkið eitt af æðri formum listar. Það er plata með nafninu „Tom Hark," leikin af Elíasi nokkrum og Zig-Zag flautum hans, sem hefur hrundið af stað hinni nýju „hreyfingu" meðal hálfsokka- stúlkna og skellinöðrupilta. Venjulegu fólki gengur erfiðlega að sætta sig við þetta nýja form, en því miður á það sennilega eftir að heyra fjöldann allan af Chiyoko (Pat) Suz-aki plötum i þessum stíl. Hér er sönn saga, sem skeði i sambandi við upptöku ,,Hark" plötunnar: Reynsluplata var skilin .eftir á skrifborði tónlistarráðunauts plötufyrirtækisins. Hann lék plötuna, og kallaöi síðan til sín hitt starfsfólkið til þess að gefa því færi á að heyra ósköpin. Það lá við að allt starfsfólkið með tölu fengi taugaáfall af hlátri. Það kom sér saman um, að það skyldi ekki láta gabba sig — svo vildi nefnilega til, að þetta skeði þann 1. apríl, og menn voru þess full- vissir, að hér væri aprílgabb á ferðinni. Því miður kom i ljós, að hér var ekki um neitt gabb eða grín að ræða — heldur fúlustu alvöru og þá jafnframt sorglega staðreynd. Það leið ekki langur tími þar til Islendingar tileinkuðu sér rokkið, eftir að það kom á mark- aðinn. Sennilega eigum við því lika eftir að verða fyrir barðinu á Kwela, a. m. k. ef það á eftir að ganga eitthvað að ráði í út- löndum. NÝ SÖNGKONA af japönskum ættum hefur getið sér gott orð vestan hafs undanfarið og átt þvi láni að fagtia, að hinn mikli frömuður dægurlagasöngsins, Bing Crosby, hefur hrósað henni á hvert reipi. Hún heitir Chiyoko Suzuki og fæddist í Kaliforníu af japönsku foreldri. Þar sem marg- ir í nágrenninu áttu erfitt með að bera fram fyrra nafn hennar, Chiyoko, skipti hún um nafn og kallar sig Pat. Elly Vilhjálms, Hún sýndi snemma hæfni á listasviðinu, stundaði málaralist í skóla og náði góðum árangri. Þó hneigðist hugur herinar fyrst og fremst að söng og leik, og fékk tækifæri til að koma fram sem söngkona 1954. Síðan hefur frami hennar farið vaxandi, enda sögð hafa mjög þægilega og sérstæða rödd og skemmtilegan söngmáta. Hér á Islandi eigum við líka upprennandi dægurlagasöngkonu, sem sífellt vex í áliti. Það er Elly Vilhjálms, sem hefur sungið með K.K. sextettinum undanfarið, en var með Orion-kvintettinum, þar til sú hljómsveit var leyst upp. Það er undarlegt, að íslenzk- ir plötuframleiðendur skuli ekki enn hafa komið auga á Elly og boðið henni að syngja á plötur — en hun hefur ekki sungið á eina einustu söluplötu, þótt margar aðrar, og ég leyfi mér að segja talsvert lakari söngkonur, hafi sungið hverja plötuna eftir aðra, sem útvarpið angrar mann svo með án afláts. s. VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.