Vikan


Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 9
FAGRIK MUNIR ÚK GULLI OG SILFRI Senðurn gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVEKZLUN Laugavegl 22 A. — Simi 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTTJR — Á V AXT AHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATAKLITUK — SÓSULITUR EDIKSÝRA — BORÐEDEK TÓMATSÓSA — ISSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 1313. — Sími 19795 — Beykjavfk. TRICHLORHREINSUN (ÞURRHREINSUN) BJ©RG SDLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ B SÍMI 23337 Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustig 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu gami. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. iiendum gegn póstkröfu um land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa I Sölutumimun við Amarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21 A. Sími 16457. Smíðar meðal annars: I*akrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Olíukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. I SHORnio MEIRI FJÖLRREVTNI FISIÍRÉTTA P’yrir nokkrum dögum barst Heimilishorninu bréf frá ungri, nýgiftri konu héðan úr Reykjavík. Hún kvartar sáran yfir því að hún kunni ekki að matreiða fisk. Auðvitað kann hún að sjóða fisk, en hún segist vera orðin hundleið á því að borða alltaf soðinn fisk og aftur soðinn fisk. Hún segist hafa grun um, að eiginmanninum sé farið að þykja nóg um að fá soðna ýsu á mánudögum, soðinn þorsk á þriðjudögum, nýtt þorskflak á miðviku- dögum, soðna rauðsprettu á fimmtudögum, nætur- saltað flak á föstudögum og þegar bezt lætur reyktan fisk á laugardögum. Biður hún okkur í hamingju bænum að hjálpa sér og gefa sér ein- hverja fiskuppskriftir. Verðum við fúslega við beiðni hennar, enda er það skoðun okkar að fleiri en þessi unga kona kvarti undan því að hafa alltaf soðinn fisk. Það er áreiðanlegt að alltof lítið er af því gert hérlend- is að bera fisk fram öðruvísi en hann kemur beint úr búðinni. Við skorum á lesendur okkar að reyna réttina. Ef til vill kunnið þið einhverjar fleiri fiskuppskriftir og væri þá vel þegið, ef þið vilduð senda þær til Heimilishornsins. Fiskur með hrís- grjónum. Roðinu flett af og beinin tekin úr. Fiskurinn því- næst hakkaður. Einn og hálfur bolli af hrísgrjónum þvegin og soðin í vatni á- samt smjöri og salti. Síðan er fiskfarsið, pipar og tómatsafi hrært saman og sett út í og hrært í um stund. Þá er það sett í vel smurt form. Nokkrar smjörkúlur settar ofan á, raspi og rifnum osti sáldr- að yfir. Bakað í ofni við hægan hita í um það bil hálfa klukkustund. Síldarréttur. 125 g af smjörlíki, dá- litlu af steinselju, einum niðurskornum lauk og 14 g safran (fæst í lyfjabúðum) blandað saman og síðan bætt í pipar og salti. Hrært vel. Síldarnar ristar að framan og bein tekin úr. Sxðan er maukinu skipt nið- ur svo að sami skammtur fari í hverja síld. Einu stóru salatblaði vafið um hverja og steikt í heitri matarolíu góða stund. Fiskur með græn- meti. Gulrætur og selja skorin í smábita og sett í eld- trausta skál. Ofan á sett þorsk- eða rauðsprettuflök og niðurskorinn laukur á flökin. Þá er blandað sam- an 1 dl af tómatsafa, 1 dl rjóma, 1 dl vatni. 1 tesk. hveiti % tesk. karry og 1 tesk. salt. Þetta er hrært Hvítvinsþorskur. og hellt yfir. Bakað í ofni í um það bil þrjá stundar- fjórðunga. „Bjór-Karfi“. Fiskurinn þveginn vand- lega og flakaður. Settur' í pott með salti, piparstöng, tveim til þrem lárberja- blöðum og allstórum, niður- skornum lauk. Þá er hellt yfir , fiskinn bjór (smakk- ast betur, ef ofurlítið af rauðvíni er bætt saman við bjórinn fyrst). Fiskurinn látinn liggja í leginum í klukkutíma, en þá er hann soðinn (í leginum). Tekinn uppúr og borðaður með soðnum kartöflum og soð- inu skal hellt yfir. En áður á að setja út í það hand- fylli af röspuðu rúgbrauði. Síðasti fiskrétturinn heit- ir Hvítvínsþorskur, og er dýrasti rétturinn af þeim, sem nefndir eru hér. Hálft kíló af smjöri í pott (smjör- líki má nota, en á helzt að vera hreint smjör), ásamt hálfri flösku af hvítvíni, fjórum lárberjablöðum og dálitlu af pipar. Þorskurinn þveginn og skorinn í hæfi- legar stór stykki. Hvert stykki þerrað mjög vel. Sett í pottinn og soðið við jafnan hita í hálftíma. Bezt er að bera fiskinn á borð í pottinum, svo að bragðið fari ekki. Borðað með kartöflum. Grennið ykkut í mitti Ef þér eruð of sverar í mitti ættuð þér að gera æfingarnar, sem sýndar eru á meðfylgjandi p mynd- um. Lítið á myndina til vinstri: Standið beinar og takið bolvindu til 'vinstri. Lyftið höndunum frá hlið- unum og beygið olnbog- ann. Þunginn á að koma á hægri fót, en vinstri fótur á rétt að nema við gólfið. Gerið þessa æfingu oft, vindið bæði til hægri og vinstri og hvílið fæturnar til skiptis. Myndin til hægri: Lyftið Frú ein í Reykjavík, sem kallar sig P. L. hefur sent okkur uppskrift af rússneskum eftirmat, sem við birtum hér með og þökkum kærlega fyrir. Og um leið viljum við endurtaka áskorun okkar um að þið sendið þættinum góðar uppskriftir, ráðlegg- ingar og fleira. Treystum við því, að þið verðið vel við þescari beiðni, enda ætti slíkt að geta aukið fjölbreytni Heimilishornsins að mun. Og hér kemur uppskriftin: 70 g mannagrjón soðin í 7 dl. af safti og vatni i 15 mínútur. Blandan skal vera sterk. Ef grauturinn verður of þykkur má bæta dálitlu safti saman við. Því næst er grautnum hellt í skál og hrærður þar til hann er orðinn kaldur og hefur fengið á sig annan lit. Borðaður með þeyttum í'jóma. Jarðarberjaterta J/ egg, 210 gr. sykur, 50 gr. hveiti, 80 gr. kartöflumjöl. Milli laga og til skreytingar: */4 l. þeyttur rjómi, Ví> tsk. vanillusykur, V2 kg. jaröarber. Eggjarauöurnar eru hrœrðar vel með sykrin- um og 2V2 matsk. köldu vatni. Þá er hveitinu blandað út í og síðast stífþeyttar eggjahvíturn- ar. Deiginu er hellt i vel smurt form, og þakið með raspi. — Kakan er bökuð við 200 gr. í 30 mnútur og látin kólna á kökurist. — Rjóminn er þeyttur og helmingurinn blandaður jarðarberj- um.. Kökunni er skift í tvennt og jarðaberjarjóm- inn settur á milli. Það sem eftir er af rjómanum er notaður til að skreyta kökuna með ásamt heilum jarðarberjum. hægra fæti upp á tá og sveiflið um leið vinstra fæti eins hátt og þér getið. Munið að hafa hann bein- an. Hendurnar í axlar- hæð, hægri hönd boginn yfir brjóstin og sú vinstri teygð til sömu hliðar, til að halda jafnvæginu. Andið inn þegar þér lyftið fætin- um og út þegar þér setjið hann niður. Séu æfingar þessar gerð- ar vel og samvizkusamlega kvölds og morgna í all- langan tíma eiga þær að hafa góð áhrif. Nokkrar sallatuppskriftir Aspassalat: Aspasið skorið niður í litla bita. Sítrónusafi, salt, ofurlitið af sykri og sinnepi blandað út í mayonnaise og aspasið hrært út í. Tómatsr-Jat: Tekið innan úr tómötun- um og blandað saman 3 matsk. matarolíu, 1 matsk. edik, niðurskornum lauk, sykri, steinselju og tómat- arnir fylltir með þessu. Baunasalat: Blandað á sama hátt' matarolíu, sítrónusafa, sykri og dálitlu salti. Baunirnar hrærðar saman við. JAROARBER, sem fegrunarmeðal Jarðarber eru holl og ágætt fegrunarlyf. — Þau innihalda kisil, kalk og C- vitamin, eitthvað af A og B-vítam. Þeir, sem geta leyft sér að drekka eitt glas af jarðarberjasaft daglega bæta bæði heilsu sína og fegurð. — Jarðar- berjasafi er ágætur, sem a.ndlitsvatn, notað eftir hneinsun hxiðarinnar. — Gott fyrir húðina er einn- ig, að kreista jarðarber á húðina og hafa það á í 20 mínútur. — Þvegið af með rósavatni eða rigninga- vatni. Ný jarðarber haldast fei-sk í nokkra daga með því að nota 1(4 gr. benzo- nesurt natron. / K. LEI KAR AS P J ALL Gail Russel dæmd í fangelsi Kim á í basli með Trujillo .... Jane Wyma kærir sig kollótta um aldurinn .... Sheila og Guy Madison ætla að standa við orð sín .... Janet og Tony telja dagana, þar til barn þeirra fæðist .... Judy Garland og Sid Luft tekin saman aftur .... Errol Flynn boðin ný eiginkona .... Páfi sendi Red Skelton samúðarkveðjur .... Julie og Harry Belafonte eiga von á erfingja. Sautján ára gamall son- ur Johnny Wcissmiillers (TARZAN) leikur eitt af aðalhlutverkunum í nýrri mynd, sem heitir „Andy ALDO RAY og JEFF DONELL — frúin átti að hátta. Hardy snýr heim.“ Mickey Rooney leikur titilhlutverk- ið, en auk þess hefur átta ára sonur Rooneys allstórt hlutverk í myndinni. ALDO RAY þykir kúnst- ugur kall. Hann skildi við eiginkonu sína, JEFF DONNELLI fyrir alllöngu og er haft fyrir satt, að hjónabandið hafi verið mis- heppnað frá byrjun. Jeff sagði, að Aldo væri pipar- sveinn í eSli sínu og gæti ekki lifað eðlilegu hjúskap- arlífi. Máli sínu til sönnun- ar sagði Jeff, að þegar þau voru nýkomin heim úr kirkjunni eftir vígsluna, hefði Aldo spurt, hvort það væri ekki í lagi, að hann brygði sér út um kvöldið með nokkrum vinum sínum. Hún skyldi bara fara að hátta og hafa það rólegt! önnur furðuleg saga er sögð um JACK LEMMON. Hann og kona hans, Cynithia, áttu einn lítinn son og þóttu afar ham- ingjusöm. En eftir stutta sambúð tilkynntu þau, að nú vildu þau skilja. Kom það flestum ef ekki öllum mjög á óvart. Þegar frétta- menn inntu Jack eftir þvi, hvers vegna þau vildu skilja, sagði hann: ,,Við viljum ekki að sonur okkar olist upp á heimili, þar sem foreldrarnir rífast og slást.“ „Hafið þið rifist?“ spurði blaðamaðurinn undrandi. „Nei, ekki enn,“ sagði Jack, „en við erum hrædd um að gera það einhvern tíma og viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur og skilja, með- an samkomulagið er gott!“ JUNE HAVER virðist algerlega hætt kvikmjmda- leik. Hún var í mörg ár ein dáðasta söng- og dans- stjai’na í Hollywood. En smám saman fór frægð hennar að dala og hún lenti auk þess í alls kyns effiðleikum. Hún giftist og skildi við mann sinn eftir mjög stuttan tíma, trúlof- aðist aftur og missti unn- usta sinn skömmu fyrir biúðkaupið. Þá fann June upp á því snjallræði að ganga í klaustur og komst nú aftur á forsíður allra helztu kvikmyndablaða í Bandaríkjunum. Eftir fá- eina mánuði í klaustrinu var hún þó búin að fá nóg og sneri aftur til Holly- wood og sagði, að heilsu sinnar vegna gæti hún ekki verið kyrr í klaustrinu(!). Síðan giftist hún leikaran- um FRED MAC MURRAY og hætti kvikmyndaleik, sem fyrr segir. Þau hjónin eru mjög hamingjusöm og fyrir iy2 ári tóku þau ný- fæddar tvíburatelpur í fóst- ur, þar sem þau geta ekki átt börn sjálf. MARLYN MONROE og ARTHUR MILLER hafa verið á ferðalagi í Evrópu að undanförnu, en héldu aftur til Bandaríkjanna fyrir nokkru, þar sem Marylyn á að leika aðal- hlutverkið í myndinni „Some Like It Hot“. JOAN CRAWFORD tók fyrir allmörgum árum að sér þrjú börn — dreng og tvíburatelpur — og lýsti því yfir, að hún myndi elska þau og annast eins og sín eigin böi-n. Hún sagði, að hún hefði alla tíð saknað þess að eiga ekki börn og nú fengi hún eitt- hvað til að „lifa fyrir.“ Hlaut Joan mikið lof fyr- ir þetta góðverk og göfug- an hugsunarhátt. En börnin virðast ekki sérlega hrifin af Joan. Þau hafa margsinnis reynt að strjúka að heiman. Fyrir nokkru gengu þau á fund yfirvald- anna í Los Angeles og báðu þess að mega fara eitthvað annað. Þau sögðu, að Joan hefði aldrei sýnt þeim ást- ÚÍT og umhyggju, nema þegar hún hefði þurft að auglýsa, hvað hún væri góð kona og lét mynda sig, þar sem hún hélt utan um börnin eða lék við þau. Þau TOAN CRAWFORD — börnin stmku. sögðust hafa reynt að sætta sig við duttlunga hennar og vargahátt í mörg ár, en gætu það ekki leng- ur. LILLI PALMER hefur leikið í kvikmyndum í meira en fimmtán ár. Gagnrýnendur segja að hún sé ein bezta leikkona, sem fram hefur komið og frægð hennar og vinsældir hafa aldrei verið meiri en nú. Sjálf segir Lilli að hún þakki vaxandi velgengni skilnaðinum frá REX HARRISON. Hann hafi alltaf verið á xnóti því að hún léki, af því að hann óttaðist, að hún myndi skyggja á sína eigin frægð. GAIL RUSSEL var fyrir nokkru tekin föst og dæmd í 30 daga fangelsi fyrir að aka bifreið sinni undir á- hrifum áfengis og valda á- rekstri, þar sem tvær manneskjur slösuðust. Gail þótti um árabil ein bezta leikkona Ameríku og var sögð ein af fáum Hollywood stjörnum, sem höfðu leih- hæfileika til að bera. Hún var trúlofuð GUY MADI- SON í mörg ár, en þegar slitnaði upp úr því fyrir uin það bil 6 árum lagðist Gail í óreglu og drykkjuskap,. Guy kvæntist ánið 1954 stúlku að nafni Slieila. Hún ei ekki leikkona og hefur aldrei komið fram í kvik- mynd. Er hún sögð afburða vinsæl í Hollywood sakir al- úðleika, yfirlætisleysis og hlýrrar framkomu. Skömmu eftir giftinguna tilkynntu hjónin, að þau vildu eiga að minnsta kosti sex börn. Þau virðast ætla að standa við það, því að þau hafa þegar eignazt þrjú. RICHARD SKELTON, níu ára gamall sonur REDS SKELTON lézt fyrir nokkru eftir erfið og langvarandl veikindi. Red og konu hans bárust samúðarkveðjur víðs vegar að úr heiminum. Meðal þeirra, sem vottuðu hjónunum hluttekningu sína var Píus páfi. Auk Richar-ds hafa hjónin eignazt eina dóttur, sem nú er ellefu ára. JUDY GARLAND og SID LUFT skildu fyrir hálfu ári, en hafa nú á- kveðið að reyna að byrja á ný. Þau giftust árið 1952 og hafa eignazt tvö börn. Framhahl á bls. i\. 8 VIKAiV VTKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.