Vikan


Vikan - 04.09.1958, Qupperneq 10

Vikan - 04.09.1958, Qupperneq 10
Hann gortaði af því að hafa ieikið fyrir konunga — en átti þó eftir ánægjulegasta áheyrandann WIL.DIAM Shakespeare Irving Pratt eins og hann hét fullu nafni kom til Afríku með enskum leikflokki sem varð gjaldþrota á leið- inni. Fararstjórinn átti ekki nema fyrir einum farmiða heim og það urðu því örlög Williams að vera skil- inn eftir. Næstu árin vöndust innfæddir þessum furðulega manni, sem lædd- ist um skógana og virtist ráða yfir mörgum persónum í einum og sama líkama. Frammi fyrir svörtum á- heyrendahópi lék hann hvert hlut- verkið á fætur öðru og hélt áheyr- endum sínum hugföngnum af undr- un og hrifningu. Að launum hlaut hann matarleifar og víndreggjar hvar sem hann fór. Hann gat í raun og sannleika stát- að af því að hafa leikið fyrir kon- unga — stolta negrakonga í fjar- LEIKARI lægustu afkimum Afríku. En þegar fór að ganga á vinbirgðir höfðingj- anna færði hann sig úr stað og leit- aði uppi þann næsta. Hann varð víð- frægur fyrir hina undarlegu rödd sína sem gat líkt eftir fuglasöng og ljónsöskri jafnt sem ástsjúkri meyju og ómálga barni. Hann bjó einnig yfir þeim furðulega hæfileika að geta látið viðstadda heyra þeirra eigin rödd án þess að bæra varirnar. Hann ferðaðist víða um frumskóg- anna og var hvarvetna tekið sem miklum listamanni, en brátt fór ljóminn að fara af honum. Hann hélt nú. að mestu kyrru fyrir í Invuma- héraðinu þar sem hann varð brátt þekktur meðal landnámsmanna, sem bjuggu þar dreifðir og liðfáir. Harn var kominn á það stig að hann var aldrei í rauninni allsgáður en þó ekki heldur ölvaður, en hirðu- laus, tötralegur og varla með sjálf- um sér svo margir hótuðu að úthýsa honum. jÞó var hann svo eymdarlegur og illa.á sig kominn, að fáir höfðu brjóst í sér til að reka hann á brott þegar í harðbakkann sló. Jafnvel þótt ætíð væri slægðarglampi í gömlum leik- araaugum hans, sem nú voru orðin þrútin og döpur. Hann var með öllu fólaus og. þurfti ekki á fé að halda, þyí hvítir menn og innfæddir sáu honum fyrir snarli að éta og lögg að súpa, Hann hélt sig jafnan þar sem mest yar um sopann. IJann yar staddur á búgarði Bill Deyenish daginn sem Timm Marr kom þangað frá Englandi. Bill var stórvaxinn og hæglátur Iri sem hafði undanfarin fimm ár unnið að jarðabótum á nýbýli sínu og aug- lýgt eftir félaga. Timm Marr kom og hafði gefið sig fram. Það er sjaldan til heilla þegar tveir Irar koma saman en þessir tveir virtust svo ólíkir að skapferli að engin hætta væri á ferðinni. Tim Marr var ungur, glaðlyndur og raupsamur, f astheldinn á »fé þar sem Bill var aftur á móti örlátur og hæggerður. Það var slegið upp veizlu i tilefni af því að þessir tveir höfðu stofnað með sér félag. William S. birtist á sjónarsviðinu á leyndardómsfullan hátt um leið og tappinn var dreginn úr fyrstu flöskunni. Hann fór að skemmta mönnum með því að herma eftir bændum og búaliði i ná- grenninu og gerði það á svo snilld- arlegan hátt að fólk kútveltist um af hlátri. Hann hafði einstakt lag á því að sýna það sem var sérkenni- legast við hvern og einn og dró það fram á skoplega vísu. „Þetta er furðulegur karl,“ sagði Marr og réði sér varla fyrir hlátri, „hann lítur út einsog maður gæti ímyndað sér Hamlet eftir þúsund nátta svall og hann sýnist geta hermt eftir hverju hljóði, áraglami á fljótinu jafnt og ástarrómi Romeos og Júlíu. Heyi'ðu mig, Vilhjálmur S., það er einn maður sem þú getur ekki hermt eftir í þessu héraði." „Og hver skyldi það nú vera, væni minn?“ „Það er ég. Þú hefur ekki séð mig fyrr en í dag. Þú hefur ekki hug- mynd um hvað er sérkennandi fyrir mig.“ Varla hafði hann sleppt oi'ðinu þegar hann heyrði sína eigin rödd úr skotinu þar sem William gamli sat. Hann varð furðu lostinn og hélt hann væi'i farinn að heyra ofheyrnir, hefði fengið of stóran skammt af viski. En það bar ekki á öðru, karl- inn hafði náð raddblænum svo varla var hægt að greina mun á því hvei' talaði, hann eða Marr, ef maður lokaði augunum. En gamli maðurinn gekk of langt. Hann var enn á sveimi daginn eftir í von um leifar af brennivininu og ráfaði inn í herbergi Marrs þegar hann var að taka farangurinn upp úr töskum sínum. „Sjáum til,“ hrópaði hann um leið og hann hrifsaði Ijósmynd af lag- legri og blíðlegri stúlku. „Hvað er nú hér? Ætlar nú ástin að fara að halda innreið sína í Invuma-héraðið ? Ástin ber að dyrum.“ Hann fór að herma eftir rödd Marrs: „Þetta er elskan mín. Þetta er ástardrottning mín. . . . Sjáðu bara hvernig hún hallar undir flatt. Ó, að ég væri hanzki á þeirri hönd er fengi að strjúka þér um vanga.“ Marr þreif myndina af honum og sparkaði honum út. Innan sex mánaða hafði Marr sent eftir stúlkunni sem ljósmyndin var af. „Ég sæki hana þangað sem hún stígur á land og giftist henni í borginni," sagði hann við Bill. „Vertu ekki svona ófrýnn yfir því. Þú þekkir ekki Shielu. Hún er millj- óndollaravirði.11 Bill andvarpaði. Hann hafði einnig þekkt stúlku sem var milljóndollara- virði og hafði einmitt farið til Afríku í þeim tilgangi að gleyma því að slíkar stúlkur væru til. Þegar nær dró komudegi Shielu trúði Bill Wil- liam S. fyrri þvi að lífið væri að verða sér óbærilegt á búgarðinum. Það þarf ekki að taka fram að William S. var kominn á vettvang þar sem von var frekari veizluhalda. „Tim er önnum kafinn við að smíða húsgögn og setja upp gluggatjöld. Ljósrauðar í einu herberginu og blá- ar i öðru. Og hann hefur látið sækja skápa og snyrtiborð alla leið til Nairobi. Ég skil ekki af hverju tómu benzíntunnurnar duga ekki lengur eins og hingað til.“ „William, af hverju er gangur lifs- ins svona ? Tim er frjáls eins og fuglinn, líttu bara á veldi hans,“ og hann benti á hinn víða sjónhring, breiðan og blómlegan dalinn og f jöll- in í fjarska. „Og svo vill hann fá kvenmann." „Ógæfan verður þó enn verri síðar meir,“ sagði William, „þá verður hann að dragnast búð úr búð og kaupa allt sem hugur konunnar girn- ist og hann verður að neita sér um allar skemmtanir, verður að láta sér nægja að sitja heima og lífið verð- ur tilbreytingarlaust og gleðisnautt. Ættum við ekki að koma i veg fyrir ógæfu hans?“ „Það væri þörf á því, komdu í bæinn, en í guðanna bænum, gleymdu ekki að dást að gluggatjöldunum. Hann skipti um í öllum gluggum af því einhver blábjáni sagði honum að þessi gömlu gengu ekki við ljóst hár og blá augu. „Gömlu farandskáldin sögðu að ástin gerði hvern manninn frávita,“ sagði William S. sem sífellt vitnaði í ljóð og leikrit sér til fulltingis. Þegar þeir komu inn í húsið var þeim sagt að Marr væri að dauða kominn. Þrír blökkumenn höfðu borið hann hann inn af akrinum þar sem hann hafði verið að vinna. Þeir komu einnig með slönguna, sem hafði bit- ið hann. Bill leit varla á hana. Það var ekki mamba. Dauðastríð Marrs var langt. Hann talaði um stúlkuna. „Þú ferð að sækja Shielu fyrir mig, Bill,“ sagði hann, „útskýrðu fyrir henni, reyndu að leiða henná fyrir sjónir.“ Það geislaði af andliti Marrs og augu hans störðu út í bláinn, þangað sem Bill og William gátu ekki séð. „Segðu henni að ég bíði hennar ein- hvers staðar. Ég er ekki orðinn ör- vita. Ég veit hvað ég er að segja. Ég bíð hennar. Segðu henni það, Bill. Ást eins og okkar, getur ekki dáið. Það hlýtui' að vera einhver staður . . . ég bíð . . .“ William S. fór með Bill niður að ströndinni til að taka á móti Shielu. Bill hafði ekki sent skeyti á undan sér. Honum fannst það of hörkulega að farið. Hann vonaðist eftir að reiðaslagið yrði ekki eins óskaplegt ef hann skýrði stúlkunni sjálfur frá láti Marrs. Hann gat ekki til þess hugsað að takast þessa ferð á hendur aleinn, þess vegna fékk hann gamla Wil- liam S. til fylgdai'. William hafði þó verið viðstaddur þegar Marr dó, hlustað á hann segja síðustu orð sin og veitt honum nábjargir. „Ég skal lána þér einhverja garma til að ganga í,“ sagði Bill, „þú verð- ur að koma með mér.“ „Ég bregst aldrei vinum mínum,“ sagði William og hugurinn hvarflaði að hinum fjölmörgu drykkjukrám borgarinnar. En Bill hafði varann á og gætti mannsins vel, hann fékk ekki nema eitt staup til að róa taugarnar áður en þeir gengu niður á hafnarbakk- ann. WiIJiam var stúrinn á svip og dapur i bragði. „Mér er illt,“ sagði hann, „ég er að missa allan mátt. Ég veit ekki lengur mitt rjúkandi ráð. Þú hefur svipt mig öllum styrk mínum. Mér verður illt af að horfa á allt þetta vatn allsgáður." „Þegiðu,“ sagði Bill. Hann greip ákaft í höndina á gamla manninum þegar skipið nálg- aðist hafnarbakkann. Einhverstaðar í þessu mikla mannhafi um borð horfði Shiela á land, og leitaði að unnusta sínum. Landganginum var skotið upp á bryggjuna og eitt andartak hikaði Bill, horfði með ógeði á félaga sinn. En hann dró William S. um borð með sér. Hann varð var við forvitnis- augu sem störðu á þá frá öllum hlið- um og fannst óþægilegt hvað fólk veitti þeim mikla athygli. Hann ósk- aði sér einskis heitar en vera horf- inn aftur i sveitakyrrðina í Invuma. Aldrei fyrr á ævinni hafði hann ver- ið svona nálægt því að hlaupast á brott. En áður en af því varð kom borða- lagður stýrimaður að máli við hann. „Eruð þér hr. Marr?“ „Nei, en ég . . . ég kom í staðinn fyrir hann . . .“ „Ég skil,“ svaraði stýrimaðurinn Framhald á bls. 14 VERÐUR AÐ LIÐI Smásaga eftir REX HARDINGE 10 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.