Vikan


Vikan - 04.09.1958, Side 12

Vikan - 04.09.1958, Side 12
Einn n wnóti öllnwn FORSAGA: Max Thursday, fyrrum leynilögreglumaður, er skil- inn og lagstur í drykkjuskap. Hann hefur ráðið sig sena löggæzlu- mann á hrörlegu hóteli fyrir mat og gistingu. Georgia, kona hans sem var, sem nú er gift lækninum Homer Mace, kemur þangað til hans. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer nú til samstarfsmanns Homers, en fær þar heldur kuldalegar móttökur. Sama kvöld er læknirinn, Elder, myrtur. Grunur fellur fljótlega ú ítalska bræður, að nafni Spagnoletti, sem eru alræmdir bófar. Hins vegar grunar iögreglan Max um morðið á Elder, en Georgia kemur með rangan vitnisburð, til þess að koma Max undan fangelsun. Max kemst nú að því, að stúlka að nafni Angel, er eitthvað tengd Spagnoletti- bræðrunum. Stúlka þessi býr á sama hóteli og hann. Haim reynir nú að lokka Angel til sín með perlu, sem hann hafði fundið i skrifborði Elders læknis.- „Mér þykir þetta leiðinlegt. Þú ert búin að lenda í ýmsu.“ „Hversvegna ? “ spurði hún hás. „Hversvegna ? “ „í!g veit það ekki. Ég held að það sé vegna þess að hann var búinn að ná í dálítið, sem einhver annar vildi eiga.“ Hann leit á innbyggðan bar- inn. Einn barkollurinn, sem hafði staðið fyrir framan hann lá á hliðinni, honum hafði verið sparkað burt. Hurðin undir barnum var opin. Innri hlið hurðarinnar og veggir hólfsins voru styrkt með stálþynnuum. Þarna var skýringin á þungu læsingunni. Vínskápurinn hafði verið peninga- skápur. Sérstakur peningaskápur, sem Leo Spagnoletti hélt vörð um. Nú var þessi sérstaki peningaskápur tómur. Hvað sem í honum hafði verið var farið. Og Leo Spagnoletti var farinn. „Hversvegna ?" spurði Judith aftur. Höfuð hennar riðaði. „Hvers- vegna báðu þeir hann ekki um það, sem hann átti? Enginn vill heldur deyja en að missa af einhverri eigu sinni." „Sumt fólk er nú svona, elskan. Sumir geta ekki gert annað.“ Hún grúfði andlit sitt aftur í höndum sínum og hristist öll af ekka. Thursday tók utan um axlir hennar og hélt henni upp að nöktu brjósti sínu og strauk svart hár hennar sefandi. Hún þoldi ekki allar þessai' hörmungar. . Thursday leit um káetuna. Lykill stóð út úr skránni á vínskápnum. Neðan úr lyklinum hékk skrautleg gullfesti niður á gólfið. Fyrsta beltis- lykkjan til hægri á belti Leos hafði verið rifin. Þetta var lyklafesti Leos. Stúlkan lyftir höfðinu. Varaliturinn virtist ekki lengur eiga þar heima. „Mér er fiökurt.“ Hún var enn með djúpan ekka. Thursday leit framan í hana. „Gott. Þá líður þér betur á eftir." Hann leiddí hana að borðstokknum, beið um stund og fór síðan inn i hljóðláta káetuna. Hann kraup við líkið, og forðaðist að koma við rauða blettinn á gólfinu. Hann reif af vinstra jakkalafinu, þar sem höglin höfðu rifið það. Undir jakkalafinu var upphleypt leðurhulstur. I því var gúmmíhand- fang á lítilli silfurskammbyssu. Hann tólc pappírsservíettu undan glasi á borðinu. Síðan tók hann byss- una með servéttunni úr hulstrinu. Hann stóð upp og lyktaði af hlaupinu. Þaffi hafði ekki verið hleypt af byssunni nýlega. Leynilögreglumaðurinn vafðí silfurlituðu byssunni í servéttuna og stakk henni djúpt í buxnavasa sinn. Thursday gældi hugsi við íbogið nef sitt. Hann leit á merki. þau, sem gáfu til kynna, að einu sinni hafði fólk hafzt við í þessari dýru káetu. Hálffullt krystalglas með bleikum vökva í. Lítil svört kventaska. Hann tólc töskuna af lága græna, legubekknum. 1 henni var það, sem kvenmenn bera yfirleitt með sér. Og bréf. Hann opnaði það. Það var frá Leo Spagnoletti til Judith Wilmington og stimpillinn var merktur San Diego, áttunda febrúar. Leo bauð Judith að koma í samkvæmi í „Panda" þetta laugardagskvöld. Hann bað hana að aka hingað eina. Hann héfði gjarnan viljað ná í hana, en annir dagsins komu í veg fyrir það. Thursday stakk bréfinu aftur í töskuna og brosti tvíræðu brosi. Á miðvikudaginn hafði margt borið við. Á einum stólnum var svört kven- kápa. Hann kastaði henni yfir axlirnar og kipptist við af sársauka, þegar satínfaldurinn straukst við opið sárið á baki hans. Köld, blá augu hans litu í síðasta sinn um káetuna. Hann slökkti á loftlampanum og lokaði vandlega á eftir sér. Judith lá með olnbogana á borðstokknum. Hún starði sljólega eftir Eftir WADE MILLER höfninni á ljósin frá loftvarnastöð strandgæzlunnar. „Hérna er taskan þín, Judith. Við skulum korna." Rödd hans var mild. Það fór hrollur um hana eins og hún hefði vaknað skyndilega. Stuttu síðar spurði hún: „Hvert?" án þess að líta við. „Mér þykir fyrir því, en ég er hræddur um að þetta verði löng nótt. Við verðum að tala við lögregluna." Hún sneri sér hægt við. Ætlarðu virkilega að tala við lögregluna?" „Auðvitað," sagði hann og gretti sig. „Það er búið að myrða mann.“ „Nú.“ Hún kinkaði kolli eins og við sjálfa sig. Elg bjóst bara ekki við þessu. Hingað til hef ég ekki trú*b þér.“ t Sunnudaginn, 12. febrúar, kl. 2:00 f. h. „Ég fer að verða vondur," sagði Clapp og sló krepptum hnefanum í skrifborðið, svo að pípustatívið skalf. „Ég er ekki viss á því út í hvern, en ég á eftir að verða reiður úr í einhvern." Hann stundi. „Eg er ekki beint hamingjusamasti maðurinn á jörðinni," viðurkenndi Thursday. „Hvernig er bakið, Max?" „Svona - - svona. Élg held ég komist leiðar minnar." Clapp stóð upp og teygði úr sér. „Ég er ekki viss um hvort það er gott eða elcki." Hann gekk að litlum ísskáp í einu horninu. Max Thursday sat teinréttur fyrir framan skrifborðið og horfði á hann. Brúni ullarsportjakkinn sem Clapp hafði fundið í birgðageymslunni fór hörmulega við krumpnar, bláar buxui-nar. Buxurnar höfðu þornað í geig- vænlegum hrukkum, og saltflyksur, blandaðar sandi loddu við buxurnar hér og þar. Upplituð, blá skyrta, opin í hálsinn, hafði komið þaðan, sem jakkinn kom. Clapp kom aftur að skrifboiðinu með bjórdós í annarri hendinni og ryðgaðan dósaopnara í hinni. „Ég geri ekki ráð fyrir því að þig langi í bjór?“ Thursday hristi höfuðið og gretti sig. „Nei. Og ég verð að hreyfa mig. Það eru liðnir fjórir dagar, Clapp — og enn hefur ekkert heyrtzt frá Tommy. Tíminn er að skjóta okkur ref fyrir rass.“ „Þetta er óeðlilegt," sagði Clapp þunglyndislega við bjórdósina. „Við ættum að vera farnir að heyra eitthvað. Ég býst ekki við — nema —“ Thui'sday andvarpaði og rauf þögnina. „Reyndu að veiða mig, Clapp. Ég er alsaklaus af þessu Spagnolettimorði — það er að segja ef þú trúir því, sem stúlkan segir. Leo var drepinn með .22 haglabyssu eins og Elder læknir. Það ætti þá lika að vera á hreinu." Clapp geispaði af ásettu ráði. „Hafðu það eins og þú vilt. Úff, hvað ég hata þessa vinnu! Þegar ég kem heim, get ég áreiðanlega ekki sofnað." „Hvað fannst þér um Judith Wilmington?" „Hún virðist ekki sem verst. Minnir mig á kærustuna mína, Sheilu. Hún útskrifast úr U.C.L.A. í júní. Auk þess bjargar þú næstum stelpunni." „Næstum. Mér er illa við þetta orð.“ „Það er aldrei hægt að segja neitt með vissu, góði minn. Þú ættir að þekkja lögregluna." Thursday hallaði sér varfærnislega fram og sló öskuna af sígarettu ofan í pappírskörfuna. Hann sagði hægt: „Mig langar mikið til þess að vita hvað þú ætlar að gera í málinu." Ungur maður í hvítum slopp kom inn. Umhverfis glottandi munn hans voru freknur á víð og dreif. Clapp lagði frá sér bjórinn og stóð þung- lamalega á fætur. „Ég fæ kannski að vita það núna. Að hverju komstu, Keating?" „Þvi sem þú vildir, býst ég viö.“ Keating raðaði þremur blýkúlum á skrifborðið. örlitlir pappírsmiðar voru festir með vír við hverja þeirra. Við hlið þeirra lagði hann fjórar stækkaðar myndir. 12 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.