Vikan


Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 13
Leikarar á SÍLD Framhald af bl. 7. Peningalyktin góö... íslands. Heim á Italíu hef ég borðað bæði harðfisk og salt- fisk frá Islandi. Svo eftir að ég var kominn með óperuskólann, var Benedikt stýrimaður á Esju einn af nemendum mínum og hann benti mér á þetta og tal- aði fyrir mig við Vihjálm Jóns- son, sem hefur söltunarstöðina „Óðinn" á Raufarhöfn — og það gekk. Það var erfitt fyrstu vikuna. Eftir fyrsta daginn datt ég útaf strax og ég var búinn að borða. Svo kom fyrsta síldin. Það var nú fögnuður. Allir hópuð- ust niður á plan og svo hófst vinnan. Ég fór strax í saltið — að bera saltið til kerling- anna. Það er erfitt að bera 40 kíló af salti í fötum. Þær eru þungar. Nú, ég sá þarna hand- vagn, sem ekki var verið að nota og tók hann og keyrði eft- ir það á honum, það var miklu betra. Og hann ekur ímynduðum vagni eftir gólfinu og hellir salti úr ímynduðum fötum og mér er ljóst, að hér er um að ræða mikla nýung í vinnubrögðum, enda mun þetta haf a orðið frægt á Raufarhöfn í sumar og jafn- vel umdeild nýjung. Það var ágætt að vera í salt- inu. Ég reyndi að læra allt um síldina, var alltaf að spyrja. Nú veit ég allt um síld. Og pen- ingalyktin fannst mér góð. Hún ei svo lystaukandi. Leiðinleg- asta verkið er að pækla. Það er ekki fyrir mitt temperament að byrja alltaf á sömu röðinni af tur undireins og maður er bú- inn með hana. Og hann gerir mér ljóst með látbragði að svo sé. Nei, til þess vantar mig þolin- mæði. Annars er enginn fiskur, sem eins mikil vinna er að verka og síld. Nei, það er mikil vinna. Þú hefur sem sagt kunnað vel við þig? Já, þetta var skemmtilegt — gott fólk, sem ég vann með og góðir félagar. Við vorum 7 sam- an í herbergi. Samkomulagið var gott og ég lærði af þeim mikið í íslenzku. Þeir kölluðu mig Demmi — það beygist: Demmi, Demma. Það var svo erfitt að segja Demetz. Þeir voru mjög hjálp- samir. Fluttu fyrir mig píanóið á vagni, þegar ég hélt konsert- inn. Þú hélst konsert? Já, en það ætlaði nú að ganga illa. Það var búið að auglýsa hann og þá kom síld. Svo var ég að hugsa um að fara með Esju um það leyti, en hætti við það vegna síldarinnar. Seinna var svo konsertinn aftur aug- VIKAN lýstur og þá kom enn síld. Vil- hjálmur var að segja við mig að ég ætti bara að auglýsa kon- sert, þá kæmi síld og ég bauð honum að auglýsa ef ég fengi prósentur þegar síldin kæmi. Loksins var svo konsertinn haldinn. Hvernig var að syngja fyrir þetta fólk? Það er prýðilegt. Islendingar eru ágætt públíkum, dálítið sein- teknir en náttúrlegir. Það er svolítið annað en í músikborg- um eins og wien eða Milano. En ef söngvarinn hefur raun- verulega eitthvað að gefa af sjálfum sér geta þeir hrifist engu síður en jafnvel ítalir. — nemendur og þetta gekk svo vel, að ég hugsaði mér að halda því áfram til jóla — nú, og ég er hér enn. Og líkar vel? Já. Þegar ég fór utan í fyrra var verið að spyrja mig hvort ég hefði ekki heimþrá, en ég svaraði því til, að þetta væri í fyrsta sinn, sem ég hefði heim- þrá til annars lands — það er Island. Og hann segir frá óperuskól- anum og nýstofnuðu óperu- DEMETZ „Ert þú Demetz spurði maðurinn og tók af mér þessa mynd." Annars var ég dálítið hræddur. Þetta var í fyrsta sinn sem ég söng íslenzk lög. Það er alltaf dálítið öðru v^si. Maður hefur annað temperament og kem- ur öðru vísi að textanum. Eftir konsertinn sagði maður við mig að svona hefði hann aldrei áður heyrt neinn 'syngja ,,Þú eina hjartans yndið mitt" — og svona er líka hægt að syngja það. Róbert var kynnir á þessum konsert. Hann kynnti, að ég hefði gleymt rakvélinni heima en vonaðist samt til að eitthvað -heyrðist í gegnum skeggið. Seinna hélt ég tvo konserta á Húsavík og Skjól- brekku. 1 Skjólbrekku er fallegt samkomuhús. Þar að auki hélt ég svo kirkjukonsert á Raufar- höfn. Þangað komu 30—40 manns. Það var ágætt — góð akkústík. Og hvað tekur nú við? Óperuskólinn byrjar núna um mánaðamótin. Þú hefur haft hann síðan þú komst ? Já, ég kom hérna fyrst í júlí '55 í sumarfríi og fór þá strax að kenna. Þá fékk ég svo marga skólafélagi. Demetz er auðsýni- lega fullur áhuga og annt um nemendur sína. Hann ljómar at ánægju, þegar hann sýnir mér dóma um nemendatónleikana. Hann hefur líka gert fleira en að kenna Islendingum að syngja. Hann skrifar greinar fyrir blöð í heimalandi sínu um Island og er að enda við a ðsenda grein um síidarver- tíðina. Hann hefur líka haldið fyrirlestra um landið og sung- ið íslenzk þjóðlög. Það má ekki miklu muna, segir Erlingur G. Gíslason. TTVAÐ dró þig á sildina? Ungir menn, sem eru að fikta við listir verða að lifa allan veturinn á hálfu kaupi eða kauplaust og þess vegna verða þeir að hlaupa í gullnám- urnar, þegar þær gefast — og síldarbæirnir, eru þetta ekki hreinustu guílgrafarabæir? Og hefurðu þé yfirleitt verið á síld á sumrin? Þetta er í fyrsta skipti. Samt hefur mig lengi langað til að fara á síld. T. d. fyrir níu árum var ég fullur örvæntingar vegna þess að ég fékk ekki að fara á síld. Hins vegar hef ég unnið töluvert við fiskverkun og ver- ið tvö sumur á togurum — en það er nú orðið langt síðan. Og síldin? Ekki hefur hún brugðist þér fremur en öðrum? Ég veit ekki nema síldin hafi brugðist einhverjum. Ég elti hana frá Siglufirði til Raufar- hafnar og þó ég ekki kvarti þá hefði það munað helmingi ef ég hefði komið viku fyrr til Siglufjarðar og farið viku fyrr til Raufarhafnar svo þú sérð að það má ekki miklu muna að vera á réttum tíma á réttum stað. Kannski þú getir þá gert of- urulítinn samanburð á Siglu- firði og Raufarhöfn. Þetta eru líkir staðir nema það sem allir vita um stærðar- mismuninn. Þó er eins og vísi- talan sé hærri á Siglufirði, að minnsta kostá fyrir aðkomu- fólk. Nú? Lægsta hugsanlegt dagfæði á Siglufirði er 75 krónur og þar eru engin mötuneyti fyr- ir síldarfólk en á Raufarhöfn eru mötuneyti og ekki óalgengt að borga 45 krónur á dag fyrir fæði. Það munar um minna. Þú varst að segja að þig hefði alltaf langað á síld. Er það þá af meðfæddri peningagræðgi ? Það eru allir gullgrafarar í eðli sínu og veit ég að það þarf ekki að styðja þá fullyrðingu fyrir þér með dæmum úr mann- kynssögunni né okkar eigin lífi. Hins vegar hefur mig alltaf langað til að verða bóndi og þó ég hafi ekki beinlínis búið mig undir það sem æfistarf, er það ein af hinum mörgu stóru hættum, sem liggja í götu minni. Fyrst svo er þá hlýturðu að geta sett eitthvað úfá skemmtr anahætti fólks í síldinni. ERLINGUB — ég veit alveg ekki ncilt. Ég veit alveg ekki neitt um skemmtanalífið á þessum stöð- um. Ég fór á eitt ball á Siglu- firði og tvö á Raufarhöfn og, samanlagt mun sá tími, sem ég eyddi á þessum stöðum hafa yerið einn og hálfur klukku- tími. Hins vegar hef ég óljósan grun um. að skem:;2tanálífið yfirieitt gj heldur fábreytt og heyrt hef ég ýmsa haida því' fram, að það þýði ekki að troða upp með annað en rusl fyrir þetta fólk. Satt er það, að stemningin á þessum stoðum hlýtur að vera eitthvað önnur en hjá menningarþreyttum snobbum. Hins vegar getur það ekki stafað af öðru en hug- myndaflugsskorti ef ekkert finnst til að hafa fyrir þessu fólki. Og hvað er nú framundari hiá þér? Ég er með smáhlutyerit . í „Hausti" Kristjáns Álbertsson-' ar, annað er gjörsamlega. órað^ ið. 13 í'.t:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.