Vikan


Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 14
ieikari veröur að liði Framhald af bls. 10. og ræskti sig eins og honum lægi eitthvað þungt á hjarta. En áður en hann kom orðum að því sem hann ætlaði að segja, kom til þeira gömul kona og tók undir höndina á Bill. „Komdu þessa leið," sagði hún ákveðin í bragði en augnaráðið var þó á flökti. „Hún bíður eftir yður. En þér verðið að fara mjög hljóð- lega." Bill reyndi að hreyfa mótmælum en konan hleppti ekki takinu. Hún dró hann niður stiga og hann drösl- aði William S. með sér. Þeir tóku nú eftir því að fólkið horfði ekki lengur óþægilega á þá eins og ein- hverja furðufugla, heldur urðu þeir varir við samúðarglampa í augum margra. Hávaxinn maður komnú aðvífandi og ávarpaði þá félaga. „Það var krakkakjáni — óviti — gerðist í gærkvöldi — var að leika sér að eldspýtum í káetunni — hún var fyrst allra á vettvang — þreif krakk- ann og slökkti eldinn. — En . . ." Konan opnaði dyrnar. Þar lá Shiela. „Tim," kallaði hún þegar dyrnar opnuðust, „elsku Tim." Öill staðnæmdist á þröskuldinum og stóð þar sem steinrunninn. Stúlk- an lá í hvílunni með marga kodda undir herðunum. Hendur hennar og höfuð voru vafin margföldum um- búðum, augun einnig. Það leyndi sér ekki hvernig eldurinn hafði leikið hana. Hún fálmaði til þeirra með hend- inni og kallaði til þeirra aftur — það var lítið annað eftir af röddinni en daufur ómur. „Tim," hvíslaði hún ástarþrung- inni röddu. BiII gat ekki hreyft sig úr spor- um, hann starði á hina deyjandi konu og það var kökkur í hálsinum sem varnaði honum máls. En Wil- liam S. tók til sinna ráða. Hann gekk föstum ákveðnum skrefum að rekkjunni, þessi einskis nýti ræfill og úrhrak i óhreinum hjtabeltisbúningi. Hann kraup við hlið hinnar deyjandi konu, og tók í hönd hennar sem öll var vafin sára- bindum. Bill lokaði augunum og þá heyrði hann um leið rödd Tims Marrs hljóma um klefann, rödd æskumanns í fullu fjöri. Hann sagði umiustu sinni að óttast ekkert . . . þetta væri ekki endir ástarinnar; þetta væri aðeins upphafið . . . að hún væri á leiðinni þangað sem hún mundi hitta hann. Bryndís Schram Framhald af bls. 7. úti á landinu. Mig langar til að kunna frönsku vel og svo að ferðast. Helzt vildi ég fara um allan heiminn. En ballettinn? Ég geri ráð fyrir að verða líka í balletskóla. Það er mikið atriði að halda sér við, annars stirðnar maður. Nú má ekki tefja Bryndísi lengur frá laxveiðunum og við kveðjum en spurjum að lokum í sambandi við ballettinn: Mundir þú vilja dansa fyrir síldarfólkið á Raufarhöfn ? Nei, það mundi bara flauta, segir Bryndís og brosir. 918. KROSSGÁTA VIKUNNAR. Lárétt skýring: 1 Ölga — 3 sorg — 7 eigna — 12 efnamaður — 15 munk — 17 afhýði — 18 Borg í Frakklandi — 20 gróðalöngunar — 22 gróður — 24 fatnað — 25 hvíld — 26 otaði — 28 á skipi — 31 hvílt — 32 hundsnafn þf. — 33 brúkandi — 34 forsetn. — 35 ílát — 37 Timalengd — 39 fara — 40 siðavanda — 42 óhreinindi — 43 kirkjusiður — 45 gauf — 46 sterk — 49 stafirnir — 50 hljóð — 51 mæða — 52 dund — 54 komast — 56 uppá hjálpsemi — 58 gælun. þf. — 59 ekki öll — 60 verkfæri — 61 hraða — 63 áhaldið — 65 vaða — 67 ending — 69 drasl — 70 óveður — 73 mænir — 74 gera við — 75 íláta. Lóðrétt skýring: 1 á litinn — 2 öldur — 3 versnar — 4 samtenging — 5 dýr — 6 inn- ýfli — 7 forföður — 8 3 eins — 9 frægur maður — 10 sjáfardýrs — 11 mannsn. — 13 óláta — 14 liðið — 16 hófinu — 19 úr matarstellinu — 21 gras — 23 neyttu — 27 íþróttamaður — 29 réttur — 30 hryggir — 32 merki — 33 kynillur — 36 ágóða — 38 hljóðstafir — 39 ættingi — 40 á farartæki — 41 saurgar — 44 verkfæri — 47 úrgangur — 48 ná i — 51 sléttir — 53 óháðra — 55 ílátanna — 57 hátið — 58 storðar — 59 blökkumanns — 62 herbergi — 64 vilja til — 65 í fjósi — 66 ættingi — 68 ílát — 71 ryk — 72 upphrópun. LEIKARASPJALL Framh. af bls. 9 Heitasta ósk JOANNE WOODWARD er sú, að maður hennar Paul New- mann hljóta Oscarverðlaun fyrir myndina „Köttur á heitu tinþaki," þegar þeim verður úthlutað fyrir árið 19Í58. Þau hjón Joanne og Pául eiga von á fyrsta barni sínu eftir nokkra mánuði. -11 næstu mynd sinni leik- ur LANA TURNER morð- ingja. Myndin heitir „Up at The Villa" og ku vera mikil hryllingsmynd. Fyrir nokkru var minnzt á erfiðleika í hjónabandi PIER ANGELI og VIC DAMONE. Alitið var, að allt hefði fallið í ljúfa löð, þegar tengdamamma Vics fékkst til að flytja burtu. Svo virðist þó ekki vera. Vic er til dæmis að verða forfallinn fjárættuspilari og auk þess er hann sagður sjúklega jafbrýðissamur út í allt.ogf aJLla, sem koma ná- lægt Pier,, ... PAULETTÉ GODDARD giftist fyrir nokkru ERICH 14 M. REMARQUE. Hann er 59 ára að aldri og hefur eitt hjónaband að baki sér. Paulette hefur hinsvegar verið gift þrisvar sinnum áður. Fyrsti maður hennar var leikarinn heimsfrægi CHARLIE CHAPLIN. Paulette er nú 42 ára. BARRY SULLIVAN ætl- ar að ganga að eiga GITU HALL, þegar hann hefur fengið skilnað frá fyrver- andi konu sinni. JULIE og HARRY BELAFONTE eiga von á erfingja. Það verður fyrsta barn þeirra hjóna, en með eiginkonu númer 2 átti Harry tvær dætur og einn son. DIANE VARSI og JAMES DICKSON eru skil- in. Þau hafa verið gift i nokkur ár og varla gengið á öðru en rifrildi. Nokkrum sinnum áður hafa þau skilið að borði og sæng, en í þetta skiptið segist Diane ' vilja skilja yið James fyrir fullt og alít' BETTY HUTTON og ALAN LIVINGSTONE eru tekin saman aftur. Þau skildu fyrir nokkrum mán- uðum, en nú hefur vinum beggja tekizt að sætta þau. GISELE MACKENZIE giftist ROBERT SCHUTT- ELWORTH fyrir stuttu. Þetta er fyrsta hjónaband hennar, en Robert hefur einu sinni verið kvæntur áður. Eins og kunnugt er skildi Rock Hudson við Phyllis konu sína fyrir nokkru. Um daginn komst orðrómur á kreik um að þau hefðu tek- ið saman aftur, því að Phyllis kom inn í bifreiða- verzlun, valdi sér glæsileg- ustu bifreiðina og bað um, að hún yrði skrifuð hjá Rock. Þegar leikarinn frétti þetta varð hann óður af reiði og fór í mál við konu sína. Hún var hins vegar hin rólegasta, sagði að Rock hefði lofað að gefa sér bil og síðan gleymt að efna það, svo að hún hefði sjálf tekið sig til og keypt einn á hans reikning. rir/917. Lausn á krossgátu LARÉTT: 1 gafl — 4 sárna — S 12 auður — 13 glas — 15 magur — — 21 Róm — 22 okkar — 23 lak • 27 ull — 28 allra — 31 aftar — 33 grun — 37 mó'— 38 trú — 40 rak |— 43 tif — 44 vök — 45 far — 46 lag*— 54 ál — 55 orki — 56 orka - — 60 kærur — 62 ætt — 64 um — 69 Lárus — 71 töf — 73 mokað — — 78 kali — 79 fleyg — 80 öldur - — 83 Rist. LÓÐRÉTT: lgagnlegt — 2 flaska — 3 löst — 4 sum — 5 árar — 6 naum — 7 aur — 8 sukk — 9 krókur — 10 leirljós — 14 Lea — 16 góð — 18 Fal — 20 allur — 22 ostur — 25 árla — 26 ófrá — 29 ld — 30 auk — 31 agn — 32 an — 34 ártal — 37 makar — 39 úir — 42 föl — 45 fámæltur — 46 fraus — 47 ókum — 48 rit — 49 dok — 50 óræk — 51 skrum — 53 gáraðist — 55 Ok — 57 au — 59 stroff — 61 rakari — 63 tár — 65 möl — 68 tal — 70 ugla — 71 toga — 72 flöt — 74 okur — 76 byl — 77 ali. skel — 11 lögur — 17 kófi — 19 nesta - 24 lá — 26 ós — gá — 35 dulu — 36 — 41 nár — 42 fas fór — 49 dós — 52 — 58 rá —59 skaut 66 ku — 67 ata — 75 trog — 76 Bolla - 81 rifa — 82 latti Kvikmyndaframleiðandinn og sjórnandinn Darryl Zan- uck dvelst í Afríku um þessar mundir við að taka myndina „Roots of Heaven". Aðalhlutverkið leikur JBrroZ Flynn. Fyrir skömmu sendi Darryl skeyti til Hollywood og sagði frá því að afrík- anskur negrahöfðingi hefði orðið svo hrifinn af Errol að hann vildi óður og upp- vægur gefa honum eina af dætrum sínum. Errol af- þakkaði þó þetta góða boð, en höfðinginn lét sig þá ekki muna um að koma með dótturina til hans og skipaði honum að taka sér fyrir konu. Ekki fylgdi sögunni, hvernig þetta fór, en Errol mun ekki hafa ver- ið ýkja hrifinn af höfð- ingjadótturinni. Rætt er um skilnað Jennifer Jones og David O. Sélznick. Aðspurð neituðu bæði, að nokkuð væri hæft í þeim fréttum. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.