Vikan


Vikan - 11.09.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 11.09.1958, Blaðsíða 2
KIIMG SOL 1955 Islendingar hafa hvað eftir annað lagt líf sitt í hættu við að bjarga ensk- nm sjómönnum úr togurum sem strandað hafa við strendur landsins. Þeir hafa unnið frækilcg björgunarafrck sem lengi niunu f minnum höfð. I febrúarmánuði árið 1955 strandaði brezki togarinn „KING SOL" á Meðal- Iandsfjöru í foráttubrimi. *á björguSu íslendingar 20 manna áhöfn tog- arans og segir Magnús Sigurðsson, form, björgunarsvcitarinnar „að björg- un þessi var með þeim hættulegustu, sem ég hef verið yið og hcf þó ve.rið við þær nokkuð margar." Myndin sýnir er breskt eftirlitsskip hjálpar „KING SOL" inn á Beykjavíkurhöfn, eftir að íslendingar höfðu b.jargað togaranum af fjöru. Brezka skipinu til aðstoðar er dráttarbáturinn Magni. GESTABOÐ 1955 OG 1958 A þessari mynd sjást brczku skipbrotsmcnnirnir af KING SOI. sitja kaffi- boð hjá Slysavarnarfélaginu sem gestir. Þeir fengu hér hina beztu aðhlynn- ingu sem hægt var að hugsa sér og voru lcystir út mcð gíöfum. Þessi mynd minnir okkur á annað gestaboð, sem frægt er orðið. 1 það skipti voru það Bretar scm buðu til sfn islenzkum varðskipsmönnum og gestrisnin gekk svo lan.it að mennirnir voru færðirmeð valdi um borð í brezka herskipið „EASTBOUBNE". KING SOL 1958 „KING SOI." siglir enn við strendur Islands. í þetta sinn sem landhelgis- brjótur og veiðiþiófur. Togarinn var að veiðum fyrir Vesturiandi iiuiuu nýju landhelgislínunnar undir herskipavernd Breta í síðustu viku. 99 Vökul augu íslenzkra land- helgisvarða fylgjast með hverri hreyf ingu brezku veiði- þjófanna. f íknin 1. september. Kl. 12 á miðnætti gekk í gildi reglugerð frá 30. júní um út- færslu landhelginnar í 12 sjó- mílur. Allar þjóðir, sem tog- veiðar stunda hér við land virða nýju reglugerðina — nema Bretar einir. Þeir senda togara- flota inn fyrir mörkin undir vernd herskipa. Togararnir eru einkum á þrem stöðum:, út af Dýrafirði, norður af Horni og fyrir suðausturlandi (milli Hvalbaks og lands). Herskipin hindra íslenzku varðskipin í löggæzlustörfum með því að sigla á milli þeirra og togaranna og hafa mannað- ar fallbyssur. Varðskipsmenn hef jast handa að skrifa upp þá brezku togara, sem eru í landhelgi og birta kærur á hendur þeim. Utanrík- isráðherra afhendir brezka sendiherranum mótmæli vegna þessa. 2. september. Varðskipið Þór tekur brezka togarann „Northern Foam" út af Norðfjarðarflóa, 5 mílum innan við landhelgislínuna og ó- vopnaðir menn settir um borð í togarann, ennfremur 2 frá varð- skipinu Maríu Júlíu. Brezka herskipið „Eastbourne" kemur þar að, setur sjóliða um borð í tögarann, Islenzku varðskips- mennirnir um borð eru ofurliði bornir og fluttir í borð um „Eastborne" eftir að Eiríkur skipherra á Þór hefur neitað að taka við þeim. Á meðan á þessu stóð hefur öll þrjú skipin rekið inn fyrir 4ra mílu mörkin og er því ofbeldið framið í hinni eldri landhelgi. Brezka útvarpið segir að fangarnir séu „gestir" brezka flotans. Utanrkisráðherra ber fram mótmæli við brezka sendiherr- ann. Haldið er áfram að skrifa upp brezka landhelgisbrjóta og birta kærur. Meðal togaraskipstjóranna brezku fer að bera á óánægju og nokkrir biðja um að fá að fara út fyrir til að veiða. Veiði þeirra er sáralítil og óhægt uni vik undir herskipavernd. 3. september. Hervernduð veiði Breta í landhelgi heldur áfram en þó fækkar togurunum — auðheyrt er að megn óánægja ríkir með- al skipstjóranna. Arekstur verð- ur milli brezks togara og varð- bátsins Alberts. Ekkert slys á mönnum. Sendiherra Breta af- hendir mótmæli vegna afskipta af brezka togaranum „Northern Poam" og stingur upp, á að skila föngunum í skip á rúmsjó. íslenzka ríkisstjórnin neitar að taka á móti mönnunum nema þeim verði skilað aftur um borð í togarann „Northen Foam" og geti haldið áfram skyldustörfum sínum. 4. september. Afarfjöhnennur útifundur haldinn á Lækjartorgi um land- helgismálið. Fundurinn fer f ram með stillingu en einhugur og festa ríkir í málinu. Ályktun fundarins flutt brezka sendi- herranum: „Almennur útifundur haldinn á Lækjartorgi 4. september, 1958 að tilhlutan Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna í Reykjavík fagnar af heil- um hug útfærslu fiskveiðilögsögu ls-. lands í tólf milur út frá grunnlínum og vottar öllum, er að því hafa unnið fyrr og síðar einlægar þakkir og lýs- Framhald á bls. 14 Utgefandi VIKAN H.F.. Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarma ður: Jökull Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.