Vikan


Vikan - 11.09.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 11.09.1958, Blaðsíða 3
verður þeim Hér sést eitt af hinum fáu varðskipum Islendinga, varðbáturinn Albert, sem ásamt öðrnm varðskipum okkar hefur unnið ötullega að því að hefta framgang- breskra ræningja. (Ljósm. Sn. Sn.). 3 að fjörlesti.“ Orðskv., 1. kafli 17-19. Gísli Ólafsson loftskeytamaður. MYNDIR þær sem hér birtast úr gæzluflugi Landhedgisgæzl- unnar tók Snorri Snorrason flug- stjóri, en hann stýrði Douglas-vél er Landhelgisgæzlan tók á leigu í til- efni af útvíkkun fiskveiðitakmark- anna. Sunnudagskvöldið 31. ágúst hóf vélin sig til flugs frá Reykjavíkur- flugvelli og stefndi austur með ströndinni. Þröstur Sigtryggsson skipstjóri, var foringi leiðangursins en aðrir starfsmenn Landhelgisgæzl- unnar voru þeir Sveinbjörn Finnsson, siglingafræðingur og Gisli Ólafsson, loftskeytamaður. Undan suðurströndinni urðu þeir varir við 4 brezka togara og nokkra belgíska sem allir toguðu utan 4ra milna línunnar sem þá var í gildi. Utaf Austfjörðum sáu þeir 2 brezk herskip og eitt olíuskip. Síðan var flogið inn Héraðsflóa og lent á Egils- stöðum en þar gisti áhöfnin nóttina sem hin nýja 12 milna landhelgislína Islendinga gekk í gildi. Kl. 7 næsta morgun lagði flugvélin af stað frá Egilsstöðum á ný og flaug Sveinbjörn Finnsson, siglingafræð- ingur vinnur að staðarákvörðun. FORSÍÐUMYNDIN Á forsíðumyndinni sést brezka herskipið „HMS Hound“ búa sig undir að taka olíu frá brezka birgðaskipinu „Black Ranger“ á hafi út frá Austfjörðum. Bretar höfðu mikinn viðbúnað til þess að vernda veiði- þjófa sína og landhelgis- brjóta. Myndina tók Snorri Snorrason, flug- stjóri. Þröstur Sigtryggsson, skipstjóri, í stjórnklefa gæzluflugvélarinnar. suður með strönd Austfjarða. Þá var svartaþoka yfir miðunum og óger- legt að komast niður úr henni. Snorri Snorrason gerði hverja til- raunina á fætur annarri og munaði minnstu að vængbroddarnir snertu hafflötinn, en þokan grúfði sig alveg r.iður að sjónum svo ekki var viðlit að komast undir. Þokubakkinn náði alla leið suður undir Djúpavog. Austan Hornaf jarðar voru 2 brezk- ir togarar á siglingu með óbúlkuð veiðarfæri og voru 2 menn við að- gerð. Áfram var flogið vestur með landi og voru þá mældir út 4—5 belgískir togarar og 2 þýzkir sem allir voru að veiðum utan hinnar nýju 12 mílna linu, vestan við Ing- ólfshöfða. Við Vestmannaeyjar voru 2 togarar á siglingu. Þá var flogið að Eldey og þaðan allt vestur að Geirfuglaskeri. Þar voru 4 þýzkir togarar að veiðum, allir fyrir utan línu. Síðan var flogið heim til Reykjavíkur. Strax eftir þennan fyrsta dag kom það í ljós að allar þjóðir höfðu virt hina nýju landhelgislínu nema banda- lagsþjóð vor, Bretar. A þessari mynd má greinilega sjá liðsmun Islendinga og Breta, smá- þjóðarinnar og heimsveldisins sem nú eiga í erjum. Varðbáturinn Óðinn sést liér í námunda við lierskipið Russel, sem sent var á Islandsmið i því skyni að vernda brezka veiðiþjófa og sjóræningja en sýna íslenzkimi löggæzlumönnum yfirgang og ofbeldi. (Ljósrn. Oddur Ólafsson). Brezkur togari frá Grimsby að veiðum í íslenzkri landheigi. (Ljósm. Sn.Sn.). VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.