Vikan


Vikan - 11.09.1958, Side 4

Vikan - 11.09.1958, Side 4
r Simon þoldi ekki að hoifast í augu við hana. Hann elskaði hana, en hann vai' trúlofaður Poliý. Þetta hafði komið eins og þruma úr heiðskíru iofti. Honum fannst sem hulu hefði snögglega verið svipt frá sjónum hans og hann skildi hversu blindur hann hafði verið. Hann hafði verið heillaður af fegurð Pollýar. Og allt hafði hjálpast að til að telja honum trú um, að hann elskaði hana. Miðjarðarhafið, tunglskin og stjörnubjartur himinn, kampavín og veizlur. En hvernig átti hann að segja henni sannleikann. Hann vissi að hann varð að gera það. Því fyrr sem hann lyki þvi af þvi betra. Hann varð að rifta trúlofuninni. Hann vonaði að hún fengist til að segja að það hefði verið hún, sem sleit henni. Þá væri hún horfin burtu, þegar kjaftakerling- arnar tækju til starfa. Sjálfum var honum sama, hvað fólk segði. Það eina, sem hann þráði var að kvænast Nan. Og það fljótt. — Það er bezt ég fari í rúmið, sagði Nan, titrandi röddu. — Góða nótt, Simon. — Góða nótt, elskan mín, sagði hann blíðlega. Hann horfði á hana. — Ég veit ekki, hvað ég á að segja. —- Ég ætti að skammast mín. En ég geri það ekki, sagði hún. — Ég hef vafalaust alltaf verið að vona, að þetta færi á þennan veg. — Að því hlaut að koma, sagði Símon hálfkæfðri röddu. -— Og hvernig fer nú? Það hlýtur að vera undir þér komið, Símon. — Þú veizt ég elska þig, Nan. — Já, ég veit það. — En sem stendur er ákveðið, að við Pollí giftum okkur. — Ég veit það. Hún sá áhyggjusvipinn á andliti hans og skildi, hvernig honum leið. Hann ætlaði að slíta trúlofuninni og fannst hann vera hálfgerður glæpamaður. Hana iangaði til að segja honum, að það væri óþarfi að taka því svona þungt. En hún þagði. Símon klappaði henni léttilega á kinnina. — Farðu nú að sofa. Við getum talað saman á morgun. Nei, ekki á morgun. Á morgun verð ég að tala við Pollí. Hún gekk upp stigann og í áttina að herbergi sínu. En skyndilega snarstanzaði hún. Það var Ijós í herberginu. Hún var viss um að hún hafði slökkt, þegar hún fór. Hún opnaði dyrnar og rak upp lágt óp. Polií stóð inni í herberginu og beið hennar. Andlit hennar var afmyndað af heift og hatri. — Loksins. Hvað í andskotanum hafið þið verið að slóra. Nan lokaði dyrunum á eftir sér og hallaði sér upp að þeim. Hún fann allt i einu til þreytu. — Við vorum ekkert lengi. — Ekki það nei. Þið komuð heim fyrir óratima. Ég sá þegar þið genguð heim að húsinu. Nan strauk hárið frá enninu og andvarpaði. Hún var alltof þreytt til að geta farið að munnhöggvast við Pallí. En það var bersýnilegt, að PolH hirti ekki um það. — Hvað hafið þið verið að gera? Nan ieit á hana. Hún var hvorki hrædd né utan við sig, aðeins þreytt. — Við röbbuðum saman. — Um hvað. — Ég skil ekki að það komi þér við. Augu Pollíar gneistuðu af reiði. — Ég mætti kannski minna þig á að það er ég sem er trúlofuð honum. SKUGGAR FORTÍÐARINMAR EFTIR RENÉE SHANN NAN SMITH er einkaritari Sir Reginalds Wadebridge á Highland Hall og hún er ástfangin af syninum SlMONI. Nan á sér leynd- armál. Hún var trúlofuð ungum manni, John Comeli, sem yfirgaf hana vegna P01X.1AR, sem var vinkona Nan. En Pollí sveik John og hann framdi sjálfsmorð. Hann skildi eftir sig bréf, sem hófst á „Elskan mín ...” og allir héldu að hann ætti við Nan. Hún hlaut fyrirlitningu fólks og var álitin samvizkulaus og grimm, en hún var svo örvingluð og ráðvana að hún sagði ekki frá hinu sanna — — að bréfið hafði verið til Polliar, — þó að hún hataði hana. Símon trúlofar sig og kemur með unnustu sína heim til foreldr- anna. Það er mikið reiðarslag fyrir Nan, þegar hún kemst að þ\f, að stúlkan sem í annað sinn hefur rænt hana hamingjunni er .... POLX.1. - Er það ? Nan horfði beint í augu PoUtar. —■ Ég er hrædd um, að ég hafi gleymt því í kvöld. Nokkrar sekúndur hélt hún, að Pollí ætlaði að slá sig. — Jæja, hafir þú gleymt því, þá það. Ég er að minnsta kosti viss um að HANN hefur munað eftir því, sagði Pollí hæðnislega. — Þú ert heimsk- ingi, Nan. Að þú skulir vera svo ómerkileg og undireins til i allt. Karl. mönnum fellur aldrei við stúlkur sem kasta sér um hálsinn á þeim. Og það var hlægilegt, hvernig þú gabbaðir Símon til að fara með þér upp í þessar bannsettar flugvélar. — Ef ég man rétt var það Símon, sem stakk upp á þvi, af því að þú vildir ekki fara með honum. Ég hef ekki hugsað mér að horfa aðgerðarlaus á það, hvernig þú eltir Símon á röndum. Það er alveg sama þótt þú sért að burðast við að bera á móti því. Það hafa allir tekið eftir því og hælgja að þér. — Kannski þú hafir gleymt, að ég varaði þig við, daginn, sem þú komst hingað fyrst með honum. — Þú ert ágæt, alveg fyrirtak. En svei mér þá, Nan, ég hefði aldrei trúað þvi að þú værir svona vitlaus. Og ef þú heldur að þér heppnist að ná Símoni frá mé, skal ég fræða þig á, hvaða skoðun hann hefur á þér. — Já, blessuð segðu mér það. Hver er húri? Pollí roðnaði af reiði. — Hann veit allt um þig og John Cornell. Hann sá gamalt dag- blað þar sem sagt var frá orðum dómarans um þig. Nan greip andann á lofti. Gat þetta raunverulega verið satt? Ef Símon vissi um það hlaut hann líka að hafa grun um, að það var ekki sannleikanum samkvæmt sem staðið hafði í blaðinu. Annai-s — annars hefði hann ekki verið svona við hana í kvöld. En af hverju hafði hann ekki minnzt á þetta við hana. Og hún minntist myndarinnar, sem hann hafði sýnt henni fyrir nokkrum dögum. Hann hafði gert það til að vita, hvernig henni yrði við. — Af hverju segirðu að hinn viti það? - Ég var með honum, þegar við sáum blaðið. Við vorum að skoða húsgögn hjá Sotheby. Blaðið lá þar í einni skfiffunni og það var meira að segja mynd af þér líka. Ég hafði satt að segja næstum gleymt því, hvað dómarinn talaði fallega í þinn garð. Nan fylltist ofsareiði. — Og þú lézt hann lesa greinina án þess að segja honum sann- leikann. Pollí rak upp hlátur. — Góða Nan, hvað í ósköpunum heldurðu að ég sé. Allt er heimilt í ást og stríði. Nan kreppti hendurnar svo fast að hnúarnir hvitnuðu. Á morgun ætla ég að segja honum sannleikann, Pollí. Ég ætla að segja honum, að John framdi sjálfsmorð vegna þess að þú sveikst hann. Og að bréfið, sem allir héldu að væri til min, var í rauninni til þín. Og að þú komst til mín og grátbaðst mig um, að koma ekki upp um þig. — Ég skil. Flýtttu þér til hans og segðu honum það. Ég neita. Ég skal sverja að ég hafi aldrei séð þig áður og þú hafir búið þetta til af þvi að þú vilt ná í Símon. — Þú gleymir að ég get sannað að við þekktumst. —- Hvernig þá ? — Ég á myndir af okkur saman. Pollí horfði glottandi á hana. 4 VTKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.