Vikan


Vikan - 11.09.1958, Side 5

Vikan - 11.09.1958, Side 5
— Þú áttir, meinarðu. Þú átt þær ekki lengur. Ég er búin að eyði- leggja þær. Nan dró andann djúpt. Hún þaut að kommóðunni og dró út skúff- una þar sem hún hafði geymt myndirnar. En þær voru horfnar. — Þú ert ekki að hika við hlutina, sagði hún bitur. — Þú varst svo hugulsöm að segja mér frá þeim. — Ég skal samt segja Símoni sannleikann. — Auðvitað gerirðu það. Það verður gaman að sjá, hvernig það fer. Pollí geispaði. — Kannski ég komi mér í bólið. Ég held ég hafi ekki meira að segja 3 bili. Hún leit á Nan. — Góða nótt, væna mín, sagði hún háðslega, um leið og hún smeygði sér út um dyrnar. 9. KAFLI. Símon beygði út á þjóðveginn og jók hraðann. Hann hafði stungið upp á að þau Pollí skryppu í ökuferð. Hann vonaði, að auðveldara yrði að tala við hana í bílnum en heima, þar sem þau höfðu síður næði. En hann gat ekki varizt kvíðanum, sem ásótti hann. Hann óttaðist, að hún tæki þessu illa. En það var engin leið önnur. Hann varð að segja henni frá því sem gerzt hafði. Þegar hann vaknaði í morgun fannst honum hann hlyti að hafa verið brjálaður að vilja kvænast henni. Hann leit á Pollí og hugleiddi, hvort hana gunaði, hvað það væri sem hann ætlaði að tala um. Hún hafði verið í æstu skapi allan daginn, ergileg og uppstökk. Stellu og henni hafði lent harkalega saman og hún hafði meira að segja farið að rífast við móður hans. Hann hafði varla séð Nan í dag. Hún hafði farið í kirkju með for- eldrum hans og þau höfðu rétt hitzt við hádegisverðarborðið. Þau höfðu ekkert talazt við. Það var líka bezt. Hann gat ekki sagt neitt við Nan, meðan hann var enn bundinn Pöllí. Hvernig átti hann að byrja? Átti hann að stöðva bílinn og stinga upp á að þau gengju s'pottakorn? Eða átti hann að byrja strax? Pollí hallaði sér aftur í sætinu. Hún var hugsandi á svip. — Fannst þér Nan ekki ljót i dag, sagði hún skyndilega. Hún var í voðalega ósmekklegum kjól. — Mér fannst hún indæl eins og venjulega. — Það er greinilegt að þú hefur ekki mikið vit á fötum. — Kannski ekki. — Fyrst hún er svona feit og illa vaxin má hún sízt af öllu klæða sig í röndótt. — Nan er alls ekki feit, Polli. Hún er grennri en þú. Pollí sagði stuttlega, að Nan hefði nú samt litið skelfilega út. — Þú talar nú alltaf svo vel um kynsystur þinar, sagði Símon reiðilega. — Mér líkar illa við kvenfólk, sagði Pollí. — Já, ég hef orðið var við það. Pollí leit háðslega á hann. — Og hvað með það. Er það ekki í lagi? — Jú, blessuð góða, mín vegna. — Það er naumast þú ei’t fýldur. Hvað er að þér? — Er ég i fýlu. Það ert þú, sem hefur verið i vondu skapi í dag. — Þú getur varla ætlast til að ég sé himinglöð þegar ég veit að þú varst úti með Nan í alla nótt. — Láttu ekki svona, Pollí. Þau þögðu bæði. Hann ók hægt eftir fáförnum veginum. Hvernig átti hann að byrja? Hann hataði rifrildi, en hann varð að ljúka þessu af. — Já, mig langar til að þú vitir það, sagði Polli, ég ætla ekki að sætta mig við það lengur hvernig Nan eltir þig á röndum. Þú ert trúlofaður mér. — Sem stendur. Hún sneri sér snöggt að honum. — Hvað áttu við? — Aðeins það, að ég þarf að tala við þig. — Hún hnyklaði brýrnar. — Er það eitthvað í sambandi við Nan? Símon hikaði. Það var sjálfsagt bezt að minnast ekki á Nan. Pollí gat haldið það sem hún vildi. — Það er varðandi þig og mig. Heldur þú, að við verðum hamingju- söm saman, Polli? Satt að segja held ég að þessi trúlofun hafi verið á misskilningi byggð frá byrjun. Pollí greip andann á lofti og andlit hennar varð eldrautt af reiði. — Var það þetta, sem þið Nan voruð að brugga í gærkvöldi. Hún er að reyna að ræna þér frá mér. Strax og ég sá hana vissi ég hvernig hún var og að hún vildi ná í þig. Og því ekki það? Þú ert hreint ekki svo óriýtt mannsefni fyrir venjulegan ritara, sem hvorki á ofan í sig né á. Ef þú værir ekki eins heimskur og þú ert, Símon, þá hefurðu fyrir löngu uppgötvað að hún er bara frek, samvizkulaus og eigingjörn dræsa. Símon steig benzínið í botn og bíllinn þaut áfram á ofsahraða. Hann var svo reiður, að hann gat ekki komið upp orði. —- Ef þú ert að gefa í skyn að þú viljir losna við mig, Símon, þá skaltu vita að ég neita. Og í fyrsta lagi veit ég að þér er ekki alvara. Þegar þú hefur hugsað málið betur skiptirðu um skoðun. — Nei, Pollí. >— Við skulum sjá. Og ef þú gerir það ekki. Rödd hennar var brjálæðis- leg. — Ég aðvara þig, Símon, ég skal stefna þér fyrri heitrof. Ég veit það er andstyggilegt, en ég geri það samt. Það verða stærstu fréttir Framhald í nœsta blaöi. ER FRAMLEITTI 28 GRUNNLITUM SPRED-FYLLIR SPRED-SPARTL Pósthólf 1379 — Reykjavík — Kópavogi — Sími 221f60 Til þess að vernda húð yðar ættuð þér að verja nolrkrum mínútum ó hverju kveldi til að snyrta ondlit yðar og hendur með Niveo-kremi. Það hressir, styrkir og sléttir andlitshúðina og hendurnar verðo mjúkar og fallegar. Nivea-krem heflr inni að halda euzerit, sem er skylt eðlilegri húðfitu. Þess vegna gengur það djúþt inn í húðina, og heflr áhrif langt inn tyrir yfirborð hörundsins. þess vegna er Nivea-krem svo gott fyrir húðina. AC 177 VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.