Vikan


Vikan - 11.09.1958, Qupperneq 6

Vikan - 11.09.1958, Qupperneq 6
færir tundurduffinu á Straumnesfjalli kveðju frá skottulækninum -- þreytir Grettissund og spilar á harmoniku Hjördís og Haukur fá 700 bréf á viku — og lesa öll! ENGINN þáttur útvarps- ins á eins miklum vin- sældum að fagna og óska- lagaþáttur unga fólksins, sem þau Hjördís Sævar og Haukur Hauksson sjá um á hverjum þriðjudegi. Við gerðum okkur ferð niður í útvarp um daginn til að hitta þau að máli og grennslast fyrir um þátt- inn. Hjördis og Haukur sitja HJÖRDlS draugamir tónelskir með fjaliháan hlaða af bréf- um fyrir framan sig og eru að kynna sér hinar marg- víslegu óskir unga fólks- ins. Við fáum 700 bréf á viku og lesum þau öll, sögðú þau mér, en það er ekki hægt að sinna nema litlum hluta þeirra, eins og gefur að skiija. En það eru marg- ir sem biðja um sömu lögin. — Hvaða lög eru vinsæl- ust? — Vinsælustu lögin má hiklaust telja „Wear My Ring Around Your Neck“, „Sail Along Silvery Moon“, „Patricia" og „Twilight Time“. Og Pat Boon og Paul Anka eru þeir söngv- arar sem helzt eiga upp á pallborðið hjá unglingun- um. — Er mikið beðið um innlend lög? — Þau eru í miklum minnihluta, svarar Haukur, þó er talsvert beðið um Flökku-Jóa og Síðasta vagninn í Sogamýri. — Og bréfin sem þið fá- ið eru víst af ýmsu tæi ? Haukur verður fyrir svör- um: — Eftir bréfunum að dæma er helmingur þjóðar- innar alls ekki séndibréfs- fær, sumt er svo illa skrif- að að ógerningur er að komast fram úr því. E>að er ógurlegt verk að lesa öll þessi bréf. En sumir senda okkur smá glaðning, t. d. datt fimmkall úr einu bréf- anna og einhver sendi okk- ur tyggigúmí í pósti frá Raufarhöfn, eina plötu handa hvoru. — Kveðjurnar eru vist furðulegar margar? Hjördís sýnir mér nokk- ur bréfanna, þar eru kveðj- ur frá Gógó, Lóló, Siggu, Maju, Dísu, Dódó, Bóbó, Diddó, Sibbu, Lísu o. s. frv. -— Kveðjurnar eru lang- flestar sendar á tiltekin bíl- númer, segir Hjördís okk- ur, bílstjórar virðast vera lang vinsælasta stétt lands- ins, a. m. k. njóta þeir mestrai' kvenhylli eftir bréf- unum að dæma. Ég man eftir fjórum bréfum með kveðjum til stráka á sama bílnum, bréfin voru sitt úr hvoru landshorni, öll frá stelpum og skrifuð um svip- að leyti, í einu þeirra voru þeii' beðnir að muna eftii' stelpunum í Hallormstaða- skóg, í öðru voru það stelp- urnar í Vaglaskógi, svo voru það stelpurnar í Húna- vatnssýslu og loks frá Bjarkarlundi. Draugarnir virðast ekki siður tónelskir, við fáum bréf þar sem beð- ið er fyrir kveðju úr Reykjavíkurkirkjugarði og Fossvogskirkjugarði. Og kveðjurnar eru með öllu móti. Hér er t. d. kveðja til stráksins á rauða bedd- anum frá stelpunni sem bíður, hér fær tundurtuflið á Straumnesfjalli kveðju frá skottulækninum í Reykja- vík, kannski hann hafi gert tundurduflið óvirkt og það sé að þakka honum fyrir sig. Spútnik á silungsveiðum fær kveðju frá Könnuði V. og Hanna sem gekk upp Skólavörðustíginn með tösku undir hendinni fær beztu kveðju frá mannin- um sem uppgötvaði að hjarta hans væri sennilega í töskunni. Ekki veit ég hvort Hanna fæst til að skila hjartanu en hún ætti þó að minnsta kosti að láta sitt í staðinn. Kongurinn á Krít fær hér kveðju frá Anastasíu. Ekki veit ég hvort hann heyrir í Ríkisútvarpinu alla leið þangað, kallgreyið. Og svo er hér kveðja frá flugmanninum, sem biðst afsökunar á því að hafa verið „hátt uppi“. Það er stúlkan sem alltaf heldui' Svona geta bréfin litið út þegar ástin er annars vegar sig við jörðina, sem fær þá kveðju. Annars hélt ég að ekki væri hægt að ásaka flugmenn fyrir að vera „hátt uppi“. Og ígulkerið I Nauthóls- víkinni fær beztu kveðju frá krossfisknum, sem synti framhjá og stakk sig á því. Hér er ein enn: Stúlkan sem fann skóinn í Land- mannalaugum sendir kveðju til mannsins sem forðaði sér. Hann hefur þá senni- lega hlaupið berfættur, veslingurinn. Af nógu er að taka. Annars máttu skila því til fólksins sem biður þáttinn fyrir lög og kveðjur og að ekki er hægt að sinna bréf- unum nema fullt nafn og heimilisfang fylgi með. Nöfnin verða þó ekki lesin upp í útvarpið ef þess er óskað, en nauðsynlegt að þau fylgi samt. Það hefur nefnilega því miður komið fyrri að óartugt fólk hefur misnotað sér þáttinn og úr því hafa spunnist leiðindi. En það er önnur saga. 1 sumum bréfum rekur fólk fyrir okkur ástarraun- ir sinar, það eru stundum heilu sögurnar sem við fá- um að heyra. Og margir ski'ifa okkur skammarbréf sumir eru á móti jassi, aðr- ir hafa ekki fengið kveðjur sínar fluttar, það er margt sem mæðir á fólkinu. OG LOKS biðjum þau Hjördísi og Hauk að segja okkur nokkuð af sjálfum sér. — Ég er Vestfirðingur, segir Hjördís, fædd á Arn- arfirði. — Þá hlýturðu að kunna að fara með staf. — Ég flíka ekki minni kunnáttu, svarar Hjördís. HAUKUR — svefntöflur og knattspymuúrslit Annars var ég ekki lengi á Arnarfirði. Ég er uppalin á þremur landshornum. — Þú fórst snemma á sjóinn ? — Ég á 10 ára sjó- mennskuafmæli um þessar mundir. Byrjaði sem þerna hjá Ríkisskip, svo var ég kokkur á síld og þjónn hjá Eimskip. Ættin er eintóm- Framh. á bls. 13 Þoldi ekki baksturinn og fór að læra Ijósmyndun ÞAÐ virðist svo sem á- hugi á ljósmyndun hafi almennt vaxið hérlendis á undanförnum árum. Glögg- ir menn segja, að mynda- vélaberum fjölgi stöðugt á götum bæjarins og ugglaust leynast þar einhverjir meistarar í greininni inn- anum. Myndataka stunduð með réttu hugarfari er list- grein, sem síst ber að for- sóma og þess vegna náði blaðið tali af ungum manni, sem er um það bil að setja upp ljósmyndastofu og stundar grein sína brenn- andi í andanum. Þessi ungi maðui' er Stefán Pedersen. Stefán er 21 árs gamall og lauk í vor námi sínu hjá Sigurði Guðmundssyni ljós- myndara. Hann vinnur nú í sumar á stofunni hjá Sig- urði og þar náði Vikan tali af honum. PEDERSEN — fyrsta myndin var tekin af honum í fyrra — Hvað er þetta langt nám ? —■ Námstíminn er þrjú ár. •— Og kaupið? — Kaupið er lítið. 1300 krónur á mánuði fyrsta ár- ið. — Fékkstu snemma áhug- ann á ljósmyndun? Líklega hefur þetta verið i mér þvi ég man vel eftir þvi þegar ég tók fyrstu myndina 6 ára gamall. Enda er ég alinn upp við þetta. Frændi minn Árni Halldórs- son hafði amatörvinnustofu á Sauðárkróki. Annars fór ég ekki strax að læra Ijós- myndun. Fyrst lærði ég bakaraiðn og var eitt ár við það en varð að hætta vegna heilsunnar. Þoldi ekki hit- ann. Annars er það undar- legt með mig að ég varð hvað mestur áhugaljós- myndari eftir að ég fór að læra þetta. — Það er óvenjulegt, eða hvað? — Já, það er víst. Framh. á bls. 13 & VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.