Vikan


Vikan - 11.09.1958, Page 11

Vikan - 11.09.1958, Page 11
Konan sem ætlaði að verða forseti AUÐUGASTI maður Ameríku, Commodore Cornelius Vander- bilt, var 74 ára að aldri árið 1868, farinn að heilsu en átti þó tvö brenn- andi áhugamál: kynf erðismál og miðilsfundi. Hver sem gat lagt hon- um eitthvað af mörkum á þessum sviðum var velkominn í íbúðarhöll hans í New York. Þegar dyravörður hans vísaði hóp þokkafullra, brosmildra kvenna inn til hans dag einn var hann í hæsta máta ánægður því þær buðu hvort- tveggja. Auðkýfingurinn kvaðst reiðubúinn að reyna dulrænar lækn- ingar til að bæta heilsu sína. Kven- fólkið brosti blítt og tók þegar til starfa. Þó Viktoría Claffin Woodhall og systir hennar væru einnig hálfgerðir fúskarar við miðilsstörf höfðu þær einstakt lag á því að nota ,yndis- þokka sinn jafnfi’amt læknisdómn- um og Corneilius Vanderbilt virtist þrífast vel á þeirri blöndu. Viktoria hafði matgt brallað um dagana unz hún uppgötvaði miðils- störfin sem ákjósanlegan gróðaveg. Kvöld eitt hélt hún fyrirlestur um dulræn efni, tók þá eftir ljómandi laglegum liðsforingja í áheyrenda- hóppnum, féll í dá og tilkynnti þess- um manni: ,,Það verða örlög yðar að kvænast mér.“ Blood liðsforingi var þegar kvænt- ur og átti tvö börn, hafði tekið þátt i borgarastyrjöldinni og var nýkom- inn heim. Eins og Viktoria hafði hann feiknarlegan áhuga á dulræn- um fræðum, var fríhyggjumaður og framfarasinnaður svo hann yfirgaf konu sína og gerðist elskhugi Vik- toriu. Þau fóru þorp úr þorpi en urðu víðast hvar að flýja eftir stuttan tíma, systurnar grunaðar um vændi, ákærðar fyrir svik í sambandi við spámennsku. Þau dvöldu öll þrjú í Pittsburgh þar sem loftið var ótryggt í kringum þau, þegar tveir gamlir kunningjar birtust á sjónarsviðinu og slógust i hópinn. Það voru þeir dr. Woodhull og gamli gríski speking- urinn Demosthenos sem kom að góðu gagni á miðilsfundum þar sem barin voru högg á borð. Dr. Woodhull tók að sér að hugsa um tvö börn Viktoríu en Demosthen- os spáði fyrir um örlög þeirra fjór- menninganna. Hann komst að raun um að breyting á dvalarstað yrði þeim fyrir góðu og stakk upp á því að þau flyttu til New York. Þar biði þeirra mikil heill. Þau tóku saman föggur sínar, fylgdu Grikkjanum og hættu ekki ferðinni fyrr en í svefnherbergi Vanderbilts. Hafi Vanderbilt orðið gott af lækn- isdómi þeirra systra, þrifust þær engu síður á auðkýfingnum. Systir, Tennessee, dvaldi langdvölum í faðmi Vanderbilts og þær systurnar áttu greiðan aðgang að auði gamla mannsins. Fjórmenningarnir settu á stofn fyrirtæki sem bai' nafnið Wood- hull, Clafflin & Co. Viktoría og Ten- nessee voru einar í stjórn félagsins. Þegar það fór að spyrjast að fyr- irtæki þetta ætti Vanderbilt-auðinn að bakhjarli, leið ekki á löngu áður en viðskiptin fóru að vaxa. Eftir eitt ár var ágóðinn orðinn meira en millj- ón dalir og systurnar höfðu árstekjur að upphæð 50 þús. dalir. En Viktoría lét sér ekki nægja að hreiðra tryggilega um sig í skjóli Vanderbilts-auðsins. Hún fór að skima í kringum sig eftir stærri feng. Þá ákvað hún að stefna að því að verða forseti Bandaríkjanna! Blood liðsforingi sá sér með þessu færi á að koma hugmyndum sínum á framfæri, hugmyndum sínum um frelsi, kvenréttindi, betri aðbúð verkalýðsins og hélt ræður og skrif- aði svæsnar greinar um þessi efni í 16 síðna vikublað sem Viktoría stjórnaði. Viktoria safnaði í kringúm sig alls kyns sérvitringum og furðuskepnum, sem beittu sér fyrir hinum undarleg- ustu málefnum svo jaðraði við hreina geðveiki. Hún var kjörin heiðursfé- lagi í Jafnréttindafélaginu og barð- ist fyrri alheimsstjórn, dulrænum lækningum, kvenréttindum, frjálsum ástum og auknum hag verkalýðsins og stuttum pilsum. Systir hennar, Tennessee, lét ekki sitt eftir liggja en réri að því öllum árum að ná kosningu á þing. En þegar kosningadagurinn nálg- aðist árið 1872 var reginhneyksli í aðsigi. Móðir hennar, sem hataði Blood liðsforingja, hafði stefnt fyrir rétti og gefið honum að sök að hafa tælt dóttur sína til fylgilags við sig. Málinu var vísað frá rétti en blöðin voru ekki lengi að komast á sporið og Viktoría var rækilega kynnt með risastórum fyrirsögnum yfir þverar síður. Blöðin þreyttust seint á þvi að básúna út um allar jarðir söguna um frambjóðandann til forsetakjörs, sem hafði elskhuga sinn undir sama þaki og eiginmanninn. Enda fór svo að Viktoria fékk einungis örfá atkvæði í kosningunum. Þegar vonir hennar um að ná kosn- ingu sem forseti Bandaríkjanna höfðu brugðist, reis hún öndverð gegn andstæðingum sinum og reyndi á allan hátt að klekkja á þeim. Hún réðst ákaft að þeim mönnum sem lifðu á því að predika fyrir almúg- anum en fóru í engu eftir þeim regl- um og siðaboðskap sem þeir sjálfir kenndu. Hún var ekkert feimin við að nefna nöfn. Og það var einkenn- andi fyrir hana að hún valdi sér að aðalskotspæni frægasta og mikils- virtasta predikara Bandaríkjanna, Henry Ward Beecher. Kvenfólkið þyrptist að í hundraða- tali til að heyra Beecher predika. Margar þeirra urðu eftir við ræðu- stói hans þegai' samkomunum lauk. Hann hafði átt mök við einar 50 konur úr sínum eigin söfnuði en þar að auki voru miklir dáleikar með honum og konu nokkurri, frú Tilton að nafni. Viktoria varð fyrst til þess að færa hr. Tilton fréttirnar (hann vissi það raunar fyrir) og síðan gekk hún að því með oddi og egg að gera öllum landlýð kunnugt hvílíkur heiðurs- maður séra Beecher var. Hún gerði mönnum fyllilega grein fyrir því að það var ekki lifnaður prestsins sem hneykslaði hana mest, heldur tví- skinnungurinn og ósamræmið milli kenningar hans og breytni. Hr. Tilton var ekki seinn á sér að stefna Beecher fyrir rétti fyrir ósið- semi en Beecher laug fyrir rétti og var dæmdur sýkn saka. En Viktoria, sem um eitt skeið hafði átt þá báða, Beecher og Tilton, að elskhugum var sett í steininn. Þegai' hún loks slapp úr fangels- inu voru horfurnar allt annað en glæstar. Vinir hennar sneru i hana baki, þar á meðal Vanderbilt. Heilsu hennar hrakaði og sögurnar um hana gengu fjöllunum hærra. Hún hélt fyrirlestra um frjálsar ástir og sýndi þær i framkvæmd. Hún var að því komin að tapa öllum sínum fjármun- um. Hún var ekki nema 34 ára að aldri en virtist þegar orðin fánýtt rekald. Samkvæmt siðalögmálimi dkáld- sagna og kvikmynda hefðu öll sund átt að lokast henni. En því fór þó fjarri. Henni tókst að hafa milljón dali út úr erfingjum Vanderbilts og sigldi yfir Atlantshafið til að sigra Bretaveldi. Og ekki varð henni skota- skuld úr því. Nýjasta númerið i Ameríku er auðkýfingur oinn, grannvaxinn og hávaxinn, hvíthærður og þokkafullur með afbrigðum. Hann ræktar verðlaunabola, yrkir ljóð, les heimspeki, stjórnar heljar- miklu iðnfyrirtæki sem hefur stöðvar um víða veröld allt frá heimskauts- baug að miðjarðarlínu. Og nú berst hann fyrir því að Rússar og Banda- ríkjamenn haldi með sér sáttafund. Cyruus Eaton, sonur smákaup- manns í Novia Scotia, hóf feril sinn sem sendisveinn hjá Rockefeller I. Hann hefur sífellt verið að starfi, allt frá því fyrsti bíllinn rann af stað til þess er spútnikarnir hófu för sína um geiminn. Þó hann sé kapitalisti er verka- lýðsleiðtoginn ameríski, John Lewis, Martins-banki í Lundúnum virtist heilbrigð og velstöndug stofnun. Og sú var einnig raunin á. John Bid- dulph Martin var einn aðalhluthafi í þessu fjölskyldufyrirtæki, 36 ára gamall og glæsilegur að vallarsýn. Hann féll fyrir Viktoriu á auga- bragði. En fjölskylda hans var ekki eins hrifin af kon'unni og var ekki lengi að grafast fyrir um fortíð hennar. John var hótað eignamissi ef hann kvæntist henni. Það tók Viktoriu sex ár að sanna fjölskyldunni ágæti sitt, og vinna bug á mótmælum hennar. En það tókst henni að lokum og hún flutti í glæsi- legt íbúðarhús hans i East End sem lögleg eiginkona þegar hún var orð- in 45 ára að aldri. Þó var örðugleikum hennar engan veginn lokið og oft var hún hætt komin, þótt henni tækist að bjarga sér með klókindum og refskap. Hún höfðaði mál gegn British Museum fyrir að geyma mannorðsskemmandi skjöl um sig í skápum safnsins. Hjónaband hennar reyndist sérlega gifturíkt. Þegar Martin andaðist ár- ið 1897 syrgði Viktoria hann í raun og sannleika en náði sér þó brátt er hún erfði eftir hann 800,000 dali og óðalsetur. Síðan dró hún sig í hlé og lifði kyrrlátu lífi til 90 ára ald- urs. Hún dó árið 1927. Systir hennar Tennessee var jafn- an vön að fylgja fordæmi systur sinnar og fylgdi henni einnig til Bretlands, krækti sér þar í kaup- mann sem metinn var á tvær milljón- ir dala, giftist honum og var honum trú til dauðadags. einn nánasti vinur hans. Og Bertrand Russel er einnig vinur hans. Hann vinnur 14 klukkustundir .: dag. Hefur aldrei tekið svcfiitcTJu. Aldrei tekiö meðul í 30 ár. Drekkur ekkert nema heitt vatn. Ræðir um gríska heimspeki eins og fræðimaður. Og segir Rússum gjarnan frá því að hinn raunverulegi auður hans sén 13 barnabörn sem hann á. Eaton er eini auðkýfingurinn í Bandaríkjunum sem tapaði öllum eignum sínum í kreppunni 1930 en rétti sig við. Eitt sinn var hann kúreki. Og um skeið var hann leiltprédikari á veg- um baptista. En Rockefeller fékk hann' ofan af prestskapnum, sagði Framh. á bls. 14 og spámaðurinn Demosþenos Auðkýfingur miðlar málum VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.