Vikan


Vikan - 11.09.1958, Side 14

Vikan - 11.09.1958, Side 14
FLÖTTINN Framhald af bls. 7. hraðar . . . alltaf hraðar . . . Hann var farinn að hlaupa, raddirnar hvöttu hann og hertu hugann. Hann hafði hendurnar á lofti, tilbúinn að hefja sig upp á girðinguna. Hann var kominn á hættusvseðið sem var merkt með hvítum og rauð- um spjöldum, kominn fast að gadda- vírsgirðingunni miklu. Hann þreif í vírana, reif sig á fingrinum án þess að finna til, hann braust um fast og klifraði með ofsalegum átökum. Allt í einu var ljósunum beint að honum. Viðvörunarköll kváðu við og sírennurnar tóku að væla. Það var hrópað hástöfum á eftir honum. •—• Jardine var kominn efst upp á girð- inguna, átti í miklu basli við að vega sig upp yfir þann hluta hennar sem slútti fram yfir sig. Fleiri ljósum var beint að honum . . . fleiri köll heyrðust . . . viðvörunarhróp. Jard- ine öskraði á móti, hló að þeim sem reyndu að koma auga á það sem í raun og veru var ósýnilegt. Það Auðkýfingur miðlar . . . Framháld af bls. 11. honum að hann myndi gera meira gagn sem kaupsýslumaður. Hann stóð á þrítugu þegar hann eignaðist fyrstu milljónina. Eaton fór snemma að láta til sín taka meðal þeirra sem eiga járnbrautirnar og enn á hann járnbrautarlestir á mikil- væguum samgönguleiðum. Þá fór hann að verzla með járn og gerði nýlega samning við Krupp hinn þýzka um að nýta stærstu járnnám- ur Kanada. Hann fór einnig að verzla með stál, kol og eignaðist nokkrar gullnámur. Bláu augun hans ljóma af áhuga þegar hann talar og þó er hann orð- inn 74 ára að aldri. Hann er eins og skóladrengur sem vill óðfús breyta heiminum til hins betra. „Við verðum að horfast í augu við staðreyndir," sagði hann. „Við getum ekki barist við Rússa án þess að ger- eyða okkur sjálfum. Við þurfum að beita nýrri aðferð, þó að það taki á taugarnar. Sumir eru svartsýnir á að það muni takast. En ég er þess fullviss að þriðja heimsstyrjöldin skellur aldrei á.“ Hann ritaði nýlega grein um skoð- anir sínar í eitt víðlesnasta blað Bandaríkjanna, New York Herald Tribune, blað sem Eisenhower forseti les spjaldanna á milli. Greinin vakti feikna athygli og ekki linnti sím- hringingum og bréfasendingum til Eatons. Meðal þeirra sem létu til sín heyra vpru margir helztu stjórn- málarnenn og auðkýfingar Banda- ríkjanna. I samvinnu við Bertrand Russell hefur Eaton skipulagt mót banda- rískra og rússneskra vísindamanna í Noyia Scotia. Þar hafa þeir getað skipst á skoðunum og kynnst hverir öðrum. Enn er Eaton að skipuleggja annað mót sýnu fyrirferðarmeira og stærra í sniðurn en það síðasta. Tilgangur þess er að finna ráð til þess að forð- ast kjarnorkustyrjöld. Undirbúning- ur undir mótist kostar 100,000 doll- ara. var mesta fásinna að ætla sér að ná því sem ekki var til. Hann öskraði að þeim og lét ókvæðisorðin dynja á þeim, sem höfðu haldið honum þarna föngnum vikum, mánuðum, árum saman. Vélbyssuskothrið rauf næturkyrrð- ina, hún gellti hátt og látlaust. Eld- blossum brá fyrir í varðturninum. Jardine leit á pokaskjattann sinn og minntist þess nú að þeir mundu geta séð þennan hlut sem hann bar með sér en var þó ekki hluti af honum sjálfum. „Böggullinn," hrópaði hann. Radd- irnar svöruðu samstundis: „Fleygðu honum ,Jardine, fleygðu bögglinum.“ Hann fleygði frá sér .bögglinum í mesta flýti. Böggullinn festist í gaddavírnum, hékk þarna rétt fyrir neðan hann. Vélbyssuskothríðin færðist nú öll í aukana og var nú ekkert lát á. Jardine stökk ofan af girðingunni og kom léttilega niður utan við hana. Hann hljöp í skyndi meðfram girðingunni og staðnæmdist við hornið á fangabúðunum, sá þær nú í fyrsta sinn að utanverðu. Hann sá menn á hlaupum, það voru sýnilega verðirnir. Rétt hjá var lítið hús með uppljómuðum gluggum. Þaðan hlupu mennirnir og drógu stálhjálma á höfuð sér. Þarna var aðsetur varð- anna, hugsaði Jardine. Hann gekk að dyrunum og tók sér þar stöðu. Það var hleypt af fleiri byssum og skot- hvellirnir glumdu í myrkum skógin- um. Nú var öllum ljóskeilum beint að einum og sama stað á girðingunni. Eitt andartak horfði Jardine gegnum girðinguna og inn í fangabúðirnar. „Veslings fíflin," hrópaði hann, „þarna liggið þið í fletum ykkar en gætuð alveg eins vel verið komnir hingað út til mín, frjálsir ferða ykk- ar." Þá varð honum litið þangað sem ljósin beindust. Þangað sem menn- irnir hlupu á harðaspretti. Ofarlega 5 gaddavírnum hékk pokaskjattinn og sveiflaðist fram og aftur, nokkru neðar hékk þyngslalegur manns- líkami, höfuðið sneri niður og sveifl- aðist fram og aftur á sama hátt og pokinn. Þá vissi hann að honum hafði heppnast að flýja. 919. krossgáta VIKIJNNAR Lárétt skýring: 1 íþróttamaður — 6 fyrrv. forseti — 9 stóð stuggur af — 10 hrúga — 11 stýri (slanguryrði) — 13 lyndiseinkunnin — 15 vaxtarmerki — 17 hljóð — 18 band — 20 mannsnafn, þgf. — 24 fuglinn — 25 ungviðið — 27 mynt, þf. — 29 tekur ófrjálsri hendi (forn rith.) — 31 gróðurblettir — 32 fara í kaf — 33 ósléttu — 35 nibban — 37 fatast — 40 vesaling — 41 óþrif — 43 peningshús — 46 átt —■ 48 alda — 49 tala ■— 50 drykkur — 51 maturinn — 52 alþjóðlegt orð yfir þjóðlegur. Lóðrétt skýring: 1 aðgætinn — 2 ágalli —- 3 málmur — 4 kyrrt — 5 mannsnafn — 6 gekk — 7 víxl — 8 vindur — 12 störf — 14 mann sem skrökvar — 16 ílát — 19 bragðefni — 21 tala — 22 dómur um búfjárafurð — 23 enskur titill — 26 fúsir — 28 líkamshluti — 29 birtuleysið — 30 vantreystir —- 31 tryllti — 34 fiskar — 36 hrygg — 38 úr átt — 39 litur — 42 af æðri stigum — 44 krota -— 45 verkfæri — 47 neyðarkall. Ráðning á 918. krossgátu Vikunnar Lárétt: 1 Gos. —- 3 harm. •— 7 ánefna — 12 jarðeigandi — 15 Ábóta — 17 flæ — 18 nissa — 20 brasks — 22 tré — 24 skó — 25 lúr —• 26 atti — 28 trossa — 31 áð — 32 orra — 33 ætan — 34 um — 35 kar — 37 áratug — 39 aka — 40 harða — 42 sót — 43 útför — 45 juð — 46 traust — 49 óin — 50 óp — 51 raun — 52 mall — 54 ná — 56 lipurð — 58 láka — 59 sum — 60 nál — 61 asa — 63 ausuna — 65 busla — 67 ana — 69 skran — 70 kafaldshret — 73 starir — 74 skóa —- 75 sáa. Lóðrétt: 1 Gráblá —- 2. sjóar — 3 hrakar — 4 að — 5 ref — 6 milli — 7 áa — 8 nnn — 9 Edison — 10 fisks — 11 ara — 13 ats — 14 gær — 16 brúðkaupinu — 19 Sósukönnuna 21 strá — 23 éttu — 27 Tarsan — 29 ragú — 30 amar —• 32 orð — 33 ættsmá — 36 arð — 38 aóu — 39 afi — 40 hjól — 41 atar — 44 tól — 47 ruða — 48 taka — 51 rullar ■— 53 lausra — 55 ámanna — 57 páska — 58 lands — 59 surts — 62 sal -— 64 ske — 65 bás — 66 afi — 68 ask — 71 ar — 72 hó. Landhelgismálið Framh. af bls. 2 ir fyllsta stuðningi við þá ákvörðun. Telur fundurinn að með þeirri ráð- stöfun séu íslendingar að hagnýta augljósan og ótvíræðan rétt sinn og vernda brýnustu lífshagsmuni. Sérstaklega fagnar fundurinn þeirri staðreynd, að allar þjóðir, sem stundað hafa fiskveiðar við Island nema Bretar, hafa nú þegar viður- kennt hina nýju fiskveiðilögsögu ann- að hvort með beinum yfirlýsingum þar að lútandi eða í verki, og bendir á að i þeirri viðurkenningu er fólg- inn mjög mikilvægur sigur í þessu þýðingarmesta efnahags- og sjálf- stæðismáli þjóðarinnar. Um leið og fundurinn þakkar við- urkenningu þessara þjóða fordæmir hann harðlega hina ódrengilegu af- stöðu brezku ríkisstjórnarinnar, sem ein sker sig út úr, óvirðir fullveldi vort og traðkar á rétti vorum til sjálfsbjargar. Skorar fundurinn á ís- lenzku ríkisstjórnina að setjast ekki að samningaborði við Breta um fisk- veiðilögsögu Islands, en krefjast fullra bóta úr hendi brezkra stjórn- arvalda fyrir þau óhæfuverk, sem unnin hafa verið og framin kunna að verða í íslenzkri landhelgi í skjóli brezkra herskipa. Jafnframt lýsir fundurinn megnri fyrirlitningu á ofbeldisverkum brezkra herskipa í landhelgi Islands og vottar varðskipsmönnum vorum þakkir og traust fyrir einurð þeirra og stillingu á ábyrgðarmiklu starfi þeirra. Loks heitir fundurinn á alla Islend- inga að standa sama!n af einhug og festu um rétt sinn og þjóðarhags- muni í þessu lífsbjargarmáli og fylgja því fram til fulls sigurs.“ 14 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.