Vikan


Vikan - 18.09.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 18.09.1958, Blaðsíða 2
Roberto og Anna skríða saman á ný Kœra VIKA, Getur þú gefið mér upplýsingar um, hvemig hœgt er að verða blaðamaður, hvernig launin eru og hvort hörgull cr á blaðamönnum eða ekkif Bg hef heyrt að i Bandarikjunum séu haldin nokk- urra mánaða námskeið, fyrir þá sem œtla að leggja stund á blaðamennsku. Hvar er hœgt að fá ítarlegar upplýsingar um þetta? Mcð fyrírfram þökk fyrir svarið. XC SVAR: Það væri reynandi að hafa tal af ritstjóra einhvers blaðs. Yfirleitt mun ekki farið fram á sér- rnenntun til starfsins, en sumum þykir æskilegt að blaðamaður hafi sæmilega almenna menntun. Byrj- unarlaun eru 4.200 krónur á mánuði. Sjálfsagt eru haldin námskeið fyrir blaðamenn í Bandaríkjunum og víða annars staðar. Blaðamennska er lika námsgrein við marga háskóla (þó ekki Háskóla íslarids). Erlend sendiráð gefa oft upplýsingar um skóla í viðkomandi landi. Kæra Vika'. Við erum tveir Islendingar staddir í Ríó, á norsku skipi, og langar okkur að komast í bréfasambönd við stráka eða stúlkur, á aldrinum 17—19 ára. Adressan er: Ragnar Halldórsson og Jóhann Ingi Einarsson. M/T VINGA, A/S J. Luwig Mowinckels Rederi, Begen, NORGE. Benzíntíkin Reykjavíkurdrengur var senáur í sveit. Svo hagar til um hundahald á bænum þar sem hann er, að tík er þar ein hunda og var sú jafnframt eina tíkin á stóru svæði og því afarvinsæl af hundum sveitarinnar. Það var því til bragðs tekið að bera benzín í tíkina. Við það batnaði hundamórall í sveitinni að mun. Gekk svo af sumarið að jafnan var hellt benzíni á tíkina. Undir haustið einn dag kemur Reykjavíkur- drengurinn í óðagoti og blaðskellandi inn í bæ- inn og tilkynnir: Tíkin er orðin benzínlaus fyrir utan tún- garð og það er hundur að reyna að ýta henni í gang. PAUL NEWMAN er að verða einn vinsælasti leik- ari i Bandaríkjunum. Til skamms tíma hefur ROCK HUDSON skipað efsta sæt- ið, en nú virðist Paul ætla að kveða hann í kútinn. Þótt Paul sé ekki eins myndarlegur og Rock er hann betri leikari og sagður einstaklega viðfelldinn. JACK WEBB og JACKIE LOUGHERY eru gift. Kom þetta mörgum á óvart, þar sem álitið var að þau hefðu bæði fengið nóg af hjóna- böndum. Hann hefur verið tvisvar giftur áður og á tvær dætur með konu núm- er tvö. Jackie var gift söngvaranum GUY MIT- CHELL en hjónaband þeirra var misheppnað frá byrjun og entist aðeins örfáa mán- uði. Leikarinn ROBERT DO- NAT er nýlega látinn. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða um langt skeið. I síðustu mynd sinni lék hann á móti INGRID BERGMAN Robert sagði við blaðamenn skömmu eftir að mynda- takan hófst: Ingrid Berg- man er stórkostleg leikkona og gáfaðasta kona, sem ég hef kynnzt. Það er hrein- asta unun að leika á móti henni. Eg get ómögulega farið að deyja fyrr en ég ei búinn með þessa mynd, fyrst ég var svo gæfusam- ui að fá tækifæri til að leika móti Ingrid!" Hann stóð við orð sín og lauk mynd- inni. Skömmu síðar andað- ist hann. ROBERTO ROSSELINI og ANNA MAGNINI hafa sést allmikið saman að und- anförnu. Anna var ástkona Robertos í fjölda mörg ár, alveg þar til Ingrid Berg- man kom til sögunnar. Síð- an hefur verið kalt á milli hjúanna, en nú virðast þau sem sagt sátt aftur. Eins og skýrt hefur verið frá ætlar DEBORAH KERR að skilja við eíginmann sinn Tony Bartley. Nú hefur Tony tilkynnt, að honum komi ekki til hugar að láta Deborah fá börnin. Það er annars haft fyrir satt að siðustu árin hafi hún aðeins þraukað í hjónabandinu vegna barnanna. Deborah vill ekki una við þetta og hefur kvatt lögfræðing sinn — og sá ku vera nokkuð fær — sér til aðstoðar. Ekki er enn vitað, hvernig málinu lyktar. BING GROSBY og KAT- HRYN GRANT, kona hans, hafa nýlega eignast son. Þau giftust fyrir' ári og höfðu vonast til að barnið yrði dóttir. Mun Bing vera búin að fá nóg af öllu ves- eninu i hinum sonum sín- um, sem eru f jórir að tölu. Þá átti Bing með fyrri konu sinni. Ennfremur eignuðust KIRK og ANNA DOUGLAS son fyrir skemmstu. Það er annað barn þeirra og höfðu þau sömuleiðis vonast eft- ir stúlku. Þau áttu einn dreng fyrir og með fyrri konu sinni átti Kirk einnig tvo syni. Nú þegar barnið er komið segjast hjónin vitanlega ekki vilja skipta á honum og tíu stúlkubörn- um. KIM NOVAK hefur lýst því yfir að hún ætli aldrei að giftast TRUJILLO. Hún heldur samt enn áfram að fara út með honum. TYRONE POWER og nýja konan hans DEBBIE MINDAROS eiga von á erfingja í febrúar. Tyrone rauk upp til handa og fóta, þegar frúin sagði honum þessar gleðifréttir. Hann hringdi þegar i Louella Par- sons, sem er einn annálað- asta kjaftakerling í Holly- wood og sagði henni frá þessu. Hún var vitanlega ekki lengi að koma frétt- inni á framfæri. PETER BROWN og DI- ANE JERGENS hafa opin- berað trúlofun sina. Judith Lewis, dóttir leik- konnnnar LORETTU YOUNG gifti sig fyrir nokkru. Maðurinn hennar heitir Joseph Tinney. Fósturdóttir ALANS LADD, Carol Lee Ladd gifti sig fyrir nokkru og á von á fyrsta barni sínu. Hún var gift áður, en hjóna- bandið entist aðeins örfáa mánuði. Kona Alans átti Carol þessa með fyrri manni sínum. Sagt er að Sue og Alan bíði mjög óþreyjufull eftir fyrsta barnabarninu. RICKY NELSON er einn yngsti rokksöngvarinn. Hann þykir minna nokkuð á hinn fræga ELVIS PRES- LEY og er sagður skemmti- legri söngvari. ROBERT STACK og kona hans hafa nýlega eignazt son. Þau áttu 18 mánaða gamla dóttur fyrir. DAVID NIVEN og HJÖRDIS kona hans lögðu fyrir skömmu af stað upp í ferðalag • um Evrópu. Lengst munii þau dveljast í Sviss. TOMMY SANDS hefur upp á síðkastið verið mikið með PAT MITCHELL. Þeim var ásamt fleira fólki boðið í partí til fyrrverandi kær- 'ústu Tbmmys, MOLLY BEE. Þau Tommy og Molly ræddust lítið við um kvöld- ið og vék hann ekki frá Pat og vildi helzt ekki leyfa neinum öðrum karlmönnum að yrða á hana. JEPF RICHARDS og frú hans hafa hætt við að skilja; Þykja það mikil gleðitíðindi. SANDRA DEE leikur dóttur LÖNU TURNER í næstu mynd. Sandra er sögð mjög efnileg leikkona. Hún er aðeins nýlega sextán ára. Kynningar- og vináttumánuður iVIÍR 15. sept. til 15. okt. 1958. Marine Jashvilí Nú um miðjan mánuðinn er vænt- anleg hingað listamannanefnd frá Sovétríkjunum, á vegum MlR. Lista- mennirnir munu dveljast hér um mánaðar skeið, og halda hljómleika í Reykjavík og víðar um land á vegum MlR-deildanna. Þessir listamenn eru: Grígoríj Nesterov, bariton. Veróníka Pílane, flúrsópran. Maríne Jashvílí, fiðluleikari. Alexander Igkarev, píanóleikari. Míkhaíl Bank, undirleikari. Júríj Bazakov, harmoníkuleikari. EVganíj Blínov, balalaikuleikari. Nína Pavlenkó, Tamara Pólístsúk, og Valentína Trétjakova, bandúru- tríó. Auk þess zimbalólejkari. MlR er upphaflega stofnað til að koma á nánari menningartengslum milli Islanls og Sovétrikjanna. Und- anfarin ár hafa komið hingað lista- mannanefndir frá Sovétríkjunum á vegum MlR. Að þessu sinni megináherzla lögð á að kynna alþýðutónlist. Væntanlega veða tvennir hljóm- leikar í Reykjavík. Auk þess mun listafólkið fara út á land og halda þar hljómleika. Einnig hefur komið til tals að píanistinn léki með syn- fóníuhljómsveitinni. Júríj Bazakov Utgefandi VIKAN H.F.. Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaiur: Jökull Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.