Vikan


Vikan - 18.09.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 18.09.1958, Blaðsíða 4
_ ^ui*****"*? ííifppfp"'''4 SKUGGAR FORTÍÐARINNAR EFTÍR RENEE SHANN NAN SMITH er einkaritari Sir Reginalds Wadebridge á Highland Hall og hún er ástfangin af syninum SlMONI. Nan á sér leynd- armál. Hún var trúlofuð iingum manni, John Cornell, sem yfirgaf hana vegna POLLlAR, sem var vinkona Nan. En Pollí sveik John og hann framdi sjálfsmorð. Hann skildi eftir sig bréf, sem hófst á „Elskan mín ..." og allir héldu að hann ætti við Nan. Hún hlaut fyrirlitningu fólks og var álitin samvizkulaus og grimm, en hún var svo örvingluð og ráðvana að hún sagði ekki fra hinu sanna — — að bréfið hafði verið tU Polliar, — þó að hún hataði hana. Sfmon trúlofar sig og kemur með unnustu sína heim til foreldr- anna. Það er mikið reiðarslag fyrir Nan, þegar hún kemst að þvf, að stúlkan sem f annað sinn hefur rænt hana hamingjunni «r .... POLX.1. allra blaðanna. Það verður góS auglýsing fyrir mig og þá rifjast upp fyrir ótal fólki þegar Nan sveik John Cornell og hann framdi sjálfsmorð. ÆCtli henni þætti nokkuð sérlega skemmtilegt að lenda i því. Enn jók Símon hraðann. Það var eins og hann reyndi að aka burt frá henni og burt frá sjálfum sér. Eitt andartak leit hann á hana og gleymdi að hafa augun á veginum. Billinn rann út af veginum og rakst á tré skammt frá brúninni. Símon rankaði við sér eftir stutta stund. Hann var klemmdur undir stýrinu. Hann tók um höfuðið og fann að blóðið lagaði í stríðum straum- um. Honum leið illa og var flökurt. Hann hafði alveg gleymt Pollí en svo rofaði til og hann mundi að hún hafði setið við hlið hans. Hann sneri höfðinu lítið eitt og varð gripinn óstjórnlegum ótta, þegar hann sá að hliðin hafCi gersamlega fletzt af bílnum og Pollí henzt út. Hún lá alllangt frá og hreyfði sig ekki. Með erfiðismunum skreiddist hann út úr bílnum og skjögraði til hennar. Blóð fossaði úr höfði og fótum og hún svaraði ekki né opnaði augun, þótt hann nefndi nafn hennar í sífellu. Hann lagði höndina á hjartað og hrópaði yfir sig af feginleik, þegar hann fann að það sló. — Eg er að koma. Hann heyrði rödd og brátt kom maður hlaupandi til hans. — Það er símaklefi rétt hjá, sagði hann, konan mín fór þangað og ætlar að hringja á sjúkrabíl. — Þakka yður fyrir. Símon reyndi að hugsa skýrt. Maðurinn leit rannsakandi á Pollí. Síðan rétti hann sig upp og sagði: — Ég er með teppi og kodda í bílnum minum. Kannski ég nái í það. Nú, þarna kemur konan mín annars. , , Konan kom nú til þeirra. — Ég held ekki við ættum að færa hana; sagði hún hljóðlega. — Nei, við skulum láta hana vera þar til læknir kemur, sagði Símon. Eftir fáeinar mínútur, sem Símoni virtist heil öld, kom lögreglan. Ringlaður reyndi Símon að leysa úr spurningum þeirra. — Ókuð þér hratt, herra? — Frekar. Auðvitað hafði hann ekið hratt. Hann hafði verið reiður út í Polll og misst stjórn á sér og farartækinu. Það var honum að kenna að slysið varð. Ef Pollí dæi væri það hans sök. — Þarna kemur sjúkrabíllinn, sagði konan. — Símon horfði á lækninn meðan hann kraup niður hjá Pollí. ¦— Ó, góði guð, bað hann, láttu hana lifa. Læknirinn var ungur maður, skarplegur og ákveðinn, og ekkert var ráðið af svip hans. — Lifir hún? — Ég vona það. Það er erfitt samt að segja um það fyrr en við höfum rannsakað hana. En þér sjálfur? — Smáskeinur hér og hvar. Ég er hvergi brotinn. — Þér voruð heppinn. Símcn óskaði að Pollí hefði verið heppin en ekki hann. Tveir að- stoðarmenn komu að og lögðu hana á börur. Hún var meðvitundarlaus eins og áður cg raknaði ekki við, þótt hún væri hreyfð. — Hvert farið þér með hana? spurði læknirinn. — Á P.edlands sjúkrahúsið. Eruð þér . . . er hún? . . . Læknirinn hikaði. — Hún er unnusta mín, sagði Símon. Læknirinn horfði á hann vingjarnlega. — Þér þurfið sjálfsagt að koma með. Ég þarf að líta á sárin yðar líka. Síinon hafði nær gleymt þeim. En þegar hann var minntur á það fann hanh allt i einu til óstjórnlegs sársauka og hann svimaði svo að það varð að styðja hann að sjúkrabílnum og hjálpa honum upp í hann. Lögreglu- maðurinn sagðist hafa sent boð eftir kranabil, sem myndi fjarlægja bíl Símonar. — Ég vona að unnusta yðar hressist, sagði hann. — Þakka yður fyrir. Þér vitið hvar þér getið náð í mig. — Já, já. Símon sat á bekknum rétt við sjúkrakörfuna, sem Pollí lá i. Öðru hverju beygði læknirinn sig niður og þreifaði á púlsinum, en ekkert varð ráðið af andliti hans. — Hvað erum við lengi á leiðinni? spurði hann. — Tíu mínútur. Loks sveigði bifreiðin upp að spítalanum. Fyrir utan sjúkrahúsið var fólk á göngu, flestir voru sloppklæddir. Einstaka manneskja stanzaði til að horfa á sjúkrabílinn. Enn eitt bilslysið. Þau voru mörg á hverjum degi en flest um helgar. Hvers vegna gat fólk ekki lært að aka gætilega? — Þér viljið ef til vill að unnusta yðar fái eins manns herbergi? spurði •læknirinn. — Já, ef það er hægt, þakka yður fyrir. — Ég vona það. Annar læknir kom að og leiddi Símon með scr og gerði að sárum hans. Þegar því var lokið gægðist hann í spegil og honum krossbrá er hann sá umbúðirnar á höfðinu á honum. Honum varð hugsað til móður sinnar og vissi að henni myndi bregða illa þegar hún sæi hann. — Er simi hér, spurði hann hjúkrunarkonu. — Já, niðri í ganginum. Þér farið niður stigann og inn ganginn, símaklefinn er á hægri hönd. — Þakka yður fyrir. Ætli ég geti fengið að sjá unnustu mína. Það var komið með hana rétt áðan. — Bentley læknir er hjá henni. Hún liggur á þriðju hæð. Ef þér hring- ið til hans og bíðið síðan í biðstofunni getur hann sjálfsagt komið og talað við yður. Símon gekk að símaklefanum, en hikaði er hann ætlaði að lyfta tól- inu. Hann vildi ekki hringja fyr en hann hefði talað við lækninn. Hann gekk inn á biðstofuna og ranglaði fram og aftur um herbergið. Hann heyrði fótatak og læknir kom inn. — Hr. Wadebridgde ? — Já. — Ég var að rannsaka unnustu yðar, en get lítið sagt ennþá. Við getum ekki flutt hana strax. — Ég skil. — Eftir einn eða tvo daga getum við sennilega tekið röntgenmyndir og þá getum við sagt yður frekar um þetta. Símón létti ósogjanlega. Eftir einn eða tvo daga . . . Læknirinn taldi þá að hún myndi a. m. k. lifa. Læknirinh leit vingjarnlega á hann. — Þér hafið fengið mikið áfall sjálfur. - Mer líður ágætlega, svaraði Símon, þótt hann fyndi að það væri fjarri sannleikanum. Honum leið mjög illa. Hann reyndi að herða sig upp. — Og þér vitið ekki hvað er að? — Ég er hræddur um að hryggurinn hafi skaddazt. Hún var komin til meðvitundar áðan. Kannski þér viljið líta inn til hennar. vTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.