Vikan


Vikan - 18.09.1958, Page 5

Vikan - 18.09.1958, Page 5
— Já, þakka yður fyrir. Símoni var órótt. Auðvitað vildi hann sjá Pollí. En hann gat ekki annað en hugsað um rifrildið sem hafði verið orsök slyssins. Hann gekk á eftir lækninum að dyrunum á sjúkraherbergi Pollíar. — Því miður get ég aðeins leyft yður að vera hjá henni örstutta stund. Pollí var föl i andliti og augun lokuð. Símon beygði sig að henni og horfði á náfölt andlitið. Hann fylltist meðaumkun með henni. Hann elsk- aði Nan, en hvað hafði hann gert Pollí? Hún opnaði augun og horfði á hann eins og hún þekkti hann ekki. — Pollí, hvíslaði hann. Glampi kom í augu hennar þegar hún heyrði rödd hans. — Halló, Símon. Hvað ertu með um hausinn? — Þeir settu þetta til skrauts, sagði hann glaðlega. Það er allt í lagi. Ég finn hvergi til. — Það var gott. Pollí varp öndinni feginsamlega. — Við lentum í slysi, var það ekki. Finnst þér ekki skrítið, að ég man ekkert. Alls ekkert. Ég man ekki einu sinni, að við fórum út að keyra. Hvað gerðist, elskan? Er ég mikið meidd? Símon létti. Guði sé lof, hugsaði hann. Pollí man ekkert. Ég þarf ekki að óttast að hún komist í uppnám vegna rifrildsins fyrst hún man ekki eftir neinu. Hann vissi að það var bezt. — Hvað er að mér, Símon, endurtók hún veiklulega. Er ég mikið meidd ? — Læknarnir vita ekkert enn, elskan. En ég vona, að það sé ekki alvar- legt. Hann tók um hönd hennar og strauk hana blíðlega. — Þú mátt eklti tala mikið. Læknirinn sagði, að þú ættir ekkert að reyna á þig. Hann sá að hún var að sofna, svo að hann sat kyrr, þar til hann sá að hún blundaði. Hann vorkenndi henni af öllu hjarta, en þó var honum mjög órótt. Hvað kæmi næst? Hann gæti aldrei slitið trúlofuninni þegar svona var komið. Kannski gæti hann aldrei orðið frjáls. Ef hún nú reyndist vera lömuð? Hún gæti ef til vill aldrei stigið í fæturnar aftur. Eða hún yrði að nota hækjur. Hann svitnaði við tilhugsunina. En því að vera að gera sér áhyggjur. Hann vissi ekkert um þetta enn. Hann heyrði að dyrnar voru opnaðar og hjúkrunarkona kom hljóðlega inn. Hann losaði takið um hendi Pollíar og reis á fætur. Hún opnaði þegar augun. — Ekki fara, Símon. — Elskan ég verð. Ég kem fljótt aftur. Hann sá tár blika í augum hennar og beygði sig niður og kyssti þau burt. — Ég kem aftur, Pollí. — Fljótt? — Já, auðvitað. Hún lokaði augunum og hann gekk út úr herberginu. Hann mætti lækninum á ganginum. — Ég veit ekki, hvort ég á að fara strax eða vera dálítið lengur, sagði Símon. — Þér skuluð fara heim. Þér þurfið að hvíla yður. Búið þér langt héðan? — Nei, tíu kílómetra. Ég kem fljótt aftur. — Þér ættuð að hringja áður. Við látum yður vita, strax og við erum einhverju nær. En verið ekki of vongóður um skjótan bata. Símon hikaði. — Ég held ég komi aftur. Ég lofaði því. — Eins og yður sýnist. Ég býst bara við að þér hafið varla krafta til þess. Þér eruð slasaður og sjúkur sjálfur. — Það batnar fljótt. En honum leið mjög illa. Hann kendi til í höfðinu og fann til sársauka hvað litið sem hann hreyfði sig. Hann fékk sér bíl og ók heimleiðis. Þegar bifreiðin beygði upp að húsinu, sá hann eftir því að hann hafði ekki hringt. Móður hans myndi bregða illa, þegar hún sæi hann. En svo mundi hann að foreldrarnir voru að heiman og sennilega Stella og Pam líka. Hann borgaði bifreiðastjóranum og gekk inn í húsið. Þar var hljótt og tómt. Hann leit á klukkuna og sá að hún var að verða fjögur. Gat verið, að það væru aðeins þrír tímar, síðan þau Pollí fóru. Honum virtist það heil eilífð. Hann heyrði að hurð var opnuð og Nan kom niður stigann. Hún rak upp hálfkæft óp, þegar hún sá hann og greip í handriðið sér til stuðnings. — Simon, Símon, hvað hefur komið fyrir? Hún var náföl. — Við lentum í slysi, sagði Símon. Pollí liggur á sjúkrahúsi. Ég er hræddur um að hún sé mikið slösuð. Hún hafði nú jafnað sig og sagði þýðlega: — Komdu inn í stofuna og setztu niður og segðu mér frá þessu. Eða þú vilt kannski heldur fara inn til þín og leggja þig. ■ — Nei, við skulum koma inn i stofu. Eru hin úti? — Já. Hvað segirðu um að fá þér viski, Símon? Það hressir þig. — Ég vil heldur te. Ég fékk einn bolla á spítalanum en mig langar í annan. Hún leiddi hann inn í stofu og sá um að vel færi um hann. Síðan gekk hún fram til að hita teið. Hún lokaði varlega á eftir sér og gekk fram í eldhúsið. Hún hitaði vatnið og útbjó te og fór inn í stofuna aftur. Framliald í nœsta blaði. Hveitibrauðsdagar okkar hafa staðið í 7 ár! Og ennþá erum við ham- Á hverjum morgni fegra gjusöm. Eiginmaður minn og vernda ég húð mína stöðugt jafn ástfang- með hinu hvíta og fitu- n af mér, og segir að lausa TOKALON dagkremi, ■ sé jafn falleg og á gift- sem er hið ákjósanlegasta gardaginn. púðurundirlag, sem hægt er Hann ýkir máske dálítið, að hugsa sér. húð mín er alltaf jafn gur og það á ég TOKA- JN að þakka. Á hverju kvcldi nota ég Reynið TOKALON strax 3SA TOKALON nætur- í dag! em með hinu nærandi [OCEL efni, sem gengur Einkaumboð á Islandi úpt inn í húðina og vinn- ■ smá kraftaverk á með- Jb O S S A K H. F. i ég sef. Box 762. Sími 16105 MovcfMfivuhs tiivinn tehst iiiihtu hetuv ef menn gæta þess að bera NIVEA-smyrsl d andlitið kvöldið dður. í NIVEA er eucerit, sem heldur húðinni mjúkri. Gott er að nota NIVEA! VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.