Vikan


Vikan - 18.09.1958, Síða 7

Vikan - 18.09.1958, Síða 7
FLOTTINN v A R E N D A L A IJ 8 IU A R T R • • 0 Ð ÞEGAR Maresjev kom til sjálfs sín lá hann í snjónum mitt S greniskógi. Hann fann til kveljandi sársauka í fótunum. 1 fyrstu kom hann ekki fyrir sig' hvers vegna hann væri þarna; svo skýrðust aftur í minni hans þessi síðustu hryllings- augnablik, sem hann hafði verið á lcfti og verkurinn I fótunum setti að honum hroll. Hélt hann ennþá fót- leggjunum ? Hann herti upp hugann og leit niður. Fótleggirnir voru bögglaðir undir hann, óeðlilega krappt eins og þeir væru ekki lengur hlutí af hon- um sjálfum. En fæturnir voru þarna enn áfastir við líkamann og klæddir þungum flugmannsstígvélum. En þegar hann ætlaði að rísa á fætur fann hann til sársauka eins og glóandi nál væri þrædd gegnum hverja taug í líkama hans. Hann féll aftur í þægilegt ómegin. Nokkrum stundum síðar kom hann aftur til meðvitundar og kuldadofi gerði nú vart við sig auk sársauk- ans í fótunum. Hann hugleiddi að- stöðu sína í örvæntingu. Hér gat hann ekki látið fyrir ber- ast því það var vís dauðinn. Hann varð að komast burt, þangað sem var hlýtt og hann fékk mat og að- hlynningu. En hvar var hann — og hvert átti hann að halda? Heili hans starfaði hægt og það var erfitt að hugsa. Hann mundi óljóst, en það smáskírðist. Hann hafði verið sendur með öðrum rússneskum flug- mönnum til verndar flokki Ilynshin sprengjuflugvéla, sem voru að gera árás á Staraya Russa flugvöllinn, sem var nokkru að baki þýzku víg- línunnar i apríl 1942. Til að byrja með gekk allt vel. Hann mundi með gleði eftir tveim Ju 52 vélum i maski á vellinum eftir kúlur frá honum. En hlutirnir höfðu orðið dálítið flóknari. Níu Messerschmittvélar hófu gagnárás á Rússana og Mare- sjev var umkringdur og hellt yfir hann skothríðinni. Einn Þjóðverjanna flaug í augsýn Maresjevs og hann hélt niðri í sér andanum, beit á vörina og beið eftir rétta augnablikinu til að skjóta. Daufir smellir hljómuðu i eyrum hans eins og hamarshögg og hjartað barðist svo að hann verkjaði. Hann var búinn með skotfærin! Kúlur frá Messerschmittvélunum hittu hann og vélin hikstaði og drap á sér. Flugvélin tók rykk og steypt- ist á nefið til jarðar . . . Það var tilgangslaust að leita lendingarstaðar á snævi þakinni jörðinni fyrir neðan hann. Hann gat ekkert gert og flugvélin rakst á topp- inn á háu grenitré og splundraðist. Maresjev kastaðist út úr klefanum ... Þrusk í tré skammt frá minnti hann aftur á grimman raunveruleik stundarinnar. Sýnin, sem mætti aug- um hans fékk hann til að grípa and- ann á lofti. Stærðar björn kom hægt í áttina til hans og hafði ekki af honum augun. Nokkra metra frá hon- um stanzaði björninn, hnusaði út í loftið og reis hægt upp á aftur- lappirnar. 1 annað sinn á þessum degi hrisl- aðist vonleysisdofi um Maresjev. En samt kom honum til varnar einhver dulin öfl og hann þreifaði ósjálf- rátt eftir skammbyssunni við hlið sér. . Á sekúndubrotinu áður en björn- inn réðist á hann varð hann að miða og skjóta skoti, sem ekki mátti geiga. Miðið var gott. Risavaxið dýrið hné til jarðar með veiklulegri stunu. Eftir einvígið við björninn var hann örmagna og þrátt fyrir kuld- ann var líkami hans rennandi af svita. Hann fann nú minna til kval- anna í fótunum og settist í snjóinn til að hugsa ráð sitt. Hvað var hann langt frá rússnesku víglínunni Fimmtíu mílur? Hundrað mílur? Allt sem hann vissi fyrir vist var að hann átti að halda í austur- átt — alltaf austur, annars átti hann á hættu að verða tekinn til fanga. Næstu nitján daga leið Alaxai Petrovits Maresjev lautinant meiri kvalir en hann hafði grunað að væru til. Verkirnir i fótunum voru hroða- legir og hann vissi, að hann hlaut að vera mikið skaddaður. Hann þorði ekki að reima frá sér stígvélin þvi ef til vill mundi hann aldrei komast i þau aftur. Eftir sjö daga gat hann ekki leng- ur haldið sér uppi á trjágreininni, sem hann hafði notað sem hækju og hann hélt áfram skríðandi á fjórum fótum. Það var lífsþróttur hans einn sem hélt honum uppi; hann var 26 ára gamall og líkamlega hraustur. Hann gat ekkert gert vegna fót- anna en öðru hvoru gat hann satt hungur sitt. Á sjöunda degi fann hann nokkur hörð, matmikil ber, sem hann hámaði í sig. Seinna skreið hann framá gaml- an hníf sem lá hjá líki af SS manni. Með honum gat hann drepið brodd- gölt. Á fimmtánda degi var svo komið fyrir honum, að hann tók handfylli af maurum og tróð upp í sig. Það var fjórum dögum síðar, ekki langt frá þeim stað, sem verið hafði rússneska smáþorpið Plavni, að hann heyrði óm af barnaröddum. Þegar hann hafði áttað sig á hvaðan hljóð- ið kom reyndi hann að kalla. En hann var svo þurr í hálsinum að hann kom ekki upp nokkru hljóði. Krafta hans þraut og hann hneig máttlaus til jarðar. Þannig fannst hann nokkrum stundum síðar. Bændurnir höfðu flúið frá Plavni þegar Þjóðverjar brenndu þorpið til grunna. Þeir höfðu búið um sig I skóginum. Þeir báru hann inn í einn af hellum sínum. Þrjá sólarhringa lá Maresjev í djúpum dvala og þeir vissu ekki hver hann var fyrr en á fjórða degi, að hann raknaði við og gat þá talað. „Neðanjarðarhreyfingin" rússneska var látin vita. Bændurnir komu boð- um til félaga I nágrenninu og þeir áfram til herdeildar Maresjevs. Sér- stök sjúkraflugvél var send til að flytja Maresjev á spltala. Læknarnir staðfestu það sem Maresjev hafði lengi grunað. Vegna þess hve langt var um liðið án þess Í’ ^ 'j búið væri að sárunum hafði drep hlaupið í þau og nú var ekki annað að gera en að taka fæturna af hon- um. Eftir aðgerðina var Maresjev von- laus. Hann gaf sig á vald þeirri hugsun, að nú gæti hann aldrei flog- ið framar. Framh. á bls. U. VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.