Vikan


Vikan - 18.09.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 18.09.1958, Blaðsíða 12
 €B wnóti ötlum FORSAGA: Max Thursday, fyrrum leynilögreglumaður, er skil- inn og lagstur í drykkjuskap. Hann hefur ráðið sig sem Iöggæzlu- mann á hrörlegu hóteli fyrir mat og gistingu. Georgia, kona hans sem var, sem nú er gift lækninum Homer Mace, kemur þangað til hans. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer nú til samstarfsmanns Homers, en fær þar heldur kuldalegar móttökur. Sama kvöld er læknirinn, Elder, myrtur. Grunur fellur fljótlega á ítalska bræður, að nafni Spagnoletti, sem eru alræmdir bófar. Hins vegar grunar lögreglan Max um morðið á Elder, en Georgia kemur með rangan vitnisburð, til þess að koma Max undan fangelsun. Max kemst nú að þvi, að stulka að nafni Angel, er eitthvað tengd Spagnoletti- bræðrunum. Stúlka þessi býr á sama hóteli og hann. Hann reynir nú að lokka Angel til sín með perlu, sem hann hafði fundið í skrifborði Elders læknis.------------ „Ég skil, Max." Smitty iðaði í skinninu. „Rocco var að auglýsa það, að Stitch Olivera væri í bænum, til þess að reyna að láta lögregluna komast á sporið." „Jamm. Olivera bíður eftir því að Spagnolettarnir drepi Lu Chung i San Pedro og nái svo í perlurnar eins og áætlað var. Þá ná Spagnolett- arnir í Clifford í Presidiogarðinum. Þetta er tvöfalt bragS. Olivera og Cliffordd O'Brien í einu. En Clifford hefur séð við þeim. Hann geymdi perl- urnar á Long Beach. Og þótt Leo særi hann, kemst hann samt undan." Thursday þagnaði og neri á sér nefið hugsandi. „Clifford fer til Elders læknis og lætur hann gera að sárum sínum. Hann lætur Elder fá lykilinn að geymsluhólfinu, því að hann kemst ekki sjálfur til Long Beach. Síðan laumast hann hingað og felur sig hjá Angel. Hann heldur að hann geti reitt sig á stúlkuna sina." Smitty fnusaði hátt og Thursday glotti. „Þú veizt hvernig kvenmenn fara yfirleitt með karlmenn. Auðvitað var Angel bezta vinkona Spagnolett- anna. Svo að hún geymir Clifford á Bridgway og lætur Rocco og Leo vita allt um hann." Smitty sagði með fyrirlitningu: „Mér hefur alltaf verið illa við þá ljóshærðu." „Þú ert laus við hana núna. Jæja, hún fer til Elders á mánudaginn var til þess að komast að því, hvað hann ætlar að gera. Það sem Elder ætlar að gera er að senda félaga sinn til Long Beach til þess að ná í perlurnr. Angel kjaftar i Spagnolettana og Leo fer á eftir Mace með byssu í hendinni. Þegar Mace er búinn að ná í pérlurnar, kemur Leo til skjalanna. Svo að í gær finnst líkið af Mace fljótandi hjá Rainbow- brúnni. Hann hefur líklega aldrei vitað hversvegna hann var drepinn." „Þú heldur að Mace hafi ekki vitað, að hann var með hendurnar fullar af perlum?" Gamla konan togaði í lausan þráð í ábreiðunni efagjörn. „Því ekki? Það er ekki hægt að sakfella hann lengur." „Hvað með konuna hans? Hún hefur verið fyrir þér í hvert skipti sem þú snýrð þér við." „Sama er að segja um Georgiu. Þú verður að muna að hún hefur átt erfiða daga. Og úr því við minnumst á það, skaltu ekki hugsa neitt um þennan Les Gilpin og skólastelpuna, Wilmington. Þau eru öll eins. Fólk, sem komst i klærnar á Olivera og Spagnolettunum. Ég held að þetta sé eingöngu barátta milli tveggja glæpahringa." „Yfirleitt. En þáð gerir það engu auðveldara." Thursday yppti öxlum. „Jæja — eínhvern veginn komst Olivera að þvi, að Elder vissi um perlurnar. Ef til vill hefur hann haft auga með Spagno- lettunum og séð að þeir höfðu auga með læknastofunni. Ég veit ekki. Hann kemst ekki að því áður en Leo og Mace fara til Long Beach. Svo að hann velur annan kostinn. Hann og Edgar Jones stela Tommy Mace til að skipta á honum og perlunum, þegar pabbi hans kemur aftur. Svo notá þeir Saint Paul nafnið, og Olivera fer að tala við Elder til að semja." Smitty sagði hægt: „Hversvegna drap þá Olivera Elder?" „Þeim hefur ef til vill ekki samið. Ef til vill hefur Elder sagt að hann vissi ekki lengur um Mace og perlurnar. Ef til vill drap hann Elder til þess að vara Spagnolettana við." Thursday hristi höfuðið með fyrirlitn- ingu. „Nema það, að ég get ekki hugsað mér samtal milli Elders og Olivera þar sem Olivera situr með haglabyssu í kjötlunni." Smitty gretti sig. „Ekki ég heldur." Eftir WADE MILLER „Jæja, svona var það nú samt. Elder dó. Svo að Olivera geymir Tommy og bíður eftir Mace. Hann veit ekki að Mace er dauður. Hann veit eflaust ekki að Leo fór á eftir Mace til Long Beach. Svo að hann bara bíður. Hann Iangar til þess að tala við Georgiu, en ég er búinn að koma Iög- reglunni í spilið, svo að hann kemst ekki til hennar. Hann bíður." „1 laugardagsblöðunum kemur fregnin um að lík Mace hafi fundizt. Olivera skilur nú allt. Spagnolettarnir hafa slegið honum við. Hann veit að þeir geyma allt sitt dýrmætasta í „Panda", þar sem þeir geta fljótlega siglt með það út á haf eða farið með það inn í bæ. Hann þekkir bjöllu- kerfið. Hann fer út á bátinn, þar sem Leo heldur vörð um perlurnar með- an Rocco sinnir viðskiptum. Leo er með Judith Wilmington með sér. Hann heldur að Rocco sé að senda menn um borð, til þess að drepa mig, en þá birtist Olivera og hringir vinabjöllunni. Leo sendir Judith út úr káetunni og stuttu síðar gengur maður inn með haglabyssu í höndunum. Leo far- inn og perlurnar farnar." Hann hætti skyndilega og leit á Smitty. Hún setti stút á varirnar. „Þetta er ekki svo galið. Veit Clapp um þetta?" „Að mestu leyti. Ég er ennþá að grennslast fyrir um þetta. Hvers- vegna var til dæmis Elder skaddaður á hálsinum?" „Kannske hefur hann reynt að ná í byssuna sina, og þá hefur Olivera otað í hann með haglabyssunni." „Hversvegna? Olivera reyndi ekki að hafa lágt um sig, og það er auð- veldara að taka í gikkinn." „Eg veit ekki, Max," andvarpaði hún. „Ég er hrædd um að ég geti lítið hjálpað þér í dag. Það er kannske of snemmt." „Mér léttir við að tala —" Thursday hætti og beit sig hugsandi í vör- ina. Hann stóð upp og settist aftur. „Mér var að detta í hug dálítið, Smitty. Olivera og Saint Paul, eða hvað sem þú vilt kalla hann, sem er með perlurnar núna. Hann ætti að sleppa Tommy — nema —" Gamla konan greip í handlegg hans. „Max, þú mátt ekki tala svona! Þú finnur hann. Vertu viss." Thursday leit í skærbrún augu konunnar. Eftir stundarkorn þröngvaði hann fram brosi. „Þakka þér fyrir, Smitty." Sterkleg hendi hennar hélt enn um handlegg hans. „Max, þú mátt ekki vera of djarfur. Auðvitað verður þú að hætta á margt. En þú mátt ekki hætta á of margt. Þetta þarna á bátnum — það hefði getað riðið þér að fullu." „Ég er heppinn." Augu Smitty urðu háðsk og rödd hennar einnig. „Ég hef komizt að því, að maður getur ekki alltaf haft heppnina með sér, Max. Farðu þér að engu óðslega min vegna." Thursday ýtti hnúunum lauslega að handlegg hennar. „Ég skal reyna. Og þakka þér fyrir, Smitty. Það er gott að einhver annar hefur áhyggjur." „Já, maður hefur gott af því." Hún starði um stund á dökkan vegg- inn. Augu hennar litu á gamla peningaskápinn og úttroðnu gaupuna, en þau voru blind. Thursday virti fyrir sér þreytulegt andlit hennar og hugsaði með sér, að hún væri að hugsa um liðin ár. Hann sat kyrr. Smitty rankaði við sér og sagði hægt: „Max, þú ert langt leiddur. Ég hef alltaf reynt að segja sannleikann — vinum mínum að minnsta kosti. Jæja, ég laug einu sinni að þér. Ég hélt ekki —" Hás rödd hennar dó út. „Stundum er bezt að ljúga." Glaðlyndið var horfið úr andliti hennar. „Nei," sagði hún bitur, „maður verður að gjalda þess fyrr eða síðar." „Hvað yar það, Smitty?" „Max, ég hefði aldrei getað gert þér þetta. Þú verður að trúa mér. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.