Vikan


Vikan - 18.09.1958, Side 13

Vikan - 18.09.1958, Side 13
E>ú átt eftir aS komast í mikinn vanda. Clapp tekur ekki mark á til- viljunum." „Clapp?“ Hann gat ekki varizt þess að rödd hans yrði harðneskjuleg. Hann hataði skyndilega fortíð sína, og hann fór að gruna margt. „Hvað kemur það honum við?“ „Hann kemst að því á morgun, ég vil heldur segja þér það sjálf.“ Hendur hennar voru krepptar og rödd hennar veik og niðurbæld. „Judith Wilmington. Hún er dótti mín, Max. Hún er krakkinn minn.“ Sunnudaginn, 12. febrúar, kl. 1^:00 f. h. 1 fyrsta sinn eftir barsmíðarnar var bak hans kalt. Þegar honum fannst hann hafa fast land undir fótum, byrjaði allt að bráðna. Hringur. Hann fór í hring. Thursday sagði hægt: „Nei, Clapp tekur ekki mark á tilviljun- um. Segðu mér frá þessu.“ Rödd Smitty bað um að hann skildi sig. „Það er ekkert að segja, Max. Eða þú hefur að minnsta kosti heyrt þessa sögu fyrr. Judith fæddist undir óheillastjörnu, og ég hef reynt að búa í haginn fyrir hana. Ég rak hús i Delaware þá, og pabbi hennar var nokkurs konar fjárhættuspilari. Judith veit ekki einu sinni hvað pabbi hennar hét.“ Thursday kinkaði kolli. Hönd Smitty skalf í kjöltu hennar. „Þarna sérðu. Eg gat ekkert gert fyrir hana. Ég gaf henni nafn, sem hljómaði skikkanlega og lét svo ýmsa annast hana fyrir mig. Þegar hún var orðin nógu gömul setti ég hana í beztu skóla, sem á var völ.“ „Veit einhver um þetta?“ „Enginn. Nema bankarnir. Ég hef orðið að nota bankana til þess að þetta liti út sem styrktarfé. Hérna er það Strandbankinn." Hún leit á hann og brosti angurværu brosi. „Þetta er gömul saga. Það hafa margar konur gert þetta. Maður vill alltaf að krakkinn manns hafi það betra en maður sjálfur. Þér er eflaust þannig innanbrjósts.“ Thursday kinkaði kolli stuttlega. „Þekkja þeir þig í bankanum? Kemst Clapp þannig að því eða hvað?“ „Já. Þetta er samið í trúnaði, en þeir hafa ekki ráð á þvi að neita lögreglunni um neitt. Bankinn hefur nafnið mitt. Ég geri ekki ráð fyrir að þeir trúi því, en ég heiti Jane Smith.“ Bros hennar var gleðivana. Síðan varð hún alvarleg aftur. Hann ýtti fingurgómunum saman og horfði á holdið verða hvítt undan þrýstingnum. „Ég vissi að þú leyndir einhverju. Hversvegna í ósköpunum saðirðu mér þetta ekki, Smitty? Þá hefði ég getað komizt undan með stelpuna. Clapp heldur áreiðanlega að þetta sé eitthvað gruggugt." „Ég hefði átt að segja þér þetta, Max. En ég hélt ekki að það skipti neinu máli. Þegar maður hefur haldið einhverju leyndu í tuttugu og eitt ár, er það orðið að vana." Thursday gretti sig og sagði: „Hvaðan færðu alla þessa peninga, Smitty ?“ Augu hennar loguðu. „Ef þú heldur að ég fái þá fyrir perlur þá er peningaskápurinn opinn. Líttu sjálfur. En sumir borga hérna á hótelinu." Thursday roðnaði. Reiðin hvarf úr augum gömlu kónunnar, jafnskjótt og hún hafði komið. „Þú ættir að vita hvernig ég afla mér peninga. Bridgeway er glæpakofi, en flestir eiga þeir peninga." Hún hristi höfuðið hægt. „Ég vil ekki láta Judith vita af því. Hvernig er hún?“ „Ég hélt að ég væri frjáls. Það sem bjargaði mér frá fangelsun var saga Georgiu. Hún er orðin óróleg og einhvern tíma segir hún þeim að það hafi verið lygi. Og nú hélt ég að ég væri öruggur eftir þessi tvö morð, sem voru eins. Ég hafði ágætis fjarvistarsönnun. Og svo kemur það upp úr kafinu að vitnið er dóttir konununar, sem hefur séð um mig í næstum heilt ár. Clapp finnst þetta gruggugt.” Smitty greip í ermi hans og hristi hana. „Ég hef ekki séð krakkann í tuttugu ár. Hvernig er hún?“ Thursday ætlaði að ýta sinaberri hendi hennar frá sér. 1 stað þess reyndi hann að mýkja rödd sína. „Judith er fallegasta stúlka, Smitty. Gullfalleg og yfirleitt allt sem stúlkur eiga að vera. Hún er hugrökk og gáfuð.“ Framhald í nœsta blaöi. UNDIJR TÆKNINNAR Leynilögregluþjónarnir höfðu raðað sér í kringum það hátíð- legir á svip. Inn í hringnum voru Ratcliff glæpasérfræðing- ur og Furnan prófessor. Hann hafði fest leiðslurnar við höfuð líksins og sett tækið af stað. Frá því heyrðist lágt þægilegt suð. Furnan sneri sér að viðstödd- um. „Herrar mínir! Þegar ljósið kemur á þessa innbyggðu peru sem þið sjáið hér, er það merki þess að lamparnir í tækinu séu orðnir nægilega heitir. Þá er mér óhætt að styðja lauslega á þennan hnapp hérna. Fer þá innbyggða myndavélin í gang, og myndirnar koma hér fram á glerið.“ Viðstaddir fylgdust af áhuga með orðum prófessorsins. „Ég tek það fram til að fyrir byggja misskilning, að mynd- irnar sem birtast hér á glerinu eru þær sömu og filman tekur við, en hana framkalla ég á eftir.“ Furnan ræskti sig. Nokkrir leynilögregluþjónar arkonur komu inn í herbergið til að fylgjast með. Á sömu stundu kviknaði ljósið á per- unni. Furnan studdi á hnapp- inn. Ratcliff færði sig nær. Á glerinu birtist skýr mynd: Skuggalegur maður sást koma gangandi, með ryðgaðan borð- hníf í annari hendinni. Rat- cliffe starði undrandi á mynd- ina nokkrar mínútur, dró skambyssu sína úr slíðrum, og hvæsti að Furnan. „Ég sé ekki betur en að þetta séuð þér. Ég vissi það alltaf að þér voruð morðinginn! Slökkvið á þessu helvítis tæki yðar og komið með mér nú RID 2000 — framhald af bls. 10. þegar.“ Nokkrir leyinlögregluþjónar bjuggu sig undir að aðstoða Ratcliff ef með þyrfti. Furnan var í fullkomnu jafn- vægi og brosti góðlátlega til Ratcliffs. „Bíðið andartak, herra minn, og leyfið mér að útskýra nokk- ur atriði.“ Ractliff lét höndina síga og hreytti út úr sér: „Verið þá fljótur, heimur réttvísinnar þolir ekki bið.“ Meðal lækna og hjúkrunarliðs varð almennur hlátur að orðum Ratcliffs, en hann horfði með hatUrslegu augnaráði á þetta vitlausa fólk að honum fannst. Furnan tók til máls, rödd hans var hátíðleg: „Herrar mínir og frúr. Undan- farin fórnarlömb mín hefi ég og aðstoðarmenn mínir fram- leitt í tilraunarglösum, með góð- um árangri eins og þið sjáið hér.“ Ratcliff gaf merki um, að farið skyldi með þennan vit- skerta mann þegar í stað. Mót- mælaraddir kváðu við frá hjúkr- unarliðinu, við það varð drátt- ur á handtökunni. Furnan hélt áfram: „Við byrjuðum á þessari óvenjulegu framleiðslu með það fyrir augum, að geta prófað þetta tæki okkar, það hefur reynst betur, en við upphaflega gerðum okkur vonir um.“ Áður en Ratcliff gafst tóm til að endurnýja handtökuskip- un sína, kvað við eins og berg- mál frá hjúkrunarliðinu: „Þetta er rétt hjá prófessor Furnan, þetta er rétt.“ Ratcliff stakk skammbyss- unni aftur í slíðrið, og beindi orðum sínum til hjúkrunarliðs- ins. Rödd hans var efablandin: „Hvað vitið þið um það?“ Nokkrir í hópnum svöruðu nær samtímis: „Við aðstoðuðum prófessor- inn við tilraunir hans, þegar þess þurfti með.“ Ratcliff hristi höfuðið, og stundi mæðulega. Hann sneri sér snögglega að Furnan. „Þér munið eftir John Was- son verkfræðingi ?“ „Já.“ „Herra,“ Ratcliffe lét auga- brúnirnar síga og spurði var- færnislega: „Var hann einnig úr tilraunaglösum yðar?“ Furnan brosti og hneigði höf- uðið: „Já, herra, frá hvirfli til ilja.“ Vonleysissvipur færðist yfir andlit Ratcliffs við þetta svar. Hann færði sig nær Furnan og sagði með ógnandi rödd: „Hver er þá tilgangur yðar með að gabba okkur hingað?“ Furnan lét sér hvergi bregða: „Hann er aðeins sá að sýna yður tækið að undangengnum áhrifamiklum forleik, sem þér nú þegar hafið orðið varir við.“ Furnan bætti við eftir stutta þögn: „Mér þykir leitt að hafa vald- ið yður óþægindum, en þar sem þér sjáið að það var í þeim til- gangi, að sýna yður árangur af þrotlausu starfi okkar, þá vona ég að þér takið eðlilega gleði yðar aftur og fyrirgefið mér þetta bragð.“ Ratcliff horfði hugsandi nið- ur á fætur sínar stutta stund, síðan á Furnan með hlutlausu augnaráði. „Ég verð víst að gera það, en þó þér hafið haft heppnina með yður nú, vil ég leyfa mér að vara yður við að gera áhrifa- miklar tilraunir á strætum og gatnamótum í framtíðinni, nema að fá sérstakt leyfi til þess áður.“ Fuman tók í hönd Ratcliffs. „Yður er óhætt að treysta því að svo mun verða.“ Hann dró grænleitt umslag upp úr jakkavasa sínum, setti upp hátíðlegan svip og rétti Ratcliff umslagið. „Þér hafið unnið til þessara verðlauna. Ég tók mér dulnefn- ið Fjarstýrða kóngulóin. Þér kannist við nafnið.“ Dauft bros færðist yfir varir Ratcliffs. „Og einnig afleiðingar þess, að vita um það rétta.“ Rat- cliff tók við umslaginu. Á það var skrifað: Með kærri kveðju frá Fjar- stýrðu kóngulónni. 1 sviga stóð skrifað prófessor Harry Fur- nan. Ratcliff stakk umslaginu á sig, fimm þúsund krónum rík- ari. „Ég þakka yður fyrir, herra prófessor.“ Eftir stutt hik bætti hann við: „Ég hef þá ekki meir að gera hér.“ Leynilögregluþjónarnir fylgdu honum eftir. Furnan slökkti á tækinu. Þennan sama dag gat þul- urinn þess, að öll fórnarlömb- in ' cfðu verið framleidd í 1:1- raunaglösmn Harry Furnans prófessors. Tilgangurinn með þessu væri sá, að gera tilraunir með nýtt tæki, sem prófessor- inn og aðstoðarmenn hans hefðu fundið upp. Hefði það reynst vel, og væri því ætlunin að framleiða fleiri slík tæki, er myndu koma sér vel í barátt- unni við lýgi og ósannsögli í heiminum. Þulurinn gat þess einnig, að þetta bragð prófessorsins hefði verið áhrifamikil auglýsing sem seint mundi gleymast, bragð sem hefði verið þaul- hugsað, og vel á svið sett. VIKÁN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.