Vikan


Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 7

Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 7
nýfætt barn urðu bófunum að falli MA GA VEIKI RÆNINGINN Það var snemma kvölds á fjórtánda degi sem Sesam fleygði frá sér bókinni sem hann var að lesa nú í þriðja skipti. „Fjárinn hafi það, Lenni,“ sagði hann, ,,ég er alveg að gefast upp. Við erum búnir með mest allt viskíið, og ég er orðinn leiður á dósamat. Lifrin þolir ekki meir af svo góðu. Ég er farinn út.“ Þrátt fyrir mótmæli Lenna, paufað- ist hann upp grýttan stíginn að húsa- baki og fór meðfram trjánum að bakka annars vatnsins sem þeir höfðu leigt með húsinu en þó aldrei augum litið. Þar stöldruðu þeir við án þess að mæla orð af vörum. Það var skömmu fyrir sólsetur og vatnið var hjúpað töfrandi bjarma. Örlögin mörkuðu næsta þrepið á leið þeirra niður á við. Fluga settist mjúk- lega á vatnið innanvið tuttugu metra frá þeim. Það var allt og sumt, en það var líka nóg. Svartur á bakinu og rauður um kvið- inn rann silungurinn frá botninum og tók fluguna og stökk. Andartak var hann á lofti og það small í þegar tvö pund hans höfnuðu aftur í vatninu. Þessi sjón snart við einhverju upp- runalegu í Lundúnabúunum tveim. Með heppni byrjandans fengu þeir undireins tvo silunga og höfðu þá til matar dag- inn eftir. Upp frá því hélt ekkert aftur af þeim. Báðir höfðu þeir lært að nota fingurna á glæpaferli sínum og sú æf- ing varð þeim síður en svo til baga í viðureigninni’ við línur og flugur. I byrjun ágústmánaðar gat enginn lengur þekkt þá fyrir sömu mennina og komið höfðu þangað í fyrstu. Þeir voru gjörbreyttir menn, h«rtir, fráneygir og gátu gengið fimmtíu mílur án þess að sýna þreytumerki. En þeir voru alltaf meðal beztu viðskiptavina áfengisverzl- unarinnar á staðnum og viskíið hafði ekki góð áhrif á magasár Sesams. . En þeir höfðu samt ekki misst sjón- ar af höfuðmarkinu. Þeir höfðu ákveð- ið með sér að tími væri kominn fyrir Lenna að fara til Amsterdam. Flugfar var pantað fyrir hann 15. ágúst. Kvöldið fyrir brottför Lenna fór Sesam einn út að fiska. Hann fór í það stærra af vötnunum tveim, sem þeir höfðu á leigu og á leið hans þang- að var laxá, sem var í eigu Penny- wracks generáls. Áin var einkaeign og Sesam og Lenni höfðu alveg látið hana vera. En nú sá Sesam lax stökkva. Hann mundi eftir viðureignum við þriggja punda silunga og gat ekki með neinu móti haldið aftur af sér. Hann leit snögglega kringum sig til að ganga úr skugga um að enginn sæi til haris og læddist hljóðlega að hyln- um. Um það bil fjörutíu mínútum síð- ar „landaði" hann laxinum . . . En þó þetta svæði sé ef til vill af- skekkt er ekki margt, sem fram fer óséð. Klukkan níu þetta sama kvöld gaf yfirveiðivörðurinn generálnum skírslu. „Ég held, herra,“ sagði hann að lokum, „að það hafi verið annar gestanna í kofanum. Það var of langt til þess að ég gæti náð honum en það mundi ekki saka að heimsækja þá í fyrramálið." ,,Humm“, sagði generállinn. „Segðu Agnusi, að ég vilji hafa bílinn tilbúinn klukkan kortér yfir níu í fyramálið. Ég ætla að fara sjálfur og tala við þá. Það er líka kominn tími til fyrir mig að kynnast þeim. Heldurðu að hann hafi notað ljósa flugu, e? Skrýtið . . .“ Daginn eftir var fimmtándi ágúst. Klukkan níu pakkaði Lenni niður í tösk- una sína. Og tólf mílum í burtu pakkaði frú McRae líka niður í töskuna sína — hún var viss um að tíminn hennar væri kominn. Hún beið eftir leigubílnum, sem átti að flytja haim á spítalann. Klukkan tíu mínútur yfir níu hellti Lenni viskílögg í tvö glös þó ekki væri framorðnara og rétti Sesam anna-ð. Hann sagði: „Taktu út, Sesam. Það er gott fyrir magasárið þitt.“ Klukkaai kortér yfir níu yfirgaf hann kofann og gekk eina míl» niður á veg- inn í veg fyrir þennan eina áætlunar- bíl, sem fara átti þann dag til borgar- innar. Klukkan kortér yfir níu steig gener- álUnn ásamt yfirveiðiverðinum upp í bílinn sinn og þeir óku í áttina til kof- ans. Klukkan kortér yfir níu óku frú McRae og eiginmaður hennar heimanað frá sér á leið til spítalans. Og klukkan kortér yfir níu reyndist alkohólblandan kringum magasár Sesams loks of sterk fyrir skemmdan vefinn. Sesam greip báðum höndum fyrir bringspalirnar og hneig í gólfið með lágri stunu. Þegar Pennywrack generáll kom og bankaði var ekki ansað. En dyrnar voru ólæstar og hann fór inn . . . Lögreglubíllinn kom skömmu á eftir sjúkrabílnum. Meðan Sesam, hálfmeð- vitundarlaus var á leið til spítalans fóru tveir lögregluþjónar í kofann til að reyna að komast eftir því hver sjúkl- ingurinn væri. Þeir fundu leifarnar af laxi generálsins og þeir fundu líka ann- að, sem vakti enn fremur áhuga þeirra. Þegar lögreglan yfirgaf kofann var verið að bera Sesam inn um dyr spítal- ans og Lenni var í lestinni á leiðinni frá Inverness. Tæki spítalans voru sett í gang á augabragði. Eftir sjö mínútur var vel mældur morfínskammtur farinn að berast um æðar Sesams og áður en langt um leið voru kvalir hans stilltar og hann sofnaður. Á fæðingardeildinni fékk frú McRae, sem var að byrja að fá fyrir alvöru fæðingarhríðarnar annars konar innsprautingu. Lenni var aftur á móti vakandi og var að taka saman pjönkur sínar og búa sig undir komuna til Indverness. Um þetta leyti var undirbúningnum lokið og mátti flytja Sesam inn í skurðstofuna, klukkan var að verða eitt. Frú McRae, sem nú fékk harðari og harðari hríðir var flutt inn á fæðingar- herbergið meðan eiginmaður hennar ók Sesam frá herbergi númer sjö yfir í skurðarherbergið... og strætisvagn flutti Lenna frá Inverness til nærliggj- andi flugvallar. Lögreglumaður beið eftir Sesam í einni af stofum spítalans. Þar átti Sesam að vera fyrst um sinn þangað til hann yrði fluttur á almenningsstofuna. Á þessari stundu var skurðlæknirinn, Mac Naugton, að draga gulan hring um þann stað á Sesam, sem skera átti. Þar í kring voru lögð græn klæði og Mac Naugton tók við hnífnum af hjúkrun- arkonunni. Hann leit á svæfingamann- inn og sagði hranalega: „Tilbúið til slátrunar ?“ „Allt í lagi.“ svaraði starfsbróðir hans og brosti. Hægt og mjúklega skar hnífurinn holdið og MacNaugton vissi ekki af öðru en uppskurðinum næstu tuttugu mínútur. Hann tók ekki eHlr því að hjúkrun- arkonurnar voru að hvíslast á né held- ur svipnum á annari þeirra, þegar hún svaraði: „Segðn honum það strax — ó, segðu honum að fara til hennar. Við getum klárað þetta á* hans og svo skul- um við hittast aftur í matnum.“ Þannig fékk Leonard McRae fréttirn- ar af því að honum væri fæddur sonur og hann hraðaði sér til konu sinnar. Skömmu síðar var Sesam futtur til sjúkrastofunnar eftir skurðinn. Lög- regluþjónninn, sem beið þar var beðinn að hjálpa til. Gangastúlkan, sem ekki vissi að McRae væri fæddur sonur sagði: „Hvar er Lenni ?“ Auðvitað átti hún við' Leonard Mc Rae e» orðin náðu til sljórrar vitundar Sesams. Hann var aðeins hálfvaknaður eftir svæfinguna. „Á leiðinni til Amest- erdam,“ muldraði hann. Lögregluþjónninn spurði hvar hann kæmist í síma undir eins. VIKAN 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.