Vikan


Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 9
 FAGRIR MUNIR ÚR GULLI OG SILFRI Senðnm gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavegi 22 A. — Sími 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁV AXT AHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSÚRA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ÍSSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 1318. — Sími 19795 — Reykjavík. TRICHLORHREINSUN (ÞURBHREINSUN) BJ©RG SDLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ 6 SÍMI 23337 Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustíg 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu gami. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. Itendnm gegn póstkröfu um land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Sölutuminum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21 A. Sími 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Olínkassa í báta og skip. Benzíngeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. I SHORnið fT> M Hvenær fara börn að tala? TiB lesenda Heimilishornsins. Drengir eru semni til en telpur. Fátt er eins breytilegt og það hvenær börn byrja að tala. Sum eru varla orðin eins árs, þeg- ar þau kunna ýmis orð og setningar, en önnur og þau eru fleiri, sem ekki bera við að tala fyrr en tveggja ára. Margir foreldrar gera sér óþarfa áhyggjur vegna þess, en það er staðreynd, að þau börn, sem fara seint að tala þurfa ekki að standa hinum að baki hvað almennan þroska snertir. Börn sem snemma fara að ganga, tala oftast seinna. „Óskabarnið," — það er að segja barn, sem er vel- komið í heiminn og býr við öryggi og reglusemi frá fæðingu, fer fyrr að tala en „slysabarnið" sem engum er þægð i að fá. Rifrildi og ósamkomulag hefur einnig slæm áhrif á barnið og getur það og verið orsök þess, ef það er seint til. Að vísu eru til margar undantekningar og þetta er langt frá að vera algild regla. Það er athyglisvert, að stúlkur tala yfirleitt fyrr en drengir. Hins vegar munu drengir vera fljótari til að skilja það sem sagt er við þá og finna ef eitthvað er að á heimilinu. Þegar barnið er fjögurra ára er það venjulega orðið altalandi. Það talar mikið og líkir í öllu eftir því sem það heyrir foreldrana og fóstrurnar á barnaheimil- inu segja. Oft getur verið býsna erfitt að skilja hvað böi'n segja, en umgangist maður barnið að staðaldri kemui' það fljótt. Börn finna iðulega upp á því að táka sérstöku ást- fósti'i við viss orð og orða- tiltæki sem þáð endurtekur í sifellu. Og víst getur það verið hálfþreytandi fyrir foreldra að heyra alltaf sömu orðin. En aldi'ei skyldi þaggað ofan í barninu. Foreldrar ættu að gæta sín og láta barnið aldrei hlusta á rifrildi milli þeirra. Það getur orðið til mikils tjóns. Setjum nú svo að mamman hafi í augnabliks reiði kailað tengdamóður sína eigingjarna norn. Næst þegai' barnið sér ömmuna má telja næstum öruggt mál, að það segir henni frá KÖTUKAKA Uppskriftin, sem hér fer á eftir hefur hlotið verðlaun í Bandaríkjunum og er „þjóðarréttur" í mörgum fylkjum þar. Fyrir nokkrum árum fékk dönsk kona upp- skriftina senda frá vinkonu sinni i U.S.A. Hún reyndi kökuna og setti því næst i öll helztu kvennablöð á Norðurlöndum. Og nú loks- ins er hún komin til Islands og verður fróðlegt að vita, hvort hún nær sömu vin- sældum hér og í Bandaríkj- unum og á hinum Norður- löndunum. Einn galli ei' þó á þessu. Það verður eiginlega að nota appelsínur og þær hafa ekki fengizt hér lengi. Þó má nota appelsínusafa úr dós (verður að vera sætur) og eina sítrónu, sem safinn hefur veiið vandlega kreist- ur úr. Kakan verður sjálf- sagt ekki alveg eins ljúf- feng, en það sakar ekkert að reyna. % kíló hveiti, 2 bollar sykur, 1 bolli palmin (jurtafeiti), 4 egg, 2 appel- sínur, 2 bollar rúsínur, 2 bollar mjólk, 2 tesk. natron, 2 tesk. salt. 1 bolii = 1 dl. Jurtafeitin er brædd og hrærð með sykrinum. Egg- in sett í, eitt í einu. Natroni og salti biandað saman við hveitið og það síðan hrært út í deigið smátt og smátt. Safinn pressaður úr appel- sinunum og hann kældui' vel. Appelsínurnai' síðan hakkaðar og hrærðar út í deigið ásamt rúsínunum. Kakan bökuð í stórum hringofni eða á pönnu. Bökuð í 30—35 minútur. Tekin út úr ofninum, en látin vera í forminu. Safan- urn hellt yfir ásamt hálfum bolla af sykri, 2 tesk. kanel og dálitiu af hökkuðum möndlum. Sett i ofninn aftur og bökuð i um það bil fimm mínútui'. Okkur berast nú nær daglega uppskriftir fra húsmæðrum. Við þökkum kærlega fyrir þapn á- huga, sem þær sýna horninu með þessu. Við þökkum einnig lofsamlega ummæli í garð þátt- arins og er það okkur hvatning til að reyna að gera Heimilishornið alltaf sem bezt úr garði. Ennfremur væri það ánægjulegt, ef konur vildu í bréfum sínum, benda á það sem betur má fara. Að vísu er aldrei unnt að gera öllum til hæfis, en við viljum reyna að uppfylla sem flestar ósk- ir lesenda okkar. RLSKIIMIMSVESTI oiðum mömmu. Þegai' amma er farin er barnið svo hundskammað fyrir það sem það sagði. Það er oftast að- eins til ills. Barnið æsist upp og endurtekur orðin oftar en það hefði gert, ef ekki hefði verið minnzt frekar á þetta. Framh. á bls. 14. Rúskinsjakkar eru mjög í tizku um þessar mundir. Hér birtist mynd og snið af rúskinsvesti, þ. e. á. s. úr rúskinni að framan en bak- stykkið er prjónað. Skemmtilegur búningur á ungar stúlkur einkum við köflóttar siðbuxur. Myndin af sniðinu er að mestu auðskilin. Því skul- um við snúa okkur fyrst að prjónaða stykkinu. Nota skal 200 g fjói'þætt garn. Stroffið er pi'jónað á pr. r.úmer 2, en hitt á númer 3. Fitjið upp 100 lykkjur og prjónið 15 sentimetra (ein slétt, ein brugðin). Aukið þá út um 10 lykkjur og prjónið slétt. 1 byrjun og endi hvers prjóns er síðan aukin við ein lykkja. Þegar stykkið er orðið 35 senti- metrar eiga að vera 130 lykkjur á prjóninum, Þá er farið að hugsa fyr- ir handveginum. Takið tvær samay hvoru megin, aðra hverja umferð, alls tiu sinnum. Haldið þá áfram með slétt prjón þar til stykkið er 52 sentimetrar. Næst er að athuga axl- irnar. Felldar af 7 lykkjur hvoru megin í fimm umferðum, samtals 35 lykkjur. Síðan eru þær lykkjur sem eftir er ufelldar af i einni um- ferð. Framstykkið. Athugið: Reiknið með 3 sentimetrum í sauma, nema að neðan, þar ætti að nægja að hafa tvo. Og að reitirnir verða að vera nákvæmlega mældir 10x10 sentimetrar. GÓÐ RÁÐ Fáein saltkorn í kaffi- pokann, þegar hellt er á, gefur kaffinu betra bragð. Nylonsokkar, sem ekki hafa verið notaðir lengi, verður að þvo, áður en farið er aftur í þá. Margir þola illa máln- ingarlykt. Til að losna við hana ættuð þér að setja nokkur einiber í skál og kveikja í þeim. Við það á lyktin að hverfa. J. K. Verður ELVIS PRESLEY kveöinn í kútinn Ricky Nelson nappaði stúlkunni hans — nappar hann einnig frægð hans? Rokksöngvarinn Rirky Nelson, sem áður hefur verið minnzt á hér í dálkunum á sívaxandi vin- sældum að fagna meðal bandarísks æskufólks. Hann líkir mjög eftir Elvis Presley, klæðist eins og hann, leikur á gítar og beygir sig og sveigir, eins og Presley. Er það haft fyrir satt, að Elvis eigi á hættu að missa aðdáendur sína til Rickys. Þessa stundina eru er- lendar leikkonur mikið í tízku í Hollywood. Má nefna May Britt frá Sví- þjóð, Kay Kendall, ensk, Erlendar Eeikkonur í Maria Schell frá Austurríki, Brigitte Bardot og Sophiu Loren. Hafa þessar allar fengið hvert lilutverkið á fætur öðru og jafnan fengið fHoc/i neitar aS horga. Þegar Rock Hudson skildi við Phyllis konu sina, var honum vita- skuld gert að greiða henni vissa peningaupp- hæð mánaðarlega. En hann virðist ekki aldeil- is á því og hefur ekki borgað grænan eyri. Á- standið er nú orðið svo slæmt hjá Phyllis, að hún verður að ganga milli vina sinna og fá lánaða peninga hjá þeim. Meðal þeirra, sem greið- viknastir hafa verið við fyrverandi frú Hudson, er Marlon Brando. Anna Kasfi og Phyllis hafa lengi verið miklar vin- konur og heimtaði Anna, að Marlon hjálpaði vin- stúlku sinni. Harry James nýtur enn mikilla vinsælda. Ricky þessi er annars mesti sómapiltur. Honum þykir afarvænt um foreldra sína og fer stundum með móður sinni i bíó, til að sýna aðdáendum sínum, hvað hann sé góður strák- ur. Tældi vinstúlkuna. Ricky þykir heldur reik- ull í ástamálum og hefur á stuttum tíma verið orðaður við fjölmargar stúlkur. Meðal þeirra var fegurðar- drottning Illinoisríkis, Mari- enna Gab, Síðan var það söngkonan Lorrie Collings. Var jafnvel farið að gizka á, að þau ætluðu að giftast, þegar hann sagði henni upp og fékk sér nýja, sem hann er ennþá með. Hún heitir Yvonne Lime. Var hún lengi mikil vinstúlka Presleys og gekk það svo langt að hann fór með hana heim og kynnti hana fyrir foreldrum sínum. Ricky leikur um þessar mundir í fyrstu kvikmynd sinni. Sú nefnist Rio Bravo. Aðalhlutverkið er leikið af John Wayne. Vinsælustu lög Nelsons hingað til eru I’m walking og Teenager Romance. 1 myndinni That is rnusic kemur fram fjöldinn allur af frægum djasssöngvurum og hljómlistarmönnum. Meðal þeirra eru Harry James og hljómsveit hans, The Mills Brothers, Jeri Southern, The Diamonds, The four Aces og Fats Domino. Harry James er kominn nokkuð á sextugs- aldur og hefur verið einn af fremstu og vinsælustu djasshljómlistarmönnum í Ameríku i áratugi. Kona hans er leikkonan Betty Grable. Hún mun þó að mestu hætt kvikmynda- leik segist vera orðin of gömul. Fyrir nokkru hitti blaðamaður einn, Betty að máli og spurði hana hvort hún væri hætt kvikmynda- leik fyrir fullt og allt. Hún játti því, en kvaðst sjá um sjónvarpsþátt einu sinni í viku. Og Betty Grable bætti við: Leikkonur ættu yfir- leitt að hætta áður en þær verða fertugar, ég segi yfir- leitt. Auðvitað eru margar, sem geta haldið miklu leng- ur áfram. Ég á einkum við stjörnur, sem hafa aðallega leikið, dansað og sungið. Ég hef aldrei verið leik- kona. Ég hef bara fallegar fætur og hér á yngri árum hef ég kannski verið lag- leg. En nú, nú er ég orðin of gömul.“ Baby Doll i nýrri mynd. Caroll Baker, sem mesta frægð hlaut fyrir leik sinn í myndinni Baby Doll, hefur lítið leikið uppá síðkastið. Hún hefur eingöngu helgað sig manni sínum, sem er Jack Garfein og börnum þeirra tveim. Hið yngra fæddist í byrjun þessa árs. Nú hefur Caroll látið til- leiðast að taka við að- alhlutverki í mynd, sem heitir The Miracle. lofsamlega dóma. Er ekltí laust við, að gamlar Holly- wood leikkonur lfti „inn- rásarlierinn“ illu auga, Sem dæmi upp á það, hve evr- ópskum stjömum gengor vel að fá hiutverk í Banda<- ríkjumun, má nefna að þeg- ar Marylyn Monroe sncri tízku í Hollywooi aftur heim til að taka við hlutverki í Some Like It Hot, var henni tekið mcff lítilli hrifningu. Lcikstjór- inn lét hafa það eftir sér, aff liann hefðl miklu fremnr kosið að Birgitte Bardof fengi hlutverkið, eh hann liynni ekki við að rifta samningum við Maryiyn. Hún væri vís til að fam I mál við félagið og myndi sjálfsagt vinna það og krefjast offjár í skaðabæt- ur. Audie Murphy loksins kominn aftur. Aðdáendmn sínum til sárrar hryggðar fann Audio Murphy allt í einu upp á því að hv’erfa burt frá Holij’vvood fj'rir svo sem tveim árum. Hefur siðan lítið sem eiikert frétzt al honum, fyrr en nú fyrir skömmu, að liann skaut upp kollinum í kvikmyndaborg- inni á ný og lieimtaði hlut- verk, hvað liann fékk sam- stundis. Mótleikarar hans em Georgia Moll og Mieh- ael Redgrave. Leikaramir vinsælu, Kirk Douglas og Burt Lancaster leika aðal- hlutverkin í nýrri mynd, sem verið er að taka í London þessa daga. Hvorugur mun hafa leikið svipuð hlutverk áður, þvi að þeir koma meðal annars fram í myndinni sem dansar- ar og söngvarar. 8 VIKAN VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.