Vikan


Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 10
1921 áraði vel fyrir franska morð- ingja. Raunar tókst Henri Girard ekki að fremja nema tvö morð; en það var ekki af viljaleysi. Það var að- ferðin sem brást honum. Líklega þykir siðapostulum matur í sögu hans. Kynferðislif hans var undirrótin að öllu. Sumir menn safna jarðeignum eða húsum, aðrir safna myndum eða bílum. Girard hins veg- ar safnaði unnustum; og ekki bara einni í einu, heldur tveim eða þrem sinni í hverri áttinni. Þetta er allajafna kostnaðarsöm hjástund og við það megum við bæta dálaglegri upphæð fyrir leigu- bíla. Jafnvel þó hann hefði haft all- an sinn tima fyrir starf sitt hjá tryggingafélaginu hefðu tekjurnar samt orðið of litlar. 1 fyrstu sveik hann fé út úr fjöl- skyldu sinni, en þegar þann sjóðinn þraut, tók hann til við bankana. Honum misheppnaðist í fyrstu til- raun við Crédit Général de France. Allt, sem hann hafði uppúr því var ekki annað en dálítill fangelsisdóm- ur. Hann fór nú að líta í kringum sig eftir fjáröflunarleiðum. Og hann fékk sína stóru hugmynd eins og svo maigir aðrir. Hvers vegna ekki að líftryggja einhvern, drepa hann síðan og hirða aurana? Girard var ekki fífldjarfur. Hann hafði verið í þjónustu trygginga- félags og vissi hvernig landið lá. Ðauðdaginn varð að lita eðlilega út. Núí Fyrst hann varð að vera eðli- elgur, því þá ekki að gera hann eðii- legan ? Hann setti upp vinnustofu heima hjá einni af vinkonum sínum i Neuilly og gaf sig að sjúkdóma- fræðiiðkunum. Síða keypti hann sér mikið af áhöldum til að rækta bakteríui-. Etann kaus sér vingjarnlegan aula fyrir fynetu tilraunina, sá hét Louis Pernotte. Hann hafði verið einn af félögum hans í bankaæfintýrinu. Eftir að hafa líftryggt Pernotte hjá tveim tryggingarfélögum hófst Gir- ard handa. Fórnarlambið fékk taugaveiki, en hann lifði samt af og fór batnandi. Girard tók aftur til starfa í vinnu- stofu sinni og fór að heimsækja sjúkl- inginn. Einhvern tima þegar hann var í heimsókn bauðst hann til að taka ómakið af frú Pernotte og gefa manni hennar sprautuna. Lækn- irinn gaf dánarvottorðið upp á fylgi- kvilla eftir taugaveiki. Nokkrum mánuðum seinna reyndi Gk'ard taugaveikina aftur á manni að nafni Emile Delmas. Þegar Del- mas náði sér aftur fór Girard að verða uggandi um sinn hag. En han var það ekki lengi. Áhugi hans vaknaði aftur — nú voru það ban- vænir sveppir. Tegundin, sem hann valdi sér var amanita phalloides og fórnarlambið var annar gamall vinur, Emile Dur- oux. Eftir að hafa tryggt Emile á venjulegan hátt, bauð Girard honum að borða. Þetta var fyrsta tilraun við nýju' aðferðina og hún mistókst. Duroux varð ekki misdægurt. Gira,rd fór nú á vinnustofuna og út bjó sterkari skammt í vökva. En aijteíðingarnár urðu engin meðmæli irieð aöferðinni. Girard gaf vini sín- «m þetta út í káffi og afleiðingarnar úrðú ekk’i aðrar en slæm magakveisa. Girard reýndi ekki framar við þetta erfiða fórnarlamb sitt en sneri sér að kunningja einnar vinkonu sinnar, frú Monin. Á henni vann þetta betur. Hann hafði fjórtryggt hana hjá mismunandi félögum. Þau borguðu öll upp í topp nema eitt, það lét gera rannsókn. Þau urðu endalok Girards. Á með- an hann sat í fangelsi tókst einum af gestum hans að smygla inn til hans framleiðslu úr hans eigin vinnustofu. Hann dó („eðlilegum dauðdaga") áður en hann yrði dæmdur. Líklega hefur þó enginn þeirra verið eins mikill áhugaefnafræðing- ur og Jean-Biptist Troppmann. Gir- ard var smáglæpamaður í saman- burði við hann. Troppmann vai' ekki nema tuttugu og eins árs þegar hann var tekinn af lifi árið 1870; þó lífdagar hans yrðu ekki fleiri hafði honum tekist að ganga frá heilli átta manna fjölskyldu — í fjáröfl- unarskyni auðvitað. Troppmann var yngstur af stór- um barnahóp. Faðir hans, sem rak verkstæði í Cernay í Alsass, var flínkur en lítill fjáraflamaður. Hann var alla sína æfi á barmi gjaldþrots- ins. Móðirin fann huggun í yngsta syninum, Jean-Bapstist. Hann var dvergvaxinn, sjúklega viðkvæmur og fékk hroðaleg reiði- köst. Þegar hann var fimmtán ára gamall var hann búinn að koma sér upp efnarannsóknarstofu heima hjá sér og vann af kappi að því að vinna morfín úr svefngrasi, með þvi ætl- aði hann að brjótast til valda á við- skiptaheiminum. Þegar morfínvinnsl- an reyndist honum um megn sneri hann sér að blásýruvinnslu. Nítján ára gamall var hann send- Þaö áraöi vel fyrir morðingja Glæpamennska og óheppni fara gjarna saman ur til Roubaix, sem er boi'g i Norð- austurfrakklandi, til að setja upp vélar á vegum föður síns. Það var þar sem hann hitti Knickfjölskyld- una. Jean Knick var líka frá Alsass. I Robaix hafði hann sett upp bursta- gei'ð og var orðinn vel efnaður. Hann hafði gifst stúlku frá Rotabaix, þau áttu sex börn og það elzta var fimm- tán ára. Jean hafði alltaf heimþrá og þeir urðu því góðir vinir Alsass- búarnir. Auk þess dáðist hann að gáfum Jean-Baptist. Jan-Baptiste sá ekki annað i þeim en dálitla peningafúlgu i höndum átta manneskja, sem stóðu honum langt að baki. Hann ákvað nú að gera sé það að fyrsta spori á frama- braut að vinna á þessari fjölskyldu og taka að sér eigur hennar. Hann byrjaði á því að bjóða Jean Knick í ferðalag til Alsass. Knick var drepinn (blásýra) ekki langt fi'á stað sem heitir Bollwiller. Eftir að hafa reynt að taka út af banka- bók, sem hann fann á Knick, hélt Jcan-Bibtiste til Parísar. Þaðan sendi hann fjöldann allan af fölsuðum bréfum undir nafni Knicks til konu hans, sagði henni frá stórgróðafyrirtækjum, sem væru a prjónunum og bað hana að koma með fjölskylduna og öll hennar skil- ríki. Seinna lét hann svo fylgja skeyti og að lokum hlýddi frú Knick skip- unum. Fyrst var Gustav, elstti son- urinn, sendur. Hann dó. Seinna kom svo frúin með hin börnin. Jean Bab- tist tók á móti þeim á járnbrautar- stöðinni fór með þau í rólegt út- hvei'fi og slátraði öllum hópnum. Hann var nú hættur að nota blá- sýru — bara skóflu, hníf, öxi og ber- ai' hendurnar. Ef til vill hefur hann verið orðinn þreyttur, kannske hefur hann líka verið kærulaus. Hann gróf þau ekki nógu djúpt. Daginn eftir fundu land- búnaðarverkamenn þau.; og nokkrum dögum seinna fann lögreglan Jean- Baptiste. Verjandinn hélt því fram að hann væri ekki heilbrigður, en sakaruppgjöf vegna geðveiki hefur ekki verið algeng í Frakklandi. Ef spui't yrði, hvað Frakkland hefði uppá að bjóða til samanburðar við Murder Inc. í Bandarikjunum og John George Haigh í Bretlandi þá er svarið: Henri-Felix Petiot. Hann var þeirra mestur fjáraflamaður. Óti'úlegur ferill hans byrjaði á seytjánda aldursárinu; og hann byrj- aði nú raunar smátt. Hann var stað- inn að póstkassaþjófnaði. Það var rétt fyrir sti'íðið. Hann var munað- arleysingi í umsjá frænku sinnar og það var ekki gert. mikið úr póst- kassamálinu. Hann lærði læknis- fræði fram til ársins 1916, að hann vai' tekinn í herinn. Næsta sjálfsbjargartilraun hans var ábatasamari. Hann seldi eiturlyf, sem hann stal úr birgðageymslunum. Þegar hernum tókst loks að hafa Framhald á bls. 14 eftir ERIC AMBLER 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.