Vikan


Vikan - 09.10.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 09.10.1958, Blaðsíða 2
UNGFRU ANNA Framhald af bJs. 10. Kelly vatt upp segl og þau svifu hægt og tignarlega í átt til gisti- hússinsi ii . 1,3 Anna horfði enn á Kelly. „Það er eins og — eins og — þér líði svo vel með sjálfum þér. Ertu hamingju- samur?" „Eg held að.allir hafi sínar áhyggj- ur," sagði Kelly, „Eg hef miklar áhyggjur," sagði Anna. Kelly þagði. Hann horfði bara beint fram, Hann hafði lært það af reynsl- unni, að það borgaði sig ekki að kynnast ferðamönnunum of náið. En samt var nú þessi stúlka eitthvað sérstök, fannst honum. „Mamma er að skilja við pabba," sagði Anna, „Þetta er síðasta ferða- lagið þeirra, Þau kalla það „loka- uppgjörið"." Kelly þagði. Loks sagði Anna: „Mamma tekur mig. Það er hluti af lokauppgjörinu. En pabbi getur heim- sótt mig þegar hann vill." „Þér þykir vænna um móður þína, er það ekki?" Þetta var sjálfsögð spurning. Svarið var jafnsjálfsagt. „Mér þykir vænt um þau bæði." „Kannske giftast þau aftur ein- hvern tíma." Anna hristi höfuðið. „Mamma sagði, að þetta væri endanleg ákvörð- un um að skilja fyrir fullt og allt." Kelly sagði huggandi: „Ekkert er víst"; „Jú, þetta er víst." Stór barns- augun voru full af tárum. „Við mamma förum aftur til Englands. Fabbi verður eftir hérna. Ég er viss um, að þú hefur engar þessulíkar áhyggjur, Kelly." Kelly brosti. Svo andvarpaði hann. „Mig langar að giftast Susie, sem báturinn minn er skirður eftir," sagði hann lágt. ,,Mig langar til að eignast dálítið heimili og f jölskyldu. En það er dýrt.'V „En þú getur sparað, Kelly. Spar- að og sparað." Hann kinkaði kolli. „En það er líka Andros, sem spilar á trumburn- ar í klúbbnum. Hann vill líka gift- ast Susie. Það er meira upp úr því að hafa að spila á trumbur en að eiga seglbát. Kannske hefur Andros betúr." Anna varð vandræðaleg. „Smythe sagði að þú hefðir pund á klukku- tímann, og ég hef séð þig fara dag- lega með fólk. Þú hlýtur að hafa að minnsta kosti tíu pund á dag." „Hetmingurinn fer til hótelslns fyrir að fá að liggja við hótelbryggj- una. Svo," — Kelly hikaði — „heimt- ar Smythe tuttugu prósent fyrir uppfyndinguna eins og hann segir. Ennþá er ég að borga afborganir fyrir bátinn og það er ár þ'angað til ég er búinn að borga hann uþp." „Fyrir uppfyndinguna?" sagði Anna. Hún virtist undandi. „En það er ekki réttlátt —" Kelly varð allt í einu örvæntingar- fullur á svipinn. „En þú mátt ekki segja nokkrum manni þetta með uppfyndinguna. Smythe mundi þá sja tii þess að ég fengi ekki að leggja bátnum við hótelbryggjuna meir. Margir strákanna eru á höttunum eftir því. Við höfum ekki margt ann- að að gera, dálítil skeljatekt, fiskerí, að kafa fyrir ferðamennina — eða kanske vinna í námunum eða slát- urhúsinu:" Anna varð óánægð ásvipinn. „Þú talar ekki um þetta við neinn?" spurði Kelly. „Ekki ef þú segir engum frá mömmu og pabba. Hvar er Susie?" „Hún uppartar á hótelinu." Kelly stýrði bátnum fimlega upp að bryggj- unni. „Þá hef ég séð hana." Augu önnu ljómuðu. „Hún er falleg." Kelly kinkaði kolli. „Það finnst mér." Hann hjálpaði henni yfir borð- stokkinn upp á bryggjuna. Smythe tók á móti henni. „Þetta var dásamleg ferð, Kelly," sagði Anna og veifaði til hans. „Við verðum hérna í þrjá daga enn. Ég sé þig aftur." „Þakka yður fyrir, fröken Thomp- son," sagði Kelly. Hún var ekki komin úr kallfæri en Smythe sagði: „Það eru þrjár ferðir á tveim dögum. Við skulum semja um tvö pund, Kelly." „En það er meira —," byrjaði Kelly lágt. „Hugsaðu þig um. Það eru sex drengir, sem hafa augastað á pláss- inu við bryggjuna.,, Kelly rétti Smythe tvo pundseðla. 1 eldhúsinu þar sem hann fékk vatnsflöskuna og ísmolana hjá yfir- kokkinum, mætti Kelly Susie. Hún var með tóman bakka á öxlinni. „Halló," sagði Kelly brosandi. Susie brosti líka og kinkaði kolli til kokksins, sem fór að setja á bakk- ann. „Halló, Kelly," sagði hún. „Hitti ég þig klukkan sjö í kvöld við stóra tréð?" spurði Kelly dálítið órór. Susie hristi höfuðið. „Flugfélags- veizlan er í kvöld." „Annað -kvöld þá?" „Á morgun kemur skipið frá Sout- hampton. Og þrjár flugvélar. Ég verð að vinna frameftir." Kelly sneri önugur til hinnar Susie. Hann lagðist endilangur á dekkið og lokaði augunum. Þegar hann lokaði augunum fannst honum hann losna frá öllum áhyggjum. Susie vaggaði hægt . . . „Þessa leið, herra minn. Allt er tilbúið. Það er mér mikil gleði að fá yður um borð í skip mitt. Og yð- ur frú, og ungfrúna." Kelly vissi að verið var að bjóða Önnu og foreldrum hennar um borS í seglbát Smythes. Kelly vissi líka hvað mundi koma á eftir. Þau mundu fara á bátnum yfir að Kálströnd, Gulleyju og halda svo yfir að Nafn- lausarifi ,sem var langt úti í hafi og þar mundu þau renna fyrir túnfisk. Líklega mundu þau fá eins og sex smáa. Þá mundi Smythe bjóða í kokkteil. Hann mundi drekka einum of mikið að vanda og segja „sjóferðasögur". Kelly vissi að Smythe hafði verið rekinn frá West Palm Beach, Miami og Jamaiea. Nú var hann að reyna við Nassau. „Kelly, bless . . . Kelly," héyrðist áköf rödd kalla. Kelly settist upp. Báturinn var að renna út úr höfninni. Anna stóð í skutnum og veifaði. „Bless, Anna — ungfrú Thomp- son kallaði Kelly. „Góða veiði, herra Thompson." Kelly horfði á eftir þeim frá bryggjunni á föstudags og laugar- dagsmorgun. Á sunnudagsmorgun- inn fór hann á fætur klukkan fimm eins og venjulega og hjólaði til kirkju heilags Andrésar. Hann vann af kappi í tvo klukku- tíma við að fægja í kirkjunni. Þetta var hans venjulega sunnudagsvinna og hann hafði gaman af henni. Þegar hann kom út úr kirkjumii sá hann reyk stíga hægt upp frá Eyju Elskendanna. Hjarta hans tók kipp, því Anna hafði sagt honum daginn áður, að þau væru að fara. Hann var innan við fimm mínútur að hjóla niður á bryggjuna, og hann var ekki nema hálfa mínútu að hlaupa fram bryggjuna og hoppa um borð í bát gistihússiris, sem var með utanborðsvél. Hann setti í gang. Aðstoðarhafnarstjórinn, seiu hét Reed, kom hlaupandi. „Kelly, komdu upp úr bátnum," kallaði hann. Hann greip i tóið og dró bátinn að. Kelly fór ofan í vasann. Það glamp- aði á hnífsblaðið. Hann brá hnífrtum á tóið og báturinn var laus. Hann setti á fulla ferð og kjalröstin reis hátt. Kelly þekkti stutta leið kringum Kálströnd, yfir Landleysu til Eyjar Elskendanna. Hann lét vélina ganga eins og hún komst en eftir þvi sem hann nálgaðist fór hann að verða hræddari um að vera of seinn . . . Reykurinn óx og var orðinn þéttur og svartur. Bátur Smythes barðist við rifið, stefnið var brotið. Það var ekkert lífsmark um borð. Afturdekkið var í björtu báli og logarnir sleiktu reiðann. Kelly varð óttasleginn. „Ungfrú Thompson," kallaði hann. „Anna!" Logarnir snörkuðu. Botnalda lamdi bátnum við rifið. Hljóðið var eins og verið væri að brjóta risastóra eggjaskurn. Kelly horfði örvæntingarfullur í allar áttir. Hann kom auga á eitt- hvað, sem leit út eins og netakork- ur — það hoppaði á öldunum norð- ur frá, langt frá rifinu. Útundan sér sá hann tvo menn vaða í land úr Ióninu innanvið rifið. Þeir veifuðu ákaft. Kelly setti aftur i gang. Hann hélt í áttina til netkorksins. Það « reyndist vera Anna. Hún barði hand- leggjunum og sparkaði ákaft með fötunum og hreyfðist sífellt fjær rifinu. Fimm metrum fyrir aftan hana sá Kelly eitthvað í tæru vatn- inu — tvo iðandi gráa skugga. „Anna," kallaði hann. „Ekki sparka! Láttu þig bara fljóta! Vertu óhrædd!" Anna leit um 8x1. Hann sá undrun hennar og gleði. Feginleikurinn skein úr svip hennar. En hann sá líka ótt- ann í augunum. Báturinn fór fram hjá henni. Hann seildist en náði henni ekki. Hann sneri bátnum svo snöggt að honum næstum hvolfdi. 1 þetta sinn náði hann henni. Hann dró hana inn i bátinn. Þrem metrum fyrir aftan bátinn freyddi vatníð, þegar tvlir gráir skuggar breyttu um stefnu. „0," sagði Anna. Hún var náföl. „Ég gerði eihs og þú sagðir mér, Kelly. Ég synti burt frá rifinu. En — en —" það komu tár í augun á henni — „ég varð hrædd." Kelly klæddi sig úr skyrtunni og setti hana á skjálfandi axlir henni. „Þú stóðst þig vel, Anna. Hvað gerð-! ist?" Kelly var máttlaus og það voru svitadropar á dökkbrúnu enni hans. „Mamma og pabbi fóru í land á Eyju Elskendanna —," hún leit skyndilega upp. „Æ." „Það er allt í lagi með þau," sagði Kellý. „Við Freddie vorum að fiska við rifið," hélt Anna áfram. „Ég sagði honum að hann væri alltof nærri, Kelly." „Já." Nú fór hún aftur að gráta og Kelly þurrkaði henni varlega um augun með skyrtuerminni. „Þegar botnaldan kom," sagði Anna, „var hann, Smythe, framí lúkar að blanda sér meiri drykk. Við köstuðumst upp að rifinu og eitthvað sprakk. Ég man ekki meir — nema það sem þú sagðir mér — að synda til hafs." Hún greip .þétt í handlegg hans. „Hvar er Freddie?" „Ég held," sagði hann um leið og hann leit á flakið af skútunni — ,,ég held, að hann sé horfinn." „Nei, nei, Kelly," hún fór aftur að gráta. „Kelly —" Kelly lagði fingur á munn sér og sussaði. Hann var að athuga sjóinn ,sem hann þekkti á þessum slóðum eins og buxnavasana sína. Hann tók ákvörðun. Hann setti á fulla ferð og báturinn þaut gegnum ósinn. Anna fleygði sér í fang móð- ur sinnar. Faðir hennar lagði hand- legginn um þær báðar. Kelly sá hvorki né heyrði, öll hans athygli var við sjóinn handan við rifið. Eftir dálitla stund sagði hann: „Herra Thompson, ég held að við ættum að koma núna." Það voru regnbogalitir i kjölfar- inu, þegar þau brunuðu í áttina heim. Allt í einu reis Thompson upp. Kelly sagði ekki neitt. Hann var vanur undarlegri hegðun ferðamanna. En hann sló af ferðinni. Thompson horfði á gistihúsið. „Eg er búinn að taka ákvörðun," heyrði Kelly hann segja við konu sína. „Gistihúsið hérna er til sölu — og það er góð eign. Ég ætla að selja hitt fyrirtækið og reyna þetta. Viltu — viltu reyna með mér?" Frú Thompson stóð líka upp. Þess- ir vitlausu ferðamenn standa alltaf upp í bátnum, svo Kelly sló enn meir af hraðanum. Anna kom afturí og settist hjá Kelly. Það var hlátur i augum henn- ar. „Kelly," sagði herra Thompson allt í einu, „hvernig mundi þér lít- ast á að verða hafnarstjóri hótels- ins?" Kelly 'hugsaði sig um andartak. Framh. a bls. 14 Utgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Jökull Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.