Vikan


Vikan - 09.10.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 09.10.1958, Blaðsíða 3
Æ takmörkuwm Friðfinnur var maður nefndur og bjó í Skriðu í Skriðuhverfi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann var vel efnum búinn og hafði aldrei þurft að leita til annarra um neitt. Hann var mjúkur á manninn og blíðmáll og skipti aldréi skapi svo vart yrði við, utan hvað hánn roðnaði eilítið í andliti og varð enn blíðmálli en áður ef hægt var, ef honum rann í skap. Þegar Friðfinnur var kominn yfir áttrætt varð hann var sjón- depru, svo að hann gat ekki lesið gleraugnalaust. Ákvað hann því að' bregða sér til Akureyrar og fá sér gleraugu hjá Helga Skúla- syni augnlækni. Ekki fór hann í þessa ferð í neinum viðhafnar- klæðum en lét sér nægja heima- ofin vaðmálsföt. Þegar til Akur- eyrar kom, fór hann á fund augn- læknisins. Helgi skoðaði augu Friðfinns og að því loknu kvað hann upp þann úrskurð, að það yrði að spretta í annað augað á honum. — Haldið þér það ? spurði Frið- finnur . — Hjá því verður ekki komizt, sagði Helgi. — Ja, það verður þá að gera það, sagði Friðfinnur. Því næst tjáði Helgi Friðfinni, að hann yrði að bíða nokkra daga eftir spitalaplássi og lét Friðfinn- ur sér það vel líka. Nokkrum dögum seinna hringdi Helgi til Friðfinns og bað hann að finna sig. Þegar Friðfinnur kom á fund Helga sagði hinn síðarnefndi að nú væri' sjúkrahús- plássið fengið og allt til reiðu, nema Friðfinnur yrði að fá á- byrgðarmann fyrir sjúkrahúsvist- inni. — Haldið þ'ér, að það sé nauð- synlegt, sagði Friðfinnur. — Það þykir mér leiðinlegt. Eg hef aldrei þurft á ábyrgðarmanni að halda um dagana og nenni því ekki á gamalsaldri. — Hjá því verður ekki komizt, sagði Helgi. — Þetta er regla. — Má ég þá ekki alveg eins setja veð? spurði Friðfinnur. Helgi leit á vaðmálsföt hins aldurhnigna bóndamanns og sagði með nokkrum þjósti: — Hvað hafið þér eiginlega til að setja í veð? — M sosum eins og einar fimm jarðir, svaraði Friðfinnur. Friðfinnur var óðar tekinn á sjúkrahúsið og hvorki minnzt á ábyrgðarmann né veð. Sami Friðfinnur var eitt sinn að leggja inn rjúpur í Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík. Þetta var skömmu fyrir jól og farið að slá í rjúpurnar. Kaupfélagsmenn kvörtuðu undan skemmdum í rjúp- unum og tóldu þeir þær með öllu ónýtar. — M, haldið þið það, sagði Friðfinnur. — Haldið þið, að það séu ekki partar í þeim. Hann vildi láta þá kaupa ,,part- ana". Téður Friðfinnur var lengi í hreppsnefnd Aðaldæla og hafði með vegamál að gera.. Sigurður bóndi Baldvinsson í Garði í Aðal- dal var maður fluggáfaður, strið- inn og orðlagður um alla Þing- eyjarsýslu fyrir ýkjusögur sínar, sem hann sagði allar til gamans fólki. , Eitt sinn var það á hreppsnef nd- arfundi á Hólmavaði í Aðaldal að verið var að ræða um vega- ¦ mál sveitarinnar og reikninga Friðfinns í Skriðu, sem auðyitað voru allir hárréttir eins og vant var hjá Friðfinni. Þá stóð Sig- urður í Garði á fætur og „gagn- rýndi" reikningana, auðvitað til'•¦'" að stríða Friðfinni. Meðal annars sagði Sigurður, að Friðfinnur hefði ofborgað mörgum, sem unn- ið hefðu hjá honum í vegavinnu. Nefndi hann sem dæmi, að Frið- finnur hefði ofborgað tveimur son- um sínum (Sigurðar), svo að miklu hefði numið. Friðfinnur var óvanur því, að sér væri núið því um nasir að hann hefði fé sveitai1- sjóðs í sukki. Spratt hann á fætur rauður í framan og sagði: — Eg rukka það aftur. Sigurði varð ekki orðfall, en svaraði samstundis. — Ja, hvort þykir mönnum nú sennilegra, að Friðfinnum í Skriðu ofborgi, eða Siggi í Garði bara ljúgi ? IMæsta tölublað Vikunnar verður 60 síður í tilefni af 20 ára afmæli blaðsins „FRÍMEX" 1958 'tmm': Hinn 27. þ. m. var opnuð i boga- sal Þjóðminjasafnsins frímerkja- sýning, „Frímex 1958", sem til er stofnað að tilhlutan Félags ís- lenzkra frimerkjasafnara. Til- gangurinn með sýningu þessari er fyrst og fremst tvíþættur: Að kynna fólki helztu frímerkjasöfn, sem hér eru til og einnig að vekja áhuga manna á frímerkjasöfnun og gildi hennar almennt. Um hið fyrra er það að segja, að víst eru þarna ýmis góð og merk íslenzk söfn, og er þar fremst safn Póststjórnarinnar, sem að vísa er ekki eins vel sett UPP °S æskilegt hefði verið. Söfn Brynjólfs Sveinssonar og Guð- mundar Andréssonar eru mjög merk og einkar skemmtileg upp- setning er frá Karli Þorsteins: á ýmsum afbrigðum af „1 GILDI" merkjum, sem fræg eru að end- emum. Margs er þó að sakna, ög myndi vel hafa verið hægt að fá' á sýninguna heildarsafn einstak- lings af íslenzkum frímerkjum óg hef ði það geta orðið mjög skemmtilegt. Þá' eru þarna mjög: merkar fjórasamstæður frá Guð- mundi Andréssyni, t. d. af „Hópr flugi Itala" og einnig éitt hinná frægu umslagá :af sama setti. Til marks um verðgildi þeirra merkja má taka fram, að í London er t. d. hægt að fá „Hópflug Itala" ó- notað á £30, en á umslagi á £250. Af erlendum merkjum skal fyrst frægt telja hið frábæra norska safn, heildarsafn ónotaðra merkja, eig. Karl Þorsteins. Einn- ig eru stórmerk söfn frá Egypta- landi, elztu merki frá Danmörku, Grænlandi og Færeyjum. eig. Árni Jónsson. Þá eru svissnesk frí- merki, sem Guido Bernhöft sýnir og er það mjög gott safn. Isráel er sýnt i heild af Ingimari Bryn- jólfssyni. Brynjólfur Sveinsspn sýnir heildarsafn grænlenzkrafrí- merkja. Nokkrir ra,mmar í erlendu deildinni orka þó vægast sagt tví- mælis og hefðu forsjármenn sýn- ingarinnar í sumum tilfellum;geta verið vandlátari um val. . .; Flugfrímerki. eru hófð sérstök og er það afar. merkilegt. safn Arna Jónssonar," sem hefiir meðál annars að geyma elztu flugfrí- merki, sem út hafa verið : gefin, Þá sýnir Sigmundur Kr,, Agúgts^ son einkar skemmtilegt safn, ýmissa flugmerkja. Mótív-söfn éru nökkur á sýnirig- unni og hefúr;;þar tekizt einna . lakast til. 3-i • ¦.-• . ...:;:l.:.; Umslög eru höfð sérstök:.á sýn^ ingunni og er það næsta kynlegur sámtíningur; Langmerkast er .safn frá Magna R. Magnússyni áf' ís- lenzkum loftbréfum og bréfum,' sem opnuð voruraf striðsaðiljum í síðari heimsstyrjöldinni, feótt það láti ef til vill íninnst yfir.sér af öllum römmuni * sýningáfinhar. Einnig má get'a- sýningar' - frú Torfhildar Steingrímsdóttur á umslögum og isl. ..af brigðum..--, vi Annað á... sýningunni .;virðist ekki gefa tilefni til sérstakrar y,mT sagnar. 1 héiíd ér sýningin rrijbg smekklega sett upp og áðstæðuf allar gerðar^r-sem þægilegastar fyrir sýningargesti. Vonandi.nær hún betur síðar tilgangi "sírium; að vekja áhúga manriá á fri- merkjasöfnuri pg gildi hehhar, og ei' þá betur.farið en heima setið. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.