Vikan


Vikan - 09.10.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 09.10.1958, Blaðsíða 5
— Ég geri það. —Hefur nokkuð komið fyrir? — Já. — Ég hélt það. Það varð stutt þögn. — Mér þykir svo vænt um þig Drew, en ég elska þig ekki. Ég verð að segja þér það. En ef þú vilt enn giftast mér ... — Þú veist, að é g vil það. Hann tók um hönd hennar. — Hvenær, vina mín? — Ekki strax. Sir Reginald er veikur. Ég get ekki farið núna. En við getum trúlofað okkur. Drew leyndi vonbrigðum sínum. Hann hafði vonað, að þau gætu gift sig strax, áður en hún hefði tíma til að breyta um skoðun. Því hann var ekki alveg viss með hana. Nú vildi hún, að þau trúlofuðust. En það var ekki allt með felldu. Þessi athugasemd um að hún ekki elskaði hann. Hann hugsaði um hvað mundi hafa komið fyrir milli hennar og Símonar. Hann var viss um, að þau hefðu rifist. Guð minn góður, mikil er heimska mann- anna! Hvernig gat Símoni hafa sést yfir Nán og búið í sama húsi, farið til Prakklands og komið til baka trúlofaður Pollí? Hann átti það skilið, að giftast Pollí. En það var hræðilegt fyrir þau bæði, að hún yrði máttlaus alla æfi. Nan sagði fjölskyldunni fréttirnar daginn eftir og allir urðu hrifnir. Það var bara Stella, sém varð dálítið undrandi og rugluð. Þetta passar ekki, hugsaði hún. 1 gær grét Nan sig i syefn, og í dag er hún trúlofuð Drew. Stúlka eins og Nan trúlofar sig ekki svona. Eða var það ? Stellu langaði til að spyrja um margt, en hún gerði það ekki. Eftir hádegið fór hún að heimsækja Pollí. Hún var að fara til London eftir nokkra daga og mundi ekki koma strax aftur svo henni fannst að hún yrði að líta til hennar. — Nan ætlaði að giftast Drew, sagði hún þegar þær voru búnar að tala saman dálitla stund. — Hún sagði það við morgunverðarborðið i morgun. Hún þóttist sjá það á Pollí, að henni létti. — Ég hélt hálfpartinn, að hún ætlaði að gera það, sagði Pollí. —Þau eiga vel saman. Hvorugt þeirra er verulega skemmtilegt. Ég vona, að bókin hans Drew sé dálítið skemmtilegri en höfundurinn. —>• Persónulega finnst mér Drew mjög skemmtilegur. Og Nan er indæl. — Pollí yppti öxlum. — Það hefur hver sinn smekk. Hvenær ætla þau að gifta sig? — Ekki alveg strax. Pabbi er veikur eins og þú veist og Nan vill ekki fara frá honum fyrr en hann er orðinn betri. — Það var fallegt. Stella horfði á tilvonandi mágkonu sina. —Hvers vegna er þér alltaf svona illa við Nan, Pollí? — Mér líkar ekki við hana. — Afbrýðissöm vegna Símonar og hennar? — Vertu ekki með neina heimsku. Pollí teygði sig og geispaði. — Hvað er klukkan ? — Bráðum fjögur. — Dagarnir eru svo langir hér á þessum arma stað. Annars segir læknirinn, að ég megi fara í vikulokin. Er það í lagi, að ég komi heim til ykkar ? — Auðvitað, sagði Stella, en hún var að hugsa um það hvernig móðir hennar mundi kljúfa það, að hafa tvo sjúklinga I húsinu í einu. En hún hafði seinast í morgun sagt, að hún vildi ekki ganga á bak orða sinna. Simon vildi það líka, svo auðvitað mundi Polli verða heima hjá þeim. — Er ekki meiningin, að ég fái með mér hjúkrunarkonu ? — Það verður ágætt. Þar er ein fyrir, sem hugsar um pabba. Það verður heill spítali heima. Polli var flutt í sjúkrabíl til Highland Hall daginn eftir. Nan sá til þess, að hún fékk gott herbergi, stærsta og þægilegasta herbergið með glugga út að rósagarðinum þar sem síðustu rósir haustsins stóðu i blóma. Hún var borin upp stlgann og lögð i rúmið. Brátt átti hún að fá hjólastól og læknarnir bjuggust við því, að hún mundi geta gengið við staf um jól. Nan hafði verið úti kvöldið áður og ekki séð Símon. Daginn eftir stóð hún skyndilega augliti til auglits við hann þegar hún kom út af skrif- stofunni. — Eg heyri, að ég megi óska þér til hamingju. — Þakka þér fyrir. — Eg vona að þið verðið mjög hamingjusöm. Hún hafði ákafan hjartslátt. Guð minn góður, hvað hún hafði verið heimsk, að halda, að hún mundi komast yfir það. Hún skalf við það eitt að heyra rödd hans. — Ég komst að þeirri niðurstöðu, að það væri bezt að fara að þínum ráðum, sagði hún. — Það var snjallt af þér. Það var allt og sumt. Hann var farinn og hún stóð eftir og velti því fyrir sér hvort honum væri eihs sama og hann vildi vera láta. Auðvitað er honum það, sagði hún biturlega við sjálfa sig. Hvað var að henni? Hún varð að vakna af þessum vonlausa draumi fyrir fullt og allt. Atti hún ekki til heilbrigða skynsemi? Framháld í nœsta blaði. Gerist áskrifendur VIKUNNAR IVIOLYSPEED er nýtt Molybdenum efni til að blanda í smurolíuna. Þunn Molybdenum himna sezt á slitfleti vélarinnar ög þar sem þessi himna þolir hærri þrýsting (7000 kg. cm2) og hærri hita (400°C) heldur en smurningsolía, er Molybdenum himnan véhnni hin mesta vörn undir erfið- um kringumstæðum, jafn- framt því sem hún auðveld- ar ræsingu og gang við venjulegar aðstæður. Fyrir bifreiðastjórann þýðir notkun Molyspeed: Meiri viðbragðsflýti í ræsingu — léttari gang vélar- innar — vörn gegn rispum í legum — aukið afl — minni eyðslu. Molyspeed stíflar ekki olíusigti og blandast við all- ar tegundir smurolíu, þar með taldar efnabættar olí- ur og f jölþykktar olíur. Ráðlagt er að blanda Molyspeed í smurolíuna í ann- að hvert sinn, sem skipt er um olíu. Aðalumboð: Fjalar h.f. Skólavörðustíg 3 — Reykjavík. Símar 17975—17976 Til £>ess að vernda húð yðar ætluð pér að verja nokkrum mínútum á hverju kveldi til að snyrta andlit yðar og hendur meó Niveo-kremi. Það hressir, styrkir og sléttir andlitshúðina og hendurnar verða mjúkar og fallegar. Nivea-krem hefir inni að halda euzerit, sem er slylt eðlilegri húðfitu. Þess vegna gengur það djúpt inn í húðina, og hefir áhrif langt inn fyrir yfirborð hörundsins. Þess vegna er Nivea-krem svo gott fyrir húðina. VIKAN AC 177 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.