Vikan


Vikan - 09.10.1958, Side 6

Vikan - 09.10.1958, Side 6
Rökkiið seig' yfir smábæinn Entre- mont og það varð þessi undarlega þunglyndiskyrrð, sem fylgir alltaf komu haustkvöldsins. Seinustu bændurnir voru að koma heim af ökrimum og þungir trékloss- ar þeira glumdu um þorpsgöturnar. Títúr kaffihúsinu barst grófur hlát- ur þriggja sídrukkinna Vichyher- manna. Þess á milli var dauðaþögn og nið- ur árinnar Borne, sem rennur með- fram götunni, gerði fremur að undir- strika þögnina en að rjúfa hana. Rökkur í Entremont seint í sept- ember 1942. Þetta smáþorp í Frönsku Savoyölpunum hýmdi undir bröttum fjallshlíðunum og var þögult, eins og Frakkland var þögult. Það var dularfull, óróleg þögn. Jafnvel hiátrasköllin frá kaffihúsinu virtust ekki raska ró þorpsins. I tvö ár, frá uppgjöfinni 1940, var franska þjóðin kvalin og tvístruð undir oki hinna þýzku innrásar- manna; margir höfðu kosið að gleyma erfðafjandskap sínum við andstæð- inginn og játast undir Vichystjórn- ina. En þeir voru fleiri, sem strengdu þess heit að unna sér engrar hvíld- ar fyrr en Frakkland væri aftur frjálst. Á þessum tímum var í Entremont fólk af báðum þessum hópum og það vann saman, talaðist við, bjó jafnvel undir einu þaki. Og fáir gátu vitað með vissu hvorum aðilanum nágranni þeirra fylgdi að málum. Dálítill hópur bænda fór hjá kaffi- húsinu um leið og hlátrasköllin bárust að innan. „Úff! Glæsimennin úr hinum stór- kostlega Garde Mobile!“ Einn þeirra hrækti fyrirlitlega í átt til veitinga- hússins. ”„Þegiðu, Gaston!“ sagði annar. „Það er heimska að tala svona hátt.“ „Vichysvín,1 muldraði Gaston. „Og einn þeirra er héðan úr þorpinu. Þú manst eftir honum — Leduc. Hann var einu sinni nágranni minn. Nú heldur hann, að hann sé yfirboð- ari minn. Svei!“ Og hann skyrpti aftur enn fyrirlitlegar. „Þetta er ekki rétt hjá þér, Gaston. Leduc er okkar megin,“ sagði þriðji maðurinn lágt. „Margir þeirra í Garde Mobile eru viðkunnanlegustu menn. Þeir koma að gagni, þegar þar að kemur.“ „Úg mundi skammast mín fyrir að fara i þennan búning,“ þrætti Gaston. En félagar hans drógu hann burt með sér í skyndi, þegar her- mennirnir þrír skjögruðu út úr kaffi- húsinu og eigruðu í hina áttina. Bændurnir héldu leiðar sinnar og myrkrið seig yfir þorpið. Brátt heyrð- ust ekki önnur hljóð en fjarlægar stunur búsmalans og niður árinnar. Entremont var í svefni. Antoinette Brelin hreyfði sig undir ábreiðunni og opnaði augun. Sólin skein inn um gluggann og léttur andvari bærði gluggatjöldin. FÆRIÐ Hún settist upp í rúminu, teygði sig og stundi af vellíðan. Þá tók hún ofan af sér sængina og gekk út að glugganum. Foreldrar hennar voru einfalt fólk er, samt var í þessari stúlku eitt- hvert þögult stolt, eðlislæg göfgi, sem skildi hana frá hinum stúlkun- um í þorpinu. Hún var líka falleg. Léttur náttkjóllinn huldi að hálfu mjúkar línur líkamans, grannt mitt- ið og fagurskapaða leggina. Hún stóð við gluggann og augu hennar ljómuðu, þegar hún leit yfir í garð nágrannans. Þar var Gérard Badeau, hinn myndarlegi fyrrverandi liðþjálfi í Chasseurs Alpin — frönsku fjallahersveitunum. Hann bjó einn í næsta húsi. Hún horfði í aðdáun á Gérard og fann óljóst til löngunar að vera hjá honum í sólskininu. Hann vann nak- inn að beltisstað og vöðvarnir hnykl- uðust undir dökkri húðinni, þegar hann hreyfði sig. „Heyrðu, Toni! Hættu nú að glápa á kærastann svolitla stund og færðu okkur pabba vinsopa." Antoinette hrökk við og leit niður á glottandi andlit bróður síns. Páls, sem horfði upp til hennar. Þá leit hún yfir til Gérards og roðnaði, því hann horfði á hana og brosti. Hann hafði heyrt athugasemd Páls. „Bonjour, mon amour!" kallaði hann stríðnislega. Antoinette flýtti sér frá gluggan- um og hugsaði um hvað það getur verið óþægilegt fyrir átján ára stúlku að eiga fjórtán ára bróður. Hún fór úr náttkjólnum og smeygði sér í einfalda blússu og pils. Hún var mjög falleg, jafnvel þó hún væri Frá andspyrnuhreyfingunni! ótilhöfð og hárið félli óhindrað nið- ur yfir axlimar. Hún fór niður í eldhúsið, hellti rauðvíni í tvö glös, lét þau á bakka og fór út i garðinn. Hún var þvi feg- in, að vinnustofan þar sem faðir hennar, George, vann að smíðum sín- um, skyggði á Gérard, þar sem hann var að vinna. Hún gat ekki þolað, þegar hann var að striða henni og henni leiddist að hann leit alltaf á hana eins og krakka. Þegar Antoinette kom inn á verk- stæðið, hættu faðir hennar og Páll að vinna, dustuðu sagið úr fötunum og settust á bekk til að drekka vínið. „Hvar er mamma?" spurði Anto- inette. „Hún fór i búðir," sagði faðir henn- ar. „Þú ættir nú að hjálpa henni." „Hvað ertu að smíða, pabbi?" „Bollaskáp og borð.“ „Handa okkur?" „Nei. Það er handa viðskiptavini." „Nú, jæja!“ hrópaði Páll. „Þú vilt ekki heldur segja Toni það. Ég er viss um, að þetta er fyrir óvinina. Fleiri húsgögn fyrir Vichyhermenn- ina, svo að svínið Lefevre hafi meiri þægindi við sín myrkraverk!" George Brelin snéri sér gramur að syni sínum. „Þegiðu, drengur. Ég er margbúinn að segja þér það, þessi reiði þín á eftir að koma þér i klandur. Heldurðu að mér finnist gaman að vinna fyrir þá? En ef ég geri það ekki, deyjum við úr hungri — og hvaða gagn væri það fyrir Frakkland ?“ „Monsieur Martin segir byrj- aði Páll einbeittur. „Æ, þessi kennari." Brelin band- Seinna um daginn laumaðist Anto- inette að heiman og hélt til uppá- haldsstaðarins síns við ána, þar sem hún baðaði sig oft á sumrin. Hún fór í baðfötin og horfði niður á líkama sinn. Það var eins og hún hefði á örfáum dögum breytzt úr gelgjulegum stelpugopa í fullvaxna konu. Hún fann til líkama síns og þráði að láta vatnið lykjast um sig. Hún stakk sér út í tært vatnið og leið vel þó hún sypi kveljur vegna skyndilegs kuldans. Hún synti fimlega út í strauminn og naut mjúkra atlota hans. Á eftir, þegar hún lá og sólaði sig í grasinu, fór hún aftur að hugsa um Gérard, og um Pál og föður sinn. Faðir hennar hafði líka á réttu að standa, á sinn hátt. Hún var viss um, að hann hefði gert nákvæmlega það sama á Páls aldri — stýrt „leyniher" skólabræðra sinna í smáskærum gegn Vichyhern- um. En nú var hann faðir, sem var að reyna að vernda fjölskyldu sína. Og hvað með Gérard? Flestir her- deildarfélagar hans voru nú í leyni- hernum, en það var eins og hann hefði gleymt allri föðurlandsást. Hvemig gat maður, sem hafði barizt eins hetjulega fyrir ættjörðina allt í einu verið orðinn skeytingarlaus um örlög hennar? Þama rak hugsanir hennar í stanz. Hún reis á fætur og seildist í föt- in sín. Þegar hún var klædd, gekk hún hægt götuna heim að húsinu. Þegar hún kom heim í garðinn var sólin að ganga undir og það var farið að kólna í lofti. MÉR KðNUNA! aði með höndunum. „Hann fyllir ykkur með vitleysu. Hættu að hugsa um þennan barnaskap og farðu með körfuna þá arna yfir til frú Favre." Páll kinkaði kolli í uppgjöf, lauk úr glasinu og tók töskuna. Antoinette gekk með honum yfir garðinn og út um litla hliðið út á götuna. „Heyrðu, Páll,“ sagði hún við bróð- ur sinn, „pabbi hefur miklar áhyggj- ur af þér —- og það hefur mamma líka." „En ég er stór og sterkur eftir aldri," svaraði Páll. „Við erum líka of snúnir fyrir þá i Garde Mobile. Monsieur Martin segir, að Frakkland verði að halda áfram að berjast með öllum ráðum þangað til síðasti Þjóð- verjinn er hrakinn úr landinu." „Þú, með þinn Monsieur Martin," sagði Antoinette hlæjandi. „Þú tal- ar eins og hann væri einhver guð . . “ „Nú, hann hefur að minnsta kosti hugrekki til að breyta eftir sann- færingu sinni,“ svaraði Páll. „En þinn kæri Gérard .... engum getur dottið í hug, að hann hafi einhvern tíma verið í Chasseurs. Honum er sama um örlög Frakklands — hann hefur ekki áhuga á öðru en líðan hænsnanna sinna." „Það er ekki satt!" svaraði Anto- inette reið. „Þú veizt vel að Gérard fékk heiðurmerki fyrir hugrekki, áður en vopnahléð var samið. Og hættu að minnsta kosti að kalla hann Gérard minn — mér er alveg sama um hann!“ „Þvi skyldirðu þá vera að verja hann svona ákaflega?" sagði Páll. Antoinette roðnaði í annað sinn á þessum morgni og sagði ekkert. Það virtist óvenju hávaðasamt í þorpinu. Hún hljóp að hliðinu og út á götuna. Þorpsbúar stóðu í hópum fyrir framan hús sín og töluðu i lágum hljóðum. Það var órói yfir þeim. Antoinette fór inn og fann undir- eins að það lá eitthvað í loftinu. Móð- ir hennar sat þegjandi í horninu við ofninn og var að bæta skyrtu. Hún hafði grátið. „Hvað hefur gerzt, pabbi?" snökti Antoinette. „Þeir eru búnir að taka Monsieur Martin fastan." „Nei!“ Það var angistarhreimur í röddinni. „En hvers vegna? Hvað hefur hann gert af sér?" „Hann var í leynihernum," svaraði faðir hennar. ,,Æ, hvers vegna láta Frakkar svon hver við annan, er það ekki nóg, að Þjóðverjarnir eru óvinir okkar?" „Landið er sjúkt," sagði George Brelin hægt. „Fólk er ruglað, skemmt, afvegaleitt. Það hagar sér eins og börn og þetta er afleiðingin. Ástand eins og þetta kallar fram það versta í mörgum. Það er ástæð- an,“ — og hann lei't beint í augu dóttur sinnar. — „Ég vil ekki að fjölskylda mín blandi sér neitt i þetta. Það kemur að því, að Frakk- land verður frjálst aftur. Við getum ekkert flýtt þvi með asnastrikum . . “ Það kom glampi í augu Antoinette. í fyrsta sinn á æfinni langaði hana til að deila við föður sinn. Hún fann skyndilega að öll hennar samúð var með Páli. „Kannske heldur fólk áfram að berjast af því að það hefur stolt," sagði hún ögrandi. Framhald á bls. 7. / c VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.