Vikan


Vikan - 09.10.1958, Síða 7

Vikan - 09.10.1958, Síða 7
Gamla konan vill ekki liggja kyrr I júlílok árið 1868 var lík ungfrú Beswick, sem hafði legið smurt i safninu í Manchester meira en öld jarðað í kirkjugarðinum í Harpurt- hey. Manshester Guardian sagði svo frá þessum atburði: EINKENNILEG JARÐARFÖR: tuttugasta og annan júlí voru jarð- neskar leifar fröken Beswick fluttar frá safninu í Peter street og jarð- settar í kirkjugarðinum í Harpurt- hey. Talið er að þessi kona, sem dá- Áður en faðir hennar gæti svar- að var hún þotin upp á loft að finna Pál. Hann sat ólundarlegur á rúmi sínu. „Þessi svín!“ sagði hann. „Þeir skulu borga fyrir þetta. Pabbi lokaði mig inni, annars hefði ég farið og barist við þá. Við rifumst hroðalega. Hann sagði, að ég hugsaði ekkert um mömmu -— og ég — ég kallaði hann svikara. Hann skipaði mér upp í herbergið .... Mamma fór að gráta.“ Hann beygði af. Antoinette sat hjá honum á rúmstokknum og lagði handlegginn yfir um axlir hans. „Það er brjálæði að halda að þú hefðir getað gert eit'thvað til að bjarga Monsieur Martin,“ sagði hún blíðlega, „Þú hefðir verið tekinn líka. Kannske drepinn. Og hvaða faðir mundi leyfa syni sinum að fórna lífinu fyrir kjánaskap ? Það var held- ur ekki fallegt af þér að kalla pabba svikara." „Já, ég veit það. En þú verður að skilja hvernig mér leið, þegar ég heyrði að búið væri að taka Mon- sieur Martin. Ég verð að biðja pabba afsökunar. Ég veit að honum gengur ekki annað til en að vemda okkur — en við verðum að halda áfram að berjast, fremur en nokkru sinni íyrr.“ Páll reis á fætur og gekk yfir að glugganum. „Þetta verður bráð- um ennþá verra. Þjóðverjarnir ætla að kveða niður andspyrnuhreyfing- una. Við verðum að sýna þeim, að það er ekki enn búið að sigra Frakk- land.“ Ótti og aðdáun á bróðurnum tog- uðust á um Antoinette. Þetta var til- finning, sem hún átti eftir að finna til í vaxandi mæli þá mánuði, sem á eftir komu. Eftir því sem á veturinn leið urðu Páll og vinir hans framkvæmda- samari gegn Vichyhernum og Þjóð- verjarnir urðu sífellt æfari. Þeir hegndu þeim meðlimum Garde Mo- bile, sem þeim fannst ekki nóg hafa að verið og fjölguðu Vichyhermönn- unum á svæðinu. Þeir þröngvuðu líka Vichystjórninni í mars til að setja upp fangabúðir. Dag einn þá um vorið reyndu Páll og félagar hans að ræna mat- vælavagn. Bílstjórinn hafði lagt vagninum utarlega í þorpinu og ætl- aði að fá sér að borða. Fern augu fylgdust með honum úr fylsni hand- an vegarins, þegar hann gekk nið- ur að veitingahúsinu. Páll Brelin brosti ánægður. „Nú er tækifærið," hvlslaði hann að fé- lögum sínum. „Pétur — þú ferð nið- ur að beygjunni á veginum og vakt- ar óvinina. Max — þú verður á verði hinu megin á meðan við Ferdinand snúum okkur að bílnum." Unglingarnir fjórir fóru úr fylsn- um sínum hver í sína átt. Páll og Henry hlupu að bílnum, þeir höfðu poka á bakinu. Þeir fóru að láta matvæli í pokana og höfðu hröð handtök. Framh. á bls. 1J/. in er fyrir meir en hundrað árum, hafi verið svo hrædd um að verða jörðuð lifandi, að hún hafi ánafnað lækni sínum og ættingjum hans fastri fjárhæð svo lengi sem líkami hennar yrði ofanjarðar. Læknirinn virðist hafa tjöruborið líkið og vaf- ið það síðan með böndum nema and- litið og komið þannig í veg fyrir að hún yrði jörðuð eins lengi og hann gat. Múmían hefur verið geymd í söl- um Náttúrugripasafnsins í Man- chester um árabil og hafa margir skoðað hana þar. Við endurskipu- lagningu safnsins hefur nýja for- stjóranum ekki lengur þótt þetta æskilegur safngripur og því verið ákveðið að jarða hana nú. Það var skömmu eftir að innrásar- óttinn var hjá liðinn, að bróðir henn- ar veiktist. Menn héldu að hann væri dáinn og kistulögðu hann. Það átti ' að fara að skrúfa lokið á kistuna, þegar tekið var eftir þvi, að augnalok hans bærð- ust og hálsinn hreyfðist óljóst. Lækn- irinn setti undir eins spegil fyrir vit honum og varð meir en iítið hissa, þegar í ljós kom að hann andaði enn. Herra Beswick var undireins tek- inn úr kistunni, lagður í rúm þar sem hann lá í dvala dögum saman. Hann náði sér aftur — og lifði lengi eftir það. Þessi atburður hafði svo mikil áhrif á gömlu konuna, að hún gerði erfðaskrá þar sem hún eftirlét White eftir draugasaga V. Wentworth Þessi einkennilega saga hefst 1745. Charles Edward prins sótti þá suður yfir England með skoska heri sína og þeir unnu víða skemmdar- verk og frömdu rán. Mikill ótti bjó um sig meðal íbúa norðurhéraðanna. Þeir, sem gátu, styrktu varnir sínar en þeir, sem ekki gátu það fluttu ýmist fjársjóði sína burtu eða földu þá. Það gerði hin roskna ungfrú Beswick, lafði af Birchen Bower, Rose Hill og Cheert- wood, þa rsem nú stendur Manchest- erborg. Hin aldna ungfrú Beswick, sem lík- lega hefur rekið bú á öllu óðali sínu þar til hún var orðin of gömul til þess, flutti að lokum frá óðalinu og settist að í dálitlu steinhúsi við myllu- lækinn, sem rennur gegnuin garðinn umhverfis óðalssetrið. Þegar skozku herirnir komu, varð bún skelkuð og seldi mest af lausum eigum sínum í skiptum fyrir gull, sem hún síðan faldi ýmist í húsinu eða garðinum að því er sagt er. Sú varð raunin á, að Skotarnir komu ekki til Birchen Bower. Ungfrú Bes- wick lifði lengi eftir þetta. lækni, manninum, sem bjargað hafði bróður hennar frá gröfinni og sem líka var læknir hennar sjálfar, eig- ur sinar. Hún setti það skilyrði, að hann og afkomendur hans skyldu fá tekjurnar af jarðeigninni „svo lengi sem líkami hennar væri ofanjarðar.“ Þess vegna var það að White lækn- ir tjörubar hana, vafði líkið og setti það á Náttúrugripasafnið, þegar hún dó. Þannig tókst honum að lifa við allsnægtir það sem eftir var æfinn- ar á Beswickarðinum. Nokkru áður en gamla konan dó sagði hún ættingjum sínum, að ef þau vildu bera hana frá húsinu upp gegnum garðinn gæti hún sýnt þeim hvar hún hefði falið fjársjóðinn, þegar skotarnir komu. Hún gekk fast eftir þvi, að þetta yrði gert. Samt var þetta ekki gert þann dag en þá var það líka orðið um seinan. Henni hrakaði svo að hún gat ekki hreyft sig og dó nokkrum dögum siðar. Hún lét eftir sig fyrirmæli í erfðaskránni um það að hún yrði flutt til Birchen Bower tuttugusta hvert ár og látin vera þar yfir nótt. Húii stóð þar í rökkrinu þrjósk og ógnandi . . Gamlir menn í nágrenninu fullyrtu að hún hefði verið flutt þangað að minnsta kosti tuttugu sinnum und- anfarin hundrað ár, þegar John H. Ingram rannsakaði málið 1888. Hún hefði verið látin vera í hlöðunni. En ekki lá hún þar þó alveg i ró og friði. Hestar og kýr, sem bundin höfðu verði á bás eða lokuð inni í húsi kvöldið áður fundust að morgni úti á víðavangi. Jafnvel henti það einu sinni að kýr fannst uppi á hlöðulofti. Enginn gat gefið skýringu á því hvernig hún væri þangað komin því það er með öllu óhugsandi að nokk- ur kýr fari upp stigann á loftið! Svo er það sagan af Joe. Hann vann við mylluna. Hann hafði þunga fjölskyldu og var sárfátækur. Það er að segja þangað til hann kom að Birchen Bower, sem þá var leigu- jörð. Nokkrum vikum eftir að hann ílutti þangað tók hann sér ferð á hendur til Manchester og lagði leið sína til gimsteinasalans Oliphants við torg heilagrar önnu. Hann hafði meðferð- is mikla blikkkistu. Þegar hann kom aftur út var hann kistulaus en brosti gleitt. Eftii' þetta óx veraldargengi fjöl- skyldu hans. Þau lifðu árum saman í vellystingum. Þetta var auðvitað lagt út á þann veg, að hann hefði fundið fjásjóð unfgrú Beswick. Hann viðurkenndi líka að hafa rif- ið upp fjöl úr gólfinu í draugastof- unni handa einu bainanna. Þegar hann gróf dýpra kom hann niður á blikkistu, sem í voru gullklumpar. Oliphant borgaði þrjú og hálft pund fyrir klumpinn. Manni gæti dottið i hug að img- frú Beswick hefði hætt að sjást eft- ir þetta. En það var öðru nær. Eftir því sem Ingram kemst næst á hún að hafa sést nærri gömlum brunni um það leyti sem væntan- legur erfingi eignanna var að gera kröfu til þeirra. Bóndi nokkur var að sækja vatn, en þegar hann kom að brunninum sá hann gamla konu í silkikjól og með hvíta húfu. Hún stóð þar í rökkrinu þrjózku- leg og ógnandi, bláleitur ljósstraum- ur virtist stafa frá augum hennar ag maðurinn varð örvita af hræðslu. Þessi sýn var túlkuð sem svo að gamla konan yndi sér ekki hvíldar fyrr en eignin væri i höndum réttra erfingja. Enn þann dag í dag er sagt að gamla konan sé á ferð þarna í ná- grenninu. Stundum sést hún ganga hauslaus milli brúarinnai' og hlöðunnar en það er mönnum ráðgáta hvers vegna hún ætti að vera hauslaus, því ekki missti hún höfuðið að því er menn vita. Það er líka sagt, að hún taki stundum á sig mynd hinna og þess- ara dýra. Hvort sem hún er nú haus- laus eða í dýrslíki þá hverfur hún ’ alltaf nálægt hesthúsinu — þaðan er komin sú saga, sem gengur um sveitina, að þar sé hluti fjársjóðar- ins falinn. VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.