Vikan


Vikan - 09.10.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 09.10.1958, Blaðsíða 10
„Og þegar hákarlarnir koma, ímyndar maður sér að þeir séu hnýsur" iiaföi Kelly sagt henni Sóls*(inið skar í augun. Suðaustan- vindurinn var hlýr og mjúkur. Hafið glampaði í ótrúlegustu litbrigðum. Kelly mókti á dekkinu á litlum segl- b'áti og hafði fellt seglið svo það skýldi augum hans fyrir sólinni. „Kelly," var kallað hátt og hrana- léga. En Kelly mókti áfram. Neðan- undir honum, djúpt niður í smaragð- grænu vatninu voru örsmá dýr að verki og byggðu viðbót við eyna — eins og þau höfðu verið að verki um mfljón ára við að mynda þau risastóru kóralrif, sem bera nafnið Brezku Vesturindíur. „Kelly"! Rödd hafnarstjórans, Freddie Smythe, var jafn hávær og svipurinn var önugur. Kelly opnaði augun hægt. Það skein í hvítar tenn- urnar um leið og hann sagði. „Já, herra Smythe." stjórann og Smythe leit á armbands- úrið sitt og, sagði: „Kelly er áreið- anlegur. Hún hefur nógan tíma til að skreppa fyrir morgunverðinn." Kelly leit upp dálítið órólegur. Húð hans var dökkbrún; auguh skær. Fað- irinn leit á konuna áður en hann sagði nokkuð. Svo sagði hann: „Jæja þá, Anna mín." Hann leit rannsak- andi á Kelly. „Þér verðið að koma aftur með hana fyrir morgunverð. Hvað kostar það?" Smythe tók skyndileg fram í „Það er í lagi. Það kostar pund á klukkustund fyrir einn farþega. Við bætum þvi bara á hótelreikninginn." Anna klifraði áköf um borð í Susie. „Þér gætið hennar vel," sagði faðirinn. Kelly kinkaði kolli og brosti. „Hafið engar áhyggjur, herra." Hann Hún var orðlaus í nokkrar mínútur. „Ó, herra Kelly," sagði hún loks, „þetta er dásamlegt." „Já," sagði Kelly lágt. Hann fann að hún hafði skynjað töfra eyjar- innar og þessi tilfinning hlýjaði hon- um. ,,Nú, ef við höldum áfram, get ég sýnt yður Gulleyjuna." „Meinarðu þá raunverulegu Gull- eyju?" Kelly sagði: „Það held ég. Það er sagt, að þetta sé eyjan þar sem Stevenson fékk hugmyndina að sög- unni." Þáu undu aftur upp segl. Kelly sagði: „Langar yður til að stýra?" „Guð, já! Það er dásamlegt, herra Kelly." Stúlkan greip með báðum höndum um stýrið. „Kallið þér mig bara Kelly," sagði hann. Hann fór framí lúkar og sótti UNGFRÚ ANNA „Hypjaðu þig með bátskriflið þitt frá bryggjunni," urraði Smythe. „Ég á von á gestum." „Já, herar." Hægt og hnitmiðað vatt Kelly upp seglin á Susie og ýtti frá. Litli seglbáturinn skreið frá bryggjunni. Þrjátiu og sex feta langur seglbát- ur Smyths rann glansandi upp að bryggjunni þar sem Susie hafði legið. Kelly varpaði akkeri skammt frá ströndinni og horfði forvitinn á við- skiptavini Smythes: miðaldra mann, tígulegan og skarpleitan, sólbrennda, gráhærða konu — hún var vel vax- in', fannst Kelly, en sorgmædd á svip- inn; og mæðulegt, dökkhært stúlku- þarn. Þetta vár um klukkan sjö að mórgni. Meðan viðskiptavinirnir ræddu við Smythe, tók Kelly fram gítárinn og söng Calypsó. Hann var söngyinn og haf ði skemmtilega, hrjúfa rödd. My God it was thirty-three souls on the water; Rú'n come see, run come see. Thirty-three souls on the water; Run come see, Jerusalem. Vðiskiptavinirnir luku erindi sínu við Smythe og héldu í áttina heim að gistihúsinu. Stúlkan heyrði Kelly sýhgja: og sagði eitthvað við skarp- leitá manninn, sem fór ofan í vasa 'sihri.Kelly hætti að spila. Hann greip þenirigihiv sem hent var til hans. ' „Þákka yður fyrir, herra," sagði Keily og ljömaði. :. '„Þakká yður fyrir." '"Stúliöuvhorföi lengi á Kelly. Hún srieri sér að manninum og Kelly riéyrði hana segja: „Pabbi, mig lang- ár&ð' fará út að sigla." Kelly hafði hvjög góða heyrna, þégar hann vildi heyi-a.'! Faðir stúlkunnar leit á hafnar- brosti feimnislega til farþega síns. Hann dró upp akkerið. „Ég er Anna Thompson," sagði stúlkan, þegar Kelly settist niður. „Þú ert Kelly, ég þekki þig." Hún horfði á bryggjuna fjarlægjast. „Koma ekki hroðaleg óveður hérna, herra Kelly." Kelly kinkaði kolli. „Vilduð þér ekki heldur sitja hérna megin. Við verðum að beygja." Hún hlýddi. „Stundum," sagði Kelly um leið hálfslitersflösku af vatni með nokkr- um ísmolum, sem hann hafði fengið á hótelinu. Hann tók stóran sopa. „Mig langar líka í, Kelly," sagði Anna. Hún ljómaði. Kelly varð vandræðalegur. Hann hafði ekki bolla eða annað til að drekka úr. „Réttu mér flöskuna," sagði Anna og sleppti annari hendinni af stýr- inu. Kelly hlýddi og hún teygaði úr flöskunni. „Drottinn minn," sagði hún. „Þetta var gott. Það er eins og EFTIR RDNALD SERCDMBE og Susie tók aðra stefnu, „koma ofsarok. Það er stormsveipur á ferð- inni núna hjá Puerto Rico, við köll- um hann Betsy. Hann fer í áttina hingað, en það er sagt að hann fari um hundrað mílum utar." ,,Nú," hún virtist æst. „Verður þá hvasst og mikil rigning?" Kel'v hristi höfuðið og horfði nið- ur í sjóinn. „Það hækkar kannske 1 sjónum. Það er strax f arið að hækka í honum. Straumarnir verða öðru vísi. En það verður hvorki hvasst eða rigning." Hún virtist vonsvikin. Kelly benti á tréfötu, sem lá í bátnum. „Við erum ekki langt frá Sjávargörðum. Það er glerbotn í föt- unni. Þú setur hana útbyrðis, rétt ofan í vatnsskorpuna. Þá geturðu séð garðana." Hann felldi seglið. Þau rak yfir garðana. A fjögurra faðma dýpi sá Anna gult, grænt og rauð- leitt þangið fljóta eins og konuhár. Regnbogalitir fiskar og aðrir und- arlega lagaðir sveimuðu um þang- skóginn. allt sé gott við þessa eyju." Þegar þau komu upp undir Gull- eyjuna, tók Kelly við stýrinu. Eyjan var drungaleg og skuggi hennar ógnandi. Hátt yfir þeim reis grár kóralveggurinn eins og hraun. Þá voru nokkur kókóshnetutré og ein- staka runni á stangli. Það var eng- an fugl að sjá, ekkert líf; allt var hljótt nema hvað dimmt brimhljóð heyrðist. En það var einmitt brimhljóðið, sem dró að sér athygli Kellys. Hann lagði snöggt á stýrið. „Við erum búin að vera hálftíma," sagði hann. „Ég held við ættum að snúa við." Anna var með armbandsúr. Hún leit á það og sagði: „Við erum ekki búin að vera nema tuttugu og fimm mínútur. Ég vil ekki snúa við strax." „Við verðum að gera það, fröken Anna." Þau sneru við. Eftir dálitla stund sagði Anna: „Ó, sjáðu, er þetta ekki dásamlegt?" Kelly kinkaði kolli. Þau höfðu siglt nærri kóralrifi með vínviði, pálm- um og stórum eikum. „Þetta er Eyja Elskendanna," sagði Kelly lágt. „A bak við þessi pálmatré er dálítill kofi." „Getum við farið í land?" Kelly felldi seglið. Brún augu hans einblíndu niður i sjóinn. Hann hlustaði eftir brimhljóðinu. „Ég held að það sé ekki gott að komast yfir rifið inn á lónið núna." Hann horfði aftur til sólar. „Auk þess . . ." Hún maldaði í móinn. „Það gerir ekkert þó ég komi hálftíma of seint." Hún horfði á lónið fyrir innan rif- ið. Vatnið var kristaltært; sandurinn skjannahvítur. „Kelly . . ." Hún þagnaði. „Kelly, ég vildl að ég væri systir þín. Ég mundi fara með þér hingað á hverjum degi." Kelly brosti svo að skein í hvítar tennurnar. „Eg mundi glaður fara með þig hingað á hverjum degi." A þessu augnabliki fann Kelly að hafið ókyrrðist og báturinn nötraði. Það var enginn timi til að vinda upp segl svo hann greip til áranna. Hann sneri bátnum í angist þannig að stefnið vissi í suðaustur. Þá réri hann, réri eins og óður væri. Susie hreyfðist hægt og silalega burt frá eynni . . . Þau komu i öldufaldinn. Susie reis eins og lyft af tröllshendi. Kelly sleppti árunum og þreif önnu. Hann fleygði henni niður á botnin báts- ins. Það kom önnur tröllvaxin alda; og enn önnur. Þær brotnuðu á rif- inu tuttugu metra aftan við Susie og reistu háa vatnsstróka upp í loft- ið — vatnsstrókarnir féllu niður eins og glitrandi fossar. Aðsogið dró Susie nær rifinu. Aftur greip Kelly árarnar og réri eins og óður maður .En ógnunin var liðin hjá eins snögglega og hún kom. Sjórinn var sléttur, glitrandi, falleg- ur, með löðurflekkjum. Anna leit upp. Augu hennar voru starandi og andhtið fölt. „Hvað var þetta eiginlega, Kelly?" Hann dró andann djúpt. „Þetta voru botnöldur —- frá fellibylnum, hugsa ég. Þær eru hættulegar. Þær geta gert mikið tjón jafnvel þó felli- bylurinn sé langt í burtu." „En — en —" Anna leit á lygnt hafið, heiðan himininn, bjarta eyna. „Það er ekkert til viðvörunar." „Þessvegna eru þær hættulegar. Þær geta brotið skipin við rifin. Eg hef séð það." Anna skalf. Augu Kellys bjuggu yfir einhverju. „Þegar það kemur fyrir, Anna — þegar skip brýtur við rifið — hleyp- ur maður fyrir borð og syndir eins og maður getur út á dýpra vatnt. Og þegar hákarlarnir koma, ímyndar maður sér að þeir séu hnýsur." Hún leit á hann í eftirvæntingu. Það var ótti í augum hennar, en samt skein úr þeim aðdáun og virð- ing. Framh. á bls. 2 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.