Vikan


Vikan - 09.10.1958, Qupperneq 12

Vikan - 09.10.1958, Qupperneq 12
Einn á móti öllutn FOR: A: Max Thursday, fyrrum leynilögreglumaður, er skil- inn o gstur i drykkjuskap. Hann hefur ráffið sig sem löggæzlu- mann a nrörlegu hóteli fyrir mat og gistingu. Georgia, kona hans sem var, sem nú er gift lækninum Homer Mace, kemur þangað til hans. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer nú til samstarfsmanns Homers, en fær þar heldur kuldalegar móttökur. Sama kvöld er læknirinn, Elder, myrtur. Grunur fellur fljótlega á ítalska bræður, að nafni Spagnoletti, sem eru alræmdir bófar. Hins vegar grunar lögreglan Max um morðið á Elder, en Georgia kemur með rangan vitnisburð, til þess að koma Max undan fangelsun. Max kemst nú að þvi, að stúlka að nafni Angel, er eitthvað tengd Spagnoletti- bræðrunum. Stúlka þessi býr á sama hóteli og liann. Hann reynir nú að lokka Angel til sín með perlu, sem hann hafði fundið í skrifborði Elders læknis.------- Thursday gekk letilega niður í eldhúsið. Steypibaðið hafði komið ró yfir Bfcama hans og maturinn gerði hann syfjaðan. Hann vildi hugsa, íhuga, en Georgia krafðist þess að fá að stjana kringum hann. Hann lá á legubekkn- um í hlýju, skuggsælu herberginu og lokaði augunum. Hann gat þózt sofa eii hugsað um það á meðan, hvernig hann ætti að ráðast að Stitch Olivera og Edgar Jones. Síminn hringdi klukkan tíu og vakti hann. Hann greip ósjálfrátt í tólið á kaffiborðinu. Síminn hélt áfram að hringja eftir að hann hafði tekið upp tólið. Hann fór að hugsa skýrar. Thursday sveiflaði löngum fótum sínum fram úr legubekknum og gekk fram í fordyrið. Dyrnar inn í herbergi dr. Elders voru opnar. Inni í dimmu herberginu stundi Georgia: „Hver —“ Óttinn í rödd hennar vakti hann. Hann stökk inn í dimma skrifstofuna. Georgia stóð við stóra stálskrifborðið, eins og í dái, með hnefann krepptan Utan um símtólið. Andlit hennar var náhvítt. \ Hann þreif svart tólið af henni. Það heyrðist aðeins sónninn. Hann lagði tólið aftur á símann. " 1 „Hvað er að? Hvað var þetta?“ " ' A'ugu Georgi glóðu af skyndilegri, æðislegri von. Hún gat varla talað. „Tommy — maðurinn —“ Hendur hans þrýstu að öxlum hennar og hristu hana hranalega. „Hver var það? Hvað með Tommy?“ Vöðvar hennar voru stífir aftur. Hún hallaði höfðinu aftur og leit á hann með ofsa í augunum. „Hann hvíslaði. Hann sagði: Ég vil losna við krakkann. Reyndu McKinley 1703!“ . „Hvað annað?“ „Ekkert. Lagt á. Hann hvíslaði og sagði —“ „Er bíll í bílskúrnum?“ Thursday greip símann og sneri skífunni með ofsa. „Bíllinn hans Elders.“ : „Náðu í lyklana.“ Hann hrópaði í símann. „Smitty?“ Röddin í símanum sagði: „1 guðanna bænum, ég er ekki heyrnarlaus.“ Georgia var að róta í skrifborðsskúffunni. Thursday heyrði hana tauta „Það er ekki satt. Ég má ekki búast við —“ Thúrsday hálfhrópaði. „Smitty, þetta er Max. Það er komið. Krakkinn er eirihvers staðar í National City. Ég hef líklega farið þar framhjá í gær. Það h^ngdi einhver í Georgiu, án þess að segja til nafns.“ „Farðu ekki einn út, Max. Þetta getur verið gildra.“ „Því þá? Olivera er með perlurnar — hann þarf ekki lengur á Tommy að halda.“ „Það kom annað fyrir í gær, vinur. Þú ert ekki það blindur." Það hlakkaði í honum. „Ég skal þiggja byssuna núna.“ „Þú getur ekki komið hingað, Max. Hversvegna á ég ekki að kalla í CIapp?“ , - „Ég vil fá þessa byssu. Láttu Harvey skilja hana’eftir í poka við benzínstöðina við Sjöttu götu. Með aukaskotum." Thursday leit framan í andlit Georgiu, sem lýsti skelfingu. „Og Guð veri með okkur.“ Augu hans loguðu. þégar hann lagði á. ' Sunnudaginn, 12. febrúar, kl. 15:15 f. h. Max og Georgia fóru út um bakdyrnar á læknastofunni út í bílskúr- inn. Meðan Thúrsday tók slána varlega frá hurðinni bak við Buick-bílinn, Eftir WADE MILLER 12 sem dr. Elder hafði einu sinni átt, kraup Georgia á bílgólfiá, bak við bílstjórasætið. Hann skildi dyr'nar eftir lokaðar en ólæstar og settist við stýrið. Þegar vélin hafði hitað sig, lagaði hann spegilinn. „Tilbúin?“ Bak við hann heyrðist niðurbælt „Já.“ Thursday setti bílinn í afturgírinn og steig benzínið í botn. Bíllinn þaut afturábak og reif upp bílskúrshurðina. Hann hemlaði við endann á innkeyi'slunni, leit í kringum sig og ók síðan afturábak út á Longwood- stræti. Barnes lögreglumaður var að kveikja sér í vindli inni í bíl, sem stóð handan við læknastofuna. Hann bölvaði og stakk kveikjaranum inn í mælaborðið. Þá sá hann, að Thursday var einn í bílnum, hikaði og leit ringlaður á húsið, sem hann var að gæta. Thursday sá spurninguna, sem skein út úr andliti hans: hvar er konan? Stuttu siðar sá granni leynilögreglumaðurinn Barnes hlaupa yfir göturia að læknastofunni. Hann hló við um leið og hann beygði fyrir horn í áttina að miðbænum. Þau stönzuðu á benzínstöðinni til þess að ná í pokann og láta Georgiu setjast við stýrið. „Niður Áttundu að Strandgötu,“ skipaði Thursday. Hún beygði af mikilli leikni fyrir næsta horn, meðan hann fór að rifa dag- blöðin utan af byssunni. Byssan var .45, sjálfvirk, þung, drápsleg. Thursday handlék byssuna og hlustaði á mjúkan hljóminn, þegar stál rennur við stál og loks heyrð- ist smellur. Það voru tvö varaskothylki. Hann ýtti á efstu kúluna í skot- hylkjunum, til að ganga úr skugga um að þau væru full. Hann setti byssuna í hægri jakkavasann og til þess að vega upp á móti henni, setti hann skothylkin tvö í hinn vasann. Þau þutu eftir Strandgötunni. TJti á flóanum til vinstri var drauga- flotinn — gömul herskip — eins og furðulegir járnsvanir, þétt hver upp að öðrum. „Sunnudagsmorgunn," tautaði Georgia skyndilega. ,,Já,“ sagði Thursday. „Ég held ég skilji þig.“ Hann starði angurvær- um augum á skiltið, sem sýndi, að þarna voru borgarmörkin. „Hvernig er það með símann á læknastofunni. Hvar eru millisambönd ? “ „Homer hafði einn síma — 2668 — á skrifstofunni. Millisambönd voru í forherberginu og við skrifborðið mitt í fordytínu. Þvi þá?“ „Hvað með Elder?“ „Hann hafði bara einn síma á skrifstofunni.“ „Engin millisambönd?“ „Nei. Hversvegna?“ „Hefðir þú getað verið að hlusta, þegar Olivera hringdi í Elder á miðvikudaginn var og sagði honum að hitta þennan Saint Paul?“ „Auðvitað gerði ég það ekki, Max. Ég hefði sagt þér það.“ „Hægðu á þér og laeyrðu til vinstri hérna. Þetta er McKinley og sautján hundruð er skammt héðan.“ Hverið var í niðurníðslu. Moldarflög eða illgresi áttu að tákna garða fyrir framan hrörleg húsin. 1 bakgörðunum voru hænsnahús, kanínu- kofar, hrörlegir bílskúrar og ryðgaðar niðursuðudósir. Á einu flaginu stóðu nokkur börn — brún, svört og hvit — sem beygðu sig yfir nokkrar glerperlur. Georgia dró andann á lofti. „Ætti að vera það næsta,“ sagði Thursday. Hann lyfti byssunni úr vasanum, smellti kúlu í forhlaupið og setti hana aftur í vasann. „Stanzaðu við þessa nýlenduvöruverzlun.“ Það ískraði í dekkjum bílsins, þegar þau komu við gangstéttina. Yfir búðinni var upplitað skilti. „Farðu inn og láttu lögregluna vita. Clapp ætti að vera við í dag, vegna morðanna í gær. Hsfðu ekki augun af mér og segðu honum allt, sem kemur fyrir.“ Georgia lagði heitar hendur sínar á fót hans. „Ekki hætta á neitt, VTKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.