Vikan


Vikan - 09.10.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 09.10.1958, Blaðsíða 13
Max. Bíddu eftir lögreglunni." Thursday leit á húsið við hornið. Þetta var mjótt, hrörlegt hús, sem ekki hafði verið hvítkalkað i mörg ár og utan á því héngu ryðgaðar vatns- rennur. Viðarsvalir með skökkum súlum og einum alltof stórum glugga, vörpuðu kjánalegum blæ á húsið. Útihurðin, fúin og ómáluð var glugga- laus. Vírnetið í hurðinni rifið í tætlur. Georgia las hugsanir hans. „Bíddu —“ „Til hvers? Hvaða gildra gæti það verið? Spagnolettarnir eru farnir. Barnsræningjarnir hringdu — því ættu þeir að bíða? Það er enginn nema Tommy þarna inni, elskan mín.“ Hann opnaði bílhurðina og smeygði sér út. „Ég skal veifa í þig, þegar þú mátt koma.“ Hún kinkaði kolli, skiiningssljó og greip í hurðarhúninn. Hann gekk hratt yfir McKinlcy stræti. Auðvitað, hugsaði hann, er öllu óhætt. Þessvegna kom ég með byssuna. Hann leit ekki við, þegar hann heyrði hurðina skelia i nýlenduvöruverzluninni. Thursday stökk upp þrjár slitnar tröppur og hafnaði léttilega á litlu forsvölunum. Það brakaði í gólfinu. Það heyrðist stappað inni í húsinu. Síðan þögn. Thursday greip um byssuna og gekk að útihurðinni. Hnefi hans felldi niður málningu, sem fiagnaði af hurðinni. Varfærnisleg rödd kallaði: „Hvað viltu?“ Thursday hallaði sér upp að dyrastafnum og horfði á gluggann. Rifin gluggatjöldin hreyfðust. Hann hélt á byssunni í hendinni og hleypti af inn í læsinguna. Dyrnar opnuðust og hvítt ryk féll til jarðar. Thursday stökk inn og beindi byssunni að glugganum. Maður stóð við gluggann og hélt enn með annarri hendinni í glugga- tjöldin. Hann var fölur í daufri skimunni. Axlaböndin héngu niður með lendum hans. Hann var í skítugri nærskyrtu. Undir þunnu, skolleitu hári störðu hundsleg augu á hann undrandi. Hvít froða var á kjálkum hans. 1 hægri hendinni hélt hann á rakbursta. Thursday, sem sat í hnipri, öskraði: „Edgar Jones?“ Brúnu augun lýstu skelfingu. Rakburstinn lenti á gólfinu og Edgar Jones þreifaði of- an í buxnavasa sinn. Thursday tók á öllum sínum kröftum og henti sér á litla manninn. Andremma gaus á móti honum, þegar hann stakk byssu- hlaupinu í kviðinn á manninum. Hendi hans lokaðist um byssuna, þegar Edgar Jones dró hana upp úr vasanum. Rifa myndaðist í sápufroðunni. „Stitch!“ Thursday hélt fast í byssuna aftan við manninn og sneri sér við. Hann var næstum dottinn með manninn. Lausi handleggur Jones sló hann án afláts. Thursday stóð í einu horninu, þannig að axlir hans námu við báða veggina. Hann leit um sóðalegt herbergið í hurðarlausa dyragættina, sem virtist liggja að bakhlið hússins. Enginn sást. 1 stað þess var hurð skellt. Hann bölvaði, dró aftur handlegg sinn og rak byssuna aftur í feitan kviðinn. Rifan myndaðist aftur í sápufroðunni og Jones beygði sig í kút. Byssan var laus í hendi Thursdays. Hann lyfti henni hátt á loft og lét hana skella á höfuð mannsins. Hálfklæddi maðurinn féll eins og tuska á gólfið. Thursday stökk inn í áfturhluta hússins. Stuttur gangur lá að aftur- hurðinni. Það heyrðist í vél og bíll rann framhjá skítugum glugganum. Hann hrinti hurðinni upp um leið og bíllinn þaut út á Sautjándu götu. Maður hélt dauðahaldi um stýrið. Thursday miðaði báðum byssunum og hleypti af í bildekkin. Bíllinn hvarf milli hrörlegra húsa. Hæna skrækti í næsta garði. Milli samanbitinna tannann sagði Thursday hægt: „Djöfullinn sjálf- ur,“ og gekk aftur inn í forherbergið. Edgar Jones lá á hnjánum og riðaði við. Thusday leit í kringum sig, á slitinn legubekkinn, viðarstól- inn, blaðahrúguna í horninu, símann á gólfinú. Jones lagði hendina varlega á kúluna á höfði sér. Kúlan stóð afkáralega út gegnum þunnt hárið. Thursday lét byssurnar sína í hvorn vasa. Með báðum höndum lyfti hann Jones upp á kverkunum og þrýsti honum upp að slitnu veggfóðr- inu. Veggurinn skalf. Hné litla mannsins gáfu eftir. Síðan kom glampi í aúgu hans og hann spyrnti við. Max Thursday hreytti út úr sér: „Hvar er krakkinn, Jones?“ Hrjúf rödd kom frá kjánalegu andlitinu, hálfþöktu sápufroðu: „Þú hefur farið húsavilt, góði.“ Thursday beit á jaxlinn. Hann lagði stóra hendi á kjálka Jones og ýtti henni uppávið, þannig að sápan loddi við nasir og augu mannsins. Maðurinn reyndi að þurrka burt sársaukann með klunnalegum fingrum. „Hvar er krakkinn ?“ „Þú blindar mig!“ Hnúar slógu Jones fast á ennið, svo að hann skall upp að veggnum. „Hvar er krakkinn?" Jones beygði sig skelfingu lostinn, til þess að verjast fleiri högga. „Eldhúsinu . . . til vinstri . . Max Thursday þaut inn í eldhúsið til þess að frelsa son sinn. Thursday ýtti fanga sínum á undan sér inn um dyrnar til vinstri. Þar var skítugur vaskur fullur af rusli og notuðum niðursuðudósum. Járneldstó. Og í einu horninu lá drengur bundinn á höndum og fótum. Thursday átti erfitt um andardrátt. „Tommy!" Hann hvislaði nafnið. Drengurinn var bundinn á höndum og fótum með leðurólum. Hvítir hand- leggir drengsins voru aurugir. Barnslegar varir voru þurrar, galopnar. Thursday leysti varlega skítugan vasaklútinn, sem bundinn var um augu sonar hans. Brún augu, galopin störðu skilningssljó. „Tommy!" Drengurinn greip andann á lofti og skalf allur. Stóri maðurinn sneri sér við skyndilega. Edgar Jones var enn að núa á sér augun. Thursday sveiflaði handleggnum og sló af öllum rnætti á hendur barnsræningjans, Jones féll ofan á vaskinn og dró með 'sér niðursuðudósir og matarleifar í fallinu. Thursday sparkaði upp útihurðinni og veifaði skipandi. Georgia beið í dyragættinni á ný]\nduvöruverzluninni með simann í höndunum. Hún henti honum frá sér og byrjaði að hlaupa. Hæll hennar festist á tröpp- unum og Thursday greip hana. Skelfd, máttlaus rödd hennar sagði: „Hvað — við heyrðum skot -— Tommy —“ . Fólk hafði nú safnázt saman úti á McKinleystræti. Georgia leit, S ■ kringum sig í örvæntingu. Thursday hristi hana. „Hlustaðu á, þú ert ■ búin að fá hann aftur! Þú ert búin að fá hann aftur, ástin mín! Hérná — hringdu. Segðu Clapp að hafa súrefnistjald tilbúið. Segðu honum,' að við komum með Tommy í bílnum þínum. Skilurðu það?“ Tár runnu niður kinnar hennar. Hún kinkaði kolli með erfiðismunum. Hann studdi hana inn í herbergið. Hún féll á hnén við símann og byrj- aði að snúa skífunni. Líkami hennar hristist af þungum ekka, ,,Er Tommy?" , ,■ „Hann hefur það af ef þú ert fljót. Segðu Clapp, að við séum búin. að ná í Edgar Jones og að Stitch Olivera hafi komizt undan." Hann reyndi að tala hægar. „Svartur Dodge ’46 sedan. Svartur, segðu honum það. Númer frá Californíu 2X624. Ég skal ná i Tommy." Sunnudaginn, 12. febrúar, kl. 5:00 e. h. Austin Clapp spígsporaði eftir ganginum, sem lá frá borgarfangels- inu, og hælar hans glumdu einmanalega i veggjunum. Hann hélt á frakka sínum. Vesti hans var óhneppt og hnúturinn á dökku bindi hans var laust um hálsmálið. Þreyttur og raunamæddur gekk hann að skrif- stofudyrum sínum. „Hvað vildur þér?“ Les Gilpin stanzaði og hélt um húninn að dyrunum á morðdeildinni. „Frú Mace er horfin. Ég kom áðan heim til hennar og annar maður frá —“ Clapp glotti þreytulega. „Frú Mace er hólpin hérna, og ef héraðslög- maðurinn veit það ekki, þá hann um það.“ Gilpin létti. „Gæti ég séð hana? Get ég hjálpað —“ „Ekki eins og er. Hún hefur staðið í stríðu. Við fundum son hennar', en við vitum ekki hvort hann lifir það af. Lungnabólga.” Sólbrúna, vingjarnlega andlitið fölnaði. Gilpin greip andann á lofti og spurði: „Má ég bíða? Ég vildi heldur vera nálægt —“ „Jú,jú. Það eru bekkir niðri í salnum." Clapp gekk inn á skrifstofuna sína og henti frakka sinum á stólbak. Max Thursday hallaði sér fram á gluggakistuna, grannur skuggi bar _ við daufa skímuna. Milli fingra hans var sigarettu með langri ösku, sem enginn tók eftir, og upp frá henni steig mjó reyksúla. Botninn -í pappírskörfunni var þakinn sigarettustubbum og samankrijmpnum Camel- pakka. Dauf rödd hans sagði: „Ekkert nýtt. Náðirðu meiru út úr Jones?". Georgia sat við skrifborðið og hallaði sér fram á grænan þerripapp- írinn. Lítill, hvítur vasaklútur hafi verið lagður á skrifborðsbrúnina til* þerris. Hún greip hann þegar og kreppti hnefana utan um hann í kjöltu sér. Clapp sagði mildum rómi: „Þér skuluð ekki standa upp, frá Mape,“.. Hann varpaði sér þunglamalega í stólinn, sem frakki hans var á og, ■ starði biturlega á manninn við gluggann. „Ekkert, Max. Hann sagði mér næstum nákvæmlega sömu sögu og þú fékkst út úr honum á leiðinni hingað." „Ég hefði ef til vill átt að slá hann fastar.“ *■ Clapp hló stuttlega, biturlega. „Ég held ekki að þú hefðir getað'1 það. Það er svosem sama. Edgar verður einn af þeim, sem alménningi verður alveg sama um. Hann er ekki í sínum ríkishluta, ekki í . ^jnni^ borg. Við þurfum ekki að vera hræddir við að fara illa með hann." ' Stóri lögreglumaðurinn leitaði í jakkavasa sínum að pípu sinni.' Hann nagaði munnstykkið um hríð. Georgia leit á hann vonleysislega. Hann fór að tala, en hún heyrði ekki hvað hann sagði. „Það er auðséð, að, Olivera hefur hringt í frú Mace og séð um, að Jones kæmist í. kruml- urnar á þér, Max. Hvers vegna veit ég ekki. Jones veit ekkert ög hann< kemur alveg upp um Olivera. Við vorum ekki vissir um hann fyrr en nú.“ „Jones er einkennilegur náungi. Þú barðir hann næstum til bana, og ég hræddi hann dálítið meir. Hann segir, að Olivera hafi aldrei sagt sér neitt um það, sem þeir voru að gera, um perlurnar eða neitt. Hann veit að Olivera sveik hann, en hann skilur ekki hversvegna. En hann segir, að Olivera hafi aldrei farið út úr húsinu við McKinleygötu. Jones náði ■ í matvæli, vegna þess að Olivera var hræddur um að menn myndu þekkja hann á örinu.“ Clapp lamdi hnefunum saman. „Ég get ekki fengið ■ óvitlaus orð út úr honum.“ — Guð veit hverju — og flýtti sér suður með ströndinni." Thursday saði: „Hvenær komu þeir til San Diego?" „Komu akandi á þriðjudaginn '— komu hingað á miðvikudagsmorgun — morguninn ,sem barnsránið var framið. Þeir komu frá San Fran- cisco og Reno. En þegar þeir komu aftur, þá komst Olivera að einhverju „Hefurðu kynnt þér aðstæður í húsinu?“ „Jamm — talaði við eigandann sjálfur. Þeir leigðu það bréflega í. fyrra. Olivera fékk sér ibúðina til vonar og vara, til þess að geta falið sig þar. Ég býst að minnsta kosti við því. Ég geri ekki annað en að geta mér til. Dodgeinn var málaður í Reno. Númerin eru fölsuð eins og venju- lega." Clapp lagði pípuna á hné sér og sagði ákveðinn lágri röddu: „Jafnvel þótt — þegar sonur vkkar er orðinn heilbrigður, verður, Jones settur í gasklefann. Og Olivera, þegar við náum honum.“ Framliald í nœsta blaði. 13' VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.