Vikan


Vikan - 09.10.1958, Síða 14

Vikan - 09.10.1958, Síða 14
Færiö mér konuna! Frh. af bls. 6. Þegar þeir voru búnir að fylla báða pokana, hljóp Ferdinand niður veginn og Páll ætlaði að hlaupa á eftir honum. Hann var rétt búinn að áetjá fótinn yfir hliðarborðið, þeg- ar sex Garde Mobile menn birtust skyndilega á sjónarsviðinu og bíl- Stjórinn kom hrópandi frá veitinga- húsinu. Pétur varð of seinn að gefa viðvörunarmerkið. Vichyhermennirn- ir- réðust • á Pál og Ferdinand. Pétur og Max komu vinum sínum til hjálp- ar. Unglingarnir fjórir voru fljótlega yfirbugaðir, þó þeir veittu harða mótspyrnu. ..Fangarnir voru reknir upp í bílinn ,Og hermennirnir sex fóru á eftir. Hermennirnir voru ánægðir með handtökuna. I fjóra mánuði höfðu Páll Brelin og félagar hans hætt þá og angrað. Hingað til höfðu þeir verið varfæmir; en í þetta sinn höfðu þeir farið óvarlega og Vichymaður hafði séð þá á leiðinni í fylsnið. Lefevre, ' yfirmaður Garde Mobile, mundi verða harðánægður. I tvo tíma hafði Antoinette gengið fram og aftur fyrir framan skólann í Annecy, höfuðborg Haute Savoie. Skólanum hafði verið breytt í fang- elsi og hún hafði komist að því að Páll og vinir hans væru geymdir þar á meðan beðið var eftir að flytja þá I þýzku fangabúðirnar. Þetta var eina von hennar til að sjá bróður sinn. Hún hafði farið í angist til Annecy án þess að hugsa nokkuð um hvað það væri, sem hún gæti gert til hjálpar. Loks sá hún dálítinn hóp koma frá Hotel du Lac, höfuðstöðvum Vichy- manna. Hún kom auga á Pál og fé- lága hans milli varðmannanna, sem voru með riffla og byssustingi í þeim1. • Þegar þeir nálguðust, þaut hún út á veginn í angistarfullri tilraun til -að ná til bróður síns. 1 „Ékki, ekki,“ hrópaði hún. „Ekki fara með hann! Hann er bróðir minn — hann er svo ungur! Takið mig heldur í hans stað!“ Páll þaut í átt til hennar en verð- irnir stöðvuðu hann með byssustyngj- únum. • „Farðu burt, Toni!" kallaði Páll. „Farðu heim aftur — það er ekkert hægt að gera .... “ Antoinette reyndi að komast til bróður síns en einn hermannanna •ýtti henni hranalega til hliðar og hún féll. Verðimir hlóu ruddalega um Ieið og þeir fóru með fangana inn um skólahliðið. Antoinette reis á fætur og gekk ■ hægt að bekk við götuna. Vonleysið kom yfir hana; sú tilhugsun kvaldi hana, að hún mundi ekki sjá Pál framar. En vonleysið hvarf smám saman fyrir skynsamri ró. Páli var ekkert lið í tárum hennar. Hún ætti að tala , við Gérard — hann varð að hjálpa. —o—- Lítill lampi varpaði daufri birtu” : úm timburkofann. Fjórir menn sátu umhverfis borð og það var dimmt yfir svip þeirra þar sem þeir beygðu sig yfir kortið. Þetta voru menn úr neðanjarðarhreyfingunni og foringi þeirra talaði í hálfum hljóðum. Hann var hár og myndarlegur, fyrrverandi hermaður, með djúp- stæð brún augu og sólbrunninn í andliti. Nafn hans var Gérard Ba- daeaú. ,;Ég er búinn að komast að því, að það. á að fara með drengina fjóra gegnuri) gamla borgarhlutann í An- necy til brautarstöðvarinnar seint anriað kvöld. Líklega verða ekki fleiri fangar með þeim — varðmenn- irnir verða þá ekki nema þrir eða fjórir. Eins og þið vitið er gamli borg- arhlutinn í Annecy tilvalinn. Þröngir undirgangarnir eru góðir felustaðir og þar eru mörg mannlaus hús. Byssur koma samt ekki til greina. Þetta verður að vera þögul árás. Brúin yfir síkið hérna væri tilvalinn staður." Hann benti á kortið. „Þegar við erum búnir að frelsa þessa fjóra, verða þeir látnir hafa fölsk vegabréf og sendir til annars landshluta eins og vant er. Er allt I lagi?“ Mennirnir kinkuðu kolli. „Ágætt, þið vitið hvar við hitt- umst. Sjáumst á morgun þá.“ —o— „Við höfum heppnina með okkur," hvíslaði Henri Dupond, „það eru bara tveir varðmenn." Henri og Gérard námu staðar í skugganum í undirgangi gegnt mjórri síkisbrúnni. Hinir tveir menn- irnir lágu í skjóli hinu megin við síkið. Það var á mörkum kvölds og næt- ur, þegar fangarnir fjórir ásamt varðmönnum þeirra nálguðust síkið. Gérard endurtók í flýti: „Bíðið þangað til Roger og Bob gera árás- ina aftan frá. Þá komum við. Meðan við höldum vörðunum komið þið drengjunum undan." — Tveir menn hurfu inn í skuggann á bak við þá. Annar fleygði sér á aftari varðmann- inn. Það heyrðist stuna og hermað- urinn hneig í götuna með hnif milli herðablaðanna. Gérard og Henri yfirgáfu fylsni sitt og hlupu i átt til brúarinnar. „Henri!" Kallaki Gérard. En Géard kom Roger til hjálpar. Um leið og Henri snéri við og hljóp yfir brúna, blandaði Géard sér i bardagann. Það heyrðist skot og þegar Henri leit við, sá hann Bob falla yfir handriðið útí vatnið. Fangarnir fjórir hlupu yfir brúna á .eftir Henri, sem var að stympast við vörðinn. En fleiri hermenn komu hlaup- andi út á brúna frá báðum hliðum. Henri og hinir drengirnir hlupu beint í flasið á þeim. Nú var ekki nema ein undankomu- leið. Gérard og félagar hans rifu sig lausa og fleygðu sér út í síkið. Kúlnaregnið þyrlaði upp vatninu um- hverfis þá. Ungfrú Anna. Frh. af bls. 2. „Ég held, herra Thompson að mig langi meir til að eiga Susie." Herra Thompson varð undrandi. Anna hló. „Kelly á tvær Susie, pabbi," sagði hún. „Hann vill þær báðar.“ Enn var herra Thompson undrandi. En rödd hans var ákveðin. „Nú, hvað er að því, tvær Susie og hafnarstjóri líka? Hvað er í veg- inum ?“ Það skein i tennur Kellys. „Ekk- ert, held ég, herra Thompson," sagði hann. Anna sagði: „Lofðu mér nú að stýra svolítið og syngdu, viltu það?“ „Já.“ Hann tók gítarinn úr hulstrinu og söng betur en nokkru sinni fyrr. 974. krossgáta VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 hjálparsögn — 5 riddaramerki — 8 trylling — 12 hundsnafn — 14 sví- virðing — 15 á húsi — 16 títt — 18 ættfaðir — 20 biblíunafn — 21 umbúðir — 22 geimför — 25 mynt, sk. st. — 26 verkfærið — 28 guðsmann —■ 31 eldsneyti — 32 biblíunafn —• 34 stjórn — 36 hvílustaður — 37 merki — 39 loftkyrrð — 40 gimsteinn — 41 lengdareining, þf. — 42 ungviði — 44 óþrifin — 46 högg — 48 þrír eins — 50 tímamark —• 51 á húfu —- 52 líta — 54 fleyta — 56 leit — 57 bæjarnafn — 60 einkennisstafir — 62 borða — 64 málmur — 65 greinir — 66 gangskiptir — 67 andvarp — 69 leikföng — 71 eins — 72 á sokknum — 73 draug. Lóörétt skýring: 1 skipsenda — 2 málmur -— 3 dönsk eyja — 4 ending — 6 bundiim kóng- ur 7 samfélagsstofnun — 8 byrði — 9 á litinn — 10 dám — 11 gerir leiðan — 13 gefur frá sér búkhljóð — 14 safna saman — 17 eldlegt forskeyti — 19 gróða — 22 nemandi — 23 rafljós —- 24 í föstum skorðum — 27 bókstaf- ur — 29 höfuðborg — 30 listamaður — 32 málmur — 33 vanin — 35 hundsnafn — 37 mannsnafn, þf. — 38 stórfljót — 43 forseti stórveldis — 45 eyðir — 47 hljóð — 49 sníkjudýr — 51 innhverfur —- 52 ganga til hvílu — 53 forfaðir — 54 stórfljót — 55 súrmeti — 56 sæti — 58 smávinur — 59 ástand efnis — 61 hljóða — 63 vesæl —■ 66 bjart forskeyti — 68 frumefnis- tákn — 70 hljóð. Lausn á krossgátu nr. 973. Lárétt: 1 samveldislöndin — 13 selur — 14 tófur — 15 tík — 16 tug — 18 bunki — 20 mugga — 23 skyr — 25 Andes —• 27 alda — 29 kol — 30 dár —: 31 peð — 32 atti — 34 guðir — 36 masi — 37 annes — 39 nykur -— 41 gól — 42 móð — 44 svalt — 46 suður — 49 ekki — 51 aumur — 53 runa — 55 rýr — 56 góm — 57 gír — 58 klár — 60 dulin -— 62 blak — 63 rokur — 65 rella — 67 tin — 68 góa — 70 gisin — 72. alinn — 75 fagnaðarfundinn. Lóðrétt: lsú--2N& — 3 vetur — 4 Elín — 5 lukka — 6 dr. — 7 st — 8 lótus — 9 öfug — 10 nugga — 11 dr. — 12 N. D. — 17 æskan — 18 bylta — 19 Indus — 20 merin — 21 Alpar —- 22 faðir — 24 kot — 26 dáð — 28 des — 33 Ingvi — 34 gella — 35 rymur — 36 Muður — 38 nóa — 40 kóð — 43 merki — 44 skrár — 45 tugur — 46 sumir — 47 rugla — 48 marka — 50 kýl — 52 mól — 54 nía — 5 9rotin — 60 dunið — 61 neglu — 62 bland — 64 kisa — 66 lóin — 69 ef —- 70 gg — 71 na — 72 af — 73 ni — 74 in. Hjónabandshamingja. Frh. af bls. 8. hvað hann væri hugsunar- laus og vondur við sig. Ég spurði manninn, hvort hann væri enn hrifinn af konunni sinni. Hann hugsaði sig lengi um áður en hann svaraði. Hann sagði að sér þætti vitaskuld vænt um hana, þau hefðu þekkzt lengi, átt tvö börn saman og auðvitað væri margt gott í henni og hún gæti verið lagleg og skemmtileg ef hún nennti því. Áður hafði ég spurt konuna sömu spum- ingar og svar hennar hafði verið á sömu leið, að henni þætti vænt um hann og þótt hún væri ekki beint hrifin at honum, gæti hún áreiðan- legá orðið það, ef hann yrði skapbetri og hugsunarsam- ari. Ég kallaði á konuna inn og við þrjú töluðum lengi saman. Við nánari áthugun játuðu þau að bæði ættu Sök á og að síðustu sam- þykktu þau að gera tilraun til að bæta sambúðina. Konan lofaði statt og stöðugt að taka til í íbúð- inni og þvo upp strax á morgnana og síðan eftir hverja máltíð. Hún lofaði að telja upp að tíu þégar hún fyndi að hún ætlaði að fara að rífast. Maðurinn lof- aði sömuleiðis að gæta sín, ef hann ætlaði að fara að nöldra. Hann lofaði einnig að hjálpa henni oftar að þvo upp. Þau voru ekki sérstaklega bjartsýn, þegar þau fóru frá mér og ég óttaðist að lof- orðin myndu gleymast um leið og þau kæmu heim aft- úr. En í fyrradag hringdi maðurinn til mín. Allt var að komast i himnalag aftur. Konan hélt íbúðinni hreinni, hugsaði um börnin og var næstum alltaf í góðu skapi. Hann hjálp- aði henni með uppþvott annað hvert kvöld, tæki til morgunkaffið þrisvar i viku og bónaði fyrir hana gólfin á laugardögum. Fróðlegt væri að vita, hvort ekki gæti verið að svipaðar orsakir og þessar hefðu eyðilagt (eða því sem næst) — fleiri hjónabönd en þetta eina. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.