Vikan


Vikan - 23.10.1958, Page 2

Vikan - 23.10.1958, Page 2
og ungar döimir, lika, HEAU STÍÆENNI Biðji& mömmu, að kaupa nokkrar flcskur af CANADA DRY, Jbegar hún fer út 1 búð næst. ... pau þurfa hressingu, að aflokinni raun. Alveg eins og stóra fólkið. CANADA /TDRY'y CAMADA' DHY Það eru ekki eingöngu þeir fullorðnu, sem drekka „CANADA DRY Börnin vilja ekki síður „GINGER ALE‘ PÓSTURINN Vinnuhælið Litla-Hrauni 20. 9. ’58. Herra ritstjóri, Við erum hér þrír félagar, einangraðir frá öllum skemmtunum og heilbrigðu lífi og til þess að eyða þeim frítíma, sem við höfum, hefur okkur dottið í hug að skrifast á við stúlkur. Okkur langar þvi til að biðja yður að birta fyrir okkur smá auglýsingu á góðum stað í blaði yðar en þar sem við erum fangar viljum við ekki að nöfn okkar séu birt, en notum í þess stað viss númer. Þrír fangar, nr. 2213, 2114, 2329, á vinnu- liælinu á Litlahrauni, Eyrarbakkahr., Árnes- sýslu, óska eftir bréfaskiftum við stúlkur á aldrinum 16—25 ára. Þær sem vilja sinna þessu, skrifi einhverjum af framantölilum númerum og munu þá fá sent nafn viðkom- andi aðila í svarbréfi. Þannig liljóöar upphafið að bréfi fanganna þriggja og hér birtum við auglýsinguna frá þeim. Við sendum þeim þremenningum kveðjur okkar og væntum þess að bón þeirra fái góðar undir- tektir. — Ritstj. Kæra Vika, Jfi'g hef aldrei skrifað neinu blaði áður en langar að leita álits lyá þér varðandi dálítið atriði. Hg er 24 ára gamall og er búinn að vera giftur í rúmt ár alveg ágætis konu og við eigum eitt barn sem okkur þykir mjög vænt um. Þegar ég var strákur hafði ég alltaf heldur litil fjárráð því pabbi minn dó áður en ég fæddist og mamma vann fyrir okkur með skúringum og öðru. Strax og ég stækkaði varð ég að fara að vinna fyrir mér og hafði lítinn tíma til að leika mér þegar ég var strákur og leiddist það oft en annað var ekki að gera. Svo þegar ég gifti mig og fékk góða stöðu sem er vel borguð hafði ég meiri peninga handa á milli en oft áður. Eitt af því sem mig langaði lengi til að eiga var flugmódel og ég keypti mér mörg svoleiðis, var oftast heima á kvöldin og setti þau saman. Ég á nú orðið all- mikið safn af flugmódelum, sem ég hef smiðað. Þetta fer svo í tauganar á konunni minni að hún segir að ég sé að gera sig vitlausa og þó hefur okkur alltaf komið vel saman. Hún segir að ég hagi mér eins og krakkakjáni og ætli aldrei að þroskast, hún skammist sín fyrir hvað ég sé barnalegur. Hún gerir oft grín að mér fyrir þetta þegar vinstúlkur hennar koma í heimsókn og ég er orðinn einskonar viðundur í þeirra aug- um. Mér leiðist þetta og langar að heyra hvaða álit þú hefur á þessu. Pétur. SVAR: Margir fullorðnir dunda við flugmódel- smíði í tómstundum sínum og hefur það aldrei verið lagt þeim til lasts. Ég held þú cettir ó- hrœddur að halda áfram iðju þinni ef þii hefur gaman af, reyndu að benda konunni þinni á það að flugmódelsmíði sé hollara tómstundagaman en fylleri og kvennafar, sem margir eiginmenn stunda i þessum bœ. Hinsvegar skaltu gœta þess að eyða ekki svo miklum tíma i áhugamál þitt að konan þín verði útundan. Hóf er bezt á hverjum hlut. Kæra Vika. Ég veit, að margir hafa leitað til þín í vandræð- um sínum og alltaf hefur þú ráðið þeim heilt. Ég er nefnilega stödd í ákaflega miklum vanda um þessar mundir. Þannig er mál með vexti, að ég er trúlofuð strák, sem er á sjónum. Þegar hann kemur í land föi'um við alltaf út að skemmta okkur, en hann drekkur sig bara alltaf fullan, svo mér finnst hálf leiðinlegt að fara út með honum. Annars er hann voða góður og fínn strákur, ef hann ekki smakkar það. Svo var það hérna um daginn að ég kynntist strák, sem er í Mennta- skólanum, ég held hann verði stúdent í vor og hann hefur alltaf verið að hringja í mig síðan og bjóða mér út, en ég hef aldrei þorað að fara, þó mér falli alveg sérstaklega vel við hann. Finnst þér nú, kæra Vika, að það sé rétt af mér að fara út með honum, þegar kærastinn er ekki í landi? Mér fyrir mitt leyti finnst að það geti ekki gert neitt til, en ég er í ógurlegum vandræðum, því ég held að ég sé að verða pínu- lítið hrifin af honum. Hvað á ég að gera? Þín Bjagga. Kœra Bjagga min. Ég lcnti nú satt að segja í dálitlum vanda, VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.