Vikan


Vikan - 23.10.1958, Qupperneq 3

Vikan - 23.10.1958, Qupperneq 3
VIK AN •Otgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Jökull Jakobsson (ábni.) Blaðamenn: Karl Isfeld, Hrafn P&lsson, Bragt Kristjónsson. Auglýsingastjóri: Asbjörn Magnússon. Framkvæmdastjóri: Hllmar A. Kristjánsson. Verð i lausasölu lcr, 10,00. Askriftarverð i Reykjavlk kr. 9,00. — Askríftarverð utan Reykjavíkur kr. 216,00 fyrir hálft árið. Greiðist fyrirfrom. Ritstjórn og auglýsingar: Tjarnargata 4. Slmi 15004, pósthóif 149. Afgreiðsla, dreifing: Blaðadreifing h.f., Miklubraul 15. Sínii 15017. Prentað i Steindórsprenti. Kápuprentun i Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Myndamót gerð i Myndamótum h.f., Hverfisgötu 50. þegar ég las bréfið þitt. Þannig er nefnilega mál vieð vexti, að ég lenti sjálf í nokkuð svipuðu vandamáli liérna á yngri árum. Satt að segja held ég að þú gerðir réttast í því að fara einu simii eöa tvisvar út með piltinum, til þess að ganga úr skugga um, hvort þér finnst hann meira virði en unnusti þinn. Þú verður auðvitað að yfirvega þetta mjög vandlega, því framtiðar- hamingja þín getur verið t veði. Þú cettir líka að spyrja kunningja vinar þíns um hann og ekki trúa í fyrstu öllu, sem hann segir. Þú skilur. Sem sagt Bjagga mín, þetta er mikið vandamál og þú verður að fara ákaflega gœtilega að ráði þínu. Bn umfram allt láttu unnusta þinn ekkert vita um vin þinn, fyrr en þú hefur gengið úr skugga um hug þinn til hans. Kæra Vika. Mig langar til að biðja þig að gefa mér upp- lýsingar um, hvort nokkursstaðar er hægt að œfa tennis hér á landi? Vonast eftir svari sem fyrst. Asa. Svar: Tenwis- og badmintonfélag Reykjavik- ur mun sjá mönnum fyrir kennslu í tennis. Þú œttir að snúa þér til þess. Kæra Vika. Mikið þakka ég þér vel fyrir öll góðu og hollu syörin, sem þú hefur gefið og mörgum hafa reynzt svo vel. Nú leita ég til þín í fyrsta skipti. Þannig er nefnilega mál með vexti, að mig lang- ar ákaflega til að komast í Verzlunarskólann. Ég ei' búin að vera einn vetur i gagnfræða- skóla og er í öðrum bekk i vetur. Er nokkur von til að ég geti komizt í hann i haust? Gefðu mér nú góð ráð. Þín Sigga. Svar: Kœra Sigga min. Þú getur víst ekki komizt í Verzlunarskólann á þessu hausti, þvi að kennsla er þegar hafin. Inntökupróf í I. bekk eru haldin snemma á vorin og er prófið í þrem fögum, íslenzku, dönsku og reilcningi. Ennfremur þarf að kunna nokkuð i ensku og mun stundum vera prófað í henni Uka. Þii getur því sennilega þreytt inntökuprófið l vor og ef vel gengur, sezt svo í skólann næsta haust. Anuars skaltu smia þér til skólastjóra Verzlunar- slcólans, og hann gefur þér áreiðanlega greinar- góð svör við þessu öllu. • Bifreiðaeigendur! Kaupið SHELLZONE-frostlög tímanlega! Gleymskan getur orðið yður dýr. Leiðbeiningar á íslenzku með hverri dós. Verð: Vi A.G. dós kr. 145.00 y± A.G. dós kr. 38.00 SIIELLZONE frostlögur 1. Veitir kælikerfinu örugga frostvemd allan veturinn. 2. Kemur í veg fyrir myndun ryðs og tæringar í kerfinu. 3. Gufar ekki upp. 4. Stíflar ekki leiðslur. 5. Skemmir ekki málm, leður, gúmmi eða lakk. Ef þér viljið vera öruggir um kœlikerfið í bifreið yðar í frostum vetrarins, þá notið SHELLZOINE frostlög. Olíufélagið Skeljungur h.f. SHELLZONE frostlögur fæst i 1 A.G. og A.G. dósum á öllum sölustöðum vorum víðs- vegar um landið svo og i bif- reiðavöruverzlunum. Bifreiðaeigendur um land allt hafa undanfama vetur notað SHELLZONE frostlög og sann- reynt gæði hans. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.