Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 8
UTA selskapspáfagauka, — þeir verða að vera margir saman, annars eru þeir góðir með að drepast úr leiðindum. Það sagði að minnsta kosti fröken Lina. — Þetta búr var fyrir aðeins einn fugl, en framúrskarandi vandað og fallegt. Rimlarnir voru úr. grænu og brúnu plasti, eftirlíking af trjágreinum, meira að segja með laufi á, og það var svo vel gert að það virtist i fljótu bragði vera lifandi. Inni í búrinu var dálítil róla, sömuleiðis úr plasti. Hún var einsog vafningsviður, meira að segja blómstrandi í rauðu og fjólubláu. Þarna átti fuglinn að róla sér að gamni sínu og helzt að syngja á meðan. Þarna var líka hreiður úr logagylltu basti stoppað með snjóhvítri viðarull, og i því .var Smásaga eftir * LJÓSIÐ sindraði í óhreinum rúðunum og bak- aði upplituð, rykmettuð húsgögnin. Mollan í stofunni var orðin óþolandi. Fröken Valborg var farin að bisa við einu gluggaboruna sem mögulegt var að opna, þegar hún mundi eftir fuglinum. Hann var nefnilega ekki á sínum stað, — í búrinu — heldur var hann laus og liðugur á eirðarlausu flögri fram og aftur um stofuna. Þetta augna- blikið sat hann á gyllta þunga rammanum á f jölskyldumyndinni. Þarna sat hann, reyndar alls ekki kyrr, heldur á sífelldu iði, rykkti til höfðinu og veifaði stélinu. En ekki datt honum í hug að syngja. Pröken Valborg tók til hjartans af gömlum vana. Hamingjan góða! Ef hann . . . Hún var svo hrædd um að hann kynni að gera á rammann. Fröken Valborg klöngraðist niður af stóln- um og stundi þungan. Hann var erfiður, þessi fugl þó að hann væri viðunanlegur, þegar hann var í búrinu sínu. En hún fröken Lína hafði sagt að hann þyrfti hreyfingu — hann þyrfti að fá að fljúga um öðru hvoru, annars fengist hann tæplega til að syngja. Það var vonin um að fuglinn syngi, sem hélt fröken Valborgu við í öllu þessu stríði. Og fröken Lína var svo vel inni í öllu svonalöguðu. Potta- plöntur, gullfiskar, kanarífuglar, selskapspáfa- gaukar, — þetta voru sérgreinar fröken Línu. En Jesús minn góður að koma honum í búrið aftur! Það var enginn barnaleikur. 1 fyrsta skiptið varð hún að fá alla fjölskylduna á hæðinni til hjálpar, — frúna, • dótturina, vinnukonuna, hús- bóndann og strákana. Og loks tókst húsbóndanum að handsama fuglinn. Guð, hún hafði verið svo hrædd um litla vesl- inginn í þessum stóru krumlum mannsins. En til allrar hamingju bar ekki á að hann hefði meiðzt, hann var bara dálítið úfinn og kúrði sig niður í f jarsta horni búrsins og skalf. Það mátti sjá utan á litla brjóstinu, hvernig hjartað hamaðist. Prök- en Valborg varð svo hrædd að hún þorði ekki annað en sækja fröken Línu. — Þetta er allt í lagi, sagði fröken Lína. — Hann hefur bara orðið dálítið hræddur við ykkur, svona mörg. Þetta lagast strax. — Það lagaðist líka strax. Um kvöldið var fuglinn orð- inn rólegur að sjá. Hann sat hreyfingarlaus í horninu og var búinn að stinga höfðinu undir vænginn löngu áður en fröken Valborg kom með græna flosteppið og breiddi yfir búrið. Hann var sennilega þreyttur, veslingurinn litli. Hann hafði orðið svo hræddur. Annars hafði fröken Línu skjátlazt í einu. Hún sagði að fuglinn mundi venjast búrinu og fara inn í það sjálfur, þegar frá liði. Það gerðu allir fuglar sem hún hafði haft undir hendi. En þessi gerði það bara ekki. Hann virtist aldrei geta vanizt því. Hann ætlaði hreint að tryllast þegar hún var að handsama hann og koma hon- um i það, og var lengi að verða rólegur þó að hún væri búin að loka því. og láta hjá honum gráfíkjur og fuglafræ og vatn í fallegu postu- línsskálina. Hún heyrði hann jafnvel oft flögra eirðarlausan þar inni, þegar hún var búin að breióa græna flosteppið yfir búrið og yar háttuð sjálí og búsn að slökkva ljósið. Það var mjög óviðkunnanlegt að heyra, — vængirnir struk- ust við rimlana svo skrjáfaði í, og rólan dingl- aði til með óreglulegu tifhljóði. Það var einsog reimleiki, maður gat ímyndað sér að þarna væri friðlaus vofa á reiki í myrkrinu. Fröken Valborg varð að bæta við sig tveim- ur svefntöflum og margendurtaka þá hugsun að þetta væri bara fuglinn. Nei, þar skjátlaðist fröken Línu. Puglinn fór aldrei sjálfur inn í búrið og virtist aldrei ætla að venjast því. Það var nú nokkuð annað. Þó var þetta það yndislegasta búr sem hægt var að hugsa sér. Það var amerískt og hafði upphaf- lega kostað á sjötta hundrað krónur á Vellin- um. Hún hafði fengið það fyrir fjögur — selj- andinn gat ekki notað það, það var of lítið fyrir Astu Sigurðardóttur ofurlítið dröfnótt plastegg svo yndislega sætt. Áreiðanlega var sá fugl ekki til sem gat búið til svona dásamlegt hreiður. Svo var þarna blá- græn postulínsskál með hvítum sandi í botnin- um, full af tæru vatni. Það var baðkarið fugls- ins, — því fuglar þurfa að baða sig — og svo hafði hún lánað honum htla, hvíta sykurkarið sitt undir drykkjarvatn. Hún trúði því ekki, að hann væri svo óþrif- \ „Fuglinn hennar var dáinn." 8 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.