Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 9
inn og óuppdreginn aS drekka sama vatnið og hann baðaði sig úr. Hún hafði reyndar aldrei séð hann baða sig, en fröken Lína sagði að hann mundi gera það, þegar frá liði, — þegar hann færi að kunna við sig. En fröken Línu gat nú skjátlazt, það var búið að sýna sig. Því fugl- inn kunni ekki við sig i búrinu, — þessu yndis- lega ameríska búri, — hann fór aldrei inn í það baráttulaust, hvað þá af sjálfsdáðum, hann svaf aldrei í hreiðrinu og settist aldrei i róluna. Þó var hann búinn að vera þarna allan vetur- inn, nú komið fram á vor. Og hann var ekki farinn að syngja enn. Þetta var orðin löng barátta. Eftir að stofan hafði verið sett á annan endann fjórum sinnum við að handsama fuglinn, sá fröken Valborg fram á að þetta dygði ekki, hún yrði að finna ein- hverja handhægari aðferð en að safna liði í hvert skipti sem hún þurfti að koma þessum óstýriláta fugli í búrið. Hún fór að leita ráða hjá fröken Línu. — Þú verður að fá þér háf, sagði fröken Lína. — Háf ? hrópaði "fröken Valborg. — Já, háf, endurtók fröken Lína. Ekki hérna hvalinn eða hvað það nú er, heldur hinsegin, svona eins og veiðimenn nota. Fröken Valborg gapti. — Háf, ekki nema það þó! En svo útskýrði fröken Lína þetta nánar. Hún ráðlagði henni að fara i Veiðimanninn og biðja um háf, — stóran háf. Hún fór daginn eftir. Afgreiðslumaðurinn brosti og hún fékk háfinn. Hann var ekkert smásmiði, og það var fyrst núna sem hún var farin að kunna á hann. Puglinn sat nú á myndinni áf Jóni forseta. Hann var hrekkjalegur í framan og vippaði sér til. Það var hreint ekki viðeigandi að hann sæti þarna, fannst fröken Valborgu. Hún smeygði hendinni bak við kommóðuna og dró fram háfinn. Henni var enn í fersku minni fyrsta skiptið, sem hún notaði hann. Þá höfðu allar myndirnar á kommóðunni sópast niður á gólf og öll glerin farin í mél. Lika tveir postulínshundar og fallega dansparið sem hún hafði fengið að gjöf. Það var kostnaðarsamt að eiga fuglinn, daglnn þann. En nú orðið kunni hún tökin á háfnum. Það var sá hlutur sem fuglinn var hræddast- ur við þegar búrinu sleppti. Hann þaut burtu af myndinni og barði vængjunum ákaft í ofsa- hræðslu. Hann skall neðan í loftið með dumbu hljóði á flóttanum út að dyrunum. Svo slengdist hann á glerið í hurðinni og dasaðist dálítið. Hann virtist aldrei læra að þetta var gler en ekki opið loftið, hvað mörg högg sem hann hlaut af því, þegar hann ætlaði að smjúga þar út í frelsið. 1 þetta sinn var áreksturinn svo harður að hann missti flugsins og féll á gólfið eins og slytti. Pröken Valborg greip til hjartans — hún hélt hann hefði rotazt. En þá fór hann að brjótast um. Það var átakanlegt að sjá hann sópa óhreint gólfið með þessum fallegu vorskreyttu vængjum meðan hann barðist við að ná fluginu aftur. Pröken Valborg rétti út hendina til að gripa hann en þá gaf honum þrek og hann var fyrri til. 1 tveimur snöggum örvæntingarfullum vængjatökum var hann kominn upp undir loft á bakvið snoturlega útsaumað Drottinnblessi- heimilið. Þar kúrði hann sig niður á rykugum naglanum, hnipraði sig saman og smellti fælnis- lega með vængjunum. Þarna sat hann kyrr eins og naglinn væri síðasta vé lítils ofsótts band- ingja, meðan fröken Valborg hvolfdi háfnum yfir allt' saman. Hún lukti litla titrandi dýrið í lófa sínum og stakk því inn í búrið. Hann skjögraði 'út í fjarsta hornið og starði á höndina sem lok- aði búrinu. Litla nefið opnaðist og lokaðist á víxl, eins og hann væri að biðjast miskunnar. Pröken Valborg. stakk háfnum' bakvið komm- VIKAN óðuna og þurrkaði af sér svitann. Loksins gat hún hleypt inn hreinu lofti. Hann var erfiður þessi fugl. Þetta var heldur ekki neinn venjulegur stofufugl, ekki kanarifgl, páfagaukur eða þess- háttar. Þetta var íslenzkur skógarþröstur. Pröken Lína hafði náð honum einhversstaðar seinnipartinn í haust og gefið henni. — Nei, það þurfti enginn að segja henni það: Þó að honum kannski leiddist einveran og hann kynni ekki við sig í búrinu, þá var það þrjózka líka. Daginn eftir var sunnudagur. Veðrið var svo dásamlegt sem vorveður getur verið. Allir voru úti við, sem gátu hreyft sig. Pröken Valborg var búin að sitja stundarkorn i sólskininu við sauma þegar hávær skrikja í fugli gall við rétt við eyrað á henni. Þessi skríkja var svo full af óstýrilátri kátínu og gázkafullri lífsgleði að loftið hlóðst undarlegu magni. Tónninn hélt áfram að glitra og sindra löngu eftir að þessi káti söngv- ari var floginn burt. Eitthvað tók viðbragð í brjósti fröken Valborgar, það var eins og jarð- arfararsálmur væri leikinn af óðri jazzhljómsveit. Það var hneykslanlegt fram úr öllum máta að verða svo léttúðugur innan. Kannski hafði henni bara orðið svona bilt við. Hún greip báðum höndum fyrir brjóstið. — Skárri er það ekkisens hávaðinn! Jesús, hvað mér brá! kallaði hún upp yfir sig. Þá kom hún auga á dálítinn brúnan fugl í ribsberjarunnan- um framundan sér. Hann horfði á hana dökkum fælnum augum og flaug fjær strax og hún leit á hann. Hann var alveg eins og fuglinn hennar. Þá mundi hún eftir veslingnum litla sem var innilokaður í dimmri, þröngri stofunni, í þessu yndislega veðri. Því ekki að láta búrið út stund- arkorn og lofa honum að anda að sér frísku lof ti ? Hún fór inn að sækja búrið og andartaki sið- ar stóð það úti í grængresinu og sólin skein á gervigreinarnar og golan lék sér í gervivafn- ingsviðnum. Þó að búrið væri ekta amerískt og liti út fyrir að vera úr lifandi greinum inni í stofu, var það undarlega dautt þarna á grasflötinni innan- um ribsberjarunnana. Það varð eitthvað svo frá- munalega óeðlilegt, hégómlegt og tilgert; minnti einna helzt á gerviblóm á leiði eða rafmagns- kerti við hliðina á logandí ljósi. Og fuglinn var lúpulegur eins og hann blygð- aðist sín. Kannski var honum kalt. Kannski fengi hann lungnabólgu. Og þó var vorið allsstaðar og sólin svo heit og ylur í loftinu. Svolítil stund úti gerði vonandi engan skaða. Hún ætlaði að spyrja fröken Línu um þetta í kvóld. Svo settist hún í garðstólinn og byrjaði að sauma. Þá skeði undrið: fuglinn söng! Pyrst kom ofurlitil hikandi feimnisleg skrikja, eins og hann væri að prófa hvort hann hefði ennþá rödd. Síðan hækkaði hann sig upp'og söng örstutta dillandi trillu eins og hinn fuglinn hafði gert. Tónninn stanzaði i loftinu andartak og merlaði og glitraði eins og girni.'Svo fauk hann burtu. Puglinn þagði og hallaði undir flatt eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. Stundar- korn leið. Þá hóf hann að syngja þrastamelódíuna frá upphafi — með forleik og milliþætti og stefi og öllu tilheyrandi — hann lagði sína litlu sál og sinn litla líkama í þetta heita, villta' töfrandi lag. Hann veifaði stutta stélinu og teygði úr ryðrauðum hálsinum, sveiflaði sér léttilega upp í gervivafningsviðinn, hallaði höfðinu aftur og söng. Aldrei hafði heyrzt annar eins söngur i þeim garði. Ekki heldur í nágrannagörðunum. Enda þögnuðu hinir þrastaherrarnir sem voru í hreið- urbyggingum og öðrum önnum, og litu gramir í kringum sig. Hvar var þessi raddfagri keppinautur? Framhald á bls. 52. Eiemisk fafahreircsun — pressun Aðeins hreinsað úr Trikohl EFNALAUGÍN BJÖRG Sólvallagötu 74 — Barmahlíð 6 Símar 13237 og 23337 Namsgreinar Bréfaskola SÍS eru: Skipulag og starfshættir samvinnufé- laga — Fundarstjórn og fundarregl- ur — Bókfærsla I — Bókfærsla II — Búreikningar — Islenzk réttritun — Islenzk bragfræði — Enska fyrir byrjendur — Enska, framhaldsflokk- ur — Danska, fyrir byrjendur -^— Danska, framhaldsflokkur — Þýzka, fyrir byrjendur — Franska — Espe- rantó — Reikningur — Algebra — Eðlisfræði — Landbúnaðarvélar og verkfæri — Sálarfræði — Skák, fyr- ir byrjendur — Skák, framhalds flokkur. Hvar sem þér búið á landinu, getið þér stundað nám við Bréfaskólann og þannig notið tilsagnar hinna fœr- nstu kennara. Athygli skal vakin á því, að Bréfa- skólinn starfar allt árið. Bréffaskóll 8IS 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.