Vikan


Vikan - 23.10.1958, Side 10

Vikan - 23.10.1958, Side 10
líta á þjóninn, og eins og þser sén eiginlega að panta fyrir einhvern annan, biðja þær lágum rómi um tvo ,,áka“ og spur. Kvenmannskaupið er lágt og sokkar hafa hækkað i verði. 1 Naustinu er líka fullt af fólki. Þar hefur hljómsveitin þegar byrjað aö leika, líklega í því skyni, að mat- urinn renni betur niður við dempaða tóna fiðlunnar. Svo kemur einn og einn falskur tónn, og bitinn stöðvast í hálsinum, en bara andartak, því að fiðlarinn vaknar við vondan draum og bætir úr þessu með angurblíðri stroku. Heima í herbergi situr Siggi há- seti, sem kom um fimmleytið í dag af Grænlandsmiðum og fer um fimm- leytið á morgun á Grænlandsmið. Hann hefur farið í hreina skyrtu og brett upp ermarnar og hyggst fá eins mikið út úr' kvöldinu og mögu- legt er með aðstoð þriggja vodka og þess sem til fellur. Með tilheyrandi mjaðmaskaki a Ia Monroe sem ein fann heima í skáp, ganga milli barnslegra varanna, eða hag- ræða bómullinni, sem troðið hefur verið undir peysuna á viðeigandi og æsandi stað, finnst strákunum. Svo skríkja þær og ganga milli barstól- anna með tilheyrandi mjaðmaskaki a le. Monroe, svo að brakar í ungum beinum, sem alls ekki eru við þessum ósköpum búin. Þeir, sem eru heldur eldri í „list- inni að lifa" halda sig um þetta leyti á „rangahalanum," „jámbrautar- vagninum," „langa-bar“, og hvað hann nú er kallaður, því ekki skortir þar andagiftina til að finna á hann viðeigandi nöfn. Ranghalagestimir mega fara á böll, já, pabbi og mamma hafa meira að segja gefið greinilega í skyn, að kærkomnast væri, að þeir kæmu yfirleitt sem allra minnst heim til sín -— „ef þú lætur mig sjá þig svona aftur, rek ég þig að heim- an á stundinni..." Þama hafa menn mælt sér mót, einn kemur þá öðrum er kastað út, og það er bollalagt um kvöldið og hvern eigi að slá fyrir næstu. 1 margmenninu fer þó aldrei svo að einhver eigi ekki pening — hann er dreginn að borði þar sem sitja fimm eöa sex, og örlög auranna hans þar með ráðin, þeir fafa í að „fínansera" kvöldið fyrir hópinn. Á barinn á Borg hefur verið lát- laus straumur síðustu mínúturnar. Þar hafa þjónarnir ekki við að blanda hanastél og fleytifull viský- glös, og einn eða tveir, sem eru bún- ir að svolgra þrjú viskýglös í röð, eru komnir út í ákavítið — meira magn, minni peningar. Tvær stúlkur koma að bardyrunum, nema þar staðar og líta í kring um sig, taka slðan á sig rögg og ganga inn í karl- mannaþvöguna. Þær þykjast fyrst vera að leita að einhverjum, en sjá svo að enginn veitir þeim eftirtekt og ganga að borðinu. Án þess að ÞETTA ER ÞEGAR klukkan á torginu er sjö og dómkirkjuklukkan tvær mínútur yfir. Svo slær dóm- kirkjuklukkan níu, og þá á torginu vantar tvær mínútur í. Það hljóðnaði talsvert yfir sam- kundunni á Isborgarbar, margir farnir á bíó, bannað innan sextán, en þó nokkrir eftir, sem ekki herjuðu út nema tíu hjá pabba, og því ekkert hægt að gera nema borða þriggja- krónuís í kvöld. Út úr „ranghalanum" tínast menn í smáhópum, kvöldið hefur verið skipulagt og haldið skal á dansleik. Ekki er þó enn vaknaður almennur áhugi á að yfirgefa stað- irn . . . það er svo ágætt að sitja hér og lögreglumaðurinn í horninu er ekkert að hnýsast í það þótt menn stingi höndinni andartak inn undir jakkann, beri þangað glas, helli i það með slíku offorsi að þriðjungur fer framhjá, lyfti því síðan á borðið þar sem minnst ber á þvi og fylli upp að börmum af kók, andvarpi þá mærðarlega og liti loks í kring um sig, mest á lögreglumanninn, sem situr alsaklaus og óeinkennisbúinn og lætur hugann reika til íbúðarinn- ar, sem hann er að byggja og gerir að verkum, að hann verður að taka að sér þetta aukastarf, sem hann bölvar í huga sér og nefnir „mann- skemmandi." Hljómsveitin á Borginni er mætt til leiks og eitt par komið út á gólfið. „Þetta er einhver stórlax utan af landi, lögfræðingur, held ég,“ er hvíslað þegar þéttholda maðurinn á gólfinu staulast eitt skref með hægri UM ÞAÐ LEYTI sem klukkan á torginu er sjö og dómkirkjuklukkan er tvær mínútur yfir er undirbúningur kvöldsins að hefjast fyrir alvöru. Hinir yngstu koma saman á Isborg- arbar —- fæstir þeirra eru farnir að fara á böll þótt flesta langi, en það er þó að minnsta kosti hugsanlégt að svindla sér inn á bíó, á mynd, sem er bönnuð innan sextán, og með því er talsvert fengið út úr kvöldinu. Þar að auki dugar tuttugukallinn, sem herjaður var út úr pabba, skammt í skemmtanalífi stórborgarinnar eftir bjargráðin. Eína, sem hægt er að veita sér svo nokkru nemi, er þriggja- krónuís — og svo kostar það auðvit- að ekkert að horfa á skólasystusnar í laumi, þegar þær láta varalitinn, I 10 VTKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.