Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 12
KÆTIN weic ym NÆTU "íesíS! mennirnir bölva gestunum í sand og ösku í huganum, en setja upp sitt blíðasta bros ... „já, sjálfsagt, næsta lag". Siggi háseti og kunningjar hans tveir eru nýkomnir. Þriðja vodka- flaskan er fyrir löngu búin, þrjár til viðbótar hafa verið keyptar á góðum stað, og allar komust þær inn í dans- húsið. . . ,,ég skal nefnilega segja þér, Siggi, ég þekki einn dyravörð- inn... þetta er bezti vinur minn. Hann tekur aldrei af mér... þó ekki væri... bróðir hennar mömmu var bezti vinur af a hans .. . en hvernig er þetta, engin „service" hér. .. þjónn ... já, og svo hefði hann held- ur aldrei fundið þá, sem ég var með .... ég hafði hana í sokknum, sjáðu til, alveg pottþétt aðferð." ,,Eg var með mína á bakinu," svarar Siggi og lætur í það skína, að ekki sé það óklárara. „En sjáið þið þennan ... þennan feita, sem var að koma inn. Lögfræðingur utan af landi... sá er svartur, og alveg sótrauður af vonzku. Hvað er að manninum?" „Ég fer í mal. Menn njóta engra mannréttinda hér á þessum stað. Leita á mér, ekki nema það þó .. . og taka svo flóskuna... fæ hana aft- ur þegar ég fer. 1 mál með þetta." Þjónninn ryður sér braut að borð- inu og tekur pöntunina. Meðan hann er að sækja gosið er sögð sagan af öðrum þjóni, sem hafði það fyrir sið, að velja sér gesti á sin borð á laug- ardögum eftir því hverjir honum þótti líklegastir til að gera mikil kaup, og skaut þvi svo að þeim útvöldu berum orðum, eftir að þeir höfðu fengið borðið, að „það yrði að vera bissniss", annars myndi hann án tafar reka þá frá borðinu. KLUKKAN ER AÐ verða hálftólf og dómkirkjuklukkan enn á undan þessari á torginu. Frá Borginni og Naustinu koma leigubílar á fullri ferð og úr þeim stíga síðbúnir gestir, sem hafa hugsað sér að fara á dans- leik til að flikka upp á skemmtunina. Þeir eru flestir komnir í „ákann" — engin yfirborðs-flottheit lengur. Þarna kemur sú ljóshærða frá Borg- inni í fylgd með fleira fólki. Inni í salnum ber það helzt til tíð- inda, að hljómsveitin fer í pásu, tveimur ér hent út, lögfræðingurinn utan af landi er búinn að taka gleði sína aftur og dansar rokk úti á miðju Engin yfirborðs flottheit lengur. Dansgólfið er ein iðandi kös. 12 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.