Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 13
»» Ég held þú getir haft hana, þessa bölvaða gæs" og verið er að leika síðasta dans i salnum. Á miðju gólfi staulast lög- f ræðingur utan af landi eitt skref með hægri fæti á móti hverjum tveimur með vinstri. „Við . . . við förum . . . )Það var hann Siggi <------------:------- taka hann. gólfi . . . honum kemur ekki einu sinni í hug hvað hún Sigurlína myndi segja, ef hún sæi hann núna . . . og svo er Siggi háseti kominn í sjó- mann við einn félaga sinna og má lengi ekki á milli sjá hvor hafi betur, þar til kveður við brestur, borðið fer um koll og með þvi fjórar gosflösk- ur ásamt jafnmörgum tilheyrandi glösum, hálffullum af vökva sem er miklu ljosari á lit en sá, sem er í flöskunum. „Hver andsk . . .", það w farið að þykkna í Sigga, „það varst þú, sem settir allt um koll." „Svona, svona, Siggi minn, við erum alltaf vinir ... , blessaður passaðu þig, þeir eru að koma, dyraverðirnir, þeir eru að koma . . . ég borga eina um- ferð af gosi á borðið." Siggi sefast heldur við þetta, og svo eru dyra- verðirnir líka komnir á vettvang og standa sinn til hvorrar handar hon- um. Stúlkurnar á næsta borði líta varla við — þetta er daglegur við- burður — þær eru nefnilega búnar að fara á ball á hverju kvöldi frá. Því að þær komu af síldinni. Síldar- peningarnir eru lóngu búnir, en marg- ir strákar eru fúsir til að borga aðgangseyrinn fyrir þær og eina kók á borðið gegn því að þær haldi á böggii i veskinu inn í danshúsið. Þetta er ekki svo vitlaus bissniss. .,Hvað er hann Siggi að æsa . sig • • • hann er alltaf eins og vitlaus maður . . . nei, sko þennan feita, hann er víst lógfræðingur utan af landi . . . nei, hann kemur hingað að borðinu . . . ætlar að bjóða mér upp. Guð, ég dansa ekki við hann." ..Jú, blessuð dansaðu við hann og reyndu að dobbla hann til að kaupa a borðið." Það kveður við brothljóð í einu horninu, einhver hefur barið heldur hastarlega í borð orðum sinum til á- herzlu. „% held þú getir haft hana • • • þessa bölvaða gæs . . . bless- aður hirtu hana." Stympingar og kvenmannsóp sem kafnar þegar höndum er tekið fyrir munn henni . . . annað óp þegar henni er þeytt út i horn . . . og dyraverðirnir eru komnir á vettvang. 1 öðru horni sit- ur lögfræðingur utan af landi og syngur þríraddað ásamt tveim þung- lyndum sjómönnum „Yfir kaldan ..." — nei, þú skalt taka hina röddina . . . „Yfir kaldan ..." — á meðan dyraverðirnir hafa náð góðu taki á slagsmálaforsprakkanum fyrir aftan bak og hélf draga hann yfir salinn. Stúlkan, sem meiddi sig í bakinu, hangir á handlegg annars lögreglu- mannsins og hrópar í sífellu: „nei, ekki tak'ann, ekki tak'ann, hann er með mér. . . hann er svo góður'." Ekkert gengur, manninum er hent á dyr og frakkanum hans á eftir. „Yfir kaldan . . ." heyrist út um opinn gluggann, þar sem slagsmála- forsprakkinn hugleiðir með hvaða móti hann geti hefnt sín eftirminni- lega. KLUKKURNAR ERU farnar að halla í eitt og hljómsveitin komin úr pásu. Nú eru leikin róleg lög og dansendurnir á gólfinu færast með hverju lagi nær hvor öðrum. Ein stúlkan laumast til að læða báðum handleggjunum um háls piltsins, sem hún dansar við, piltur skammt frá er staðinn að því að reyna að kyssa s-úJkuná sína, en hún færist undan. Það kveður enn við brothljóð, í þetta sinn framan úr ganginum. Slags- málaforsprakkinn hefur loks gert upp við sig, hvaða aðferð væri væn- legust til hefnda, náð sér i stóreflis stein og hent honum af afli í rúðuna, sem auðvitað hefur farið í mél. Með an einn dyravarðanna er í símanum til að hringja á lógregluna, kemur stúlka hlaupandi til annars, ber ótt á og biður hann að koma. „Það er hann Siggi . . . hann er alveg óður . . . þeir vorvi i . sjómanni . . . hann er búinn að berja lögfræðinginn í klessu. Viltu henda hon- um Sigga út, ekki lög- fræðingnum, hann ætlar með mér heim . . . lög- fræðingurinn gerði ekk- ert . . . bara henda Sigga út . . . hann er alveg, óður." En það er ekki hlaup- ið að því að henda Sigga út. „Þessi lögfræðings- andskoti, ég held bara að hann sé eitthvað hin- seigin," drafar i honum. „í>ið hendið mér ekkert út . . . komið þið bara og reynið." Og nú fá dyraverðirnir sannarlega að vinna fyrir kaupinu. Með lögreglutökum og harðfylgni tekst að koma Sigga út í þann mund sem lögreglan er að koma á vettvang til að taka slagsmálafor- sprakkann, sem hefur séð að sér og hlaupið í burt. „Blessaðir takið þið þennan í staðinn." Siggi háseti er járnaður og troðið aftan í lög- reglubílinn um sama leyti bara heim . . . til þin," segir hann án þess að roðna eða skenkja því svo mikið sem einnar sekúndu um- hugsun, hvernig Sigurlínu yrði inn- anbrjósts, ef hún heyrði til hans. „Jájá, þú ert bara ágætur náungi . . . komum heim til mín," malar stúlkan um leið og hún hugsar „mik- ið árans vesen, að ná ekki í hann Sigga. Hann drekkur sig alltaf útúr Framhald á bls. 45. Bílana ber að í röðum. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.